Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 Guðmundur Áma- son - Minning Fæddur 14. ágúst 1971 Dáinn 16.september 1988 Ó sólarfaðir signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau sem tárin lauga. Og sýndu miskunn öllu því sem andar, en einkum því sem böl og voði grandar. Hann Gummi er dáinn, hrifínn burt svo allt of fljótt. Ævi 17 ára pilts er ekki löng. Hjá honum var lífíð rétt að byrja. Lífið var svo bjart og hugurinn svo stór. Hann var á lokaönn í Fjölbrautaskóla Breið- holts og stefndi í matreiðslunám. Hann sagði föðursystur sinni að hann ætlaði að sjá um næstu ferm- ingarveislu fyrir hana. Alltaf birti yfír þegar Gummi kom í heimsókn, hann var svo kát- ur og hress, skildi eftir sig gott skap og létta lund. Gummi var allt- af einstaklega blíður og hlýr og sérlega natinn við afa sína og ömm- ur. Guðmundur var fæddur á Sel- fossi, sonur hjónanna Áma 0. Guð- mundssonar frá Oddgeirshólum og Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Sel- fossi. Hann átti tvö systkini, þau eru Jóhann f. 7. apríl 1973 og Ámý Ilse f. 3. maf 1984. Þeirra söknuður er mikill og ekki síður hjá föðurforeldrum, Ilse og Guðmundi Ámasyni, og móðurfor- eldrum Katrínu Ólafsdóttur og Guð- mundi Elíasi Guðmundssyni. Elski Ámi, Guðrún, Jói, Ámý, ömmur og afar. Innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra. Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V.Briem.) Angelika, Magnús, Steinþór og fjölskyldur þeirra. í dag verður jarðsettur vinur okkar Guðmundur Ámason eða Gummi eins og hann var alltaf kall- aður. Hann lést í hörmulegu bflslysi 16. þ.m. Þegar við sitjum hér og skrifum þessar línur og hugsum til baka finnum við óneitanlega til tómleika í huga okkar og hjörtum, því Gummi vinur okkar er ekki lengur á meðal okkar. En sagt er að þeir deyi ungir sem guðimir elska og það gerir okkur tómleikann létt- bærari. Gumma kynntumst við fyrst í bamaskóla og er hann því búinn að vera vinur okkar frá bamæsku. Hann verður okkur alltaf ofarlega í huga vegna allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Hvert sem Gummi fór og hvar sem Gummi var, þar var alltaf gaman, því eins og þeir vita sem Gumma þekktu, var hann einstaklega lífsglaður og uppátækjasamur. Hann hafði gam- an af íþróttum, ferðalögum og alls- konar útiveru og ófáar voru stund- imar sem við vinimir eyddum sam- an við þá iðju. Og mörg vom böllin og margt var þar brallað. Áform Gumma í lífinu vom fjöl- mörg og hafði hann sett stefnuna á að verða kokkur. Var hann búinn að stunda nám í rúmt ár við Fjöl- brautaskóla Suðurlands og síðar Fjölbrautaskólann í Breiðholti á því sviði. Á summm vann Gummi í SG-einingahúsum, á Hótel Örk og var í sveit. Með þessum orðum viljum við votta samúð okkar foreldmm hans og systkinum, ættingjum og öllum sem þekktu Gumma. Við vinimir emm þakklátir fyrir að hafa kynnst Gumma og hafa verið með honum í gegnum árin. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Auðunn Örvar, Elvar, Siggi Bogi, Siggi Fannar, Stefán, Tonuni Skúli, Leó og Einar. Laugardaginn 16. september var sannkallaður sorgardagur. Sú harmafregn barst út að fjórir ungir piltar hefðu kvöldið áður látið lífið í hörðum árekstri austurí Gnúp- verjahreppi og fimmti pilturinn al- varlega slasaður. Hér á Selfossi blöktu fánar víða í hálfa stöng, bæði á fyrirtækjum og í einkagörð- um, laugaðir támm himins í þung- búnu veðri. Bærinn og byggðin vom harmi