Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 ÍÞRÚmR FOLK I BOBBY Robson, landliðsein- valdur Englands hefur valið lið sitt fyrir vináttulandsleik gegn Dönum sem fram fer á Wembley 14. sept- ember. Það vekur athygli að níu leikmenn sem léku fyrir hönd Eng- lands í úrslitum Evrópukeppninn- ar í sumar, eru ekki í náðinni hjá Robson að þessi sinni. Þá er Gary Lineker í liðinu, þrátt fyrir að hann hafi ekki náð sér að fullu eftir veik- indi sem hann hefur átt við að stríða. Hópurinn er þannig; mark- verðir: Peter Shilton Derby, Chris Woods Rangers og David Seaman QPR. Aðrir leikmenn: Mel Ster- Iand Sheff. Wednesday, Gary Stevens Rangers, Tony Dorigo Chelsea, Stuart Pearce Nott. Forest, Tony Adams Arsenal, Terry Butcher Rangers, Des Walker Nott. Forest, Gary Pal- lister, Middlesborough, Bryan Robson Man. Utd, Neil Webb Nott. Forest, Paul Davis, Michael Thomas og David Rocastle allir Arsenal, Chris Waddle Totten- Tiam, Tony Cottee Everton, Gary Lineker Barcelona, Peter Be- ardsley Liverpool, John Barnes Liverpool, Mick Harford Luton. ■ ALEXANDER Zavarov, sov- éski landsliðsmaðurinn, sem nýlega var keyptur til ítalska stórliðsins Alexander Zavarov. Juventus frá Dynamo Kiev, sagði í viðtali í gær að hann hefði ekki í hyggju að verða annar Michel Platini. „Allir búast við því að ég leiki hlutverk Platini, “sagði Za- varov áður en hann hélt til Ítalíu. „En allar eftirlíkingar, hversu góðar sem þær eru, verða verri en frum- myndin." Zavarov gagnrýndi regl- ur sovéska knattspymusambands- ins sem gera það að verkum að hann fær ekki þau 15% samnings- upphæðarinnar sem vaninn er að leikmenn fái í sinn hlut. ■ MARKUS Ryffel, svissneski langhlauparinn, sem vann silfur í 5000 metra hlaupi á Ólympíuleik- unum í Los Angeles 1984, hefur hætt við þátttöku á leikunum í Seoul. Ryffel tilkynnti fréttamönn- um í gær að vegna meiðsla sem hann hefur átt í í sumar, myndi hann ekki vera meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Seoul. SUND / VESTFJARÐAMÓTIÐ Bikar Sæunnar veittur fyrir bestan árangur í lengsta sundi mótsins Halldóra Dagný Svein- björnsdóttir hlaut bikarinn VESTFJARÐAMEISTARAMÓT í sundi var haldið nýlega á Flateyri. Rúmlega 80 keppendur voru á mótinu frá Tálknafirði, Bolungarvík, ísafirði og Flateyri. Sigurvegari mótsins var sunddeild Vestra frá ísafirði. Magnea Guömundsd. skrifarfrá Flateyri Bikar Sæunnar, sem flestir muna eftir fyrir frækilegt sund hennar yfir Önundarfjörð, gefinn af Guðmundi Steinari Björgmundssyni, eiganda kýrinnar, var veittur fyrir bestan árangur í lengsta sundi mótsins sem var 400 m skriðsund kvenna og hlaut Halldóra Dagný Sveinbjömsdóttir frá Bolungarvík bikarinn. Yfírdómari mótsins var Armann Guð- mundsson frá Akureyri. Aðdragandinn að tilurð Sæunnarbikarsins er sá að nafnlaus lesandi dagblaða frétti af kúnni Sæunni og hét á hana. I framhaldi af því fékk Guðmundur Steinar senda ávísun í pósti og ákvað hann að nota upphæðina til kaupa á þessum veglega bikar og gefa til Vestfjarðameistara- mótsins. Bikar þessi verður farandbikar og verður keppt um hann í 10 ár, en ekki verður hægt að vinna hann til eignar. Skal hann að því loknu verða til varðveislu og sýnis hjá þeim aðila sem gefandi tiltekur. Það er von gefanda að bikarinn verði til að örva áhuga á lengri sundum, en þau hafa verið á undanhaldi hér sem annars staðar á landinu. Þetta er alvarleg þróun þar sem lengri sund eru undirstaða fyrir bættum árangri á styttri vegalengdum. Sundfólk á Vestfjörðum