Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 25 Eyjólfiir Konráð Jónsson: Verðbólg- an yrði núll án kjara- skerðingar EYJÓLFUR Konráð Jónsson hef- ur beðið Morgunblaðið um að koma eftirfarandi athugasemd á framfæri: „í frásögn Morgunblaðsins af ræðustúf mínum á fundi sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík síðastliðinn miðvikudag er villa sem rétt er að leiðrétta. Þar er rætt um tillögur „ráðherranefndar" Evrópubanda- lagsins um virðisaukaskatt í aðild- arríkjunum og sagt að almenni skatturinn megi ekki vera hærri en 20% og ekki lægri en 10%. Rétt er að hann má ekki vera hærri en 20% og ekki lægri en 14%. Skattur á biýnustu nauðsynjar s.s. matvæli, húshitun, almenningssamgöngur og ýmislegt fleira má hins vegar ekki vera hærri en 9% samkvæmt tillög- unum og ekki lægri en 4%. Rétt er, að í þingflokki sjálfstæð- ismanna flutti ég í vor, nánar tiltek- ið í maí, tillögu um að gengi yrði fellt um 12-15% og söluskattur lækkaður úr 25% í 20%. Þá tillögu flutti ég líka formlega áður, eða 29. febrúar, og enn flutti ég hana óbreytta á fundi þingflokks og mið- stjómar á Akureyri, fyrir nokkrum vikum, enda náðu aðgerðimar um mánaðamótin febrúar/mars og í maí ekki tilætluðum árangri og vandinn fór vaxandi. Varla verður því mótmælt af reiknimeisturum að 5% lækkun söluskatts myndi að fullu vega upp verðbólguáhrif af u.þ.b. 13% geng- islækkun. Ef allt verðlag vöm og þjónustu myndi á einum degi lækka um 5%, fylgt eftir að hörkulegu verðlagseftirliti fólksins, yrði verð- bólga væntanlega kveðin í kútinn en þó kynni að þurfa að lækka matarskattinn frekar svo að verð- bólgan yrði 0 (núll) án kjaraskerð- ingar. Þá er nauðsynlegt að ríkis- valdið sinni þeirri frumskyldu sinni að „vinna að því að peningamagnið í umferð og framboð lánsfjár sé hæfílegt miðað við það, að verðlag haldist stöðugt og framleiðslugeta atvinnuveganna sé hagnýtt á sem fyllstan og hagkvæmastan hátt“, eins og segir í lögum um Seðla- banka gagnstætt því að loka upp undir fjórðung íslensks sparifjár inni og mynda þar með ósæmilegan vaxtafót vegna skorts á lánsfé." Skákvika Skák- sambands Islands í Kringlunni SKÁKVIKA á vegum Skáksam- bands íslands verður í Kringl- unni dagana 26. september til 2. október. Vikan ber yfirskrift- ina „Skák og mát“ og er liður í fjársöftiun Skáksambandsins fyrir undirbúning landsliðsins í skák, sem keppir á Olympíumót- inu í Þessalónikíu í novémber- mánuði næstkomandi. Skákvikan hefst með hraðskák- móti mánudaginn 26. seðtember, borgarmótinu svokallaða og leikur borgarstjórinn Davíð Oddsson fyrsta leikinn. Á þriðjudag teflir Margeir Pétursson, stórmeistari, klukkufjöltefli við unglingalandslið- ið í skák; á miðvikudag teflir yngsti alþjóðameistarinn okkar, Hannes Hlífar Stefánssin, fjöltefli við úr- valslið alþingismanna; á fímmtudag teflir Ólympíulandsliðið við pressu- liðið; á föstudag teflir Þröstur Árna- son, Evrópumeistari sveina fy'öltefli við kunna borgara; á laugardag teflir Helgi Ólafsson, stórmeistari, fjöldablindskákir við þá blaða- og fréttamenn, sem mest fjölluðu um einvígi Jóhanns Hjartarsonar og Viktors Kortsnojs í Saint John og á sunnudeginum lýkur vikunni með I skákmóti barna 10 ára og yngri. