Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988
47
Bridssambandið með af-
mælismót um helgina
Brids
Arnór Ragnarsson
A þessu ári varð Bridssamband
íslands flörutíu ára. Hyggst stjóm
sambandsins minnast þessara tíma-
móta með ýmsum hætti. Verður
gefíð út afmælisrit siðar í vetur þar
sem sögu Bridssambandsins og
bridsíþróttarinnar á íslandi verða
gerð ítarleg skil. Þá verður einnig
haldið öflugt bridsmót í tilefni af-
mælisins. Verður það háð um helg-
ina 24.-25. september á Hótel
Loftleiðum. Til þátttöku hefur verið
boðið 20 sterkum pörum, m.a.
landsliðspörunum bæði í opnum
flokki og kvennaflokki, en landslið-
in eru á förum í byq'un október til
að taka þátt í Ólympíumótinu sem
fram fer í Feneyjum. Verður þetta
síðasta opinbera keppnin sem þau
taka þátt í fyrir mótið.
Mótshaldið er styrkt af 20 fyrir-
tækjum og spila pörin í þeirra nafni.
Spila pörin 6 spil við hvert hinna
og verður reiknað út eftir sveita-
keppnisfyrirkomulagi. Peninga-
verðlaun verða veitt fyrir 4 efstu
sætin auk verðlaunagripa. Spila-
mennska hefst kl. 14.00 laugardag-
inn 24. september og verður spilað
fram á kvöld með stuttu matarhléi
en mótinu lýkur á sunnudaginn en
þá hefst spilamennska kl. 10.00 um
morguninn. Mótsslit verða um kl.
20.00.
Töfluröð:
1. ÍSAL: Hjalti Elíasson —
Ásmundur Pálsson
2. Olíufélagið:
Bjöm Theodórsson —
Jón Steinar Gunnlaugsson
3. Verzlunarbankinn:
Karl Sigurhjartarson —
Sævar Þorbjömsson.
4. Landsbankinn:
Bragi Hauksson —
Sigtryggur Sigurðsson
5. Búnaðarbankinn:
Hjördís Eyþórsdóttir —
Anna Þóra Jónsdóttir
6. Iðnaðarbankinn:
Magnús Ólafsson —
Jakob Kristinsson
7. SPRON:
Hermann Lárusson —
Ólafur Lámsson
8. Útvegsbankinn:
Frímann Frímannsson —
Grettir Frímannsson
9. Grohe:
Bjöm Eysteinsson —
Þorgeir P. Eyjólfsson
10. Hagkaup:
Stefán Guðjohnsen —
ísak Sigurðsson
11. Almennar tryggingar:
Esther Jakobsdóttir —
Vaigerður Kristjónsdóttir
12. Sjóvá:
Kristjana Steingrímsdóttir —
Eria Sigurjónsdóttir
13. Grandi:
Aðalsteinn Jörgensen —
Ragnar Magnússon
14. Hekla:
Hörður Amþórsson —
Haukur Ingason
15. Sparisjóður vélstjóra :
Guðmundur Pétursson —
Jónas P. Erlingsson
16. Nói-Síríus :
Guðlaugur R. Jóhannsson —
. Öm Amþórsson
17. Eimskip:
Þorlákur Jónsson —
Guðmundur P. Amarson
18. VISA:
Jón Baldursson —
Valur Sigurðsson
19. Málning:
Hrólfur Hjaltason —
Ásgeir Ásbjömsson
20. Hótel Loftleiðir:
Páll Valdimarsson —
Rúnar Magnússon.
1. varapar: Jón Þorvarðarson
— Guðni Sigurbjamason.
Dagskrá:
Laugardagur 24. september
14.00 - 16.30 Umferð 1-3
16.30- 17.00
17.00-18.40
18.40-19.30
19.30- 22.50
Kaffíhlé
Umferð 4—5
Matarhlé
Umferð 6—9
Sunnudagur 25. september
10.00 - 12.30 Umferð 10-12
12.30- 13.30
13.30- 16.00
16.00-16.30
16.30- 19.50
20.00
Matarhlé
Umferð 13—15
Kaffíhlé
Umferð 16—19
Mótsslit
Verðlaunaafhending
Góð aðstaða verður fyrir áhorf-
endur til að fylgjast með okkar
bestu spilumm á þessu móti og
ástæða til að hvetja fólk til að koma
og horfa á.
