Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 39 Öli J. Blöndal, Siglu- firði - Afinæliskveðja Óli J. Blöndal, forstöðumaður Bókasafns Siglufjarðar, er sjötugur í dag, laugardag 24. september. Foreldrar hans vóru hjónin frú Guðrún Guðmundsdóttir frá Hóli í Lundareykjadal í Borgarfirði og Jósep Lárusson Blöndal, fæddur að Innri-Fagradal í Dalasýslu. Jósep L. Blöndal flyzt til Siglu- flarðar árið 1908. Hann kvænist það sama ár. Hjónavígsluna fram- kvæmdi sóknarprestur Siglfirðinga, séra Bjami Þorsteinsson, tónskáld, þjóðlagasafnari og oddviti bæjarbúa í veraldlegum sem andlegum efn- um, en kona hans, Sigríður Lárus- dóttir Biöndal, var systir Jóseps. Systkinin, Sigríður og Jósep, settu svip á Siglufjörð um áratugi. Séra Bjami var fyrsti heiðursborgari Siglufjarðarkaupstaðar. Jósep var símstjóri í Siglufirði framan af starfsævi sinni en sneri sér síðan að verzlunarrekstri. Böm þeirra Guðrúnar og Jóseps urðu tíu talsins. Eitt þeirra, Sigríður, ólst upp hjá nöftiu sinni og föðursystur, og manni hennar séra Bjama Þor- steinssyni. Sex þeirra Blöndals- systkina eru látin. Eftir lifa: Láms, Halldór, Bryndís og Óli, sem fyllir sjöunda áratuginn í dag. Óli J. Blöndal vann ungur að ámm öll venjuleg störf, sem til féllu í vaxandi útgerðarplássi og miðstöð síldveiða og sfldariðnaðar í landinu. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur, þar sem hann vann við verzlunarstörf. Ekki undi hann hag sínum þar og hélt fljótlega heim til Siglufjarðar. Þar hefur starfsvettvangur hans verið síðan. Lengi framan af við verzlunarstörf hjá Aðalbúðinni og Bókaverzlun Lárasar Þ.J. Blöndals, en þar sáu þau fjögur systkini, Láms, Óli, Anna og Bryndís, um flölbreyttan verzlunarrekstur í marga áratugi. Óli rak og um ára- bil saumastofu í Siglufirði. í Aðalbúðinni við Aðalgötuna var líf og fyör á þessum ámm. Þangað lá leið flestra bæjarbúa — og þar var gott og skemmtilegt að koma. Létt lund og ljúft geð Blöndals- systkina gerði góða daga enn betri. Þama var skeggrætt um daginn og veginn, landsins gagn og nauð- synjar. Ekki skemmdi það stemmn- inguna að þama var afgreiðsla Morgunblaðsins, blaðs allra lands- manna, sem þá eins og reyndar enn, er spegill innlendra sem er- Jendra atburða. Árið 1975 er Óli J. Blöndal ráð- inn forstöðumaður Bókasafns Siglufjarðar. Það var vel ráðið. Safnið hefur vaxið og dafnað í höndum hans. Það er reyndar orðið að eins konar menningarmiðstöð, og er stolt Siglfírðinga. Á miðsvetrarfundi (árlegir fundir hreppsnefndar með bæjarbúum þar sem allir höfðu málfrelsi og tillögu- rétt) árið 1911 hreyfír séra Bjami þeirri hugmynd að efna til lestrarfé- lags og bókasafns í Siglufírði. Það var upphaf Bókasafns Siglufjarðar, sem varð 75 ára árið 1986. Árið 1938 kaupa Siglfírðingar mikið og stórt einkabókasafn Guðmundar Davíðssonar á Hraunum. Síðan hef- ur safnið vaxið jafnt og þétt. Það er nú í nýjum og glæsilegum húsa- kynnum á neðstu hæð ráðhúss Sigluflarðar. í tíð Óla sem forstöðu- manns hafa veigamiklir starfs- þættir bætzt safninu. í fyrsta lagi hýsir það nú Héraðsskjalasafn Sigluíjarðar. í annan stað hefur verið komið upp sérstakri minning- arstofu séra Bjama Þorsteinssonar, „föður Siglufjarðar", sem geymir ýmsa muni úr eigu hans, sem og hluta verka hans. I þriðja.lagi hefur verið komið upp sérstakri tónlistar- deild í tengslum við minningarstofu séra Bjama. Loks er í ráðhúsi þeirra Siglfírðinga myndarlegt málverka- safn, sem að stofni til er gjöf frá velunnuram bæjarins, Amgrími Ingimundarsyni og