Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988
29
Evrópubandalagið:
Ahugi fyrir fiskveiðisamn-
ingum við Austur-Evrópuríki
Brfls8el. Fró Kristófer M. Kristmssyni, fréttaritara Morgfunblaðsins.
STJÓRNVÖLD í Danmörku og
Vestur-Þýskalandi hafa sýnt
mikinn áhuga samningum við
stjórnvöld í Sovétríkjunum, Pól-
Pakistanar
skjóta nið-
ur afganska
herþotu
Islamabad. Reuter.
Pakistanskar orrustuþotur
skutu í gær niður afganska her-
þotu sem flogið hafði yfir landa-
mærin til Pakistans, að sögn
pakistanska sjónvarpsins.
landi og Austur-Þýskalandi um
fiskveiðar innan lögsögu þess-
ara rikja í Eystrasalti. Við út-
færslu fiskveiðilögsögu Evrópu-
bandalagsins i 200 mílur lögðust
af veiðar Austur-Evrópumanna
innan hennar og þar með grund-
völlur gagnkvæmra samskipta á
þessu sviði.
Sjávarútvegsráðherrar Dana og
Vestur-Þjóðverja hafa farið þess á
leit við framkvæmdastjóm EB að
hún beiti sér fyrir því að samning-
ar verði gerðir við strandríki í
Austur-Evrópu sem liggja að
Eystrasalti. Sá annmarki hefur
verið á samskiptum EB og rílq'a í
Austur-Evrópu að stjómmálasam-
band hefur ekki verið á milli þess-
ara aðila en framkvæmdastjóm
bandalagsins fer m'eð alla fiskveiði-
samninga fyrir hönd aðildarríkj-
anna.
Allt bendir nú til þess að form-
legu stjómmálasambandi verði
komið á innan tíðar þannig að
samningaviðræður gætu þá hafist.
Austur-Evrópuríkin hafa sett það
skilyrði að gegn veiðiréttindum
innan lögsögu þeirra komi afla-
mark innan lögsögu EB. Það eru
sérstaklega danskir sjómenn á
Borgundarhólmi sem telja þetta
vond skipti og benda á að til lítils
sé að stækka veiðisvæðið ef
minnka á aflann. Nú þegar stunda
danskir og vestur-þýskir sjómenn
veiðar í Eystrasalti samkvæmt
samningum við Norðmenn og Svía.
Tækja-
eining
— Spor-
brautarfarr
Lendingar-
hylki
Vistarverur
Stjómklefi
Sovéskt geimfar i vandræ&um
Á þriðjudag geröi sovéska geimfarið Sojus TM 5 með tvo geimfara
innanboröstværmisheppnaðartilraunirtil þess að snúa afturtil
Jarðar. Geimfarið haföi flutt lækni til Mír-geimstöðvarinnar, sem er
á braut um Jöröu, en hann á að fytaiast með tveimur geimförum,
sem þar dveljast. Vandkvæðin hofust skömmu eftir að Sojus
skildi við Mírog reynt var aö koma því af sporbrautinni.
Sojuz-TM 5
.Sólarorku-
skermur
Mfr-geimstoöin
—Varasólarorku-
V. skermar
Tengingar-
eining
Sólarorku-
skermur
Þrystiklefi
Stjarneðlis-
fræðirann-
sóknarstofa
Gagnhreyflar settir í ganq 160 sekúndur fstað ’ '-■w
þeirra 230, sem
ráð varfyrirgert.
Sjö mfnútum sfðar
eru þeir aftur ræstir,
en þá á röngum
tíma. Hætt var viö
frekari tilraunir, svo
ekki yrði lent f Kfna
HeimiJdir: NASA, Aviation Week and Space Technology, AP
KRGN / Morgunbia&ö / MorgunblaNö
Sjónvarpið skýrði frá því að
pakistanskar orrustuþotur á venju-
legu eftirlitsflugi hefðu tekið eftir
hópi afganskra herþotna fyrir
norðan Peshawar. Ein þeirra hefði
verið skotin niður og hinar hefðu
flúið aftur yfir landamærin til Afg-
anistans og varpað niður sprengj-
um og eldsneytistönkum. Fjórir
slösuðust í sprengingunum.
