Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 1
76 SIÐUR B/C OG LESBÓK
í
II
STOFNAÐ 1913
218. tbl. 76-árg.
LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
V-Evrópusambandið:
Spánn og Portúgal
líkleg aðildarríki
London. Reuter.
Vestur-Evrópusambandið
(WEU), vamarsamtök nokkurra
aðildarríkja Atlantshafsbanda-
lagsins í Evrópu, fær að líkindum
tvö ný aðildarriki innan fárra
mánaða, að sögn forseta sér-
stakrar þingmannasamkundu
sambandsins, Charles Goerens, I
gær. Bæði ríkin hafa sótt um
aðild en sjö ríki em fyrir í sam-
bandinu.
Ríkin sjö eru Bretland, Frakk-
Sovétríkin:
Boða auk-
ið framboð
neysluvöru
Moskvu. Reuter.
Stjóramálaráð sovéska komm-
únistaflokksins hefur lagt bless-
un sina yfir áætlun, sem á að
verða tö að auka veralega fram-
boð á matvælum, neysluvörum,
þjónustu, heilsugæslu og mennt-
un á næstu árum eða fram til
2005. Var sagt frá þessu í dag-
blaðinu Prövdu í gær.
Áætlunin endurspeglar vel
áhyggjur Kremlarfoiystunnar af
óánægju almennings með bág
lífskjör og viðleitni Míkhafls Gor-
batsjovs til afla stefnu sinni fylgi
með raunverulegum umbótum.
Sagði í Prövdu, flokksmálgagninu,
að eitt það mikilvægasta í áætlun-
inni væri „nýr skilningur á efna-
hagsstefnu flokksins".
Síðastliðinn miðvikudag sagði
TASS-fréttastofan, að framvegis
yrði neysluvöruiðnaðurinn tekinn
fram yfir yfir þungaiðnaðinn og
gert ráð fyrir 6,7% vexti í þeirri
grein á móti 2,5% í öðrum. Nú er
liðið hálft íjórða ár síðan Gorbatsjov
tók við völdunum í Kreml og er það
almannarómur, að skorturinn sé
ekki minni en á valdatíma Brez-
hnevs.
land, V-Þýskaland, Ítalía, Holland,
Belgía og Lúxemborg. Vestur-
Evrópusambandið var stofnað á
sjötta áratugnum en hafði sig lítt
í frammi þar til fyrir fjórum árum
er það var endurvakið. Hlutverk
þess er einkum að standa fyrir
umræðum um vamarmál Evrópu-
manna en í október síðastliðnum
skuldbundu aðildarnkin sig til að
styðja með ótvíræðum hætti svo-
nefiida fælingarstefnu, kjama-
vopnastefnu Atlantshafsbandalags-
ins.
Fram til þessa hefur það verið
talið standa í vegi fyrir aðild Spán-
verja að þeir vildu ekki sætta sig
við lqamavopn á spænskri grand.
Goerens sagði hins vegar að bæði
ríkin sættu sig við stefnu Vestur-
Evrópusambandsins í þeim málum.
Forsetinn sagði helstu mál sam-
bandsins nú vera fækkun í hefð-
bundnum herafla beggja hemaðar-
bandalaganna í Evrópu.
Reuter
Færað
heimsækja
dauðvona
móðursína
Eduard Shevardnadze,
utanríkísráðherra Sov-
étríkjanna, sem nú er
staddur í Bandaríkjun-
um vegna viðræðna við
þarlend stjórnvöld um
afvopnunarmál, hefúr
fallist á beiðni Armena,
búsetts í Bandaríkjun-
um, um að hann fái að
heimsækja dauðvona
móður sína í Armeniu.
Fregnir frá Armeníu
herma að í gærkvöldi
hafi tugir þúsunda
manna komið saman á
Operutorgi í Jerevan.
Daginn áður hafði sov-
éski herinn haldið inn-
reið sina í borgina til
að lægja öldu mótmæla.
Tvær ríkisstjórnir gera
tilkall til valda í Líbanon
Hætta talin á kloftiingn landsins
Beirút. Reuter.
LÍBANIR voru nokkuð sammála um það f gær að stjórnmálaástandið
i landinu væri hið versta frá því landið fékk sjálfstæði undan Frökk-
um árið 1943. Aldrei hefúr valdabaráttan milli kristinna manna og
múslíma í landinu verið jafii augjjós og nú þegar hvorir um sig
hafa eigin ríkisstjóra. Sljórnmálaskýrendur spá því að borgarastyij-
öldin sem staðið hefúr í 13 ár blossi nú upp að nýju og hætta sé á
klofningu landsins. Sýrlendingar, sem eru injög áhrifamiklir í Líban-
on og halda úti 25.000 manna her í landinu, fordæmdu hina nýju
stjóra og lýstu yfir stuðningi við þá gömlu.
