Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988
Kveðjuorð:
Vilhjálmur Ingvars-
son framkvæmdastj.
Fæddur 27. apríl 1940
Dáinn 18. ágúst 1988
Við hjónin vorum stödd erlendis
þegar okkur barst fregn um andlát
vinar okkar Vilhjálms Ingvarsson-
ar. Okkur hefur ekki áður orðið
meira brugðið við dánarfregn
óskylds aðila. Okkur var þó kunn-
ugt um hin alvarlegu veikindi, sem
hijáðu hann og höfðu borið að með
svo snöggum hætti sem raun varð á.
Við Vilhjálmur kynntumst á
skólaárum í Verzlunarskólanum.
Tókst þá strax með okkur vinátta
þótt nokkur aldursmunur væri.
Vafalaust var það vegna sameigin-
legra áhugamála og báðir höfðum
við alist upp við mikla umræðu um
málefni okkar aðalatvinnuvegs.
Leiðir okkar lágu svo aftur sam-
an þegar ég hóf störf hjá LÍÚ, en
skrifstofur Isbjamarins voru þá til
húsa í sama húsi.
Æviatriðum Vilhjálms hafa verið
gerð glögg skil hér í blaðinu og
mun ég því ekki rifja þau upp um-
fram það sem mér er hugleiknast.
Það mun vera sjaldgæft að ung-
um manni hafi verið treyst til þeirra
ábyrgðarstarfa sem Vilhjálmi vom
falin. Rúmlega tvítugum að aldri
er honum falið að byggja upp stóra
sfldarsöltunarstöð á Seyðisfirði og
síðar sfldarverksmiðju, sem þó hef-
ur mest verið notuð til bræðslu á
loðnu. Hvort tveggja tókst honum
mjög vel. Skapaði hann sér virðingu
fyrir dugnað og áræði. Nýlega hafði
hann hafist handa við endurbygg-
ingu á loðnuverksmiðjunni í þeim
tilgangi að framleiða gæðamjöl.
Hafði hann fest kaup á vélum og
tækjum í Noregi í þessum tilgangi.
Er nú verið að setja þessi tæki upp
á Seyðisfirði.
Vilhjálmur hafði yfimmsjón með
byggingu hraðfrystihúss ísbjamar-
ins á Norðurgarði. Það var einkar
athyglisvert að fylgjast með hvem-
ig að þeirri byggingu var staðið.
Hvert atriði var vel skipulagt og
allt gert til þess að kostnaður væri
í lágmarki, en þess jafnframt gætt
að húsið fullnægði ýtrastu kröfum
um framleiðslu á matvælum.
Eg minnist margra ánægjulegra
stunda á skrifstofu föður Vilhjálms.
Ingvar Vilhjálmsson kvaddi mig oft
á sinn fund og vom þá rædd þau
mál sem ofarlega vom á baugi. Oft
var Vilhjálmur viðstaddur þessa
fundi og var fróðlegt fyrir okkur
ungu mennina að hlusta á hinn
lífsreynda öðling segja okkur frá
skoðunum sínum. Ingvar hafði
mikla reynslu af samningamálum
og samskiptum við viðsemjendur
bæði úr hópi verkafólks og sjó-
manna. Tel ég mig ekki hafa feng-
ið betri ráð frá öðmm í þessu efni.
Vilhjálmur var tæplega meðal-
maður á hæð. Frekar þéttur á velli,
rauðbirkinn á hár, skarpleitur, ljúf-
ur í skapi, frekar feiminn en fastur
fyrir. Hann hafði erft höfðingslund
foreldra sinna og fór ég ekki var-
hiuta af henni.
Hann var kjörinn í stjóm LÍÚ
árið 1970 og átti þar sæti þar til
Isbjöminn og Bæjarútgerðin vom
sameinuð, en þá óskaði hann eftir
að láta af störfum vegna breyttra
aðstæðna. Hann gegndi einnig
§ölda annarra trúnaðarstarfa fyrir
sjávarútveginn. Vilhjálmur var allt-
af tillögugóður og lagði ríka áherslu
á framtak einstaklinganna» Hann
var andvígur þáttöku hins opinbera
í atvinnulífi og lagði mikla áherslu
á ábyrgð einstaklinganna, sem
tækju þátt í atvinnurekstri.
Hann var alinn upp á heimili þar
sem mikill listrænn áhugi ríkti.
Þetta hafði mikil áhrif á hans lista-
smekk, sem leiddi til þess, að hann
eignaðist mörg falleg málverk og í
seinni tíð einnig fágætar bækur.
Það er mikill harmur kveðinn að
fjölskyldu Vilhjálms við hið sviplega
fráfall hans. Mér finnst ég hafa
misst góðan vin sem ég sakna mjög.
Við Kristín fæmm Önnu Fríðu,
bömunum, öldmðum föður Vil-
hjálms og öðmm aðstandendum
okkar innilegustu samúðarkveðjur
með ósk um að minningin um góð-
an dreng megi létta sorgir þeirra.
