Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988
43
Minning:
María Helgadóttir
frá Klettstíu
Fædd 25. júní 1908
Dáin 6. ágúst 1988
Þann 6. ágúst sl. andaðist María
Helgadóttir á Dvalarheimili aldr-
aðra í Borgamesi. Hún var fædd
að Hreimsstöðum í Norðurárdal
þann 25. júní 1908 og varð því átt-
ræð fyrir röskum mánuði er hún
lést. Foreldrar Maríu voru hjónin
Helga Bjamadóttir og Helgi Ama-
son, bæði komin af kunnum borg-
firskum ættum. Þau bjuggu lengi
á Hreimsstöðum og þar munu böm
þeirra flest hafa fæðst, en þau vom
alls 17. Nú em þau öll látin, nema
tveir af bræðmnum, Emil og Sig-
urður.
Jörðin Hreimsstaðir var fremur
lítil og kostarýr. Það gefur því
augaleið, að það hefur verið erfítt
að framfleyta jafnstórri fjölskyldu
og það í hörðu árferði, eins og var
bæði fyrir og eftir síðustu aldamót.
Nokkur af bömunum fóm því í fóst-
ur til vandamanna og kunningja í
nágrenninu. Þannig var því háttað
með Maríu. Hún fór í fóstur og var
alin upp í Klettstíu, sem er næsti
bær við Hreimsstaði. Þar bjuggu
þá hjónin Sigurborg Sigurðardóttir
og Jóhannes Jónsson, en þau ágætu
hjón vom afi og amma greinar-
höfundar. María mun hafa komið
til afa og ömmu þegar hún var fjög-
urra ára, eða nánar til tekið áríð
1912. í Klettstíu átti hún heima
næstu 30 árin ’og vel það.
Þegar foreldrar mínir tóku við
búsforráðum í Klettstíu vorið 1916,
kom María inn á heimili þeirra, því
amma og afi vom þá orðin aldur-
shnigin og öll böm þeirra löngu
uppkomin og farin að heiman, nema
faðir minn. Það féll því í hlut Sæ-
unnar móður minnar að sjá um
bamafræðslu Maríu og fermingar-
undirbúning, því enginn bamaskóli
var í Norðurárdal á þessum ámm.
Ég held að María hafi alltaf metið
móður mína mikils og milli þeirra
myndaðist innilegur og tryggur vin-
skapur, sem entist meðan báðar
lifðu.
Ég minnist þess nú að þegar ég
heimsótti mömmu síðustu árin sem
hún lifði var hún alltaf að spyrja
um hana Mæju sína, en svo var
María jafnan kölluð af kunningjum
sínum. „Láttu nú til með henni
Mæju minni," sagði mamma við
mig. Það var eins og María væri
eitt af bömunum hennar.
Nú er það svo, að ævibraut okk-
ar flestra er jafnan vörðuð góðum
og göfugum fyrirheitum. En oft
verður lítið úr þeim fögru loforðum.
Fúslega skal játað að ég hef bragð-
ist móður minni í þessum efnum,
eins og með svo margt annað. En
það þurfti ekkert að „líta til með
henni Mæju“, hún bjargaði sér allt-
af sjálf. Én ég held að móðir mín
hafi verið Maríu þakklát ævilangt
fyrir að hafa hjálpað henni að ala
upp fjóra erfiða og fyrirferðarmikla
stráka.
Skömmu eftir 1940 fluttist María
til Reykjavíkur og vann hér á heim-
ilum ýmiskonar hússtörf. Einnig
vann hún lengi við þrif á opinberum
skrifstofum og það fram á síðustu
ár eða meðan heilsa hennar og
kraftar leyfðu. Kunnugir hafa sagt
mér að allsstaðar hafi hún sýnt
mikla trúmennsku og vandvirkni í
störfum sínum.
Árið 1956 giftist María Magnúsi
Þorlákssyni, sem í fjöldamörg ár
starfaði hjá Landssíma íslands. Þau
komu sér upp vistlegu og myndar-
legu heimili í Meðalholti 2 hér í bæ.
