Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGXRDAGÚtí 24. SEPTEMBÉR 1988 „Ef foreldrar færu bara eínstöku sinnum allsgáðir á ball Rætt við tvo forsvarsmenn foreldrasamtakanna Vímulaus æska í til- efni norrænnar ráðstefnu foreldra, sem nú stendur yfír hér á landi. ÞAÐ leyndi sér ekki að eitthvað mikið stóð til, er ég gægðist inn á skrifstofuna. í hverju homi gat að líta fólk með símtól á lofti, penna og pappíra. Ég hallaði mér upp að dyrastafnum og fylgdist með. Eldmóður, áhugi og einbeitni skein úr hveiju andliti og þó svo létt væri yfir mannskapnum fann maður að undirtónn andrúmsloftsins var ísköld alvaran. Hér voru að störfum foreldrasamtökin „Vímulaus æska“ — foreldrar, sem fyrir tveimur árum sneru bökum saman, staðráðin í að verja afkvæmi sín fyrir einum mesta vágesti okkar tíma, vímuefnunum. Þessir foreldrar vita að þeir verða að vera vel á verði. Hinn skæði andstæðingur er nefnilega þekktur fyrir sín lymskulegu brögð. Hann læðist með veggjum og bíður færis — vegur svo að fólki úr launsátri. „Fræðsla og fordæmi eru sterk- ustu vopnin í þessari vamarbaráttu okkar“ fullyrti Bogi Amar Finn- bogason, formaður samtakanna, er hann var inntur eftir því hvaða brögðum þeir beittu í baráttu sinni. „Við höfum þeirri skoðun okkar mjög á lofti að vímuvamir eigi að hefjast heima. Það er allt of al- gengt að fólk firri sig allri ábyrgð á þeim þætti uppeldisins. Það er nefnilega staðreynd að eftir því sem foreldrar eyða meiri tíma með böm- um sínum — því minni hætta er á að þau leiðist afvega. í þessu vam- arstarfí höfum við lagt ríka áherslu á að foreldar vinni trúnað bama sinna, ræði við þau um allt milli himins og jarðar" bætti hann við. „Við viljum í stuttu máli auka upp- eldis-ábyrgð foreldranna" skaut Ámi Einarsson inn í, sem þá hafði bæst í hóp inn. „Það er allt of al- gengt að foreldrar varpi ábygðinni yfir á hinar og þessar stofnanir. Fólk fárast yfir því að skólayfirvöld skuli ekki upplýsa ungdóminn um afleiðingar eiturlyfjaneyslunnar, rífst og skammast yfir því að lög- reglan skuli ekki veita meira aðhald í þessum málum — en verði manni á að spyija foreldrana hvers vegna þeir hafi ekki sjálfir frætt bömin sín um þessi mál, þá verða allir ofboðslega hissa" útskýrði hann. „Nú, fordæmið hlýtur líka að skipta miklu máli. Það segir sig sjálft" sagði Ámi. „Ef bam elst upp við það, að foreldrar fari aldrei alls- gáðir út að skemmta sér setur það í huganum samasem- merki á milli skemmtunar og áfengisneyslu. Þetta hugsar fólk yfirleitt ekki út í. Um leið og foreldrar taka sig til og fara einstöku sinnum allsgáðir á ball, þá rofna þessi tengsl um leið. Áfengisneyslan hættir að vera sjálfsögð. Við lítum samt ekki á það sem okkar hlutverk að segja full- orðnu fólki fyrir verkum. En þegar þessi mál ber á góma, þá hljóta foreldrar að velta fyrir sér eigin fordæmi" sagði hann. Kennslubók fyrir fullorðna Þegar ég leit inn á skrifstofu samtakanna að Borgartúni 28, var undirbúningur norrænnar ráðstefnu foreldrasamtaka um vímulausa æsku í fullum gangi. Ráðstefna þessi var sett á fimmtudagskvöld og lýkur síðdegis í dag. Þáttakend- ur eru, auk íslendinga, Svíar, Norð- menn, Danir og Finnar. „Þegar við vorum fyrst beðin um að halda þessa ráðstefnu hér, óx okkur það mjög í augum" upplýsti Bogi Am- ar. „Starf samtakanna byggir að mestu leyti á vinnu sjálfboðaliða og við efuðumst stórlega um að við gætum annað svo umfangsmiklu verkefni. En þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst — og það sannaðist í þessu tilfelli. Lionessu-klúbburinn Kaldá í Hafnarfirði gekk óvænt til liðs við okkur — og þá ákváðum við að slá til. Lions-hreyfingin hefur löngum látið sig þessi mál varða og á fimm ára áætlun þeirra er áherslan lögð á baráttuna gegn vímuefnaneyslu bama og unglinga" sagði hann. Frá því foreldrafélagið „Vímu- laus æska“ var stofnað, þann 20. september 1986, hefur mikið og gott starf verið unnið á vegum- þess.