lostin. Frændgarðurinn er stór hér í Amesþingi, sem riú á um sárt að binda. Hér eiga þau við orð skáldsins: Svo örstutt er bil milli blíðu og éls og brugðist getur lánið frá morgni tfl kvelds. (MJ. þýddi.) Skeiðaréttadagurinn var að venju dagur gleði og samfunda í Flóa og á Skeiðum. Engan gat órað fyrir því að kvöldið bæri slíkan harm í skauti. Enn einu sinni hefur umferðin hirt fóm sína, eitt mannskæðasta bflslys aldarinnar að baki. Hraðinn, stálið og tækni nútímans ógna lífi og limum, agndofa stöndum við frammi fyrir slíkum atburðum. Allir ábyrgir aðilar verða nú að taka höndum saman. Hvemig er hægt að stöðva þessa ógn? Hrað- brautimar mega ekki höggva svona skörð í mannlífið og allra síst unga fólkið, sem virðist í óskaplegri hættu á ákveðnu aldursskeiði. Einn hinna ungu pilta var góður nágranni, Guðmundur Árnason, f. 14. ágúst 1971, sonur Áma Odd- geirs Guðmundssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur, sem búa að Mið- engi 20 hér á Selfossi. Guðmundur var elsta bam þeirra hjóna, en þau eiga einnig fimmtán ára son og fjögurra ára dóttur. Sautján ára piltur á ekki langa sögu að baki. Segja má að Guð- mundur hafi verið staddur við morgunverðarborð lífsins. Lífið virt- ist framundan með sínar vonir, væntingar og þrár. Guðmundur varð snemma vin- sæll af félögum sínum og jafnöldr- um, glaðsinna og hrókur alls fagn- aðar í góðum hópi. Hann var hlýr í viðmóti og aldrei brást það, yrði hann á vegi þess er þetta ritar, að hann heilsaði kurteislega að fyrra bragði og skipst var á nokkmm orðum. Ungt fólk sem kemur þann- ig fram ber það með sér að það hefur hlotið gott uppeldi og í því býr manndómur. Guðmundur var fríður sínum, hár og grannur og samsvaraði sér vel. Hann var af hagleiks- og hæfileika- fólki kominn og allt benti til þess að hann myndi erfa mannkosti frændfólks síns. Skarðið er stórt sem nú stendur autt á heimili hans, hér er kvödd að fullu ein sumarsaga með sólbros og hamingjudaga. (Sigurður Einarsson) Lífið er ferðalag og byrðamar eru þungar sem margir verða að bera á göngunni miklu. Kæru vinir. Þó ÖIl sund virðist lokuð og gleðin horfin um sinn kemur nýr dagur og sárið tekur að gróa. Þær eru hlýjar bænimar sem margur biður ykkur til styrktar í þessari sáru sorg. Eg og fyölskylda mín vottum ykkur samúð okkar og biðjum að sá sem öllu ræður gefi ykkur kraft og gleði að nýju. Blessuð sé minning Guðmundar Ámasonar. Guðni Ágústsson Enginn getur fylgt þér á göngu þinni upp himinbogann að hliðum ljóssins. Þegar heimurinn hverfur þér eins og grein, sem fellur af sjálfu sér og tíminn og foriögin rflqa ekki lengur yfir þér, þegar þú stendur í skugga eilífðarinnar og hlustar á söng hinna djúpu vatna sem eiga sér engar strendur. Enginn getur fylgt þér, þegar þú á göngu þinni upp himinbogann hlustar á sönginn, sem kaílar á sál þína að hliðum Ijóssins. (Gunnar Dal). Við drúpum höfði hrygg í huga og hugsum um kæran vin, skólafé- laga og nemanda sem hvarf svo skyndilega á brott í blóma lífsins. í upphafi vorannar 1988 bættust þrír piltar frá Selfossi j nemenda- hópinn á matvælasviði Fjölbrauta- skólans í Breiðholti. Þeir höfðu þá lokið hluta af gmnnnámi í Fjöl- brautaskólanum á Selfossi og létu það ekki aftra sér að ferðast á milli heimabyggðar og Reykjavíkur daglega til að stunda nám sitt. Einn þessara pilta var Guðmund- ur Amason sem við kveðjum nú Fæddur 4. maí 1970 Dáinn 16. september 1988 Ég get varla trúað því ennþá að