Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988
Litskyggnusýning
frá Nicaragua í dag
Litskyggnusýning og umræð-.
ur um ástand og horfur mála í
Nicaragua verða á almennum
fundi í dag, laugardag, í MÍR-
salnum, Vatnsstíg 10, klukkan
14.00. Kaffiveitingar verða á
staðnum.
A fundinum koma fram þau Aar-
on Ruby og Margarethe Siem, sem
hafa verið virk í samstöðuhreyfing-
unni með Nicaragua og eru á leið
frá Noregi til Bandaríkjanna með
litskyggnusýningu, sem þau hafa
haldið í löndunum tveimur. Þau
munu einnig heimsækja nokkra
skóla í Reykjavík og nágrenni með
sýninguna.
Margarethe Siem er norsk og
hefur lært ljósmyndun. Hún hefur
búið í Nicaragua og starfað fyrir
Ayuda Popular, sem er efnahagsað-
stoð Norðmanna við Nicaragua,
sem er að hluta styrkt af norska
ríkinu. Aaron Ruby er 27 ára gam-
all Bandaríkjamaður, sem búið hef-
ur í norðurhluta Nicaragua í fimm
ár, þar sem hann starfaði sem kenn-
ari, var formaður kennarasamtak-
anna í San Juan de Rio Coco og
var virkur í Samtökum Ungsandín-
ista.
Allar umræður á fundinum í dag
verða þýddar á íslensku.
„Martröð á háaloft-
inu“ í Regnboganum
REGNBOGINN hefiir tekið til
sýninga kvikmyndina „Martröð á
háaloftinu“ (Flowers in the Attic)
með Victoriu Tennant, Louise
Fletcher og Kristy Swanson í
aðalhlutverkum. Leikstjóri er
Jeffrey Bloom.
Myndin segir frá Corrine sem
hefur misst mann sinn og stendur
uppi allslaus með flögur börn. Hún
á ríkan föður sem var mjög á móti
hjónabandi hennar, og veit ekkert
um bömin. Corrine neyðist til að
flytja á náðir foreldra sinna og flyt-
ur þangað heim. En hún þorir ekki
að láta föður sinn vita um bömin,
hrædd um að verða strikuð út úr
erfðaskrá hans. Það er því ákveðið
að börhin dvelji á háalofti hússins
í bili a.m.k. og ætlar amman að sjá
um þau.
En þama eiga eftir að gerast
ýmsir dularfullir og voveiflegir at-
burðir, og vera bömin að lokum
sjálf að taka til sinna ráða og leysa
málin.
BSRB mótmælir
hugmyndum um
kjaraskerðingu
STJÓRN BSRB samþykkti ein-
róma eftirfarandi tillögu á fundi
sinum í gær:
„Vegna þeirrar umræðu sem nú
fer fram um efnahagsráðstafanir
ítrekar stjóm BSRB fyrri ályktanir
samtakanna þar sem lögð er áhersla
á að vandi einstakra byggðarlaga
í atvinnumálum verði leystur á ann-
an hátt en með almennri kjara-
skerðingu.
Stjóm BSRB mótmælir harðlega
öllum hugmyndum um almenna
kjaraskerðingu, hvort sem er með
beinni launalækkun, launafryst-
ingu, gengisfellingu eða öðmm
efnahagsráðstöfúnum sem ógilda
gerða kjarasamninga eða skerða
samningsrétt launafólks."
Síðasta sýningarhelgi
Guðmundar Karls
Málverkasýningu Guðmundar
Karls i Galleríi Holiday Inn, Sig-
túni 38, Reykjavík, lýkur sunnu-
daginn 25. sept. kl. 22.
Á sýningunni em 45 myndverk,
teikningar, pastel-, vatnslita- og
olíumyndir.
Aðgangur er ókeypis.
Vestur-þýskir
vöru lyftarar
^7 G/obus?
lAGMULAS S 6H15S5
Skrúðganga og pylsuveisla
hjá yngstu kynslóðinni
Öllurn dagheimilis- og leik-
skólakrökkum á Akureyri var
boðið í pylsuveislu í Dynheim-
um i gær við mikinn fögnuð.
