Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 Bretland: Mikil fjölgun ofbeld- is- o g kynferðisglæpa London. Frá Hildi Helgn Signrðardóttur, fréttaritara Morgunbiaðsins. Ofbeldisglæpum og kynferðis- afbrotum fjölgaði um 17% í Bret- landi á sl. 12 mánuðum, samkvæmt tölum, sem innanríkisráðuneytið birti í vikunni. Frá því í júlí í fyrra og til sama mánaðar í ár voru skráðar 151.000 líkamsárásir og hafði fjölgað um 21.800 á einu ári. Kynferðisafbrotum Qölgaði um 3.800, voru alls 26.800. Ránum fjölgaði um 1.000, voru alls 32.200. Að meðaltali eru framin þrjú vopn- uð rán í London á degi hverjum. Þótt það kunni að sýnast lítið á mælikvarða ýmissa stórborga veldur þetta Bretum miklum áhyggjum og er talið víst, að Douglas Hurd inn- anríkisráðherra muni eiga undir högg að sækja gagnvart kröfum um strangari viðurlög við ofbeldi og um endurvakningu dauðarefsingar á flokksþingi íhaldsflokksins í október. Litlar líkur eru á, að ráðamenn verði við þessum óskum og er talið, Danmörk: að bæði Hurd og Margaret Thatcher forsætisráðherra hafí meiri áhuga á að fínna félagslegar lausnir á því ófremdarástandi, sem verður í borg- um og bæjum um helgar þegar þús- undir manna streyma út á götumar eftir að kránum hefur verið lokað, kl. 11. Talsmaður innanríkisráðu- neytisins sagði, að hluta vandans mætti rekja til breytinga á bjór- drykkjuvenjum Breta, sem nú væm famir að sækja í miklu sterkari bjór en áður. Lítið hefur hins vegar verið flallað um þá breytingu á opnunartíma kránna, sem varð á dögunum og felst í því, að þær em ekki lengur lokaðar miili kl. þrjú og sex síðdegis. Deaver fékk skilorðs- bundinn dóm Washington. Reuter. Róstusamt í Seoul Reuter Kóreskir námsmenn börðust gegn óeirðalögreglu með kylfum þegar þeir efndu til mótmæla gegn ríkisstjórn landsins í gær. Óeirðir hafa verið daglegur viðburður í Seoul þrátt fyrir að yfirvöld hafi lagt bann við mótmælaaðgerðum meðan á Olympíuleikunum stendur. Ársfundur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins: Fulltrúar bjartsýnir á frekari efiiahagsvöxt Vestur-Berlín. Reuter. Dregið úr sjálfræði sendiherra Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKA stjómin hefur ákveðið að skerða nokkuð ákvörðunar- rétt sendiherra ríkisins og er ástæðan sú, að 18 Austur-Þjóð- veijum var vísað burt úr sendi- ráðinu í Austur-Berlín en þangað höfðu þeir leitað til að biðja um landvist í Danmörku. Talsmaður danska utanríkisráðuneytisins skýrði frá þessu í gær. Það var fyrir tveimur vikum, að 18 manns komu í danska sendiráð- ið í Austur-Berlín og vildi fólkið ekki fara þaðan fyrr en því yrði lofuð landvist. Eftir 17 klukku- stundir lét sendiherrann austur- þýsku lögregluna sækja fólkið og vom þá karlmennimir sjö hand- teknir en ellefu konur og böm fengu að fara fijáls ferða sinna. Hefur þessi atburður valdið miklum mót- mælum f Danmörku og Vestur- Þýskalandi. Utanríkismálanefnd danska þingsins kom saman til skyndifund- ar í gær til að spyija Uffe Elle- mann-Jensen utanríkisráðherra um þetta mál og að honum loknum sagði talsmaður utanríkisráðuneyt- isins, að framvegis yrðu sendiherrar að ráðfæra sig við ráðuneytið áður en þeir tækju ákvarðanir í málum af þessu tagi. MICHAEL Deaver, fyrrum að- stoðarmaður Reagans Banda- rikjaforseta, var i gær dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa borið ljúgvitni um störf sín fyrir þiýstihópa innan Banda- ríkjastjórnar. Deaver var sakfelldur í desember fyrir að hafa þrisvar sinnum borið ljúgvitni fyrir kviðdómi og þing- nefnd sem rannsakaði störf hans fyrir þrýstihópa eftir að hann sagði af sér sem aðstoðarframkvæmda- stjóri starfsmannahalds Banda- ríkjaforseta árið 1985. Dómarinn skipaði svo fyrir að Deaver, náinn vinur og aðstoðarmaður Reagans í 20 ár, fengi ekki að hafa áhrif á ákvarðanir stjómarinnar í þijú ár eða á meðan skilorðsbundni dómur- inn væri f gildi. Bonn. Reuter. RICHARD von Weizsacker, forseti Vestur- Þýskalands, sem löngum hefur verið orðlagður fyrir manngæsku, fékk í fyrsta sinn alvarlegan mótbyr í ólg- Fjármálaráðherrar helstu iðnríkja heims, sem koma saman til fundar í dag, sögðust í gær bjartsýnir á frekari efnahags- bata í heiminum. Ráðherramir efna til fundar í dag fyrir ársfund Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins og Alþjóðabankans, sem hefst formlega í Vestur-Berlín á usjó stjómmálanna þegar hann ákvað að taka til greina náðunar- beiðni tveggja vinstrisinnaðra hryðjuverkamanna úr Rauðu herdeildunum. í almennri skoð- anakönnun kom fram að 51% aðspurðra kváðust andvig náðun fanganna þrátt fyrir að þeir hefðu fordæmt hryðuverkastarf- semi fyrir mörgum áram. 25% voru hlynntir náðun en 24% tóku ekki afstöðu. Það varð til að bæta gráu ofan