þakkar þessa höfðinglegu gjöf og sendir velfamaðaróskir til kýrinnar sem með uppá- tæki sínu varð kveikjan að þessari skemmtulegu gjöf. Halldóra Dagný Svelnbjörnsdóttlr með Sæunn- arbikarinn sem hún fékk fyrir sigur í 400 m skrið- sundi. Það er Guðmundur Steinar Björgmundsson, eigandi kýrinnar, sem afhenti bikarinn og er einnig á myndinni. Halldóra keppti í fimm greinum og fór heim með þrenn silfurverðlaun og tvenn gullverðlaun. DOMARAMAL Bragðarefir! að er ekki úr vegi að segja eina sögu úr Evrópukeppn- inni, þar sem fyrsta umferð er nú hafin. í sögunni segir frá tveimur liðum sem drógust sam- an. Annað liðið var atvinnu- mannalið en hitt liðið var skipað áhugamönnum. Ifyrri leikurinn fór fram á leikvelli áhugamanna- liðsins og endaði með sigri gest- anna 0:2, en í seinni leiknum unnu atvinnumennimir stórt 10:0. Eftir þann leik voru áhuga- mennimir með skýringu á reiðum höndum. Þeir sögðu að atvinnu- mennimir hefðu komið fram með óvænt bragð, sem þeir höfðu ekki áttað sig á fyrr en mörkin 10 voru orðið staðreynd. En hvaða bragð var þetta hjá atvinnumönn- unum? Jú, áhugamennimir sögðu að í leiknum hefðu andstæðing- amir verið með númer á bakinu eins og lög gera ráð fyrir, en þeir hefðu líka verið með númer fram- an á sér. Þess vegna héldu vamar- menn áhugamannaliðsins að sóknarmennimir væru að fara frá markinu þegar þeir voru að koma — þvf fór sem fór. Með dómarakveðju, Guðmundur Iiaraldsson. Upplýfting og heilsubót í Kramhúsinu! 13 vikna námskeið hefjast 12. sept. SS® JASSDANS t;1.’',:*,1 Kennarl: Parnell NÚTÍMADANS i* Kennari: Parnell -- pf DANSSPUNI , Kennari Joáo jíífy AFROCARABIAN DANS . ? M&y Kennari: Parnell SAMBALEIKFI.MI 1 . Kennari: Joáo Vi pSS. KLASSÍSKUR BALLETT MW&Í Kennari: Lára mm ssl> jHHPI JASSDANS 7-8 ÁRA Kennari Joáo SSá JASSDANS 9-10 ÁRA Kennari: Joáo LEIKLIST FVRIR BÖRN 0G UNGLINGA BMfcW Kennari: Sigrídur Eyþórs #1 DANS - LEIKIR - SPUNI 4-7 ÁRA aKsBvj. Kennari: Lára MUSIKLEIKFIMI (þol - teygjur - dans) Kennarar: Hafdís og Elísabet MORGUNHÁDEGISSÍÐDEGIS- OG KVÖLDTÍMAR ATHl: Sérstaklr lcarlatímar í hádeglnu LÁTBRAGÐSLEIKUR OG SPUNI (4 vikna námskeið 13. sept. - 9. okt.) Kennari: Geraldine Brams, kcnnari við leiklistarskólann í Amsterdam. *•' . * • mm „FLOTT FORM" 7 bekkja œfingakerfið fyrir fólk á ólluin aldri, Styrkir - lidkar - grennir og veitir slökun. ÍENNARAR KRAMHUSSINS I VETUR lLLAN parnell frá new york og J0Á0 SILVA FRÁ BRASILÍU ALLAN PARNELL hefur slarfað sem dansari, kennari og dansahófundurvíða um Bandaríkin, Kanada og á Karabisku eyjunum. Hann hefur dansað í kvikmynd- um, sóngleikjum og dansleikhúsum, m.a. í Wesl Side Story, Hair og All That Jazz. Hann hefur hlotið menntun hjá þekktum skólum, svo sem Fred Benja- min og Alvin Ailey. JOÁO SILVA hefur starfað sem dansari og leikari við dans- og spunaleikhús í Brasilíu. Innritun alla daga frá kl. 9.30 - 18.00. Símar: 15103 og 17860. Skýjaborg, sem sigraði í íslandsmótinu á kjölbátum. Skýjaborg sigraði ÍSLANDSMÓTIÐ í siglingum ó kjölbátum fór fram fyrir skömmu og urðu úrslit þau, að Skýjaborg sigraði en í öðru sæti varð Sigurborg. Skipstjóri á Skýjaborg var Óttar Hreggviðsson, sem ásamt þeim Baldvini Björgvinssyni, Guð- mundi Björgvinssyni og Bjarka Amórssyni stýrði sigurfleytunni. Skipstjóri á Sigurborg var Rúnar Steinsson, en aðrir áhafnarmeðlimir voru Aðalsteinn Heimisson, Páll Hreinsson og Ólafur Bjamason. Keppnisstjóri var Oddur Friðriks- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.