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar: Ráðherralisti birtur klukkan fimm í dag Morgunblaðið/Sverrir Stemgrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksms, geng- ur á fúnd firú Vigdísar Finnbogadóttur í gær, þar sem hann fékk framlengt umboð sitt til sfjórnarmyndunar, en nú er búist við að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar taki við ráðuneytum sínum á morgun. TaliðaðJón Helgason hætti sem ráðherra EINS og flestir bjuggust við, var greint frá því í gær að stjómar- myndunartilraunir Steingrims Hermannssonar væm að ganga upp. Ráðherralisti ríkisstjórnar hans með aðild Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsókn- arflokks verður gerður opinber kl. 17 í dag. Ekki tókust samning- ar um aðild Borgaraflokks að þessari ríkisstjóra, og mun þar ýmislegt hafa komið til. Einkum munu yfirlýsingar Alberts Guð- mundssonar, þess efiiis að Borg- araflokkurinn gerði skýlausa kröfú til utanríkismála, ásamt staðhæfingu hans þess efiiis að það yrði aldrei talin vinstri stjóra sem Borgaraflokkurinn ætti að- ild að, sem fóru fyrir bijóstið á fúUtrúum hinna flokkanna þriggja. Bentu fúlltrúar þeirra flokka á það væri ekki vísbend- ing um mikla stjórakænsku að vera með slíka yfirlýsingagleði á meðan að ekkert hefði legið fyr- ir um það hvort Borgaraflokkn- um stæði til boða stjóraarþátt- taka í þeirri stjórn sem verið var að mynda. Eftir mikil og langvinn átök innan Alþýðubandalagsins höfðu þeir Ólafur Ragnar Grímsson, Svavar Gestsson og Steingrímur Sigfússon yfírhöndina, þar sem þingflokkur Alþýðubandalagsins ákvað á fundi sínum í fyrrinótt að ganga til stjómarsamstarfs við Framsóknar- og Alþýðuflokk. Ekki hafði verið gengið frá málefna- samningi þegar það var, en þing- flokkurinn mun hafa komist að þeirri niðurstöðu að lengra yrði framsóknar- og alþýðuflokksmönn- um ekki þokað, hvað varðar launa- frystingu og frelsi kjarasamninga. Upphaflegt tilboð Framsóknar- og Alþýðuflokks, þ.e. að laun séu fryst til 1. febrúar 1989, er því það sam- komulag sem flokkamir þrír hafa gert með sér. Alþýðubandalags- menn meta það sem svo að launa- hækkanir þær sem þeir vom að beijast fyrir að yrðu í desember, samkvæmt kjarasamningum, munu koma launþegum til góða, þó með óbeinum hætti verði, en þar vísa þeir til hjöðnunar verðbólgu, lækk- unar vaxta, verðstöðvunar og lækk- unar lánskjaravísitölu. Aðrir alþýðubanda- lagsmenn lítt hrifhir Aðrir alþýðubandalagsmenn sjá fáa eða enga kosti því samfara að Alþýðubandalagið taki sæti í þessari ríkisstjóm. Reyndar telja sumir að Alþýðubandalagið sé með þessari ákvörðun að dæma sjálft sig til mjög erfíðs hlutskipt- is. Einn alþýðubandalagsmaður sagði t.d. í gær að ekkert yrði sjálfgefnara en að einhver stjóm- arandstöðuflokkurinn á komandi þingi tæki sig til og flytti óbreytt frumvarp Alþýðubandalagsins frá síðasta þingi um lágmarkslaun. Það gæti orðið hin vandræðaleg- asta staða fyrir flokkinn að fella eigið fmmvarp, sem stjómaraðili, þar sem það hefði verið flutt í stjómarandstöðu. Búast mætti við að það yrði einmitt það sem gert yrði, einkum ef íjármálaráðherra- embættið kæmi í hlut Alþýðu- bandalagsins. Þessi sami maður sagði að það hlyti að teljast eðli- legt að Ólafur Ragnar, formaður Alþýðubandalagsins, axlaði ábyrgðina af embætti fjármála- ráðherra, þar sem enginn