SJex ára forsetatíð Amins Gemay-
els lauk á miðnætti aðfaranótt
föstudags. Hans síðasta embættis-
verk var að skipa bráðabirgðaher-
Frönsk stjórnvöld leyfa
notkun fósturlátspillu
Franskir embættismenn telja að fleiri Evrópuríki leyfí lyfið
París. Reuter.
Heilbrigðisráðherra Frakklands, Claude Evin, lýsti því yfir i
gær að ríkisstjómin legði blessun sína yfir notkun fósturláts-
pUlu. Þar með cr Frakkland fyrsta vestræna ríkið sem sam-
þykkir notkun lyfsins.
Ákvörðunin kom í kjölfar yfir-
lýsingar ríkisskipaðrar nefndar
sem sagði að framleiðendur lyfs-
ins hefðu komið í veg fyrir auka-
verkanir. Lyfið, sem kallast Mi-
feygene, framkallar fósturlát
snemma á meðgöngutímanum og
Kína er eina landið fyrir utan
Frakkland sem leyft hefur notkun
þess.
Prófessor Jean-Michel Alex-
andre, forseti Lyfjasölunefndar,
sagði á blaðamannafundi að til-
raunir sýndu 95% árangur meðal
kvenna sem tóku lyfið.
Konur geta falast eftir lyfinu
allt að 49 dögum eftir að þær
hætta tíðum en prófessor Alex-
andre lagði áherslu á að lyfið
væri ekki hugsað til notkunar
„daginn eftir", það væri ekki
getnaðarvöm.
Vanfærar konur munu taka inn
þijár fósturlátspillur og tveim
dögum seinna verður þeim gefið
inn prostaglandin, sem er horm-
ónalyf sem framkallar samdrátt.
Við það losnar fijóvgað eggið.
Embættismenn í franska heil-
brigðisráðuneytinu sögðu að Nið-
urlönd, Bretland, Spánn og Norð-
urlönd myndu að öllum líkindum
setja Mifeygene á markað innan
tíðar.
stjóm í landinu. Ástæðan var að
hans sögn sú að þinginu hefði hvað
eftir annað mistekist að skipa eftir-
mann forsetans. Fregnir herma að
kristnir menn í landinu líti á þessa
ráðstöfun sem óumflýjanlega. Um
tvennt hafi verið að ræða; skipa
herstjóm eða játast undir sýrlensk
yfirráð. Gemayel valdi Michel Aoun,
herforingja úr hópi kristinna
manna, til að leiða hina nýju ríkis-
stjóm. Aoun flutti inn í Baabda
forsetahöllina í gær. Hann segist
ekki ætla að beita hervaldi við stjóm
landsins heldur búa í haginn fyrir
friðsamlegt kjör nýs forseta.
Gemayel skipaði þijá múslíma í
nýju stjómina en þeir neituðu að
taka sæti í henni og þykir það draga
mjög úr áhrifum og lífslíkum henn-
ar. „Ég yfirgef forsetastólinn fullur
angistar og áhyggna,“ sagði
Gemayel i fyrrinótt.
Leiðtogar múhameðstrúaðra
Líbana hliðhollir Sýrlendingum hitt-
ust til skrafs og ráðagerða í gær.
Þeir lýstu yfir tryggð við gömlu
ríkisstjómina undir forsæti Selims
Hoss, sunnimúslíma, og töluðu um
valdarán. Að fundinum loknum
sögðu Walid Jumblatt, leiðtogi
drúsa, og Hussein Husseini þingfor-
seti að valdatöku nýrrar stjómar
yrði mætt af hörku.
Tveir menn buðu sig á sínum
tíma fram til að leysa Gemayel af
hólmi, Suleiman Franjieh og Mik-
hael Daher, en þeir njóta báðir
stuðnings Sýrlendinga. Kristnir
menn höfðu áhyggjur af því að
Sýrlendingar hygðust nota kosning-
amar til að treysta áhrif sín í
landinu enn frekar. Þeim tókst að
Michel Aoun
Reuter
koma í veg fyrir að þingfundur
væri nægilega ijölmennur til að
vera ákvörðunarbær svo ekkert
varð af atkvæðagreiðslu í þau tvö
skipti sem reynt hefur verið.-Þing
Líbanons ákvað í gær að fresta
kosningu forseta um óákveðinn
tíma.
Margir íbúar Beirút héldu sig
heima við í gær og fylgdust með
fréttum af ótta við átök á götum
úti. Aðrir mynduðu biðraðir við
matvöraverslanir og bensínstöðvar.
Talsmaður ísraelskra stjómvalda
sagðist í gær hafa miklar áhyggjur
af auknum áhrifum Sýrlendinga í
Líbanon. Sjálfir gerðu Israelar loft-
árásir á búðir palestínskra skæra-
liða nærri Sídon í suðurhluta Líban-
ons í gær og særðu fimm manns.