Morgunblaðið - 08.09.1988, Page 28

Morgunblaðið - 08.09.1988, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 Frakkland: Jean-Marie Le Pen ákærður fyrir meiðyrði FRANSKUR saksóknari ákærði á mánudag Jean-Marie Le Pen, leið- toga Þjóðarfylking’arinnar sem er yst til hægri í frönskum stjóm- málum, fyrir meiðyrði en hann hafði í ræðu reynt að koma höggi á ráðherra með ósmekklegum orðaleik er vísaði til útrýmingar nas- ista á gyðingum í síðari heimsstyijöldinni. Le Pen hafði tengt nafn ráð- herrans Michels Durafours við orðið crematoire, eða líkhús, svo úr varð four-crematoire, eða líbrennsluofn. Hafa menn túlkað þetta sem tilví- sun til brennsluofna nasista í of- sóknum þeirra á hendur gyðingum. Þessi ummæli Le Pens hafa vak- ið mikla reiða meðal allra stjóm- málaflokka og hvatti Pierre Arpail- lange, dómsmálaráðherra, dóms- yfirvöld til að kæra Le Pen fyrir rógburð. Saksóknari Nanterre, en bærinn Saint Cloud, þar sem Le Pen býr heyrir undir það lögsagnar- umdæmi, lagði í kjölfar þess fram ákæru á mánudag. Þetta atvik hefur orðið til þess að menn hafa rifjað upp önnur svip- uð ummæli Le Pens á síðasta ári en þá sagði hann að morðin á sex milljónum gyðinga í heimsstyijöld- inni síðari væru einungis „smáat- riði“ í mannkynssögunni. Franska dagblaðið x Liberation minnti í forystugrein fyrr í þessari viku á að Þjóðarfylking Le Pens hefði fengið 15% atkvæða í fyrri umferð frönsku forsetakosning- anna í vor. „Le Pen veit að hann er ekki eini franski gyðingahatarinn og í kosningunum komst hann að því að tal hans um „smáatriði" fældu ekki kjósendur frá sér,“ sagði Liberation Jafnvel í Þjóðarfylkingunni sjálfri hefur gætt mikillar óánægju með þessi síðustu ummæli Le Pens, leiðtoga flokksins, og hafa nokkrir forystumanna hennar þeirra á með- al eini þingmaður flokksins, Yann Piat, opinberlega gagnrýnt þau. Framkvæmdastjóm Þjóðarfylking- arinnar rak á þriðjudag nokkra for- ystumenn úr flokknum en talið er að þrátt fyrir það muni brátt geta komið til uppgjörs milli harðlínu- manna og „hófsamra" í Þjóðarfylk- ingunni. Reuter Jean-Marie Le Pen sést hér koma til Aþenu í gær en þar verður hann í forsæti á fundi þingmanna úr röðum skoðnabræðra hans er sæti eiga i Evrópuþinginu. Tveir kennslustaðir: „Hallarsel", Þarabakka 3 í Mjóddinni og Auðbrekka 17, Kópavogi. Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig barnadansa fyrir yngstu kynslóðina. Laugardagskennsla á báðum stöðum. Nemendur skólans unnu 17 af 20 íslandsmeistaratitlum í samkvæmisdönsum 1988. Hættuleg hryðjuverka- samtök upprætt á Italíu Rómaborg. Reuter. ÍTALSKA lögreglan upprætti hættulegustu hryðjuverkasam- tök landsins i gærmorgun, að sögn Italo Leopizzi, yfirmanns LEIÐTOGI hinna löglegu verka- lýðssamtaka i Póllandi, Alfred Miodowics, sagðist i gær vera mótfallinn þvi að Samstaða, ólög- legu verkalýðssamtökin, yrði við- urkennd. Hann sagði ennfremur að deilan um lagalega stöðu Sam- stöðu mætti ekki verða aðal um- ræðuefni fyrirhugaðra viðræðna stjóraarinnar og stjóraarandstæð- inga. „Það að viðurkenna Samstöðu gengi í