Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988
V 36
Leikfélag Akureyrar tekur til starfa:
Lítum björtum aug-
um til leikársins
- segir Amór Benónýsson leikhússtjóri
Leikfélag Akureyrar hóf formlega starfsemi sina á mánu-
dagf með æfingum á fyrsta verki leikársins „Skjaldbakan
kemst þangað líka“ eftir Árna Ibsen. Leikstjóri er Viðar
Eggertsson og leikarar eru tveir, þeir Theódór Júlíusson og
♦r Þráinn Karlsson, báðir fastráðnir hjá Leikfélagi Akureyrar.
Aðeins þrír leikarar verða fastráðnir hjá LA í ár, auk þeirra
Theódórs og Þráins ér Marinó Þorsteinsson fastráðinn. Stefnt
er að frumsýningu á Skjaldbökunni 7. október, en þó verður
NÖRD Gríniðjunnar á fjölum gamla Samkomuhússins áður
en kemur að fyrsta verki Leikfélags Akureyrar. NÖRD verð-
ur sýnt 22.-25. september.
íslenski dansflokkurinn kemur
norður um mánaðamótin októ-
ber/nóvember og verður með tvær
sýningar á verðlaunaverki Hlífar
Svavarsdóttur „Af mönnum“.
Dansferðina tengir íslenski dans-
flokkurinn kynningu sem hann
ætlar að standa fyrir í skólum
norðanlands þar sem ætlunin er
að kynna nemendum listdansinn
1 sem listform. Amór sagði að slík
kynningdansflokksins væri merki-
leg nýjung enda hefði hann lítið
verið kynntur utan höfuðborgar-
svæðisins til þessa og vonandi yrði
þetta til þess að dansflokkurinn
færi víðar um landið. „íslenski
dansflokkurinn hefur staðið mjög
hátt innan leikhússins almennt hin
síðari ár, en er ef til vill ekki
nægilega þekktur á meðal almenn-
ings, sagði Amór.
Hið sívinsæla bamaleikrit „Em-
Bladberar
óskast
Nú, þegar skólarnir eru að byija,
vantar okkur blaðbera sem geta borið
út fjrrir hádegi.
Stariið hentar vel húsmæðrum sem
eldri bæjarbúum.
í boði er hressandi morgunganga,
sem borgar sig.
Akureyri, sími 23905.
4,i
SKOLAVORUR
Verslun á tveimur hæöum
Kaupvangsstræti 4
sími 26100 Akureyri BÓKVAL
SKOLA:
REIKNIVELAR
Verslun á tveimur hæöum
Kaupvangsstræti 4
sími 26100 Akureyri BOKVAL
il í Kattholti" undir leikstjóm
Sunnu Borg verður jólaleikrit LA
í ár og frumsýnt annan dag jóla,
26. desember. Þá verður tekið upp
verk bandaríska höfundarins Ed-
wards Albee, „Hver er hræddur
við Virginiu Woolf?“. Inga Bjama-
son leikstýrir verkmu og verða þau
hjón Helgi Skúlason og Helga
Bachmann, Ragnheiður Tryggva-
dóttir og Ellert A. Ingimundarson
í aðalhlutverkum. Leikmynda-
teiknari verður Guðrún Svava Sva-
varsdóttir. „Þau hjón Helgi og
Helga hafa fengið leyfí hjá Þjóð-
leikhúsinu til að taka þátt í leikn-
um hjá okkur fyrir norðan og erum
við mjög þakklát fyrir. Hinsvegar
eru leikaraskipti ekki einvörðungu
á annan veginn. Leikfélag
Reykjavíkur hefur fengið lánaðan
einn af okkar leikurum í vetur og
mun Theódór Júlíusson taka
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Leikendur og nokkrir aðstandendur Leikfélags Akureyrar á fyrsta formlega starfsdegi leikfélagsins í
ár. Frá vinstri á myndinni eru: Guðrún Svava Svavarsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Freygerður Magnús-
dóttir, Sunna Borg, Nanna Ingibjörg Jónsdóttir, Þráinn Karlsson, Valgerður Bjamadóttir og Hallmund-
ur Kristinsson. Aftari rðð skipa þeir Arnór Benónýsson leikhússtjóri, Theódór Júliusson og Viðar Eg-
gertsson.
þáttí„Maraþondansi“ sem LR
hyggst
setja upp í einhveiju af hinum
glæsilegu danshúsum borgarinn-
ar.“ Þá mun Amór taka áfram
þátt í uppfærslu Þjóðleikhússins
á„Marmara“. Lokaverkefni LA
verður „Blúndur og blásýra“, en
ekki er búið að manna það verk
ennþá. Frumsýning verður vænt-
anlega á lokaverkefninu í lok
mars. Amór sagði að sett yrði upp
sérstök leikhúsdagskrá seinnihluta
ieikársins í samvinnu leikhús-
skórsins, félaga í LA og starfs-
manna leikfélagsins.
