Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 Eldsvoði á olíuborpalli á Norðursjó: Sérfræðingar kvaddir til að slökkva eldinn Stéttarfélög segja öryggis- reglur ekki nógu strangar Aberdeen. Reuter. TVEIR félagar í hópi sérfræð- inga í eldsvoðum á olíuborpöll- um, undir stjórn Texas-búans Reds Adairs, komu til Aberdeen i gær til að ráða niðurlögum elds sem braust út á olíuborpailinum Ocean Odyssey á fimmtudag eft- ir mikla sprengingu. Mennirnir biðu eftir heimild yfirvalda til að fara út á olíuborpallinn. Adair-hópurinn réð niðurlögum eldsins sem braust út í Piper Alp- ha-borpallinum í júlí en þá fórust 167 manns. Talsmaður olíuvinnslu- fyrirtækisins ARCO, sem rekur borpallinn Ocean Odyssey, sagði að sérfræðingamir myndu reyna að stöðva gasstrauminn við pallinn og slökkva eldinn. Björgunarsveitum var sagt að sprengja í sundur átta akkeriskeðj- ur borpallsins til að hægt yrði að færa hann frá upptökum eldsins. Þar með yrði hægt að leita að loft- skeytamanninum sem enn er sakn- að. Aðrir starfsmenn borpallsins, 66 að tölu, sluppu ómeiddir. Stéttarfélög starfsmanna við olíuvinnslu á Norðursjó hafa sakað olíuvinnslufyrirtæki og bresku stjómina um að hafa ekki gert nóg til að tryggja öryggi á olíuborpöll- um. Cecil Parkinson, orkumálaráð- herra Bretlands, vísaði á bug ásök- unum um að ráðuneyti hans bæri ábyrgð á slæmu öryggi á olíuborp- öllunum og sagði að olíuvinnslufyr- irtækin sjálf ættu að skapa starfs- mönnum sínum viðunandi öryggi. Búrma: Buddamunkar sjást hér ásamt andófsmönnum í Rangoon, höfuðborg Búrma, daginn áður en herinn tók öll völd í landinu og hóf blóðugar nfsóknir gegn andófsfólki sem krafist hefur þess að herinn feli bráð- birgðastjórn völdin i hendur. Sósíaliskir herforingjar hafa stjómað landinu um aldarQórðungs skeið og er efnahagur og atvinnulíf í kaldakoli. Herinn þjarmar enn að stj órnarandstæðingnm Rangoon, Reuter. HERSTJÓRNIN í Búrma, sem enn reynir að kæfa almenna and- stöðu í landinu, tilkynnti á fimmtudag að kosningar myndu fara fram í landinu eins og ráð- gert hafði verið, þrátt fyrir að stjóraarandstaðan neiti að taka þátt í kosningabaráttunni. Að Sjálfstæði Namibíu loksins í sjónmáli - segir Perez de Cuellar, aðalritari SÞ Pretoriu. Reuter. JAVIER Perez de Cuellar, aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að sjálfstæði Namibíu væri loksins í sjónmáli eftir áratuga stjóra Suður-Afríkumanna. Hann sagði, efltir að tveggja daga viðræðum hans við P.W. Botha, forseta Suður-Afríku lauk, að hann hefði hefði heitið Suður- Afríkumönnum því að gætt yrði fyllsta hlutleysis þegar áætlun Sameinuðu þjóðanna um sjálf- stæði Namibíu yrði komið i fram- kvæmd. „Þungu fargi hefur verið af mér létt. Okkur hefur miðað vel áfram og við höfum ræðst við í hrein- skilni," sagði Perez de Cuellar á blaðamannafundi. Botha staðfesti að viðræðumar hefðu dregið úr efa- semdum Suður-Afríkumanna um hlutleysi Sameinuðu þjóðanna. „Um leið og við leysum deiluna um brott- flutning kúbversku hermannanna verða önnur vandamál auðleyst," bætti Botha við. Brottflutningur kúbverskra her- manna, sem taldir eru vera um 50.000 í Angólu, er helsti ásteyting- arsteinninn í friðarviðræðum Suð- ur-Afríkumanna, Angólumanna og Kúbverja sem heíjast á ný í Brazza- ville, höfuðborg Kongós, í næstu viku. Kúbveijar hafa ekki enn lagt fram áætlun um brottflutninginn sem Suður-Afríkumenn geta sætt sig við. Suður-Afríkumenn hafa lengi sakað Sameinuðu þjóðimar um að draga um of taum namibísku skæruliðahreyfingarinnar SWAPO. Samkvæmt áætlun Sameinuðu þjóðanna um sjálfstæði Namibíu, sem lögð var fram fyrir tíu árum, munu Sameinuðu þjóðimar hafa eftirlit með kosningum í Namibíu og er talið að SWAPO muni kom- ast til valda í landinu eftir þær. De Cuellar fór síðar um daginn til Luanda, höfuðborgar Angólu, til viðræðna við leiðtoga SWAPO. sögn ríkisútvarpsins í Búrma hafa hermenn drepið um 180 manns, sem Iýst var sem „eyði- Ieggingaröflum“, frá því að her- inn tók völdin síðastliðinn sunnu- dag. Vestrænir stjómarerindrekar, læknar og leiðtogar stjómarand- stöðunnar telja að sú tala sé fráleit og segja nær lagi að ætla að 1.000 manns liggi í valnum. Flesta hinna föllnu