Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 Litskyggnusýning frá Nicaragua í dag Litskyggnusýning og umræð-. ur um ástand og horfur mála í Nicaragua verða á almennum fundi í dag, laugardag, í MÍR- salnum, Vatnsstíg 10, klukkan 14.00. Kaffiveitingar verða á staðnum. A fundinum koma fram þau Aar- on Ruby og Margarethe Siem, sem hafa verið virk í samstöðuhreyfing- unni með Nicaragua og eru á leið frá Noregi til Bandaríkjanna með litskyggnusýningu, sem þau hafa haldið í löndunum tveimur. Þau munu einnig heimsækja nokkra skóla í Reykjavík og nágrenni með sýninguna. Margarethe Siem er norsk og hefur lært ljósmyndun. Hún hefur búið í Nicaragua og starfað fyrir Ayuda Popular, sem er efnahagsað- stoð Norðmanna við Nicaragua, sem er að hluta styrkt af norska ríkinu. Aaron Ruby er 27 ára gam- all Bandaríkjamaður, sem búið hef- ur í norðurhluta Nicaragua í fimm ár, þar sem hann starfaði sem kenn- ari, var formaður kennarasamtak- anna í San Juan de Rio Coco og var virkur í Samtökum Ungsandín- ista. Allar umræður á fundinum í dag verða þýddar á íslensku. „Martröð á háaloft- inu“ í Regnboganum REGNBOGINN hefiir tekið til sýninga kvikmyndina „Martröð á háaloftinu“ (Flowers in the Attic) með Victoriu Tennant, Louise Fletcher og Kristy Swanson í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Jeffrey Bloom. Myndin segir frá Corrine sem hefur misst mann sinn og stendur uppi allslaus með flögur börn. Hún á ríkan föður sem var mjög á móti hjónabandi hennar, og veit ekkert um bömin. Corrine neyðist til að flytja á náðir foreldra sinna og flyt- ur þangað heim. En hún þorir ekki að láta föður sinn vita um bömin, hrædd um að verða strikuð út úr erfðaskrá hans. Það er því ákveðið að börhin dvelji á háalofti hússins í bili a.m.k. og ætlar amman að sjá um þau. En þama eiga eftir að gerast ýmsir dularfullir og voveiflegir at- burðir, og vera bömin að lokum sjálf að taka til sinna ráða og leysa málin. BSRB mótmælir hugmyndum um kjaraskerðingu STJÓRN BSRB samþykkti ein- róma eftirfarandi tillögu á fundi sinum í gær: „Vegna þeirrar umræðu sem nú fer fram um efnahagsráðstafanir ítrekar stjóm BSRB fyrri ályktanir samtakanna þar sem lögð er áhersla á að vandi einstakra byggðarlaga í atvinnumálum verði leystur á ann- an hátt en með almennri kjara- skerðingu. Stjóm BSRB mótmælir harðlega öllum hugmyndum um almenna kjaraskerðingu, hvort sem er með beinni launalækkun, launafryst- ingu, gengisfellingu eða öðmm efnahagsráðstöfúnum sem ógilda gerða kjarasamninga eða skerða samningsrétt launafólks." Síðasta sýningarhelgi Guðmundar Karls Málverkasýningu Guðmundar Karls i Galleríi Holiday Inn, Sig- túni 38, Reykjavík, lýkur sunnu- daginn 25. sept. kl. 22. Á sýningunni em 45 myndverk, teikningar, pastel-, vatnslita- og olíumyndir. Aðgangur er ókeypis. Vestur-þýskir vöru lyftarar ^7 G/obus? lAGMULAS S 6H15S5 Skrúðganga og pylsuveisla hjá yngstu kynslóðinni Öllurn dagheimilis- og leik- skólakrökkum á Akureyri var boðið í pylsuveislu í Dynheim- um i gær við mikinn fögnuð. Áður en borðhaldið hófst var farið í skrúðgöngu og var áætl- unin sú að ganga að íþróttavell- inum og halda þar grillveislu og fara í