Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 48
MORGUNBLABIÐ, FTMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER1988 48 Minning: Guðbjörn Þórarins son, Langeyri Fæddur 11. maí 1894 Dáinn 3. september 1988 Guðbjöm Þórarinsson á Langeyri í Hafnarfírði lést á Hrafnistu, Hafn- arfírði, aðfaranótt laugardagsins 3. september sl. Guðbjöm naut þar skjóls og umönnunar síðustu 3 ár ævi sinnar. Fyrsta árið á Hrafnistu var hann þar með eiginkonu sinni, Önnu Eiríksdóttur, en hún lést fyrir tæpum tveimur árum. Guðbjöm fæddist í Kóngsgerði i Leiru 11. maí 1894 og var hann elst- ur bama hjónanna Þórarins Eyjólfs- sonar og Sigríðar Ámadóttur. Systk- ini Guðbjöms vom þau Katrín, f. 1895, d. 1981, Eyjólfur, f. 1897, d. 1984, Siguijón, f. 1903, d. 1931, og Helgi, f. 1900. Lifir Helgi einn systk- ini sín og býr á Hraftiistu í Hafnar- firði. Þórarinn faðir þeirra átti tvær dætur með fyrri konu sinni sem lést ung. Þær hálfsystur Guðbjöms, Ingi- björg og Guðrún, eru látnar fyrir allmörgum ámm. Þá ólst Garðar Benediktsson, f. 1914, upp á heimili þeirrá Þórarins og Sigríðar, er þau vom flutt til Hafnaifyarðar og litu þau systkin á hann sem bróður alla tíð. Árið 1915 fluttu þau Þórarinn og Sigríður úr leimnni til Hafnarfjarðar með bömum sínum og byggðu reisu- legt hús á Kirkjuvegi 19, sem nefnt var Kóngsgerði eins og bær þeirra í Leim. Þar hófu þau Guðbjöm og Anna Eiríksdóttir eiginkona hans sinn búskap árið 1932, bjuggu þau sfðar um þriggja ára skeið að Gufu- skálum í Leim, og festu svo kaup á Langeyri í Hafnarfirði árið 1938. Þar bjuggu þau f 47 ár, þar til heilsu- brestur og aldur sögðu til sín og þau fluttu á Hraftiistu f Haftiarfírði. Anna lést í desember 1986 eftir erf- iða sjúkdómslegu og nú hefur Guð- bjöm tæpum tveimur ámm síðar hlýtt kalli skapara sfns. Þau hjónin vom lýsandi dæmi um íslenskt alþýðufólk, sem með dugn- aði og þrautseigju barðist til sigurs á erfiðum tímum fyrri hluta þessarar aldar og skópu þar með afkomendum sfnum skilyrði til menningarlffs og lffsafkomu. Þau hjónin vom þvf með- al hinna lítt þekktu en raunveralegu afreksmanna fslensku þjóðarinnar. Guðbjöm og Anna eignuðust sam- an flögur böm, Sigríði, f. 1933, Önnu Björk, f. 1938, Eirík Steinar, f. 1940, sem lést á fyrsta aldursári, og Þó- ranni, f. 1944. Guðbjöm gekk einnig Engilráð (Stellu), f. 1931, í fóður- stað, en Anna hafði eignast hana áður. Bamaböm þeirra Guðbjöms og Önnu em 10 og bamabömin 11. Guðbjöm, sem flestir þekktu sem Bjössa á Langeyri, átti farsælt líf, sem lengst af var hörð barátta fyrir lífsbjörg með sjósókn. Sjómanns- starfið varð hans ævistarf, sem hófst þegar í bamæsku er hann fór f róðra frá æskustöðvunum í Leira. Bjössi var einn þeirra merku sjómanna, sem fóm f gegnum öll skeið sjómenns- kunnar á þessari öld. Hann mundi því tfmana tvenna og var viðburð- aríkt ævistarfið honum mjög ofar- lega f huga. Hann kunni reyndar hvað best við sig, er hann rifjaði upp atburði af sjónum, og vom frásagnir hans af lffi sfnu og starfi einstaklega líflegar og hnitmiðaðar. Ég kynntist Bjössa um það bil sem hann var að fara í land og naut ég þeirra forréttinda um árabil að hlýða á frásagnir hans af merkilegum við- burðum á ferli hans og var víða kom- ið við. Bjössi var um sjötugt, þegar hann fór sinn síðasta túr, en þá varð hann fárveikur á veiðum á Halamið- um. Var siglt með hann í ofboði inn á Flateyri og hann svo fluttur land- veg til ísafjarðar þar sem gerð var bráð skurðaðgerð. Var með ólíkind- um hve þessi roskni maður stóð af sér þau veikindi og sýndi Bjössi þá sem oftar hve ótrúlega stjrrkur hann var til lfkama og sálar. Bjössi átti eftir 25 ár ólifuð eftir þennan atburð og fann sér lífsfyllingu í áframhald- andi vinnu. Hann aðstoðaði starfs- bræður sína við að gera við og fella net og einnig sinnti hann af alúð viðhaldi á snotm húsi þeirra hjóna á Langeyri. Þar gat hann einnig fylgst náið með umferð skipa um Haftiar- flarðarhöfn og jafnframt lagði hann sig allan fram í aðstoð við Önnu eig- inkonu sína í umfangsmikilli ræktun matjurta. A þessarí stundu, þegar Guðbjöm Þórarinsson tengdafaðir minn er kvaddur, er mér ofarlega í huga ferð sem við fómm saman árið 1984. Þá var hann nýorðinn níræður og dætur hans höfðu fundið upp á því snjall- ræði að gefa honum ferð norður í land eða nánar tiltekið í Flateyjardal við Skjálfanda. Bjössi hafði farið um það mörgum orðum við ýmis tæki- færi hve vel honum hefði lfkað dvöl- in þar er hann hafði verið þar í tvö sumur um 1930. Það féll í minn hlut m.a. að vera samfylgdarmaður hans í þessari ferð, sem verður okkur ógleymanleg. Bjössi heillaði okkur með einlægri gleði sinni að eiga þess kost að komast á þessar slóðir aftur og með ftásögn sinni í ferðinni gæddi hann náttúmna lífí þannig að manni fannst nánast sem atburðir þeir sem hann lýsti væm að gerast á sömu stundu. Það var gott að eiga Guðbjöm Þórarinsson að vini og samferða- manni. Hafi hann þökk fyiir öll sín góðu verk. Almar Grímsson , Seltjarnarnes */ - Vesturbær í ^ Innr Mánudaginn 19. sept. hefst 5 vikna námskeið í góðum og upp- byggjandi æfingum fyrir konur á öllum aldri. Innritun og upplýsingar í síma 611459. Guðbjörg Björgvins, íþróttamiðstöðinni, Seltjarnarnesi. Eldhús- innréttingar - verðlækkun Við rýmum fyrir nýjum innréttingum. Vegna breytinga á sýningarsal okkar, seljast uppsett sýnishorn með 30—60% afslætti. Til afgreiðslu strax. • 1100 wött • Gufuskoti I gegnum allt að 50 göt. Minnkar stórlega hættuna á að efnið brenni við járn ið • Öryggi kemuri veg (yrirofhitnun járnsins • Vatnsmælir • Stjórnanlegur vatnsúði • Stjórnanlegur gufugjafi • Snúruhaldari • 12 mánaóa ábyrgð • Fáanleg snúrutaus - með hleðslutæki I n, VOPNIÐ HOOVCR ■ FALKINN ^ SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI84670 ÞARABAKKI3, SÍMI670100 HOOVER — hefur betur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.