Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 Anatólij Karpov Jóhann Hjartarson. Jóhann og Karpov gerðu jafntefli Frá Margeiri Péturssyni í Tilburg. FYRSTA umferðin hér á stór- móti Interpolis-tryggingafé- lagsins í Tilburg í HoUandi var fremur dauf. Ollum skákunum fjórum var lokið með jafntefli eftir þijár og hálfa klukku- stund. Jóhann Hjartarson hafði hvítt gegn Anatólíj Karpov, fyrrum heimsmeistara, og væntanlegum andstæðingi sinum í áskorendaeinvígi i jan- úar. Þeir tefldu margþvælt af- brigði Drottningarbragðs og var jafnvæginu aldrei raskað. Mest spenna var í skák þeirra Pedrags Nikolic, Júgóslavíu og Johns Van der Wiel, Hollandi. Nikolic gerði sig sekan um slæma yfirsjón í byijuninni og lenti í er- fíðri vöm. Framhaldið tefldi Hol- lendingurinn, sem er stigalægsti þátttakandinn, ekki vel og á end- anum náði Nikolic þráskák. Timman komst ekkert áleiðis með hvítu gegn Short og var sa- mið jafntefli eftir 24 leiki. Robert Hiibner jafnaði taflið furðu auð- veldlega gegn byijunarsérfræð- ingnum Portisch og hafnaði jafn- teflisboði í 16. leik, þótt hann hefði svart, en engu að síður varð það niðurstaðan eftir 33 leiki. í dag teflir Jóhann Hjartarson við Jan Timman, fjórða stigahæsta skákmann heims, og hefur aftur hvítt. Það var skiljanlegt að Jóhann vildi ekki taka neina áhættu í fyrstu umferðinni. Það var ekki fyrr en á laugardaginn var, að ljóst var að hann myndi verða með og hann var síðasti þátttakandinn sem kom hingað. Það vakti athygli að í öllum skákunum var teflt drottningar- bragð. „Þetta er afturhvarf til þriðja áratugarins," sagði Hort, en þá var sú byijun allsráðandi á mótum. Skák þeirra Jóhanns og Karpovs gekk þannig fyrir sig: Hvitt: Jóhann Hjartarson. Svart: Anatólíj Karpov Drottningarbragð 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Kf3 — ds, 4. Rc3 — Be7, 6. Bg5 — h5 e, 6. Bxf6 — Bxf6, 7. e3 — 0-0, 8. Hcl - c6, 9. Bd3 - Rd7, 10. 0-0 — dxc4, 11. Bxc4 — e5, 12. h3 — exd4, 13. exd4 — Rb6, 14. Bb3 - He8, 15. Hel - Bf5, 16. Hxe8+ - Dxe8, 17. Dd2 - Dd7, 18. Hel - Rd5! Þetta er mun betra en 18. — Hd8, 19. Df4 - Rd5, 20. Rxd5 - exd5, 21. Re5, eins og Karpov lék í 23. einvígisskákinni gegn Kasp- arov árið 1985. Það var einmitt sú skák sem gerði þetta afbrigði vinsælt á hvítt. 19. Rxd5 — exd5, 20. Df4 — Be6, 21. Re5 - Db5!, 22. Rg4 - Bxg4, 23. Dxg4. Hér bauð Jóhann jafntefli, en þar sem Karpov er ekki í neinni taphættu vildi hann skiljanlega tefla áfram. 23. - Hd8, 24. Hcl - Db4, 25. Hc8 - Del+, 26. Kh2 - Dxf2, 27. Bxd5 - b5, 28. Df3 - Dxf3, 29. Hxd8+ - Bxd8, 30. Bxf3 - Bf6, 31. b4 - Bxd4, 32. Bc6 og hér var samið jafntefli, því vegna mislitu biskupanna skiptir engu máli þótt svartur sé peði yfír. V erðlagstöð vunin: Bakarí og tíkamsræktar- stöðvar undir smásjá STARFSMENN Verðlagsstofn- unar vinna nú úr gögnum sem aflað hefur verið um verðbreyt- ingar í bakaríum, líkamsræktar- stöðvum og sólbaðsstofum. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar hagfræðings hjá Verðlagsstofn- un er mikið hringt með fyrir- spurnir og kvartanir um hækk- anir. Reyna verðgæslumenn stofnunarinnar að sinna þessu eftir föngum en allmargir þeirra eru nú staddir utan Reykjavíkur til að afla upplýsinga og svara spurningum verslunarmanna. Fimm líkamsræktarstöðvar hafa hækkað verð á þjónustu og segja ástæðuna nýtilkomna álagningu söluskatts. Guðmundur Sigurðsson segir að þetta sé í athugun ásamt verðbreytingum sólbaðsstofa og ýmiskonar þjónustufyrirtækja ann- arra. Þá hafi borist ábendingar um verðhækkanir á brauðum og kökum en það sé nú kannað. Tíu verðgæslumenn eru staddir úti á landi auk fímm fastra starfs- manná Verðlagsstofnunar á lands- byggðinni. Þá hafa aðrir tíu verð- gæslumenn nóg að gera í Reykjavík að sögn Guðmundar. Segir hann að enn hafi enginn verið kærður vegna verðhækkunar. Þegar um verðhækkanir hafi verið að ræða hafí kaupmenn þegar orðið við því að lækka verð aftur. Ef ábending- um Verðlagsstoftiunar yrði ekki sinnt myndi viðkomandi kærður fyrir Rannsóknarlögreglunni og nafn fyrirtækisins birt í fjölmiðlum. Viðurlög við brotum á Verðlagslög- gjöf eru fjársektir eða jafnvel fang- elsi. Fyrirliggjandi í birgðastöð SVARTAR OG GALVANISERADAR PÍPUR Samkv.:Din 2440 Magnafsláttur og greiðslukjör við allra hæfi! oOO°°°o o O OOo Sverleikar: svart, 3/8 - 5“ galv., 3/8 - 4“ Lengdir: 6 metrar SINDRA /S^STAL HF BORGARTÚNI31, SÍMAR 27222 & 21684 AFHVERJU TVÖ ÁR í RÖÐ? I Þeir sem þegar hafa fengið sér r ELDHÚSeru ekkert hissa að ELDHÚS hafi orðið fyrir valinu á Heimilissýningum í Laugardalshöll TVÖ ÁR í RÖÐ. Hófí valdi T ELDHÚS í sína draumaíbúð ’87. Og nú völdu hljómlistarmennirnir Ragnhildur Gísladóttir og Jakob Magnússon T ELDHÚS í Dvalarheimili sitt á Heimilissýningunni ’88. Sú eldhúsinnrétting er til sölu og má raða henni upp eftir smekk og aðstæðum. Víð munum hafa opinn sýningarbás í verslun okkar að Grensásvegi um helgina. Opið laugardag frá 10-16 og sunnudag 14-18. Verið velkomin. í ; ELDHÚS Grensásvegl 8 - Símar 84448 og 84414
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.