Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 57 * Þessir hringdu... Skafmiðakaup í Hveragerði Signrbjörg Guðmundsdóttir hringdi: „Þann 11. september fór ég í Eden í Hveragerði og keypti tvær Bflaþrennur. Eg borgaði með 500 krónum og fékk 300 krónur til baka. Þegar ég spurði drenginn sem var að afgreiða, hvort þetta væri rétt verð, sagði hann að þetta væru SÁÁ-miðar og þeir kostuðu 100 krónur en ekki 50 krónur. Mig langaði bara að spytja hvort þetta verð gilti aðeins í Hvera- gerði, því ég kaupi Bflaþrennu vanalega á 50 krónur." Gjald á heilsugæslu- stöðvum Reykvíkingur hringdi: „Eins og flestir aðrir hef ég þurft að nota mér þjónustu heilsu- gæslustöðva síðastliðið ár. Við það hef ég komist að raun um að það er eitthvað mjög gruggugt 1 á seyði hvað varðar gjaldtöku fyr- ir þessa þjónustu. Ég hef heimilislækni á ákveð- inni heilsugæslustöð í Reykjavík og þegar ég hef komið að degi er gjaldið 165 krónur en á kvöld- in er það 300 krónur. Ég hringdi í Sjúkrasamiagið og þar fékk ég þær upplýsingar að verðið ætti að vera það sama á daginn og á kvöldin. Læknamir fengju greitt aukalega fyrir kvöldvaktina og það ætti ekki að krefja sjúklinga um neitt aukagjald þótt þeir kæmu að kvöldi. I sumar þurfti ég svo að fá læknisvottorð fyrir dóttur mína og þar sem ég kom að kvöldi þurfti ég að greiða 300 krónur í komugjald. Síðan greiddi ég 750 krónur fyrir læknisvottorðið en það var í rauninni ekki annað en greiðsla fyrir bréfsnepil og undir- skrift læknis sem skoðaði dóttur mína sama sem ekki neitt. Sam- tals greiddi ég því 1050 krónur fyrir þessa þjónustu en á annarri heilsugæslustöð þurfti ég aðeins að greiða 165 krónur í komugjald fyrir þessa sömu þjónustu. Ég hringdi enn og aftur í Sjúkrasamlagið og þar fékk ég aftur staðfest að það væri óleyfi- legt að taka hærra gjald á kvöld- in. Síðan var mér sagt að það ætti að senda heilsugæslustöðv- unum bréf og greina starfsfólki þeirra frá því hvað væri rétt gjald en það er eins og ég hef áður sagt, 165 krónur. Eftir að þetta bréf var sent, hringdi ég eitt kvöldið á tiltekna heilsugæslustöð vegna þess að bamið mitt var veikt og ég þurfti að fara með það til læknis. Ég spurði hvað ég þyrfti að borga fyrir kvöldheim- sókn og var sagt að gjaldið væri 300 krónur. Eftir þessa reynslu fer ég ekki framar á heilsugæslu- stöðina þar sem ég hef heimilis- lækni ef ég þarf að koma að kvöldi, því að þá þarf ég að borga of mikið. í stað þess fer ég á Læknavaktina í Reykjavík. Þar greiði ég '500 krónur fyrir eina heimsókn að kvöldi og fæ síðan 335 krónur af því endurgreiddar í Sjúkrasamlaginu." ÁLAGATRÚ í VIÐEY Velvakandi góður. Það hefur verið mikið rætt um Viðey að undanfömu, Viðeyjar- stofu, Viðeyjarkirkju, uppgröft og fleira. Ég hef þó ekki heyrt minnst á það sem mig langar til að vita um, en það em álögin á Viðeyjar- kirkju. Sagt var að það mætti aldr- ei loka kirkjuhurðinni. Hún ætti alltaf að standa opin, annars yrði stórslys á Viðeyjarsundi, bátstapi eða annað álíka. Það var mikið talað um það þeg- ar fískiskútan Ingvar fórst við Við- ey þann 7. apríl 1906 með allri áhöfn, að kirkjuhurðin hefði verið lokuð og það sennilega af prakkara- skap. Nú langar mig til að biðja þig, Velvakandi góður, að uppiýsa þetta fyrir mig. Síðan langar mig að bæta dálitlu við. Það var árið 1919 að ég réði mig sem kaupamann til Eggerts Briem í Viðey. Þar var stór hópur af ungu og lífsglöðu fólki og mikið var unnið. Vinnutíminn var frá kl. 6:30 að morgni til kl. 20:30 að kvöldi. Það var líka leikið sér og mikið dansað um helgar. Nóg höfð- um við dansplássið, allt loftið í Við- eyjarstofunni sem var stórt dans- gólf. Síðla sumars þegar búið var að slá og hirða af heimaeyjunni, fómm við vestur í Vesturey. Þar var mik- ið gras en kargaþýfí. Einn daginn er við vomm þar við slátt gerði mikið sunnanrok og slagveður. Það var hætt að slá og farið heim. Mig minnir að stúlkumar sem fóm með okkur um morguninn hafí verið farnar heim nokkm fyrr á undan okkur piltunum. Á leiðinni heim emm við að spjalla saman og þá verður einhverjum að orði: „Nú er ég hræddur um að það rigni inn í kirkjuna". „Ekki held ég það“ segir ráðsmaðurinn en við vomm nú á. annarri skoðun. „Við skulum bara líta á það þegar við komum heim“ segir ráðsmaður. Viðeyjarkirkja snýr frá suðri í norður og er ein af fáum kirkjum á landinu sem snýr þannig því flest- ar snúa þær frá vestri í austur. í þessu tilfelli stóð veðrið beint á suðurgaflinn þar sem dyrnar em. En viti menn, það var ekki bleytu- dropi innan við þröskuldinn. Við vomm alveg undrandi og ég hef oft hugsað um það síðan, hvemig geti staðið á þessu. Nú em sennilega flestir farnir af þeim sem vom í þessum skemmtilega góða hóp í Viðey sumarið 1919. Þó gæti kannski ein- hver verið á lífí sem man þetta at- vik en það þykir mér heldur ósenni- legt. Við vomm þama tveir strákar á líkum aldri en við vomm yngstir af hópnum. Við héldum alltaf kunn- ingsskap og hittumst öðm hvom þar til hann dó fyrir þó nokkuð mörgum ámm. Ég veit bara um eina konu úr hópnum sem er enn á lífi en hún er nú vistmaður á Hrafnistu í Hafíiarfírði. Nú vona ég, Velvakandi góður, að þú getir útvegað mér góð svör við þessu. Gunnar Ásgeirsson, Hafharfirði. Sýning z^\ Z^\ z^\ Z^\ ÆS^ z^\ ÆS ÆS ÖLVURfy :KNIA«' zf\ ÆS ÍLVUUft kniáb' Z^\ ÆS ÖLVURf^ ÍÖLVUR^ rKNlAR' ÍÍKNIáR' Zí\ ÆS Zf\ ÆS Laugardalshöll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.