leiki. Veður var þó ekki upp á sitt besta í gær svo veislan var færð inn í hús þar sem meðal annars var sungið undir gitarspili. Myndina tók Rúnar Þór Björnsson (jósmynd- ari Morgunblaðsins á Akureyri af krökkunum í skrúðgöngunni í gær. Fyrirhuguð kaup þriggja einstaklinga á Súlunni: Bærinn veitir ábyrgð á 90,5 millj. kr. skuld Framkvæmdasjóður Akur- eyrarbæjar hefúr veitt einfalda ábyrgð á 90,5 mil(jóna kr. skuld vegna fyrirhugaðra kaupa þeirra Sverris Leóssonar, Bjarna Bjarnasonar og Finns Kjartans- sonar á Súlunni EA. Gert er ráð fyrir að lánið veiti eigandi Súl- unnar EA, Leó Sigurðsson, til tíu ára. Kaupsamningur hefur enn ekki verið undirritaður, en rætt er um að heildarkaupverð nemi 140 millj- ónum króna. Súlan EA hefur að undanfömu verið í slipp á Akureyri og heldur væntanlega á loðnumiðin um eða upp úr mánaðamótum, að sögn Sverris Leóssonar. Akureyrarbær setur þau skilyrði fyrir bæjarábyrgðinni að kaupendur skuldbindi sig til að skipið hafi heimahöfti á Akureyri og verði gert þaðan út meðan ábyrgðin stendur. Vextir af skuldinni verði 3% undir auglýstum meðalvöxtum Seðla- banka íslands á sambærilegum lán- um á hveijum tíma. Vextir verði þó ekki lægri en 5% nema áður- greindir vextir Seðlabanka íslands fari niður fyrir 5%, þá fylgi þeir þeim. Framkvæmdasjóði verði veitt veð í Súlunni EA 300 næst á eftir yfírteknum áhvflandi veðum og veð- heimild að upphæð 25,5 millj. kr. verðtryggðri. Auk venjulegrar trygginga1, á skipið, skuldbindi kaupendur sig til að taka svokallaða fulla hagsmunatryggingu meðan ábyrgðin stendur. Greitt verði ábyrgðargjald 1% í Framkvæmda- sjóð samkvæmt reglum sjóðsins. Tónlistarskólinn sett- ur í Akureyrarkirkju Tónlistarskólinn a Akureyri verður settur í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, klukkan 17.00. Á sjötta hundrað nemend- ur eru skráðir í nám, en kennt verður á 25 mismunandi hljóð- fseri ásamt námi í söng og for- skóladeild. Kennarar við skólann eru 31, en þar af eru fimm sem kenna við skólann í fyrsta skipti. Það eru þau Anna M. Richardsdóttir er kennir hreyfíngar og dans í forskóla- og söngdeild, Christopher Thomton kennari á klarinett og tréblásturs- hljóðfæri, Ólöf Jónsdóttir fíðlukenn- ari, Robert Clive Thomas kennari á básúnu og málmblásturshljóðfæri og Ömólfur Kristjánsson sellókenn- ari. Þá hefur Kristinn Öm Kristins- son verið ráðinn sem yfírkennari við skólann. Skólinn hefur búið við mikil þrengsli undanfarin ár, en nú mun iýmkast um starfsemi hans, þar sem hann fær á næstunni tvær við- bótarhæðir til afnota í sama hús- næði, sem gerist samtímis og emb- ætti æskulýðsfulltrúa, heilbrigðis- fulltrúa og skipulagsstjóra flytja í annað húsnæði. Þessi lausn hús- næðismála er mikið gleðiefni fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans. Auk setningarræðu Jóns Hlöðvers Áskelssonar skólastjóra, flytja kennarar við skólann Qöl- breytta tónlistardagskrá við skóla- setninguna. Forráðamenn tónlistar- skólans gera sér vonir um að flest- ir nemendur, foreldrar og annað áhugafólk um starfsemi skólans mæti við skólasetninguna á morgun kl. 17.00 í Akureyrarkirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.