Áður en borðhaldið hófst var
farið í skrúðgöngu og var áætl-
unin sú að ganga að íþróttavell-
inum og halda þar grillveislu
og fara í leiki. Veður var þó
ekki upp á sitt besta í gær svo
veislan var færð inn í hús þar
sem meðal annars var sungið
undir gitarspili. Myndina tók
Rúnar Þór Björnsson (jósmynd-
ari Morgunblaðsins á Akureyri
af krökkunum í skrúðgöngunni
í gær.
Fyrirhuguð kaup þriggja einstaklinga á Súlunni:
Bærinn veitir ábyrgð
á 90,5 millj. kr. skuld
Framkvæmdasjóður Akur-
eyrarbæjar hefúr veitt einfalda
ábyrgð á 90,5 mil(jóna kr. skuld
vegna fyrirhugaðra kaupa
þeirra Sverris Leóssonar, Bjarna
Bjarnasonar og Finns Kjartans-
sonar á Súlunni EA. Gert er ráð
fyrir að lánið veiti eigandi Súl-
unnar EA, Leó Sigurðsson, til tíu
ára.
Kaupsamningur hefur enn ekki
verið undirritaður, en rætt er um
að heildarkaupverð nemi 140 millj-
ónum króna. Súlan EA hefur að
undanfömu verið í slipp á Akureyri
og heldur væntanlega á loðnumiðin
um eða upp úr mánaðamótum, að
sögn Sverris Leóssonar.
Akureyrarbær setur þau skilyrði
fyrir bæjarábyrgðinni að kaupendur
skuldbindi sig til að skipið hafi
heimahöfti á Akureyri og verði gert
þaðan út meðan ábyrgðin stendur.
Vextir af skuldinni verði 3% undir
auglýstum meðalvöxtum Seðla-
banka íslands á sambærilegum lán-
um á hveijum tíma. Vextir verði
þó ekki lægri en 5% nema áður-
greindir vextir Seðlabanka íslands
fari niður fyrir 5%, þá fylgi þeir
þeim. Framkvæmdasjóði verði veitt
veð í Súlunni EA 300 næst á eftir
yfírteknum áhvflandi veðum og veð-
heimild að upphæð 25,5 millj. kr.
verðtryggðri. Auk venjulegrar
trygginga1, á skipið, skuldbindi
kaupendur sig til að taka svokallaða
fulla hagsmunatryggingu meðan
ábyrgðin stendur. Greitt verði
ábyrgðargjald 1% í Framkvæmda-
sjóð samkvæmt reglum sjóðsins.
Tónlistarskólinn sett-
ur í Akureyrarkirkju
Tónlistarskólinn a Akureyri
verður settur í Akureyrarkirkju
á morgun, sunnudag, klukkan
17.00. Á sjötta hundrað nemend-
ur eru skráðir í nám, en kennt
verður á 25 mismunandi hljóð-
fseri ásamt námi í söng og for-
skóladeild.
Kennarar við skólann eru 31, en
þar af eru fimm sem kenna við
skólann í fyrsta skipti. Það eru þau
Anna M. Richardsdóttir er kennir
hreyfíngar og dans í forskóla- og
söngdeild, Christopher Thomton
kennari á klarinett og tréblásturs-
hljóðfæri, Ólöf Jónsdóttir fíðlukenn-
ari, Robert Clive Thomas kennari á
básúnu og málmblásturshljóðfæri
og Ömólfur Kristjánsson sellókenn-
ari. Þá hefur Kristinn Öm Kristins-
son verið ráðinn sem yfírkennari
við skólann.
Skólinn hefur búið við mikil
þrengsli undanfarin ár, en nú mun
iýmkast um starfsemi hans, þar
sem hann fær á næstunni tvær við-
bótarhæðir til afnota í sama hús-
næði, sem gerist samtímis og emb-
ætti æskulýðsfulltrúa, heilbrigðis-
fulltrúa og skipulagsstjóra flytja í
annað húsnæði. Þessi lausn hús-
næðismála er mikið gleðiefni fyrir
nemendur, foreldra og starfsfólk
skólans. Auk setningarræðu Jóns
Hlöðvers Áskelssonar skólastjóra,
flytja kennarar við skólann Qöl-
breytta tónlistardagskrá við skóla-
setninguna. Forráðamenn tónlistar-
skólans gera sér vonir um að flest-
ir nemendur, foreldrar og annað
áhugafólk um starfsemi skólans
mæti við skólasetninguna á morgun
kl. 17.00 í Akureyrarkirkju.