á svart fyrir stöðu Weizsáckers að félagar Rauðu herdeildanna létu til skarar skríða f fyrsta sinn í tvö ár, þegar þeir gerðu skotárás á bíl Hans Tietmeyers, ráðuneytisstjóra gármálaráðuneytis. Tietmeyer sak- aði ekki en eftir árásina hefur al- menningsálit í landinu snúist gegn náðunum. Weizsácker, sem var kjörinn í valdalítið embætti forseta árið 1984, er afar mikilsvirtur leiðtogi og þykir hafa skapað Þýskalandi nýja ímynd sáttfysi, hófsemi og mannkærleika. Hann tilheyrir ftjálslyndum armi Kristilegra demókrata, flokki Helmuts Kohls kanslara, en allir stærstu þingflokk- amir hafa gefíð út þá yfírlýsingu að þeir muni ekki tilnefna frambjóð- anda gegn Weizsácker á næsta kjörtímabili sem hefst 1990. Með því að taka sér náðunarvald í hendur, sem forseti hefur í raun réttri, hefur Weizsácker vakið upp heitar umræður meðal samstarfs- flokkanna í ríkisstjóminni um stefnu stjómvalda gagnvart hryðju- verkastarfsemi. Að sögn stjómarerindreka í Bonn þriðjudag. Á fundinum verða fjár- málaráðherrar Bandaríkjanna, Vestur-Þýskalands, Bretlands, Frakklands, Ítalíu og Kanada, auk bankastjóra Japansbanka, sem kemur í stað japanska flármálaráð- herrans vegna veikinda Japanskeis- ara. Talið er að á fundinum verði rætt um samhæfða stefnu í efna- virðist Weizsácker hafa vakið máls á náðun hryðjuverkamanna til þess að kanna undirtektir. Afstaða Weiz- sáckers sjálfs er þessi: „Náðun er ekki syndaaflausn. En samfélag okkar, sem byggir á lögum og rétti, er einnig samfélag mannkærleikans og þegnamir verða að geta spurt sig hvort markmiðið með refsing- unni hafí náðst og hvort það geti tekið sakbominginn aftur í sátt.“ Forsetinn hefur látið í það skína að hann hitti hryðjuverkamennina tvo, Angeliku Speitel og Peter- Juergen Boock, að máli í fanga- klefa þeirra og tali jafnframt við Qölskyldur þeirra áður en hann tek- ur ákvörðun. Andstaða við náðun fanganna var strax mikil meðal annars vegna þess að fangar í Vestur-Þýskalandi sem hlotið hafa lífstíðarfangelsi verða að afþlána fímmtán ár áður en þeir eiga rétt á náðun. Andstæð- ingar náðunar, með hina íhalds- sömu flokksmenn Franz Josefs Strauss og íhaldssamari öfl Kristi- lega demókrataflokksins í fylking- arbijósti, segja að slík linkind geti misboðið réttlætistilfínningu al- mennings og sett af stað öldu náð- unarbeiðna frá morðingjum. Frjálslyndir demókratar, sem sitja í samsteypustjóm Kohls, sem og stjómararandstöðuflokkar Jafn- aðarmanna og Græningja, hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við Weiz- sácker. Þeir segja að náðanir geti grætt þá þjóðfélagssundrungu sem átti sér stað á 7. áratugnum og orðið til þess að þeir liðsmenn Rauðu herdeildanna, sem enn em að verki, láti af hryðjuverkastarf- semi. hags- og gengismálum. Gerhard Stoltenberg, íjármála- ráðherra Vestur-Þýskalands, átti á fimmtudagskvöld langan fund með nýskipuðum fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Nicholas Brady. Stoltenberg sagði á blaðamanna- fundi í gær að hann væri frekar bjartsýnn á framvindu efnahags- mála á næsta ári. Hann lagði sér- staka áherslu á að halda þyrfti gengi Bandaríkjadals stöðugu. Leigubílstjórar í Berlín töfðu umferðina í gær til að mótmæla gífurlegum öryggisráðstöfunum í borginni vegna ársfundar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabank- ans. Fjöldamótmæli em fyrirhuguð á sunnudag í tengslum við fundinn, en skipuleggjendur þeirra telja að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og Al- þjóðabankinn viðhaldi fátækt þriðja heimsins. Fulltrúar íslands á fundinum verða Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra, Jóhannes Nordal Seðla- bankastjóri, Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneyt- isins og Ingimundur Friðriksson, forstöðumaður alþjóðadeildar Seðlabankans. Bretland: Tékkum vís- að úr landi London. Reuter. BRESKA utanríkisráðuneytið til- kynnti á fimmtudag að þrem tékkneskum sendiráðsmönnum hefði verið vísað úr landi með tveggja vikna fyrirvara. Er mönnunum gefið að sök að hafa stundað njósnir en tékknesk yfir- völd vísa þeim ásökunum á bug. Talsmaður tékkneskra stjóm- valda sagði fréttamanni Reuters að til greina kæmi að grípa til gagnr- áðstafana en útskýrði ekki nánar í hveiju þær myndu feiast. Samskipti Breta og Tékka hafa verið stirð síðustu mánuði. Bresk stjómvöld hafa gagnrýnt mannrétt- indabrot tékknesku stjómarinnar og hafa einnig beðið Tékka að hjálpa til við að stöðva straum tékk- neskra sprengiefna til hryðjuverka- manna írska lýðveldishersins, IRA, í Norður-írlandi. Tékkar neita því að þeir hafí stutt hryðjuverkamenn- ina. Vestur-Þýskaland: Weizsácker vill náða liðs- menn Rauðu herdeildanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.