Það var ánægjulegt að koma til
þeirra í heimsókn. Sambúð Magnús-
ar og Maríu varð farsæl, en skamm-
vinn, því Magnús dó árið 1965, eft-
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall og útför móður
okkar og tengdamóður,
WERU SIEMSEN,
Laugateigl 3.
Gústav Magnús Siemsen, Dagbjört Á. Slemsen,
Hilda Lfs Slemsen, Sigurbergur Árnason.
ir níu ára sambúð. Eftir lát Magnús-
ar bjó María áfram í íbúð sinni í
Meðalholti 2, eða nánar tiltekið
þangað til aldurinn færðist yfir
hana og hún ákvað að hverfa aftur
tii átthaganna. Hún fluttist þá á
Dvalarheimili aldraðra í Borgar-
nesi. Þar var hún síðustu árin.
María var lengstan hluta ævinnar
mjög heilsuhraust, en hin síðustu
ár kenndi hún þreytu og lasleika
eftir langan og oft strangan vinnu-
dag. Á liðnu vori dvaldist hún í
nokkum tíma á sjúkrahúsinu á
Akranesi, en var aftur komin á
Dvalarheimilið í Borgamesi
skömmu áður en hún lést.
Hún fékk hægt og hljóðlátt and-
lát, eins og allt líf hennar hafði
verið, og var jarðsungin frá Foss-
vogskapellu þann 15. ágúst sl. og
hvílir við hlið Magnúsar eiginmanns
síns í Fossvogskirkjugarði.
Ég þakka Mæju minni samfylgd-
ina öll þessi mörgu ár. Megi moldin
verða henni mjúk og líknsöm.
Blessuð sé minning hennar Mæju
frá Kiettstíu.
Klemenz Jónsson
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins i Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
I minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki era
tekin til birtingar framort ljóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3
erindi og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafiii höfundar.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát
og útför elskulegrar móður okkar,
HÓLMFRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR
frá Nesi f Loðmundarfirði.
Auður Halldórsdóttlr ísfeld,
Leifur Halldórsson,
Björn Halldórsson.
t
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
THEODÓRS HEIÐARS PÉTURSSONAR,
Austurbraut 14,
Hornaflröl.
Hugrún Kristjánsdóttir. L
böm, tengdabörn og barnabörn.
r
JAZZ
SKAPANDI
LISTGREIN
MARKVISS
ÞJÁLFUN
Nu geta allir stundað jazz-
ballett af fullum krafti. Greiða
má einn mánuð i einu. Kredit-
kortaþjónusta.
6-8 ára, 40 min. Tími 1x í viku
kr. 900,- per. mánuð.
9-11 ára, 60 mín. Tími 2x í
viku kr. 2.000,- per. mánuð.
12 ára og eldri. Byrjendur -
framhald kr. 2.400,- per. mánuð.
STEPP
SKEMMTILEG Hraunberg ath:
VIÐBÓT VIÐ Breyttir tímar i vetur -
DANSINN HJÁ nú einnig tímar í miðri
BESTA viku.
STEPPARA
LANDSINS, ^
DRAUMEY
INNRITUN HAFIN
SKÓLAÁRIÐ ’88-’89 SEPT-MAÍ
KENNSLA HEFST 19. SEPT.
BALLETT
KLASSISK
TÆKNI
NAUÐSYN-
LEG
GÓÐUM
DANSARA
ifi
Mæðurath. samræmingu
tima. Barnaskólinn í Suð-
urveri uppi 10% fjöl-
skylduafsláttur.
Kennarar: Karl Barbee frá
New York verður í allan
vetur ásamt Báru, Önnu,
Möggu, Irmu, Nadíu og
Ágústu.
SKÍRTEINA AFHENDING LAUGARDAGINN17. SEPT.
frá kl. 13-17. Myndband í gangi allan daginn,
nemendasýning ’88 og fl.
NEMENDASYNING í VOR.
INNRITUN Í SÍMA 83730
HRAUNBERG Í SÍMA 79988
^ MILLI KL. 10-18 ALLA DAGA.
Jóffi&MtUJíétl Sá'U*
F.Í.D. Félag ísl. danskennara.