Bridslíf á íslandi stendur með
miklum blóma um þessar mundir.
Félagastarf er mjög öflugt og
frammistaða landsliðsins á undan-
förnum mótum með miklum ágæt-
um og er þar skemmst að minnast
að þeir unnu Norðurlandamótið í
sumar.
(Fréttatilkynning)
^ .. Morgunblaðið/Arnór
Guðlaugur R. Jóhannsson og Orn Arnþórsson verða meðal þátttak-
enda i afmælismóti Bridssambandsins.
Bankalínan gerir þér kleift
að stunda margvísleg
bankaviðskipti án þess
að fara í bankann!
BÚNAÐARBANKINN HEFUR kynnt
merkilega nýjung í bankavibskiptum sem gefur þér
innsýn í framtíðina. Viðskiptin farafram með
tölvu í beinlínutengingu við bankann. Þessi mögu-
leiki er nú fyrir hendi. Það borgar sig að vera með!
Það er í raun og veru
ákaílega einfalt að nota
Bankalínu Búnaðar-
bankans. Þú þarft að
ráða yfir IBM PC,
PS/2, eða annari sam-
hæíðri tölvu og mót-
aldi. Bankinn útvegar
þér samskiptaforrit og
eftir að hafa slegið inn
nafn og aðgangsorð
getur þú hafist handa.
reikningnum. Úr við- skamms muntu geta
skiptamannaskrá getur séð þróun ákveðins
þú fengið yfirlit yfir gjaldmiðils frá einum
heildarviðskipti þín við degi til annars; sömu-
leiðis getur þú fengið
yfirlit yfir allar erlendar
VeVKonúu i
-jyyNKAhW
Hvað er hœgt að
?era?
dag er boðið upp á
marga möguleika í
Bankalínu og þeim fer
Qölgandi. Meðal ann-
ars getur þú kannað
stöðu eigin tékkareikn-
inga, séð vax-tastöðu,
dagsetningar síðustu
hreyfinga, innistæðu-
lausa tékka og kynnt
þér allar færslur á
bankann.
Margvíslegar milli-
fcerslur.
Af sérhverjum tékka-
reikningi sem þú hefur
aðgang að er hægt að
millifæra inn á efdr-
talda reikninga:
a. Aðra tékkareikninga
þína í Búnaðar-
bankanum.
b. Tékkareikning í
Búnaðarbankanum
í eigu annars aðila.
c. Sparisjóðsbækur
þínar eða annarra í
Búnaðarbankanum.
d. Tékkareikninga
þína eða annarra í
öðrum bönkum.
Þá verður unnt að
millifæra á sparisjóðs-
bækur í öðrum bönkum
áður en langt um líður.
Ýmsar upplýsingar.
Þér til trausts og halds
getur þú fengið yfirlit
yfir gengi á ýmsum
tímum og innan
helstu vísitölur, vaxta-
töflur og gjaldskrá
bankans.
Greiðsluáœtlanir
skuldabréfa.
í Bankalínu getur þú
gert greiðsluáætlun
fyrir viðskiptavini þína.
Þannig getur þú sýnt
hvernig útkoma á
skuldabréfaláni er fyrir
hvern gjalddaga og
gefið upplýsingar um
afborganir, vexti, verð-
bætur og að lokum
niðurstöðutölur vegna
viðskiptanna.
Kynntu þér málið nú!
Dagana 21. til 25.
september stendur
tölvusýning yfir í Laug-
ardalshöll þar sem þú
getur kynnt þér Banka-
línu í sýningarbási
Búnaðarbankans.
Einnig eru til reiðu
allar nánari upplýsing-
V A L M Y N D
1. Tékkareikningar - Staða
2. Tékkareikningar - Færslur dags-
ins
3. Innstæðulausir tékkar
4. Tékkareikningar - Færslur mán-
aðarins
5. Millifærslur
6. Viðskiptamannaskrá
7. Kvótaskrá víxla
8. Gengisskráning
9. Gjaldskrá - Vextir - Vísitölur
10. Greiðsluáætlun skuldabréfa
11. Erlendar ábyrgðir
ábyrgðir þér viðkom- ar í tölvudeild bankans
andi og helstu upplýs- við Hlemm eða í skipu-
ingar um þær.Þá getur lagsdeild í aðalbanka,
þú kynnt þér töflur yfir Reykjavík.
BUNAÐARBANKINN
FRUMKVÆÐI - TRAUST