Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 33 Kjörbúð Skutuls. Á innfelldu myndinni er eigandi verslunarinnar, Morgunblaðið/RúnarÞór Sæmundur Friðriksson. _____________________________________ Pajero og fíange fíover Merktar aurhlífar. Svartar lugtargrindur. Merktir hliðarlistar. • Úrval af aukahlutum Sendum í póstkröfu samdægurs! Varahlutaversiun Akureyri, Símar 96-21365 og 96-21715. Kjörbúð á hjólum Opin á morgnana úti í Þorpi og á Brekkunni eftir hádegi Nýstárleg verslun hóf starf- semi sína á Akureyri í vikunni, en það er kjörbúð á hjólum í eig- inlegri merkingu. Verslunin er rekin í enskum eðalvagni, Bed- ford, árgerð 1955, sem er meira að segja með stýrið „öfúgu“ megin. Verslunin er opin á morgnana úti i Þorpi, nánar til- tekið við Bugðusíðu, frá kl. 9-12 og í hádeginu er versluninni beinlínis ekið upp á Brekku og þar er opið frá kl. 13-18 á gatna- mótum Hlíðarlundar og Hjalla- lundar. Sæmundur Friðriksson á og rek- ur versiunina. Auk hennar rekur hann fiskverkun Skutuls, sem er á Óseyri. „Hugmyndin kviknaði í fyrra þegar ég og Helgi Bergþórs- son rákum fiskbúð við Strandgötu. Okkur datt þá í hug að láta byggja ofan á vörubíl, sem við þá áttum, og gerast svona farandfisksalar í bænum. Við sóttum um leyfi til fisk- sölu í bænum sem við fengum, en framkvæmdin var bara of dýr svo við hættum fljótlega við þetta. Síðan gerist það að ég og konan mín vorum á ferðalagi fyrir austan í sumar og sáum þennan bfl, sem var auðvitað upplagður í slíkan verslunarrekstur, en á Egilsstöðum var búið að reka bflinn sem kjörbfl Héraðsbúa í ein 20 ár,“ sagði Sæ- mundur. Hann sagðist hafa gert nokkrar lagfæringar á bflnum eftir kaupin og sett í hann kælipressu og einn kæliskáp til viðbótar við þá skápa sem fyrir voru. Auk þess lét hann tengja í hann vask og rennandi vatn. Á báðum þeim stöðum, þar sem bfllinn er á daginn, hefur Sæ- mundur látið setja upp fyrir sig rafmagnstöflu og getur hann því stungið kæliskápunum við rafmagn þar. Sæmundur sagði að stefnan hjá sér væri að rýmka svolítið opn- unartímana og mætti þá búast við að bfllinn yrði opinn á kvöldin og um helgar. Verslunin er með nýjan fisk á boðstólum auk nýs kjötmetis frá Bautabúrinu og Kjamafæði. Einnig er boðið upp á tilbúna fiskrétti frá fiskbúð Baldurs, mjólk, kaffi, pakkavörur, súpur, sósur, grauta, hreinlætisvörur og ný brauð frá Einars bakaríi svo eitthvað sé nefnt. „Eg er í raun með allt það helsta sem smærri nýlenduvöruverslanir bjóða upp á,“ sagði Sæmundur að lokum. Ráðstefina um umhverfismál Ráðstefna um umhverfismál hófst á Hótel KE A í gær. Þátttak- endur eru yfir 150 talsins og er ráðstefhan haldin á vegum Fé- lags íslenskra landslagsarkitekta í samvinnu við umhverfisdeild Akureyrar og Skipulag ríkisins. Ráðstefnunni iýkur á sunnudag. Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri setti ráðstefnuna kl. 18.00 í gær og því næst kynnti Finnur Birgisson skipulagsstjóri Akur- eyrarbæjar skipulag bæjarins. Eftir kvöldverð, var opnuð sýning á fyrir- huguðu skipulagi Skátagils og Ráð- hústorgs og á hverfaskipulagi Reykjavíkur. I dag kl. 9.30 ræðir próf. Sven Ingvar Andersson frá Arkitekta- skólanum í Kaupmannahöfn um útivistarsvæði í bæjum. Þá flytja þeir Einar E. Sæmundsen garðyrk- justjóri í Kópavogi og Hallgrímur Guðmundsson sveitarstjóri á Höfn í Homafirði erindi um stjóm um- hverfismála hjá sveitarfélögum. Eftir hádegið flytur Þorvaldur S. Þorvaldsson forstöðumaður Borg- arskipulags Reykjavíkur erindi um hugtakið „Winter Cities", bæir á norðurslóð. Hallgrímur Indriðason framkvæmdastjóri Skógræktarfé- lags Eyfirðinga ræðir því næst um útivistarskóga og frá kl. 16-18 verður farið í skoðunarferð um skógræktarsvæði í Eyjafirði. Áætl- að er að slíta ráðstefnunni formlega kl. 23.00 á laugardagskvöld, en á sunnudag á milli kl. 11 og 12 verð- ur boðið upp á skoðunarferð um Lystigarð Akureyrar undir leiðsögn starfsmanna á Náttúrufræðistofn- un Norðurlands. Glötuö ást Carolc Morllrocr Q* ásútgáfan ^ Já, nú getur þú gert hj hagstæð haustinnkaup! í ár bjóöum viö upp á tvær gerðir af KJARABÓTAR-pökkum: A-geröina sem inniheldur, file roastbeef, gullas, snitsel í raspi, hakk og hamborgara. Þyngd og hlutföll samsvara því aö keyptur sé ca 1/7 hluti af skrokk. Þessi pakki kostar aðeins 9.500,00 B-geröin inniheldur blöndu af DÚDDA-vörunum okkar, sem flestir þekkja úr frystiborðum verslana, þennan pakka bjóöum viö á aðeins 5.500,00 kr. \ i / Það er gott að geta sparað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.