Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 45
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGÁRDAGUR 24. SEPTEMBÉR 1988 anna Ama Oddgeirs Guðmundsson- ar frá Oddgeirshólum í Flóa og Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Sel- fossi. Systkini hans eru Jóhann 15 ára og Ámý Dse 4 ára. Ein af fyrstu minningum okkar um Gumma frænda er af honum að leik á eldhúsgólfinu í Singa- steini, þar sem foreldrar hans bjuggu um tíma. Þá var hann lítið kríli. Síðan eigum við margar ljúfar minningar frá okkar kynnum við hann, sérstaklega Kári, jafnaldri hans og fyrrum beklq'arbróðir. Þeir léku sér mikið saman og oft með yngri bræðrum sínum, Jóa og Jóni. Guðmundur var hugmyndaríkur og frumkvöðull að mörgu því sem drengimir tóku sér fyrir hendur. Þeir stofnuðu fótboltafélagið Spymi, gerðu sér dúfnakofa og vom með skræpur, toppara og hoj- ara. Þá var vængjasláttur í þak- rennunum. Guðmundur átti hugmyndina að endurreisn Frímerkjaklúbbs Sel- foss, sem á aðild að Landssambandi íslenskra frímerkjasafnara, og fékk til liðs við klúbbinn gamalreyndan frímerkjasafnara, Emst Sigurðs- son, sem veitti dygga aðstoð. Guð- mundur var formaður klúbbsins. Um tíma vom 20—30 félagar í klúbbnum. Guðmundur fékk snemma áhuga á því lífsstarfi sem hann stefndi að, matreiðslumannsstarfinu. Hann var eina önn á Hússtjómarbraut Fjöl- brautaskóla Suðurlands en hélt síðan áfram námi á Matvælasviði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Þar var Guðmundur vel kynntur. Föstudaginn 16. september bámst okkur einmitt fréttir þaðan af Guð- mundi og félaga hans Tómasi Þór- oddssyni. Bryndís Steinþórsdóttir, sviðsstjóri Matvælasviðs, sagði að piltamir úr Fjölbrautaskóla Suður- lands væm byggðarlagi sínu til sóma, þeir staeðu sig vel í námi, kæmu vel fram og væm vinsælir af skólafélögum sínum. Frá síðastliðnu vori munum við eftir Gumma frænda er hann kom glaðlegur á svip og vildi fara í ijall- göngu. Tvær helgar í röð fóm þeir frændumir á Ingólfsflall. Guðmundur var tryggur vinur, hugmyndaríkur, glaðlegur og elskulegur í viðmóti. Hans er sárt saknað. Við flytjum fjölskyldu hans allri, svo og öllum þeim öðmm sem um sárt eiga að binda vegna þessa hörmulega slyss, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Örlygur, Steingerður, Kári, Jón og Auður. vomm smápattar og á þeim tíma vomm við mikið saman. Hann var alltaf frekar hlédrægur og prúður, hafði sig ekki mikið í frammi og var vinur vina sinna. Undanfarin ár hitti ég Ragga minna nema þá síðasta árið að við tókum meira saman á ný, þá mest í gegnum sameiginlegt áhugamál okkar, handbolta. Þar var Raggi mörgum öðmm fremri og hafði verið í unglingalandsliði okkar ís- lendinga undanfarin ár. Hann var þegar búinn að gera upp við sig hvað hann ætlaði sér í framtíðinni og stundaði nám við vélvirkjun. En hann hefur nú verið kallaður frá okkur, mjög ótímanlega að mér finnst. En ég get nú bara geymt minningu hans í huga mér og rifjað upp þá skemmtilegu daga þégar við vomm saman öllum stundum. Foreldmm Ragga og öðmm að- standendum votta ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. það yrði í síðasta sinn sem við ætt- um eftir að eiga stund saman á stofunni ég og Gummi, fimmtudag- inn_ 15. sept. sl. Ég vil hér í lokin votta foreldmm, systkinum og öðmm aðstandendum innilega samúð. Guð blessi minn- ingu þeirra. Kjartan Björnsson Kveðja frá Ung- mennafélagi Selfoss Þrír ungir piltar frá Selfossi verða jarðsettir í dag, þeir Ragnar Hjálmtýsson, Benedilrt R. Ásgeirs- son og Guðmundur Ámason. Þessir ungu piltar létust í hörmulegu bílslysi fóstudaginn 16. sept. sl. Fyrir