Raggi okkar sé ekki lengur hér á meðal okkar. Eftir þann stutta tíma sem ég var svo heppin að þekkja Ragga, sá ég hversu góðan dreng hann hafði að geyma. Hann var mikið í íþróttum og ef verið var að tala um bíla eða snjósleða var hann rétti maðurinn til að tala við. Það em ófáar stundimar sem hægt er að minnast á sem ég var með Ragga og aldrei gat ég trúað því að við ættum eftir að missa hann svona fljótt eins hraustan og sterkan dreng og hann var. Hann sem allt- af var tilbúinn að gleðja aðra og hjálpa ef þess þurfti. Missirinn er mikill og ekkert getur bætt fyrir hann. En við verðum að muna að meðan minningin er til, deyr eng- inn. Þess vegna verður Raggi alltaf hjá okkur. Fyrir helga fæðing þína, fyrir blessuð lífsins orð, fyrir verk, er fagurt skína, fyrir skím og náðarborð, fyrir píslarferil þinn, fyrir dýrasta sigurinn allt þér lof um aldur segi, ástvin sálna guðdómlegi. (Kingo - Sb. 1886, H. Hálfd.) Með þessu vil ég votta fjölskyldu hans mína innilegustu samúð. Elín Grétarsdóttir Áshói. með sámm söknuði. Guðmundur féll strax inn í nemendahópinn og vann ötullega að því marki sem hugur hans stóð til, matreiðslunámi í Hótel- og veitingaskóla íslands. Guðmundur var glaðlyndur, hlý- legur og hjálpsamur félagi. Hann naut trausts bæði nemenda og kennara. Við sendum foreldmm hans, systkinum, ættingjum og vinum innilegar samúðarkveður. Blessuð sé minning Guðmundar Ámasonar. Nemendur og kennarar á matvælasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Allir em harmi slegnir. Enn einu sinni hefur orðið hræðilegt um- ferðarslys hér á Suðurlandi. Á síðustu 5 ámm hafa 18 mannsját- ist í umferðinni í héraðinu, að mikl- um meirihluta ungt fólk. Við minnumst hér vinar okkar og frænda, Guðmundar Ámasonar, sem lést ásamt félögum sínum föstudagskvöldið 16. september. Guðmundur var aðeins 17 ára, fæddur 14. ágúst 1971, sonur hjón- Elsku gamla skólasystir og vin- ur, Ella og Hjálmtýr. Við missi Ragnars kom stórt skarð í tilver- una. En minningin er dýrmæt og hana verðum við að geyma. Þennan stutta tíma sem við vorum þess aðnjótandi að þekkja Ragnar var hann orðinn okkur eins og sonur. Þegar hann kom heim í Áshól var hann alltaf hress og fullur lífsgleði, oftast nýkominn af sjónum, sem var hans Iíf og yndi. Vora þá ekki ófá skiptin sem hann kom færandi hendi með eitthvað í soðið. Varð hann fljótt mikill heimilisvinur okk- ar hjónanna og krakkanna sem vora héma yfir sumartímann. En lífsins vegur er óskiljanlegur og tekur stundum stærri fómir en skilningur manna nær yfir. Margur einn í aldurs blóma undi sæll við glaðan hag, brátt þá fregnin heyrist hljóma: Heill í gær, en nár í dag. - Ó, hve getur undraskjótt yfir skyggt hin dimma nótt! Fyrir dyrum dauðans voða daglegt þér ber að skoða. (Sb. 1886 - B. Halld.) Guð styrki ykkur og styðji í ykk- ar miklu sorg. Lára, Grétar og fyöl- skyldan Áshól. Ragnar er dáinn og það tekur mig sárt að þurfa að kveðja hann svo_ snögglega. Ég kynntist honum þegar við Ragnar Hjálmtýs- son — Minning Kveðjuorð Guðmundur Árnason - BenediktR. Ásgeirsson - Ragnar Hjálmtýsson Á örskoti hinnar líðandi stundar era ungir og efnilegir piltar hrifnir á brott úr samfélagi okkar. Það er ávallt skarð fyrir skildi þegar svo fer. Mörg orð hafa verið sögð um hinn miskunnarlausa toll sem um- ferðin tekur en samt er aldrei nóg- samlega um það fjallað, megi það verða til þess að minnka þær fómir sem færðar era í umferðinni. Orð