„Með þessari verkefnaskrá telj-
um við okkur uppfylla þær skyldur
leikhússins að taka til sýninga
hveiju sinni sem vönduðust leik-
verk, innlend og erlend, og lítum
björtum augum til leikársins,"
sagði leikhússtjórinn. í máli Ar-
nórs Benónýssonar kom fram að
á síðasta ári hefðu verið settar upp
sex sýningar hjá Leikfélagi Akur-
eyrar. Sýningar á verkunum urðu
alls 123 og á þær munu hafa kom-
ið 18.176 áhorfendur sem er met-
aðsókn á einu leikári. Af heildarað-
sóknartölunni voru 5.400 áhorf-
enda böm, en í fyrra var bamaleik-
ritið „Einar Áskell" sett upp hjá
LA. Þess má geta að íbúar Ákur-
eyrarbæjar telja rúmlega 14.000-
manns.„Það er því ekki hægt að
segja annað en að síðasta leikár
hafí bæði verið með óvenju marg-
ar uppfærslur og óvenju marga
áhorfendur. Fjárhagsstaðan er
ósköp_ hefðbundin miðað við leik-
hús. Ég nefni ekki tölur í því sam-
bandi enda erfítt að reka leikhús
með gróða,“ sagði Amór. Árleg
aðsókn að Þjóðleikhúsinu hefur
verið á bilinu 80.000 til 120.000
áhorfendur og Leikfélag
Reykjavíkur hefur dregið til sín
30 til 40 þúsund áhorfendur ár-
lega.
Viðar Eggertsson, leikstjóri
„Skjaldbakan kemst þangað líka“,
sagðist mjög sáttur við að vera
kominn á heimaslóðir aftur. „Ég
er frá Akureyri, bjó úti í þorpi og
byijaði að leika hjá Leikfélagi
Akureyrar fyrir nítján árum svo
ég þykist þekkja mig töluvert hér
um slóðir. Mér til mikillar ánægju
er ég að selja hér upp það verk,
sem mér þykir einna vænst um.
Úr því að ég þekki svo vel slóðir
og fólk hér, þá fínnst mér verkið
eiga svo mikið erindi við allt lands-
byggðarfólk. Það fjallar um tvö
ljóðskáld — tvær manneskjur, sem
taka sína stefnuna hvor í lífínu.
Önnur þeirra er eins og ég, sem
fór út í heim til að reyna að slá í
gegn. Hin persónan er eins og
Þráinn Karlsson, sem setið hefur
á sínum heimaslóðum og ræktað
garðinn sinn. Verkið er óður til
þess sem vill yrkja ljóð og líf í því
umhverfi sem hann er alinn upp
í — einskonar óður til landsbyggð-
annnar.
Dan Jens Brynjarsson
ráðinn hagsýslusljóri
RITVELAR
Kaupvangsstræti 4
simi 26100 Akureyri
Akureyrarbær hefur ráðið
- nýjan hagsýslustjóra til starfa.
Aðeins ein umsókn barst eftir
að umsóknarfrestur var liðinn,
frá Dan Jens Bryiyarssyni og
var hann ráðinn til starfans.
Dan Jens tekur til starfa 1. októ-
ber nk.
Dan Jens er Akureyringur.
Hann lauk grófi í viðskiptafræði
frá Háskóla íslands vorið 1987 og
hefur síðan starfað sem fjármála-
legur framkvæmdastjóri hjá heild-
verslun Axels Ó. í Reykjavík. Eins
og fram hefur komið lætur Úlfar
Hauksson af starfí hagsýslustjóra
Akureyrarbæjar á sama tíma og
tekur við starfí fjármálastjóra í
fóðurverksmiðjunni ístess hf.
Staða skipulagsstjóra Akur-
eyrarbæjar hefur verið auglýst
laus til umsóknar. Pinnur Birgis-
son sagði upp störfum frá og með
síðustu mánaðamótum eftir níu
ára starf og tekur uppsögnin gildi
þann 1. desember nk. Umsóknar-
frestur um skipulagsstjórastöðuna
rennur út 20. september.
Tónleikar Gildr-
unnar falla niður
VEGNA óviðráðanlegra orsaka
verður hljómsveitin Gildran ekki
I Zebra á Akureyri föstudaginn
9. september.
Hljómsveitin mun þess í stað
heimsælqa Akureyringa helgina 30.
september og 1. október.
TÆKNIBYLTING + NY HONNUN * 35% VERÐLÆKKUN
með:
Þremurtímum,
dagatali og vikudegi
(á þremurtungumálum)
niðurteljara, skeiðklutcku,
vekjara o.fl.
ffljteiag!
□ca
TISSOT
fworimer
Hágæða úr
á #PI
a
3.950 kr.
JÓN BJARNASON & CO
Kaupvangsstræti 4, Akureyri. S: 96-24175.