Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 St)örnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Ég er staddur í stóru húsi, er á neðri hæðinni og er að ganga eftir gangi sem liggur að tröppum upp á næstu hæð. Umhverfið er drungalegt, veggimir rauðir og fjólubláir og í loftinu er undarlegur ómur. í fjarska stendur fólk sem er að tala saman. Fólkið er á iði, er hávaðasamt og dólgslegt og mér finnst sem þar séu á ferð einhveijir vand- ræðamenn. ívondu húsi Ég reyni þvf að hraða mér áfram en fætumir em þungir og því sækist mér gangan full seint. Mér líður illa. Við hlið mér gengur maður sem ég kannast við en er ekki sér- lega vel við. Ég reyni að láta á engu bera og tala eðlilega við hann, því mér finnst sem hann þekki fólkið sem stendur innar í ganginum og ef hann myndi reiðast gæti hann dreg- ið athygli fólksins að mér. Mér er ógnaö Ég kem að_ tröppunum og geng upp. Á hæðinni fyrir ofan er sími og mér finnst sem ég eigi von á mikilvægu sím- tali. Ég kem að simanum, tek upp tólið og hringi. Maðurinn sem kemur í símann er reiður og talar einhver ósköp. Smám saman breytist rödd hans frá því að vera reiðileg yfir í að vera ógnandi. HrœÖslan magnast Ég legg símann frá mér og nú breytist ónota- og óróleika- tilfinningin og verður að hræðslu. Hrollur fer um mig og mér verður ískalt á bakinu og í hnakkagrófmni. Hárin rísa á höfðinu. Ég reyni að hlaupa niður stigann og útúr húsinu. Kunningi minn gerir sig líklegan til að færa sig nær og fólkið niðri hættir að rífast sín á milli og lítur upp til mín. Hræðsla mín magnast og ég reyni að hraða mér. Ég þýt áfram og tekst að komast að hurðinni og út. MartröÖ Ég hrekk upp. Ég er í rúm- inu. Klukkan á borðinu tifar og vísamir sýna 5.30. Mér líður illa, í líkamanum er ónota- og hræðslutilfinning. Ég er að vakna upp af mar- tröð. Égvefmig Ég get ekki og þori ekki að fara aftur að sofa. Þá dettur mér í hug æfing sem Erla Stefánsdóttir hafði kennt mér á námskeiði. Erla sagði að ef illir kraftar væru að sækja að manni væri gott ráð að vefja sig. Æfingin er sú að ímynda sér að maður hafi stóran, hvítan borða í hend- inni og taka síðan til við að vefla þessum borða utan um líkamsblikið, í u.þ.b. eins metra fjarlægð frá líkaman- um, frá toppi til táar. Og sofna aftur Mér dettur þessi æfing í hug og ég tek til við að vefja mig. Það er skemmst ffá að segja að við þetta fellur á mig ró, mér hitnar og mér finnst vemdandi hjúpur umlykja mig. Eftir skamma stund fer mér að líða vel og ég sofna aftur von bráðar. Orkusviöiö þéttist Eftir því sem spakir menn segja hefur áfengisdrykkja þau áhrif að göt koma í orku- blik likamans og við verðum vamarlítil fyrir ágangi illra afla. Það sama getur gerst ef við vinnum of mikið eða göngum á annan hátt á orku okkar. Þegar slíkt hefur gerst er gott að vefja sig, t.d. kvölds og morgna í u.þ.b. þrjár vik- ur. Þá þéttist orkusviðið aftur. BRENDA STARR :::::::::::::::::::::::: r\\/r> a DYRAGLENS :::::: SMAFOLK IM MAKIN6 OUT MV CHRI5TMA5 CARP LI5T.. COULPI MAVE VOUR HOME APDRE55 ? IM NOT A5KIW6 , YOU TO MARRY MEÍ IJU5TWAMTTO „ 5EMP YOU A CARPÍ/ TI5 THE 5EA50Ni T0 BE PRINCIFAL'5 OFFICE © 1987 Unlted Fealure Syndlcate, Inc. Ég er að ganga frá jóla- kortalistanum . . . Get ég fengið heimilis- fangið þitt? Ertu ekki nokkuð gamall fyrir mig? ÉG ER EKKI AÐ BIÐJA ÞÍN! ÉG ÆTLAÐI BARA AÐ SENDA ÞÉR KORT!! Þetta er tími hátíðar... SKRIFSTOFA SKÓLA- STJÓRA Umsjón: Guðm. Páll Arnarson íhaldssemi og stöðnun spil- ara kemur hvergi betur fram en í fyrsta útspili. Haldi menn á þriggja spila röð er spilað þar út án nokkurrar um- hugsunar. Vissulega eru slík útspil almennt góð: þau gefa ekkert og geta byggt upp slag eða slagi fyrir vömina. En það er almennt talað. Hvert spil er sérstakt og það er út frá sögnum fyrst og ffernst sem menn eiga að velja útspilið. Suður gefur, NS á hættu. Vestur ♦ D4 V32 ♦ G1098 ♦ G9873 Norður ♦ 5 TG96 ♦ KD632 ♦ 6542 Austur ♦ K10732 TD108 ♦ Á54 ♦ Á10 Suður ♦ ÁG986 ♦ ÁK754 ♦ 7 ♦ KD Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði Pass 1 grand Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: tígulgosi. Suður hefur sýnt 5- -5 a.m.k. í hálitunum og sterk spil. Norður á greinilega lftið í spaða, hugs- anlega einspil, svo vestur á að gera sér grein fyrir þörfinni á trompútspili. En hann var blind- aður af glæsilegri röð í tíglinum. í þessu tilfelli gat austur þó leiðrétt mistök félaga síns. Hann drap tígulkóng blinds með ás og lagði niður laufás. Makker gat jú átt kónginn. En þegar vestur vísaði laufinu frá var Ijóst að fjórði slagur vamarinnar gat hvergi komið nema á spaða. En þá yrði að spila trompi. Sem austur lét sig hafa og valdi til þess rétta spilið, hjartadrottn- inguna. Þannig fækkaði hann spaðastungunum í blindum um eina og hélt jafnframt í tromp- slaginn. Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Esbjerg í Danmörku í júlí kom þessi staða upp í skák danska alþjóðameistar- ans Erling Mortensen og sænska stórmeistarans Lars Karlsson, sem haði svart og átti leik. Byijun- in var frönsk vöm: 1. e4 — e6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 - Bb4, 4. e5 — c5, 5. a3 — Bxc3+, 6. bxc3 — Re7, 7. Dg4 0-0, 8. Bd3 - c4, 9. Bh6 — Rg6, 10. Bxg6 — fxg6, 11. Be3 - Rc6, 12. h4 - De8, 13. h5 - gxh5, 14. Hxh5 - Re7, 15. Rf3 - Hf5, 16. Hh2 - Dg6, 17. Dh4 - Rc6, 18. 0-0-0? (Hvítur hefur vænlega stöðu eftir 18. Kd2) - Bd7, 19. Hdhl - h6, 20. Hh3? 20. - Hxi3!!, 21. Hxf3 - Rb4! og hvítur gafst upp, því eftir 22. axb4 — Ba4 getur hann ekki var- ið c2 og verður því fljótlega mát. Röð efstu manna á mótinu: 1.-2. Vaganjan og Kupreitschik, báðir Sovétríkjunum 7V2 v. af 11 mögu- legum, 3. Larsen 7 v., 4.-5. Curt Hansen og Adoijan 6'/2 v. o.s.frv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.