Lending Sojuzar heppnaðist í þriðju tilraun:
Geimfararnir ekki þjálfaðir til að
glíma við bilun í lendingarbúnaði
Þetta er í annað sinn sem slíkt
atvik gerist á rúmum mánuði. Sov-
ésk herflugvél var skotin niður
yfír Pakistan 4. ágúst. Sovéskur
hermaður bjargaðist í fallhlíf, var
handtekinn og síðar sendur til Sov-
étríkjanna.
Pakistanar hafa sakað Afgana,
sem njóta stuðnings Sovétmanna,
um að hafa gert tvær sprengjuár-
ásir yfír landamærin í síðustu viku
og orðið þremur mönnum að bana,
auk þess sem 17 hafí slasast. Afg-
anar hafa vísað þessum ásökunum
á bug. Þeir segja að Pakistanar
beiti slíkum ásökunum til að dylja
eigin yfírgang við landamæri Pak-
istans.
Moskvu. Reuter.
SOVÉZKA geimfarið Sojuz
TM-5 lenti heilu og höldnu á
gresjum í Sovétlýðveldinu Kaz-
akhstan í fyrrinótt. Höfðu geim-
fararnir verið strandaglópar í
geimnum vegna bilunar í sjálf-
virkum lendingarbúnaði fars-
ins. Geimfararnir höfðu ekki
hlotið þjálfun i að handstýra
geimfarinu til jarðar.
„Það var engin hætta á ferðum.
Við höfðum fulla stjóm á geim-
farinu," sagði Vladimír Ljakov,
margreyndur sovézkur geimfari
eftir að þriðja tilraun hans til að
stýra fari sínu til jarðar heppnað-
ist. Asamt Ljakov var fyrsti afg-
Keuter
Geimfaramir Abdul Ahad Mohmand og Vladimír Ljakhov brosa
breitt þegar þeir spjölluðu stuttlega við fréttamenn í Bajkonúr-
geimferðastöðinni eftir giftusamlega lendingu Sojuzar TM-5.
Ameríkubikarinn í siglingum:
Yeðbankar leyfa möiuium
ekki að veðja á Conner
San Diego. Reuter.
VEÐBANKAR neituðu í gær að taka við veðmálum frá fólki, sem
vildi veðja á bandaríska skútustjórann Dennis Conner, þar sem
þeir telja yfirgnæfandi líkur á að hann fari með sigur af hólmi
í einvíginu um Amerikubikarinn, sem hófst undan San Diego i
Kalifomíu i gærkvöldi.
Conner stýrir tvíbytnunni Stars
and Stripes gegn nýsjálenzku
stórskútunni Nýja Sjáland.
Keppnin hófst klukkan sjö að
íslenzkum tíma í gærkvöldi.
Ifyrsta kappslingin var samtals
40 sjómílur, 20 undan vindi og
20 upp í vindinn. Fyrirhugaðar
eru þijár kappsiglingar en ef önn-
ur skútan sigrar í tveimur fyrstu
fer sú þriðja ekki fram.
Aðstæður voru sagðar banda-
rísku skútunni í hag þar sem milli
12 og 18 hnúta vindur var á
keppnisstaðnum. Skúta Conners
er sögð mun hraðskreiðari en sú
nýsjálenzka, sem er einbytna og
mun stærri, eða með 90 feta
sjólínu.
Upphaflega átti ekki að keppa
urrr Ameríkubikarinn í siglingum
fyrr en árið 1991. Dennis Conner
endurheimti bikarinn fyrir Banda-
ríkjamenn þegar keppnin fór fram
við vesturströnd Ástralíu í byijun
síðasta árs. Nýsjálenzkur auðkýf-
ingur að nafni Michael Fay not-
færði sér hinsvegar klásúlur í
reglum keppninar, sem settar
voru fyrir rúmri öld, en þær heim-
ila hveijum sem er að skora á
handhafa bikarsins til einvígis um
hann. Siglingaklúbburinn í San
Diego, sem Conner keppti fyrir,
neitaði að verða við áskoruninni
en tapaði málshöfðun af hálfu
Fays og fer keppnin því fram nú.
