Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 Frj álshyggj ugrýlan eftir Kristin Pétursson Það er kominn tími til þess að rökræða fijálshyggjuna. Svokallað- ir „fijálshyggjumenn" hafa verið dregnir niður í skítinn í umræðunni upp á síðkastið. Ekki veit ég um nákvæma skilgreiningu þess orðs en ef það er að vera fijálshyggju- maður að vilja að peningakefið hér á landi verði a.m.k. jafngott og á hinum Norðurlöndunum þá skai ég fúslega gangast við því að vera fijálshyggjumaður og þykir sæmd að. En lítum nánar á málefnið. Hornsteinar lýðræðisins Homsteinar lýðræðisríkjanna eru: trúfrelsi, tjáningarfrelsi, kosn- ingafrelsi, athafnafrelsi, rit-, prent- og fjölmiðlafrelsi, o.s.frv. Hver er svo andstæðan. Einræði, með kúg- un, hörmung og fátækt. Eru and- fijálshyggjumenn að beijast fyrir einræði? Fasisma, nasisma, eða kommúnisma? Von að spurt sé. Frjálsræði borgarans á sem flest- um sviðum eru homsteinar lýð- ræðisríkjanna. Stjómarskrá lýð- ræðisríkis miðast við að vemda fijálsræði borgarans til þess að tryggja að lýðræðið haldist fyrir stjóralyndum ofstækismönnum sem fínnast á ótrúlegustu stöðum. Einnig er stjómarskrá lýðræðisins ætlað að tryggja hagsmuni borgar- ans gegn alræði kerfisins. Kjami málsins er sá að fijáls- ræði borgarans er grundvallar- mannréttindamál og öll umræða um skerðingu á fijálsræði þarf að vera opin og hreinskiptin. En frelsi má ekki ganga út í öfgar og enginn sjálfstæðismaður ætlast til þess hvað svo sem öllum pólitískum áróðri viðvíkur. Fijálshyggjugrýlan Einkum er það dagblaðið Tíminn sem stundar áróður gegn „fijáls- hyggjunni". Þeir nota orð eins og „peningaftjálshyggja", „nýfijáls- hyggja", „fijálshyggjulið", „grá ftjálshyggja", „nýkapítalismi" o.fl. Hugmyndaríkir menn á Tímanum. En rökstyðja þeir mál sitt? Nei. Það virðist vera aukaatriði. Bara ausa úr sér neikvæðum áróðri um að allt sem aflaga fer í hagstjóm hér á landi sé einhverri „fijálshyggju" að kenna. Svona áróður heitir á austantjaldsmáli „virkar aðgerðir" þar sem tilteknu fómarlambi skal fómað með lævfsum áróðri, sem hamraður er inn í lýðinn. Er ekki tími til kominn að svara fyrir sig? Ég segi jú, og vona að fleiri fylgi í lq'ölfarið til að sýna fram á að sökudólgurinn í þeirri efnahagsóáran sem hijáir íslend- inga er annað en fijálslyndir sjálf- stæðismenn sem eru nú eina vonin „Kjarni málsins er sá að frjálsræði borgarans er grundvallarmann- réttindamál og öll um- ræða um skerðingn á frjáísræði þarf að vera opin o g hreinskiptin. En frelsi má ekki ganga út í öfgar og enginn sjálfstæðismaður ætlast til þess hvað svo sem öllum pólitískum áróðri viðvíkur.“ sem ísland á út úr ógöngunum. Meira að segja Gorbatsjov er geng- inn í fijálshyggjuna með „glasn- ost“. Kínveijar eru að auka frjáls- ræði. En á íslandi ætla framsóknar- menn og co. að hefta aukið ftjáls- ræði. Steingrímur Hermansson er hrifínn af glasnost, en á íslandi? Nei takk! Á íslandi á að vera hafta- kerfi og miðstýring sem hentar Framsókn. Þeir ætla að „hafa stjóm á frelsinu". Framsókn framkvæmdi „frjálshyggjuna“ Ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar innleiddi meira fijáls- ræði á peningamarkaði hér en hafði verið áður. Verðtryggingu fjár- skuldbindinga innleiddi ríkisstjóm Ólafs heitis Jóhannessonar eftir að búið var að hafa um 90 mifijarða af sparifjáreigendum á um áratug þar á undan. En hvert fóm þessir 90 milljarðar? Eru framsóknarmenn nokkuð feimnir við að ræða það? Það sem samþykkt hefur verið í sambandi við aukið ftjálsræði í við- skiptum og peningamálum hér hin síðari ár hefúr verið undir for- ystu framsóknarmanna í ríkis- stjóm, þar sem þeir fóm með sfjóra efiiahagsmála í forsætis- ráðuneyti. Einnig er rétt að minna á að fijálsræði í þessum efnum er langtum meira á hinum Norður- löndunum heldur en hér. Og hvers vegna getur þetta ekki verið eins hér og það er á hinum Norður- löndunum? Svo er sjálfstæðismönnum velt upp úr því að öll óáran í efnahags- málum sé þeim að kenna. Hvílík ósvífni og ósannindi. Háir vextir og verðbólga er afleiðing af of miðstýrðu hagkerfi þar sem flár- streymi er þvingað i gegnum ríkisstofiianir og lánsfjáráætlun að austanfjaldsfyrirmynd, í allt of miklum mæli. Það skyldi nú vera að Framsóknarflokkurinn geti þvegið algerlega hendur sínar af því að eiga þátt í því að spenna upp lánsfjáráætlun gegnum árin. Auð- Kristinn Pétursson vitað eiga allir