berhögg við hugmyndir okkar um að aðeins eitt verkalýðsfélag skuli vera í hverri verksmiðju," sagði Mi- odowicz. Hin löglegu verkalýðssam- tök, OPZZ, voru sett á stofn eftir að Samstaða var bönnuð árið 1982 og í þeim eru um sjö milljónir félaga. Miodowicz ítrekaði kröfu verka- lýðssamtakanna um að pólska stjóm- in segði af sér. Talsmenn samtak- anna sögðu á þriðjudag að þau myndu leggja fram vantrauststillögu þegar þingið kæmi saman síðar í þessum mánuði. Samtökin hafa að undanfömu tek- ið undir gagnrýni á stjómina fyrir lögreglusveita Rómaborgar. Um 200 lögreglumenn gerðu áhlaup á fylgsni hryðjuverkamanna í og við ítölsku höfuðborgina um efnahagsþrengmgamar í landmu, sem hafa valdið miklum vömskorti og 50 prósent verðbólgu. Bretland: LSDsagtí hveitiktíði Lundúnum. Reuter. HVEITIKLÍÐ er ef til viU ekki jafn heilsusamlegur morgunverð- ur og margir halda, þvl í þvi gæti verið vímugjafinn LSD, að því er breskur næringarfræðingur sagði á þriðjudag. David Conning næringarfræðing- ur sagði á árlegri ráðstefnu samtaka vísindamanna I Bretlandi að LSD væri eitt af þeim efnum sem kom- dijóli, sjúklegur ofvöxtur í komi af völdum grasdijólasvepps, framleiddi. Með daglegri neyslu komdijóla í kommeti gætu menn fengið í sig fjór- um sinnum stærri skammt af LSD en þyrfti til að víma hlytist af. miðja nótt i fyrrinótt og handtók 21 liðsmann sveitanna, sem ganga undir nafninu Bardaga- sveitir kommúnista (PCC). Sam- tökin voru stofnuð af fyrrver- andi liðsmönnum Rauðu her- deildanna, illræmdra hryðju- verkasveita, sem létu mikið að sér kveða á áttunda áratugnum. Meðal hinna handteknu voru Fabio Ravalli og kona hans Maria Cappello, en þau vom eftirlýst vegna morðsins á þingmanninum Roberto Ruffílli í apríl. Hann var einn nánasti ráðgjafi Ciriaco De Mita, forsætisráðherra, en var myrtur aðeins þremur dögum eftir að De Mita tók við starfi. ítölsku lögreglunni hefur orðið ágengt í baráttunni við hryðju- verkamenn að undanfomu. í júní voru systursamtök PCC í Mflanó upprætt og í fyrra vora önnur hættulegustu hryðjuverkasamtök landsins, Bandalag baráttukomma (UCC), upprætt. Þau létu m.a. lífláta háttsettan herforingja í ítalska flughemum. Að sögn Roberto Jucci, yfír- manns ítölsku herlögreglunnar, er talið að rekja megi flest hryðjuverk undanfarinna þriggja ára til liðs- manna PCC, sem handteknir vora í fyrrinótt. Þar á meðal era morð á mörgum háttsettum embættis- mönnum, m.a. morðið á Lando Conti, borgarstjóra Flórens, árið 1986. Á felustöðum hiyðjuverka- mannanna fundust 16 skammbyss- ur, tvær haglabyssur, Kalas- hnikov-riffill, 21 sprengjuhleðsla, sprengjur og gífurlegt magn af sprengiefni, og 200 milljón lírar, jafnvirði 6,7 milljóna íslenzkra króna. Löglegn verkalýðssamtökin í Póllandi: Samstaða verði ekki viðurkennd Varsjá. Reuter. Innritun og upplýsingar dagana 1. - 10. september kl. 10 - 19 í síma: 641111. Kennsluönnin er 15 vikur, hefst mánudaginn 12. september og lýkur með jólaballi. FID Betri kennsla - betri árangur. DANSSKÓU SIGURÐAR HÁKONARSONAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.