Kristján Ragnarsson
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Mikið úrval
af tónlist á plötum, snældum og
diskum. Nýkomnar Bibliur af ýms-
um geröum, m.a. tvær stærölr
meö rennilás.
Sendum í póstkröfu samdægurs.
Simi 91-20735.
l/erslunin
UfW
Lærið vélritun
Sept.-námskeiö eru aö byrja.
Vélritunarskólinn sími 28040.
Hvrtasunnukirkjan
Völvufelli
Almennur biblíulestur í kvöld kl.
20.30. Allir hjartanlega velkomnir.
Útivist
c-'mi/símsvari: 14806
Sunnudagur 11. september:
Strandganga f landnámi Ingólfs
21. ferö a og b.
a. kl. 10.30. Selvogur - Þorláks-
höfn. Þessi strandlengja kemur
á óvart vegna fjölbreyttra jarö-
myndana. Skemmtileg lelð.
b. kl. 13. Flesjar - Þorlákshöfn
- Óseyrarbrú. Létt ganga vest-
an Þorlakshafnar. Einnig litast
um i plássinu. Byggöasafniö
skoöaö. Ferö viö allra hæfi. Á
bakaleið verður eklð um Ós-
eyrarbrúna nýju sem eflaust
vekur forvitnl margra.
Verð 900 kr., fritt f. börn m. full-
orðnum. Brottför frá BSl,
bensínsölu (kl. 13.15 frá Sjó-
minjasafninu Hafnarfiriði.) Eng-
inn ætti aö missa af þessum
feröum. Sjáumstl
Utivist.
fSái
inhjálp
[ kvöld kl. 20.30 er almenn sam-
koma í Þribúöum, Hverfisgötu
42. Mikill og fjölbreyttur söngur.
Kórinn tekur lagiö. Samhjálpar-
vinir gefa vitnisburöi mánaöar-
ins. Allir velkomnir.
Samkomur í Þríðbúöum alla
sunnudaga kl. 16.
Samhjálp.
M! Útivist
Sími/simsvari: 14606
Helgarferðir 9.-11. sept.
a. Þórsmörk, haustlitaferö.
Nú fer Mörkin brátt aö skarta
sinum fegurstu haustlitum, ekki
síst í Básum. Gist í góðum skála.
Skipulagöar gönguferðir við allra
hæfi.
b. Löðmundur - Landmanna-
laugar. Gengiö m.a. um Rauö-
fossafjöllin og á Krakatind aust-
an Heklu. Uppl. og farm. á
skrifst., Grófinnl 1, simar:
14606 og 23732. Sjáumstl.
Útivist.
IMI Útivist
Sfmi/símsvari: 14606
Haustlita- og grillveislu-
ferð í Þórsmörk helgina
16.-18. sept.
Gisting í Útivistarskálunum Bás-
um meöan pláss leyfir, annars
tjöld. Fjölbreyttar gönguferöir.
Grillveisla og kvöldvaka á laugar-
dagskvöldinu. Pantiötímanlega.
Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni
1, síma 14606 og 23732.
Sjáumstl
Útivist.
Hjálpræðís-
herínn
Kirkjustræti 2
Almenn samkoma f kvöld kl.
20.30. Ofursti Odd Tellefsen
og frú Joan tala og kaftelnn
Danfel Óskarsson stjómar.
Allir velkomnlr.
FERDAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Helgarferðir Ferðafólags-
ins 9.-11. sept.
1) Landmannalaugar - Jökulgil.
Jökulgil er fremur grunnur dalur
sem liggur upp undir Torfajökul
til suðausturs frá Landmanna-
laugum. Jökulgil er rómað fyrir
litfegurö fjalla sem að þvi liggja,
eru þau úr líparíti og soðin sund-
ur af brennisteinsgufum. Jökul-
gilið er einungis ökufært á
haustin, þegar vatn hefur minnk-
aö i Jökulgilskvíslinni. Ekið með-
fram og eftir árfarvegi. Gist i
sæluhúsi Fl i Landmannalaug-
um. Einstakt tækifæri, missið
ekki af þessari ferð.
2) Þórsmörk - Langldalur
Sérhver árstíö hefur sín áhrif á
svipmót landsins, og er Þórs-
mörk engin undantekning og þvi
kjöriö aö leggja leiö sina þangaö
á þessum árstíma. Notaleg gistl-
aðstaða f Skagfjörðs-
skála/Langadal, gönguferöir viö
allra hæfi um Mörkina. Njótiö
hvíldar meö Feröafélaginu í
Þórsmörk.
Upplýsingar og farmiðasala á
skrifstofu Ff, Öldugötu 3. Brott-
för í ferðirnar er kl. 20 föstudag.
Feröafélag (slands.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
OLDUGOTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferðir Ferðafélags-
ins sunnudaginn 11.
sept.:
1) Kl. 08.00 - Þóramörk/dags-
ferö.
Dvalið veröur 4 klst. í Þórsmörk.
Verð kr. 1.200,-
2) Kl. 10.00 - Ólafsskarð -
Gertafell - Þrengslavegur.