alþýðu- bandalagsmaður hefði á undan- fömum ámm verið jafngagnrýn- inn og harðorður á rekstur ríkis- fjármála. Nú væri komið að Ólafí Ragnari að sýna hvemig ætti að halda utan um ríkiskassann með árangri. Þetta var aðeins eitt dæmi um vandræðin sem bíða kunna Al- þýðubandalagsins, en þeir sem em andvígir stjómarþátttöku flokks- ins, segjast þó skilja að sumu leyti að flokkurinn taki þessa ákvörð- un. í fyrsta lagi forði hann sér frá kosningum nú. í öðm lagi komist hann inn í umræðuna á ný, en þar hafí hann ekki verið að undanfömu, hvað varðar þjóð- málin. Einu fregnimar sem hafí verið fluttar af Alþýðubandalag- inu alllanga hríð, hafi verið fregn- ir af innbyrðis átökum í flokknum. Hjörleifur segist styðja stjórnina sætti hann sig við málefhasamninginn Hjörleifur Guttormsson hefur verið sagður einn harðasti and- stæðingur þessa stjómarsam- starfs í þingflokki Alþýðubanda- lagsins, en hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann myndi styðja þá ríkisstjóm sem hér væri verið að vinna að, heils hugar, ef saman næðist um viðunandi mál- eftiasamning. Sagðist Hjörleifur setja fjóra málaflokka á oddinn í því sambandi: Landsbyggðarmál- in, utanríkismálin, jafnréttismál kynjanna og umhverfísmálin. Hjörleifur kvað „nei“ við, er hann var spurður hvort hann hefði verið spenntari fyrir þátttöku Al- þýðubandalagsins í ríkisstjóm, ef Borgaraflokkurinn hefði verið einn samstarfsaðilanna. Steingrímur Hermannsson kvað sjáifur upp úr um það að Borgaraflokkurinn yrði ekki aðili að ofangreindu stjómarsamstarfi í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær, er hann lýsti fyrirhugaðri ríkisstjóm sem samstjóm Fram- sóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags með stuðningi Stefáns Valgeirssonar. Alberttelurað stjórnin verði veik Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið upp úr hádeginu í gær og sagðist hann hafa undrast það að heyra yfírlýs- ingu Steingríms Hermannssonar, áður en að hans mati viðræðum milli Borgaraflokks og Steingríms hefði verið lokið. „Ég tel að þetta verði ákaflega veik stjóm,“ sagði Albert. Albert sagði jafnframt að í málefnagrundvelli þeim sem Steingrímur hefði kynnt Borgara- flokknum væm ýmis atriði sem væru óaðgengileg fyrir Borgara- flokkinn, svo sem launafrystingin og niðurgreiðslumar, jafnframt því sem Borgaraflokkurinn væri eindregið þeirrar skoðunar að lækka bæri matarskattinn. Hann sagði einnig að hans flokkur hefði aldrei samþykkt skattlagningu sparifjár. Albert kvaðst þess full- viss að Aðalheiður Bjamfreðs- dóttir væri ekki „huldumanneskj- an“ sem væri rætt um að myndi tryggja meirihlutastuðning við ríkisstjóm Steingríms Hermanns- sonar. Aðalheiður sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hún myndi engar yfirlýsingar gefa um stuðn- ing sinn við ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar. „Það ætla ég að segja flokknum fyrst,“ sagði Að- alheiður. Þótt flestir hölluðust að því í eftirmiðdaginn í gær að Borgara- flokkurinn væri ekki lengur inn í myndinni áttu þeir Steingrímur Hermannsson og Albert Guð- mundsson fund á nýjan leik síðdegis í gær. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins urðu engar breytingar á stöðunni við þann fund þannig að enn er afar ólík- legt að Borgaraflokkurinn verði aðili að ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar, enda munu þeir stjómmálaflokkar sem nú hafa ákveðið að starfa saman í ríkis- stjóm vera lítið spenntir fyrir því að fá Borgaraflokkinn til liðs við sig. Mikið hefur verið rætt manna á milli um það hvemig ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar verði skipuð. Fullvíst er talið að ráð- herralið Alþýðuflokks verði óbreytt, en Framsóknarflokkur gæti þurft að sjá af einum ráð- herra sínum, þar sem forsætis- ráðuneytið kemur nú í hlut flokks- ins. Framsóknarflokkurinn gerði eins og kunnugt er kröfu til §ög- urra ráðherrastóla í ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar, fyrir liðlega 14 mánuðum, á þeim forsendum að forsætisráðuneytið vægi svo þungt í ríkisstjóminni. Nú má því ætla að sömu lögmál gildi, ef lög- mál má kalla, og hafa framsókn- armenn reyndar ekki hafnað þeim möguleika að þeir verði að sjá af einu ráðherraembætti sínu, þar sem forsætisráðuneytið komi í þeirra hlut. Hefur Jón Helgason helst verið orðaður sem fómar- lamb og jafnframt er talið líklegt, að í þeirri ríkisstjóm sem nú er verið að mynda, að landbúnaðar- ráðuneytið komi í hlut Alþýðu- bandalags. Ólafur Ragnar, Svavar og Ragnar Arnalds ráðherrar? Mesta forvitni vekur að sjálf- sögðu hveijir ráðherrakandídatar Alþýðubandalagsins verða. Fullvíst er talið að flokkurinn til- neftii þá Ólaf Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson sem ráðherra- eftii sín, en samkvæmt heimildum hefur styrinn staðið um þriðja ráðherrastólinn. Þar hafa ýmsir verið nefndir á nafn en oftast þau Steingrímur Sigfússon, sem mál- svari landsbyggðarinnar, og Guð- rún Helgadóttir, sem frambæri- legur kandídat í stól menntamála- ráðherra. Lákur em þó á að hvor- ugt þeirra muni hreppa hnossið, því einna mest samstaða mun vera um það innan flokksins að Ragnar Amalds, þingmaður Al- þýðubandalagsins í Norðuriands- kjördæmi vestra og leikskáld með meim, verði ráðherra á nýjan leik, og þá menntamálaráðherra. Ragnar er ekki sagður vera áfjáð- ur í að hreppa hnossið, en hann muni á hinn bóginn ekki heldur skorast undan, verði þessi niður- staða flokksins. Fulltrúar flokkanna þriggja og Stefán Valgeirsson og hans menn unnu að gerð málefnasamnings ríkisstjómarinnar í húsakynnum fjármálaráðuneytisins í Borgar- túni 6 frá því kl. 13.30 í gær og í gærkveldi sagðist Steingrímur Hermannsson, verðandi forsætis- ráðherra, eiga von á því að vinnan við gerð samningsins stæði allá síðastliðna nótt. Kvaðst hann stefna að því að málefnasamning- urinn lægi fyrir eigi síðar en á hádegi í dag. Steingrímur sagðist gera sér vonir um að stjómarsátt- málinn yrði stuttur og skorinorð- ur, en kvaðst óviss um hvort það gæti orðið. Hann vildi ekkert tjá sig um það hvaða málaflokkar yrðu erfiðastir, en viðmælendur mínir töldu í gær að einna erfið- ast yrði að semja við Alþýðu- bandalagið um utanríkismál og hugsanlega stóriðju hér á landi. Eins og fyrr segjr er stefnt að því að ljúka gerð stjómarsáttmála fyrir hádegi, en í eftirmiðdaginn munu stofnanir flokkanna funda um sáttmálann og taka endanlega afstöðu. Búist er við að allir flokk- ar samþykki stjórnarsáttmálann, takist á annað borð að ljúka hon- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.