stjómmálaflokkar einhvem þátt í vitlausri hagstjóm hér á landi svo maður sé nú sann- gjam. En Framsókn á þar ekki minnstan þátt, svo mikið er víst. Já, það þarf glasnost á íslandi. Það þarf svo sannarlega áður en við sökkvum dýpra í þetta fen sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess austantjaldshagkerfis sem við bú- um við. Kjami málsins snýst um að íslenskri hagstjóm verði hagað með þeim hætti að íslenska krónan njóti viðurkenningar erlendra pen- ingastofnana. Þetta verður að ger- ast eins fljótt og mögulegt er og er algert grandvallaratriði. Verðbólgan Hversvegna er fjármagnskostn- aður hár? Vegna verðbólgunnar. Verðbólgan er ekki „fijálshyggj- Afinæli skurðdeildar Borgarspítalans efftir Gunnar Gunnlaugsson Þann 24. september 1988 era liðin 20 ár frá því að fyrsti upp- skurðurinn var gerður á skurðstofu- svæði eða skurðdeild Borgarspítal- ans. Fyrrverandi yfírlæknir, Friðrik Einarsson, dr.med., framkvæmdi uppskurðinn, sem var vegna gall- steina, en honum til aðstoðar vora dr. Frosti Siguijónsson og Magnús Einarsson stud.med. Svæfíngu önn- uðust Þorbjörg Magnúsdóttir yfír- læknir og læknamir Páll Helgason og Sigurður B. Þorsteinsson en skurðstofuhjúkranarfræðingur var Valgerður Krisfjánsdóttir. Strax á eftir gerði dr. Friðrik annan uppskurð vegna nýma- krabbameins og þá aðstoðuðu Þór- arinn Guðnason læknir og Jón B. Stefánsson, stud.med. en skurð- stofuhjúkranarfræðingur var Hulda Þorkelsdóttir. Svæfíngalæknar vora hinir sömu. Allt þetta fólk sem hér hefur verið nefnt hefur látið af störfum við spítalann nema Val- gerður og Hulda. Valgerður hefur verið deildarstjóri skurðdeildar frá upphafí og Hulda aðstoðardeildar- stjóri. Frá 24. september 1968 og fram að næstu áramótum vora gerðir 205 uppskurðir en árið 1969, sem var fyrsta heila árið sem deildin starf- aði, vora uppskurðir 1.129. Handlækningadeildir Borgarspít- alans era í dag fimm: Skurðlækn- ingadeild, slysadeild, háls-, nef- og eymadeild, heila- og taugaskurð- lækningadeild og þvagfæraskurð- lækningadeild. Legudeildir hand- lækningadeildanna era á þremur hæðum, þ.e. A-3, A-4 og A-5, auk þess sem heila- og taugaskurðlækn- ingadeild hefur Qögur rúm á A-6. Læknar allra handlækningadeild- anna vinna síðan á skurðstofusvæð- inu (skurðdeild) og skipta með sér starfsaðstöðunni þar. Þá er skurð- stofusvæðið aðalstarfsvettvangur svæfíngadeildarinnar með upp- vöknunardeild og gjörgæslu í nán- um teiigslum. Á þeim 20 áram sem liðin era hafa bæði fjöldi og flölbrejrtni að- gerða vaxið gífurlega. Árið 1986 var fyöldi uppskurða kominn upp í 4.800 og árið 1987 rétt um 5.100. Vantar því ekki mikið á að nú séu gerðir fímm sinnum fleiri uppskurð- ir á ári en fyrsta árið. Þrátt fyrir þetta hefur starfsað- staða lítið breyst. Legurúmum handlækningadeildanna hefur t.d. fækkað um sex því fækka þurfti rúmum um tvö á hverri hæð til að bæta starfsaðstöðu. Þá hafa sumar- lokanir lengst mjög og bæði í ár og árið 1987 hafa handlækninga- deildimar verið lokaðar að einum þriðja, þ.e. ein hæð, í 4,5 mánuði á ári. Árið 1987 vora legudeildimar opnar til fulls í aðeins um þijá mánuði og stafaði það af hjúkranar- fræðingaskorti sem er mikið vanda- mál eins og allir þekkja. Þó að aðgerðaijöldi hafi næstum fimmfaldast hefur starfsaðstaða á Þessi mynd var tekin á opnunardegi skurðdeildar Borgarspítalans 24. september 1968 og er af hluta starfsfólksins inni á einni skurðstofúnni. „Á þeim 20 árum sem liðin eru hafa bæði fjöldi og Qölbreytni að- gerða vaxið gífiirlega. Arið 1986 var fjöldi uppskurða kominn upp í 4.800 og árið 1987 rétt um 5.100. Vantar því ekki mikið á að nú séu gerðir fimm sinnum fleiri uppskurðir á ári en fyrsta árið.“ skurðstofusvæði lítið breyst frá því sem var í upphafi. Skurðstofum hefur þó íjölgað um eina og var það Lionsklúbburinn Njörður sem gaf búnað á hana. Tæki og ýmis búnaður hafa orðið fyrirferðarmeiri með vaxandi fjölbreytni aðgerða og nýrri tækni. Þrengsli era orðin mjög mikil og aðstaða starfsfólksins erf- ið. Það verður að teljast merkilegt að geta fimmfaldað aðgerðafjöld- ann þrátt fyrir fækkun legurúma og nær óbreytta starfsaðstöðu á skurðstofusvæði. Að miklu leyti má hiklaust þakka það starfsfólkinu sem leggur sig fram við að anna því sem fyrir liggur hveiju sinni og leggur stundum nótt við dag. Þá hefur legutími1 styst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.