Gengið inn Jósepsdal, yfir Ólafs-
skarð, á Geitafell aö Þrengsla-
vegi. Verö kr. 600,-
3) Kl. 13.00 Nýja brúln yfir ölf-
usárósa/ökuferð.
Ekiö um Þrengslaveg, Hafnar-
skeiö og Hraunskeiö og yfir nýju
brúna við Óseyrartanga. Ekiö
verður um Eyrarbakka og komiö
viö í verksmiðjunni Alpan, síöan
Stokkseyrl, Selfoss og Hvera-
geröi og til Reykjavikur um Hell-
isheiöi. Kynnist nýrri ökuleið
meö Feröafélaginu. Verð kr.
1.000,-
Brottför frá Umferöamiöstööinni,
austan megin. Farmiðar við bfl.
Frrtt fyrir böm i fylgd fulloröinna
Ferðafélag Islands.
VEGURINN
Kristið samfélag
Þarabakka 3
Muniö samverustundina i kvöld
kl. 20.30. Helga Zitermanis
kennir. Allir velkomnir.
Skipholti 50b, 2. h. til h.
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Bengt Sundberg predikar.
Allir velkomnir.
Farfuglar
áft
Valabólsferð
eldri farfugla veröur laugardag-
inn 10. september. Lagt af staö
frá Kaldárseli kl. 13.00.
Mætum öll yngri sem eldri.
Kakó á staönum.
Farfuglar.
raðauglýsingar
raðauglýsingar
raðauglýsingar
[ fundir — mannfagnaðir
Fríkirkjusöfnuðurinn
í Reykjavík
Almennur safnaðarfundur verður haldinn í
Gamla bíói mánudaginn 12. september nk.
kl. 20.00.
Fundarefni:
1. Kosning sjö manna í kjörstjórn vegna
væntanlegra prestkosninga skv. 22. gr.
laga Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík.
Ósk 70 meðlima safnaðarins um safnað-
arfund vegna „uppsagnar safnaðar-
prests“.
Önnur mál.
Athugið:
Þeir einir eiga rétt til fundarsetu, sem
skráðir voru í söfnuðinn þann 1. des. 1987,
og náð höfðu þá 16 ára aldri.
Vinsamlegast hafið persónuskilríki tiltæk við
inngang, og mætið tímanlega.
2.
3.
Stjórn Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík.
FÉLAG SPORTBÁTAEIGENDA
Fundur til kynningar á tillögu að skipulagi á
athafnasvæði félagsins verður haldinn í fé-
lagsheimilinu Elliðanaustum, fimmtudaginn
8. sept. kl. 20.30.
Stjórn Snarfara.
Málfundafélagið Óðinn
Nesjavellir - Óseyrarbrú
Haustferö Málfundafélagsins Óöins veröur farin laugardaginn 10.
september nk. Lagt verður af stað frá Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl.
9.00 fyrir hádegi og áætlað aö koma til baka kl. 18.00. Farið verður
um Nesjavelli - Þingvelli - Óseyrarbrú - Krísuvlk - Strandakirkja
skoöuö. Allt sjálfstæðisfólk velkomiö og takiö meö ykkur nesti fyrir
daginn.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku f síma 82900 fyrir kl. 16.00 föstudag-
inn 9. september. Fararstjóri veröur Pétur Hannesson.
Miöaveröi mjög stillt í hóf.
Ferðanefndin.
Huginn, F.U.S í Garðabæ,
heldur þriðja Hrafnaþing
Þingiö veröur aö þessu sinni haldiö I veitingahúsinu Gauki á Stöng,
2. hæð, laugardaginn 10. september kl. 19.00. Dagskrá þingsins
að þessu sinni er stjórnmálaviðhorfið og mun Júlíus Guöni Antons-
son, leiðtogi ungra sjálfstæöismanna i Húnaþingi, ávarpa þingiö af
miklum eldmóöi og snilld eins og honum einum er lagið. Er Július
hefur lokiö máli sínu veröur slegiö á létta strengi og geði blandaö
fram eftir nóttu eins og ungum sjálfstæöismönnum einum er lagiö.
Allir sjálfstæðismenn og hresst fólk er hjartanlega velkomið og vin-
samlegast takiö meö ykkur gesti.
Stjórnin.
Viðeyjarskemmtun
Sunnudaginn 11. september nk. munu sjálfstæðisfélögin i Reykjavík
efna til útiskemmtunar i Viöey. Ferðir út ( Viðey hefjast kl. 10.30
um morguninn og veröa meö stuttu millibili fram eftir degi. Séra
Þórir Stephensen, staöarhaldari i Viöey, mun sjá um kynningu á
sögu Viöeyjar. Grillveisla verður haldin um hádegisbil. Veitingasala
er einnig úti í eyju. Hljómsveit Birgis Gunnarssonar leikur létt lög.
Fjöldasöngur og leikir.
Sjálfstœðisfólögin í Reykjavik.
UMIIMMf !t!lli*M4!Í I! I! I! MtlllltSiM ttltlUlttUitltttl
tSÍJiS % íi S% £ i. 81 uí-t ft t
»»*»»**•
líá • • ^ii.