„Á árinu 1987 héldum við u.þ.b. 70 fundi út um allt land“ upplýsti Bogi Amar. „Við stóðum einnig fyrir fjársöfnun, í samvinnu við útvarpsstöðina Bylgjuna og þeim fjármunum, sem þar komu inn, vörðum við í prentun á for- eldrabókinni, sem út kom síðastlið- inn vetur á vegum Lionshreyfingar- innar á Islandi og Menntamálaráðu- neytisins. Þetta er kennslubók handa foreldrum, sem hlotið hefur einróma lof þeirra, sem að uppeldis- Fyrr eða siðar verða flest ungmenni að taka afstöðu til vimuefha. Okkur foreldrum stendur það næst að búa þau vel undir það. Við getum ekki treyst þvi að aðrir geri það. (Úr fréttabréO foreldrasamtakanna „Vímulaus æska“) „Þér hættir aldrei að þykja vænt um börnin þín Frásögn móður sem barðist hatrammri baráttu í átta ár áður en hún heimti dóttur sína úr helgreipum eiturlyfjanna u „ÞESSI kona hefur gengið í gegnum martröð hverrar móð- ur. Hún horfði upp á barnið sitt beijast við bölvuð eiturlyfin í átta ár.“ Með þessum orðum er hún kynnt fyrir mér, konan, sem fallist hefúr á segja frá reynslu sinni, rifja upp hræðile- gustu ár ævi sinnar. Hún tekur þéttingsfast í hönd mína, horfir beint í augun á mér og það er ekki laust við að um mig fari kvíðahrollur. Það hlýtur að vera erfitt að rifja upp annan eins hrylling — og ég spyr sjálfa mig að því hvort rétt sé að strá salti í sárin. Ég herði upp hug- ann og bý mig undir að bera fram fyrstu spurninguna, þeg- ar hún kemur mér óvænt til hjálpar og segir upp úr þurru: „Fyrstu árin sem dóttir mín var á kafi í eiturlyfjum var ég varla mönnum sinnandi. Ég var viss um að þetta væri allt mér að kenna. Ég hefði brugðist henni á einhvem hátt. Ég leitaði ráða hjá sérfræðingum og stofnun- um, en alls staðar gekk ég á vegg. Það var enga þjálp að fá — þaðan af síður skilning. Mér fannst ég vera ein í heiminum — og það sem verra var, mér leið eins og glæpamanni. Þetta em eðlileg viðbrögð hjá for- eldrum fórnarlambanna — eðli- leg, en kolröng. í dag standa fjölmargir foreldrar í sömu sporum og ég fyrir tólf áram, fúllir sjálfsásakana. Ég vona að þetta viðtal verði til þess að þeir sannfærist um að þeir standa ekki einir, örlög bara- anna era ekki þeim að kenna. Og síðast en ekki síst vil ég að þetta hvetji þá til að gefast ekki upp, missa ekki vonina. Takist mér, með minni sögu, að létta aðeins undir með þeim í þessari ömurlegu baráttu — þá er tilgangnum náð.“ Orsakir, ástæður, afleiðingar. — I hvert sinn sem ofnotkun eitur- lyfla ber á góma, staðnæmist maður ósjálfrátt við þessar spurn- ingar. Þeirri kenningu að „óreglu- fólk komi frá óregluheimilum" er búið að kollvarpa og það fyrir iif- andi löngu. Svo ekki er hér ein- ungis um uppeldisáhrif að ræða. En hvað með skapgerðina — getur verið að feimnir krakkar séu líklegri fómarlömb en hinir frökku? Ég varpa spumingunni yfír borðið. „Já, ég er alveg sann- færð um að þau böm, sem hafa mikinn metnað og sjálfsöryggi em í minni hættu en þau hógværu og hlédrægu. Það er engin spum- ing. En sjálfsöiyggið eitt er engin trygging fyrir því að þau leiðist ekki út í dópið," segir hún. „Dótt- ir mín var t.a.m. afskaplega opið bam. Hún var mjög hispurslaus í allri framkomu, ótrúlega fyndin og mikill íjörkálfur. Hinsvegar var hún líka óskaplega blíð og góð í sér, mátti ekkert aumt sjá. Keppn- isskap hafði hún heilmikið og stóð í stöðugri samkeppni við vinkon- umar. En kappið var meira en forsjáin. Þegar krakkamir kölluðu hana gungu og mömmubam, af því hún vildi ekki fara með þeim niður á Hlemm — þá var henni nóg boðið. Hún varð að sanna það fyrir heiminum að hún væri ekki hrædd," bætir hún við og beiskjan í röddinni leynir sér ekki. „Henni gekk alltaf ofboðslega vel f skóla," heldur hún áfram. „Og íþróttir stundaði hún af miklum móð — vann hvem verðlaunapeninginn á fætur öðmm. Já, það var sko allt í lagi með þessa stelpu fyrstu þrettán árin — eða allt þar til hún byrjaði að sniffa gas.