bæjarfélagið Selfoss er mikið áfall að missa þessa efnilegu pilta, þá ekki siður fyrir Ungmenna- félagið, en ailir höfðu þeir skapað sé góðan orðstír í íþróttum. Hann í bemsku hlýðni lærði, heimilisins prýði var, gleði og yndi öðrum veitti, engan skugga líf hans bar. (Sálmur úr Söngbók æskunnar) Guðjón Siguijónsson Þeir deyja ungir sem guðimir elska. Þessu verðum við að trúa þegar við stöndum frammi fyrir bláköldum raunveraleikanum. Að vakna við þá frétt að félagi okkar og vinur Ragnar Hjálmtýsson hafi látist í bílslysi kvöldinu áður, er reynsla sem enginn okkar hafði ímyndað sér að hann ætti eftir að upplifa. Það var eins og það gæti ekki staðist að þessi lífsglaði vinur væri farinn fyrir fullt og allt. Við félagar Ragnars úr handboltanum eigum í minningum okkar minningu um ungan, kappsfullan markmann sem hafði óbeit á meðalmennsku og setti sér ávallt það takmark að vera best- ur. Ragnar náði því takmarki fyrir ári að komast í unglingalandsliðið í handknattleik, og það vitum við félagar Ragnars að það hefst ekki nema með eljusemi. Það er svo erfitt að átta sig á því hver tilgangurinn er með þessu öllu. Ungur maður með markmið sem við félagar hans vomm þátt- takendur f, er kallaður úr blóma lífsins. Vegir Guðs em svo sannar- lega órannsakanlegir. Við vonum að algóður Guð gefí foreldmm Ragnars og systkinum styrk og trú til að bera þennan mikla missi. í þeirri trú að algóður Guð vemdi hann og varðveiti í sínum nýju heimkynnum, kveðjum við góðan dreng. Meistaraflokkur UMF Selfoss. Kagnar Hjálmtýsson hafði náð glæsilegum árangri í handknattleik var annar aðalmarkvörður II. deild- arliðs UMF Selfoss, ásamt því að leika í drengja- og unglingalandsliði íslands í handknattleik. Benedikt R. Ásgeirsson hafði keppt með öll- um yngri flokkum félagsins í knatt- spymu og náð góðum árangri. Guð- mundur Amason hafði æft og keppt í ýmsum greinum innan félagsins og staðið sig með prýði. Það er alltaf sorglegt að missa myndar pilta í blóma lífsins með þessum hætti. Ungmennafélag Sel- foss vill þakka þessum ungu piltum gott samstarf og þá fóm sem fylg- ir því að vera í íþróttum. Ungmennafélagar munu sakna góðra drengja sem stóðu ávallt serti góðir félagar undir merki félagsins. Stjóm ungmennafélagsins vottar foreldmm, systkinum og öðmm aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. F.h. Ungmennafélags Selfoss, Björn Gíslason, formaður. it BenediktR. Ásgeirs son — Minning Fæddur 3. febrúar 1971 Dáinn 16. september 1988 Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð þeirra raál ei talar tunga tárin eru beggja orð. (Ó.S. frá Hlöðum) Sumri hallar og komið er haust. Skólamir fyllast af glaðvæm fólki, sælutár sumarsins dijúpa af hvarmi. En vart em þermð tár er sorgin þunga svífur hljóðlaust í hús sælunnar full af tregatáram. Djúpur sársauki settist að íbúum Selfoss við dagrenningu laugar- dagsins 17. september. Dauðinn hafði kvatt dyra í óbærilegum harmleik. Fjórir ungir skólasveinar höfðu látist um nóttina í mann- skæðasta umferðarslysi hérlendis. Einn þeirra pilta var Benedikt Reynir sem hér verður minnst. Ég mun ekki færast í fang að gefa yfirlit yfír ætt og uppmna Benna, eins og hann var kallaður í hópi vina, heldur aðeins reyna að meta og þakka þann ávinning sem ég og félagar hans höfðum af sam- neyti við mætan vin. Ungur vakti Benni eftirtekt fólks, sem leið átti um Engjaveginn þar sem hann bjó með móður sinni, fyrir iðni hans og áhuga við að sparka bolta. Síðar lá leið hans á íþróttavöllinn til skipulegra æfinga hjá Ungmennafélagi Selfoss. Kynni mín af Benna urðu svo langvarandi er ég varð