konu hans Bergþóra Jóelsdóttur. Ekki er of- sagt að hlutur Óla er stór í þessum breytingum, ekki sízt varðandi minningarstofu séra Bjama og tón- listardeildina. Óli hefur komið víða við í félags- málum Siglfírðinga. Góðkunningi hans sagði við mig að Óli hafí ver- ið formaður í öllum félögum sjálf- stæðisfólks í byggðarlaginu (FUS, Félagi sjálfstæðisfólks, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna) nema sjálf- stæðiskvennafélaginu! Hann er reyndar formaður fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna enn f dag, þegar hann stendur á sjötugu. Hann var um árabil formaður stjómar Síldarverksmiðju Siglu- fjarðarkaupstaðar, Rauðku. Hann var um tíma stjómarformaður Lag- metisiðjunnar Siglósfldar. Hann hefur lengi átt sæti í stjóm Spari- sjóðs Siglufjarðar. Hann situr og í stjóm Grannskóla Siglufjarðar — og sat í stjóm Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Hann hefur og setið í flölmörgum nefndum bæjarstjóm- ar. Óli var framkvöðull og fyrsti formaður Lionsklúbbs Siglufjarðar. Klúbburinn var stofnaður árið 1954. Hann var reyndar annar klúbburinn sem stofnaður var hér á landi og sá fyrsti utan Reykjavík- ur. Síðar var Óli svæðisstjóri Lions- umdæmisins. Hann var og formað- ur Kaupmannafélags Siglufjarðar um árabil. Hann kemur víðar við félagsstarf norður þar: í frímúrara- stúku, í íþróttafélögum, í karlakór, í skátafylagi — og þannig mætti lengur telja. I einkalífí er Óli mikill gæfumað- ur. Þar á kona hans, Margrét Bjömsdóttir, stóran hlut að máli. Foreldrar' hennar vóra Ólöf Jóns- dóttir frá Stóra-Brekku í Fljótum og Bjöm Jóhannesson frá Þverá í Fellshreppi. Böm þeirra Grétu og Óla era: 1. Ólöf Bima, MA í ensku og frönsku, maki: Sveinn Þórarinsson, verkfræðingur, 2. Jósep Öm, lækn- ir, Patreksfirði, maki: Erla Harðar- dóttir, 3. Ásbjöm, rafmagnsverk- fræðingur, maki: Jóhanna Guð- mundsdóttir, kerfísfræðingur, 4. Sigurður, læknir, 5. Guðrún, við- skiptafræðinemi, maki: Friðrik Jón Amgrímsson, lögfræðingur, sem einnig er skipstjómarlærður. Ég átti því láni að fagna að eiga Grétu og Óla að vinum og sam- herjum um langan aldur. Mannkost- ir þeirra, elskulegheit og velvilji gerði öll samskipti við þau að góðum stundum. Jafnvel þegar tilvera- skugginn þykknaði, sem sturidum bar við, sáu þau sóiina að skýja- baki — og bára geisla hennar inn í hugarheim annarra. Og þegar sól skein á heiðum himni, ofar Hóls- hymu, inn í iíf okkar norður þar, vóra þau glöðust meðal glaðra. Á góðum stundum var Óli hrókur alls fagnaðar og söng eins og Blöndalir einir geta. Sigluíjarðararmur Blön- dalsættarinnar lét ekki sitt eftir liggja í hlýju, gleði og góðhug. A sjötugsafmæli Óla sendum við, Siglfírðingar að heiman, afmælis- baminu, konu hans og fjölskyldu allri hlýjar kveðjur, innilegar þakkir fyrir liðna tíð og góðar óskir um framtíðarfarsæld. I huga okkar dveljum við heima, hjá Grétu og Óla, og hyllum þau á góðri stund. Hinn hæsti höfuðsmiður leiði þau á framtíðardögum. Stefan Friðbjarnarson Meðfærileg og öflug rafsuðutæki Power Inverter 250 og 315 eru afar öflug, jafn- straums-rafsuöutæki til pinna- og tig-suðu. Power Inverter rafsuðutækin eru 3ja fasa, 380 volt og vega aðeins um 28 kg. Þau eru miklu meðfærilegri en eldri tæki af sama styrkleika. Hafðu samband við söljjmenn okkar sem veita allar nánari upplýsingar. pinnasuða = HÉÐINN = SEUAVEGI 2.SÍMI 624260 ESAB FLUGLEIÐIR -fyrfr þig- Rýmri farangursheimild er á Saga Class, 30 kg í stað 20 kg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.