segja þeir hafa látist við frið- samleg mótmæli. „Strax og í landinu ríkir fríður og ró, röð og regla, verða haldnar lýðræðislegar fjölflokkakosningar," sagði stórdeildarforinginn Khin Nyunt, sem er yfirmaður njósna- deildar hersins, í samtali við erlenda stjómarerindreka í Rangoon. „Herinn ... óskar þess engan veginn að halda í stjómartaum- ana,“ hafði ríkisútvarpið eftir hon- um. „Herinn hefur einungis rétt fram hjálparhönd til þjóðarinnar, svo að hægt sé að verða við óskum hennar um raunverulegt fjölflokka- Iýðræði." í yfirlýsingunni sagði enn fremur að komið yrði á frjálslegra efnahagslífí í landinu. Stjómarandstaðan vill ekki taka þátt í kosningum fyrr en herinn hættir ofbeldisverkum sfnum og ástand kemst í fyrra horf. Sú skoð- un verður æ almennari að í raun hafi herinn ekki tekið völdin nema að nafninu til og að Ne Win, hinn óvinsæli fyrrverandi forseti lands- ins, hafí enn öll völd í hendi sér. Fimm bandarískir stjómarerind- rekar komu í gær til Bangkok í Tælandi með lítilli flugvél og sendi- ráðið sagði að fimm í viðbót færu fljótlega af stað. Fjölskyldur flestra erlendra sendimanna í Búrma höfðu þegar yfirgefið landið áður en her- inn tók öll völd í sínar hendur. Fjölmiðlafrelsið í Sovétríkjunum: Ekki sopið kálið þó að í ausuna sé komið Moskvu. New York Times. SOVESKIR bóka- og blaðalesendur á dögum glasnost þekkja sálar- angist Tantalusar konungs. Safamiklir ávextir vorsins í Moskvu hanga á greinunum, en þó að margir þeirra séu nú ekki lengur bannaðir, eru þeir ennþá utan seilingar. Askriftaflöld- inn frystur Nýlegasta dæmið er aðeins fárra vikna gamalt. Þá tilkynnti sam- gönguráðuneytið, að fjöldi áskrifta 42 blaða og tímarita yrði takmark- aður. Þama á meðal voru vinsæl- ustu boðberar gagnrýnnar hugsun- ar, vægðarlausra afhjúpana og bók- mennta — nýlausir undan oki rit- skoðunarinnar. Ástæða þessa var, að sögn stjómvalda, pappírsskortur. Verður sú skýring að teljast trúverðug í landi, þar sem oftlega er skortur á salemispappír. En opinberar skýr- ingar eru ekki eins hátt skrifaðar og hér einu sinni. „Takmörkun áskrifta getur gefið þeirri hugmynd byr undir vængi, að íhaldsöflunum hafi tekist að klekkja á glasnost,“ segir Andrei Nemzer bókmenntagagnrýnandi í grein í tímaritinu Ogonjok. Ogonjok, sem hefur verið fljótt að tileinka sér nýjungar og selst upp fyrst allra tímarita, hefur kvartað hástöfum yfir áskriftatak- mörkuninni. Ritstjóri Ogonjok, Vítalf A. Kor- otítsj, sagði, að nokkrir lesenda tímaritsins hefðu sofið fyrir utan pósthús 1. ágúst síðastliðinn, þegar nýtt áskriftartímabil hófst, en verið tjáð, að fjöldi áskrifenda Ogonjok, Noví Mfr og Znamja — allra sókn- djörfustu tímaritanna — yrði óbreyttur. Hefðu hundmð manna skrifað og hringt til þess að biðja um undanþágu. Notuð tíma- rit eftirsótt í grein eftir Vladímír Lakshín í Moskvufréttum, sem einnig er með- al fyrmefndra blaða, sagði, að ríkinu bæri að láta til sín taka, ef pappírsskorti væri um að kenna, t.d. með tilfærslu á pappír frá „áróðurs- og gervivísindaritum, sem enginn hefur þörf fyrir“. Meðal eftirsóttustu hluta nú um stundir em notuð tímarit — einkum „þykku tímaritin“ eins og Novy Mír, Znamja og Drúzhba Narodov, sem birta skáldverk sem framhalds- efni löngu áður en kerfísútgáfumar koma þeim á markað í bókarformi. Snjáð aprílhefti af Drúzhba Narodov, árgangi 1985, sem m.a. hefur að geyma skáldsögu Anatolíjs Rybakovs, „Bömin frá Arbat“, gengur á um 2000 krónur eintakið. Ýtttil hliðar Á hinn bóginn rykfalla verk Leoníds Brezhnevs og samtíðar- manna hans í bakherbergi Bóka- safns nr. 73 i drungalegri 19. aldar byggingu við Sústsjevskajastræti. Endurminningar og ræður fyrr- verandi leiðtoga hafa verið grisjað- ar, þar sem þær hafa legið ósnertar í hillum safnsins, í mörgum eintök- um. Þessi verk hafa verið látin víkja fyrir opinskárri og líflegri bók- menntum Gorbatsjov-tímans. „Ef ég hefði ráðið, hefði ég fleygt þessu fyrir löngu," segir Svetlana V. Rostkovskaja, forstöðumaður safnsins. Menningarmálaráðuneyt- ið gaf bókasöfnum nýlega fijálsar hendur til að ýta „sofandi" lesefni til hliðar. í bréfí, sem bókasafnsfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.