kennari hans og þjálfarí í 5 ár. Benni kom mér fyrst fyrir sjónir sem hlédrægur og fámáll drengur. Sfðar sá ég að þessir eðlis- þættir hans vom einmitt styrkur hans í að gera hann að óvenjulegum nútíma unglingi. Ábyrgðartilfinn- ingu hafði hann ríka og má vafa- laust rekja það til þess að hann varð sem bam að axla mikla ábyrgð á sjálfum sér og heimili sfnu. Þessi snemmbomi þroski ásamt þraut- seigju urðu styrkur hans í mótlæti og óréttlæti heimsins. Það var að- dáunarvert fyrir mig og félaga hans að sjá og fínna hvemig hann með fordæmi sínu lagði gmnn að árang- ursríku félagsstarfi með breytni sinni. Benni átti gott með að koma auga á broslegar hliðar hins dag- lega lífs þótt hann flíkaði því ekki. En enn betur fengum við að njóta stórríkrar kímnigáfu hans og heill- andi gleði á ferðalagi í Noregi í fyrrasumar. Þar geislaði hans hlýi vorandi sem hjúpar grænan svörð. Bessi var ætíð góður námsmaður og komu þar reglusemi og skipulag hans að góðum notum. Hann var snyrtimenni í hvívetna og sýndi umhirða hans um híbýli sín þess glöggt vitni. En fyrst og síðast var Benni manneskja til hinstu stundar. Þann- ig fór Benni að og ættu vinir hans sem nú sjá á bak góðum félaga að heiðra minningu hans með því að taka hann til eftirbreytni. Þegar ég lýk þessum fátæklegu orðum mínum með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Benna, er sem ég heyri málróm hans og sjái brosið hans í heimi hins eilífa ftiðar. Megi guðstrú á bjargi byggð gefa foreldrum og aðstandendum drengjanna sem bomir verða til hinstu hvíldar í dag þrek í þyngstu sorg. Ó, faðir gjör mig lftið ljós um lífs míns stutta skeið tíl hjálpar hveijum hal og drós sem hefur villst af leið. (Hallgr. Pétursson) Blessuð sé minning Benna. Gylfi Þór Gíslason Það hræðilega umferðarslys sem varð á Búrfellsvegi í Gnúpveija- hreppi þann 16. september síðast- liðinn varð til þess að einn minn besti vinur lét lffið. Við Benni, en það var hann alltaf kallaður, kynntumst fyrst þegar við hófum skólagöngu 6 ára að aldri. Við vomm skólasystkini þar til við lukum námi í 9. bekk þá 16 ára gömul. Sú vinátta var mér mjög mikils virði og ég veit að hún mun endast út yfir gröf og dauða. Benni var frábær hlustandi og ef mig vantaði einhvem til að tala við og fá ráðleggingar hjá þá var Benni alltaf tilbúinn til hjálpar og hann gat alltaf hjálpað mér að láta mér líða betur hvemig sem á stóð hjá honum. Það er hræðilegt að missa svona góðan vin eins og Benna, hann er mér mikill missir. Ég votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð og bið Guð um að hjálpa þeim í gegnum þessa miklu sorg. Hanna Friða í dag er einn okkar besti vinur til moldar borinn. Okkur langar til að minnast hans með fáeinum orð- um. Benni, eins og við kölluðum hann, hefur verið vinur okkar síðan skóla- ganga okkar hófst. Það kom fljótt í ljós hversu samvisku- og áhuga- samur hann var fyrir því sem hann tók sér fyrir hendur. Þar var námið og íþróttir efst á lista. Hann var traustur vinur og brást aldrei okkur eða öðmm í neyð. Hann var oft hrókur alls fagnaðar, léttlyndur en aldrei langt í alvömna hjá honum. Okkur þykir sárt að þurfa að kveðja svo góðan dreng á jafii hræðilegan hátt og raun er. Hann átti allt lffið framundan og hafði hugmyndir um sína framtíð. Við munum minnast hans og einnig hinna vina okkar sem létust í þessu hræðilega slysi. Að lokum viljum við votta að- standendum Benna heitins okkar dýpstu samúðarkveðjur. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt“ (V. Br.) Arnar, Gaui, Gummi, Helgi, Maggi, Valli, Snorri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.