mega sín lítils við þær að- stæður þegar fólk ferst í umferðar- slysi eða lætur lífið á annan hátt. Þó er rétt að hafa orð á og styrkja endurminninguna um hina látnu. Það er huggun harmi gegn að eiga sér góðar endurminningar til að upplifa og geyma. Það er mikils virði að hafa átt þess kost að kynnast unglingum við hvaða tækifæri sem er. Opni unglingurinn hjarta sitt í tjáningu þá verður til strengur milli hans og þess sem hann kynnist þannig að hvoram þykir sem hann þekki hinn þó svo ekki sé um mikil samskipti að ræða. Mér auðnaðist að kynnast piltun- um Ragnari Hjálmtýssyni, Bene- dikti R. Ásgeirssyni og Guðmundi Ámasyni og hafa við þá nokkur samskipti þann tíma sem þeir vora nemendur mínir í Gagnfræðaskól- anum á Selfossi. Eftir þau sam- skipti fór ekki hjá því að maður fylgdist með þeim í Ieik og starfi eftir að þeir luku grannskólanámi. Það er einn af kostum fámenns samfélags að þar hafa menn mögu- Ieika á að hittast og heilsast og eiga orðaskipti. Þó nemendafyöldinn sé mikill í skólanum og alltof lítill tími til að sinna hveijum og einum þá er það svo að hver og einn hefur sín per- sónueinkenni sem verða eftir í minningunni. Þannig era í mínum huga minningar um snarpa og snaggaralega stráka sem ávallt voru tilbúnir að fást við eitthvað nýtt og áhugavekjandi. Einnig um glaðlega pilta í viðmóti sem tilbúnir vora í spjall um það sem á döfinni var. Slíkar minningar era dýrmæt- ar. Piltamir vora allir að feta sín spor í átt til fullorðinsára og höfðu markað sér farveg í námi, hver á sínu sviði og gengu til þess af at- orku. Þessi fáu orð eru hér sett fram í þakklætisskyni fyrir þau tækifæri sem gáfust til samskipta við góða drengi. Megi minningin um þá lifa. Foreldrum piltanna og öllum að- standendum sendi ég bestu samúð- arkveðjur og bið þann sem öllu ræður að gefa þeim styrk í þungri sorg. Sigurður Jónsson Það folnaði skyndilega yfir öllu, sú harmafregn barst að fjögur efni- leg ungmenni hefðu farist í hrika- legu umferðarslysi 16. september sl. Þar af vora 3 piltar héðan frá Selfossi, þeir Benedikt R. Ásgeirs- son, Ragnar Hjálmtýsson og Guð- mundur Ámason. Þrír lífsglaðir strákar hrifsaðir frá okkur í blóma lífsins. Það sannast nú betur að vegir Guðs era órannsakanlegir. Margs er að minnast þegar litið er til baka. íþróttir voru eins og hjá mörgum á þessum aldri ofarlega á blaði ef þeir ekki vora í íþróttum þá tengdust þeir þeim í gegnum félagana. Ég minnist þess fyrir nokkram áram þegar við einu sinni sem oftar fóram upp á gamla golf- völl til að leika okkur í fótbolta, að þá hafi þar verið nær undantekn- ingalaust lítill ljóshærður strákur með bolta að sparka, þó að jafnaldr- ar hans væra búnir með dagsverkið í boltanum og famir heim. Þá var Benni rétt að byija, halda bolta á lofti, æfa víti og svoleiðis, jú, áhug- inn var ódrepandi. Það var því fót- boltinn sem átti hug hans og síðast í sumar lék hann með 2. flokki Selfoss. Það kom því ekki á óvart að Benni ásamt nokkram félögum sínum í 2. flokki færi á knattspymu- dómaranámskeið í vor. í framhaldi af því fengum við í dómarafélagi Selfoss að kynnast og starfa með honum. Mig langar fyrir hönd okk- ar í dómarafélaginu að þakka Benna mjög góð kynni og gott sam- starf á liðnu sumri. Það var síðan vegna starfs míns að mér hlotnað- ist sá heiður að fá að kynnast þeim félögum þremur mjög vel. Mig hefði ekki órað fyrir því að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.