Smíði skútu Fay var langt kom-
in þegar hann skoraði á handhafa
Ameríkubikarsins. Hún er af
sömu stærð og þær skútur, sem
keppt var á fyrir hálfri öld. Þegar
málaferlum lauk töldu Dennis
Conner og félagar sig ekki hafa
nægan tíma til að smíða og reyna
samskonar skútu og ákváðu því
að mæta til leiks á tvíbytnu, sem
bæði er minni og talin vera mun
hraðskreiðari við þær aðstæður
sem ríkja í San Diegoflóa.
Leiðin í keppninni um Ameríkubikarinn
Lagt er (hann 5
km frá ströndu
%,Kaliforn(a
iN San'Diego
20 sjómíla
.ANOreQO
—13 —
■sjómíiur.
Amerlku-
bikarsþorpiö
Vindátt
KALlFORNlA
MEXlKÓ
Lelð 1 og 3: Bein 20 sjómilna
sigiing á móti vindi og sömu
leið með v'iedi til baka.
Leið 2: 39 sjómilna jafnarma þrlhyrningur. I tveimur armanna þarf af
sigla beitivind, en við sllkar aöstæöur komast tvíbytnur hvaö mest á
skriö.
KRGN / Morgunblaöiö / AM
Þessari ákvörðun undi Fay illa
og stefndi siglingaklúbbi San Di-
ego að nýju fyrir rétt og krafðist
þess að handhafar bikarsins yrðú
dæmdir til að keppa á samskonar
skútu og hans. Taldi hann að um
ójafna keppni yrði að ræða sem
væri ekki í anda reglugerðar
keppninnar um Ameríkubikarinn.
Tapaði hann því máli en hótaði
strax að kæra úrslit kappsigling-
arinnar ef Conner færi með sigur
af hólmi. Þar sem yfírgnæfandi
líkur eru taldar á því að Conner
lVtí þykir fullvíst að málaferli
h.\di áfram og hefur það dregið
úr áhuga almennings á keppninni.
anski geimfarinn, Abdul Ahad
Mohmand, um borð. Lentu þeir
nálægt borginni Dzhezkazgan.
Þeir sögðu vistina um borð hafa
verið óþægilega þar sem þeir gátu
ekki hreyft sig úr sætum sínum
enda klefí þeirra níðþröngur og
ekki gerður fyrir nema nokkurra
stunda vist um borð. Þannig er
t.a.m. ekkert salemi um borð.
Óttast var að raki myndaðist um
borð vegna útgufunar og að geim-
förunum kólnaði með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum.
Geimfarið var ekki fyrr lent en
geimfaramir höfðu verið sæmdir
einni æðstu orðu Sovétríkjanna
„fyrir hugrekki og hetjudáð sem
þeir drýgðu í heimfluginu".
Aldrei áður gerst
Vladimír Dzhaníbekov, tals-
maður sovézku geimvísindastofn-
unarinnar, sagði í viðtali við Pröv-
du, málgagn sovézka kommúni-
staflokksins, að geimfaramir
hefðu ekki verið þjálfaðir til þess
að bregðast við neyðartilviki af
því tagi sem kom upp þegar sjálf-
virkur lendingarbúnaður geimfars
þeirra bilaði. Hingað til hefðu
menn sett traust sitt á sjálfvirka
búnaðinn. „Ekkert þessu líkt hefur
áður komið fyrir, en nú verðum
við að taka þetta með í dæmið og
endurskoða þjálfun geimfara,"
sagði Dzhanibekov.
Sojuz-geimfarið hélt frá Mír-
geimstöðinni á mánudagskvöldið
og átti að lenda í Sovétríkjunum
þremur stundum síðar. Bilun kom
hins vegar í veg fyrir það og urðu
geimfaramir strandaglópar á
braut í 250-350 kílómetra fíarlægð
frá jörðu. Á þriðjudag gerðu geim-
faramir tvær misheppnaðar til-
raunir til að komast niður í gufu-
hvolf jarðar. Áttu þeir allt undir
því komið að þriðja tilraunin
heppnaðist því ella áttu þeir á
hættu að verða aldurtila á braut
því þeir höfðu ekki súrefni og aðr-
ar vistir nema til dagsins i dag.