“ Köngnlær og skriðkvikindi — Hvemig komstu að því að dóttir þín var farin að nota þessi efni? „Það var nú engin skyndi- uppgötvun, síður en svo,“ svarar hún. „Sljóleiki, þreyta og áhuga- leysi stelpunnar urðu fyrst til að vekja hjá mér einhveijar gmn- semdir. í kjölfarið fylgdu svo fjöl- margar vísbendingar — fljótandi augu og tíðar geðsveiflur. Samt tókst mér alltaf að ýta þessu frá mér — fannst hugmyndin um dóp alveg fráleit. Ekki dóttir mín. Síðan fór ég að finna tóma gas- brúsa út um allt — og þá fyrst neyddist ég til að horfast í augu við staðreyndimar, blákaldan vemleikann. Og síðan tók eitt við af öðm — gas-sniffið var bara byijunin. Hún notaði allt. Kókaín, LSD og allar hugsanlegar tegund- ir af töflum. Ef ekkert af þessu var við höndina þá úðaði hún bara svitalyktareyði ofan í kok á sér. Hún sveifst einskis, í orðsins fyllstu merkingu," bætir hún við, um leið og hún stendur upp og lokar glugganum. Hitastigið í herberginu hefur ekkert breyst en okkur er samt báðum orðið kalt. „Fyrsta árið fannst mér þetta vera fjölskyldumál - vandi, sem við yrðum að leysa sjálf," segir konan. „Ég byijaði á að banna henni að fara út á kvöldin, en hún lét það sem vind um eyru þjóta. Ýmist skreið hún út um gluggann eða réðist hreinlega á mig með barsmíðum og blótsyrðum. Ef það dugði ekki til þá rústaði hún heim- ilinu, braut allt og bramlaði áður en hún rauk út. Eftir sat ég svo með hin bömin hágrátandi og í algjöru uppnámi. Pabbi hennar vann vaktavinnu, svo hann var sjaldnast heima, þegar mest gekk á. Um leið og ég var svo búin að róa krakkana fór ég út að Ieita að henni. Ég hringsólaði um bæ- inn, nótt eftir nótt, og heimsótti öll helstu dópista-bæli borgarinn- ar. Stundum fann ég hana, stund- um ekki. En ég gafst aldrei upp, ég hundelti hana — lét hana aldr- ei í friði. Oft hvarf hún heilu sólar- hringana, en kom síðan heim í hræðilegu ástandi. Hún stóð ekki á fótunum, heldur skreið eftir gangstéttinni, algerlega ósjálf- bjarga. Venjulega varð ég að fara á móti henni og bera hana inn. Þegar hún var í þessu ástandi þorði ég ekki fyrir mitt litla líf að sofna — átti alltaf von á stóra krampanum og vakti því yfir henni heilu nætumar. Hún var búin að vera, jafnt á sál og líkama — svo blóðið gekk bæði upp úr og niður af henni — þannig mót- mælti líkaminn meðferðinni," bætir hún við í hálfúm hljóðum. „Verst þóttu mér samt ofskynjun- ar-köstin — þegar hún þekkti okkur ekki í sjón, barðist um á hæl og hnakka og sá ekkert nema risavaxnar köngulær og allskonar skriðkvikindi í kring um sig. Það var sárt.“ Hræðslan og hatríð Fjölskyldan er ein heild — og þegar einum meðlimi þess hóps líður illa, andlega eða líkamlega, hlýtur það að hafa áhrif á alla hina. Eðlilegt fjölskyldulíf við of- angreindar kringumstæður er ómögulegt — aðeins fjarlægur draumur. „Auðvitað bitnaði dóp- neysla dótturinnar á okkur öllum — ekki síst á systkinum hennar. Þau horfðu upp á systur sína sökkva æ dýpra og foreldra sína verða að taugaveikluðum tilfínn- ingahrúgum," útskýrir viðmæl- andi minn. „Eiturlyfin kölluðu fram það versta í okkur öllum. Ég minnist þess t.d. að þegar ég kom heim úr vinnu einn daginn, var búið að bijóta hveija einustu rúðu í húsinu okkar. Stelpan hafði þá komið heim, en yngri bróðir hennar neitað að hleypa henni inn. Hann var logandi hræddur við hana. Hún gerði sér hinsvegar lítið fyrir og mölvaði allar rúður í húsinu. Hann komst undan og flúði til frænku sinnar, sem býr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.