Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 43 „Risotto“ HeimSlishorn Bergljót Ingólfsdóttir Grænmetis-„risotto“ Soðin hrísgrjón eru góð sem meðlæti með öðru en einnig er hægt að nota þau sem uppistöðu í máltíð með góðum árangri. „Risotto" er ítalskur hrísgijóna- réttur þar sem saman við soðin gijónin er sett kjöt, fiskur eða grænmeti. Við höldum okkur við „risotto" af léttari gerðinni í vikulegu Heimil- ishomi. Grænmetis-„risotto“ 2 dl hrísgijón, lengri gerðin, 2 msk. olía, 1 tsk. salt, 4 dl grænmetissoð, 2 gulrætur, 1 paprika, V2 agúrka, 2 laukar, 150 gr nýir sveppir, baunaspírur, 1 msk. smjör, 1 dl soð (grænmetisten. + vatn) 1 msk. sojasósa, salt og pipar. Hrísgijónin soðin í olíunni við vægan straum, salt og soð sett sam- an við, látið malla í lokuðum potti í ca 8-10 mín. Hreinsað grænmetið skorið í litla bita, sett út í pott með soði (ten. + vatn) og smjöri, soðið í ca 10 mín., bragðbætt að smekk. Heitu grænmetinu hellt yfir soðin, heit gijónin. Ef þetta er haft sem sjálfstæður réttur er brauð nauðsynlegt með. Ætlað fyrir 4. Sveppa-„risotto“ 2V2 dl. hrísgijón, lengri gerðin, 1 ten. kjötkraftur, 250 gr blandað grænmeti, ferskt eða fryst, 200 gr sveppir, 2 laukar, 2 msk. smjör eða smjörlíki, salt og pipar, steinselja. Hrísgrjónin soðin með kjötkraft- inum og grænmetið soðið sér í ca. 10 mín. Sveppirnir skomir í sneiðar og laukurinn brytjaður smátt, sett saman út í smjör á pönnu, bragð- bætt með salti og pipar. Hrísgijón- um, grænmeti, lauk og sveppum blandað saman, allt á að vera heitt. Steinselja klippt yfir umleið og bor- ið er fram. Beikon-„risotto“ 3 beikonsneiðar, 3 bollar soðin hrísgijón, 4 tsk. saxaður graslaukur, V2tsk. salt, 'Atsk. pipar, 1 msk. Worcester-sósa Beikonið steikt þar til stökkt, klippt í litla bita. Hrísgijón, gras- laukur og krydd sett út á pönnuna og hitað með. Fer inn á lang flest heimili landsins! AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁSGEIR SVERRISSON Forsetakosningarnar 1 Bandaríkjunum: Baráttan hafín og helstu stefiiumál tekin að skýrast KOSNINGABARÁTTAN i Bandaríkjunum er nú hafin fyrir al' vöru og eru báðir frambjóðendurnir teknir að skýra helstu stefiiu- mál sin eftir að hafa látið fremur almennar yfirlýsingar nægja á undanfornum vikum. Skoðanakannanir hafa verið nokkuð misv- ísandi en almennt er litið svo á að fylgi þeirra Michaels Dukak- is, ríkissfjóra Massachusetts og frambjóðanda Demókrataílokks- ins, og George Bush, núverandi varaforseta og frambjóðanda repúblikana, sé svipað. Frambjóðendurnir hafii afráðið að mæt- ast tvivegis i sjónvarpssal áður en næsti forseti Bandaríkjanna verður kjörinn þann 8. nóvember. Fyrri kappræðan fer fram næsta sunnudag og er hún talin geta ráðið miklu um niðurstöðu kosninganna. Flestir þeir sem sérfróðir mega teljast segja að kosningarnar í ár verði mjög spennandi og hefúr þeim verið líkt við forsetakosningarnar árið 1960 en þá skiptu um 100.000 at- kvæði sköpum. Ef tekið er meðaltal nýjustu skoðanakannana virðist sem George Bush hafi eins prósents forskot á keppinaut sinn. Kannan- ir sem þessar eru á hinn bóginn framkvæmdar með ýmsu móti í Bandaríkjunum. Að auki er kosn- ingaþátttaka að jafnaði lítil og var þannig aðeins rúm 50 prósent í síðustu kosningum. 40 prósent þeirra sem aldur hafa til hafa ekki fyrir því að láta skrá sig og um tíu prósent þeirra sem skrá sig fyrir kjördag sitja heima í stað þess að ganga á kjörfund. Sumar skoðanakannanir taka einungis til þeirra sem eru á kjörskrá en í öðrum er reynt að fá fram dreif- ingu atkvæða „hugsanlegra" kjósenda. Af þessum sökum verða niðurstöðurnar oft æði mis- vísandi. Sem dæmi má nefna að samkvæmt tveimur könnunum sem gerðar voru fyrr í þessum mánuði (Gallup og CBS/New York Times) hafði Bush átta pró- senta forskot. Hins vegar var nið- urstaða skoðanakönnunar dag- blaðsins Los Angeles Times sú að frambjóðendumir nytu jafn- mikils fylgis. Nýjasta könnun ABC-sjónvarpsstöðvarinnar og dagblciðsins Washington Post gef- ur hins vegar til kynna að Dukak- is hafí þriggja prósenta forskot. í flórðu könnuninni sem Roper- fyrirtækið framkvæmdi reyndist forskot ríkisstjórans vera átta prósent! Búist við spennandi kosningum Sérfræðingar hafa á hinn bóg- inn spáð spennandi kosningum allt frá því baráttan hófst. Flestir virðast líta svo á að mjög margir Bandaríkjamenn vilji koma á fremur lítt skilgreindum breyting- um eftir átta ár valdaskeið Ron- alds Reagans og að Dukakis geti fært sér þetta í nyt. Á hinn bóg- inn er bent á að uppgangur efna- hagslífsins hafi verið með ein- dæmum mikill í tíð Reagans for- seta og kunni þetta að verða til þess að laða menn til fylgis við repúblikana. Kosningunum í ár hefur verið líkt við forsetakosningamar árið 1960 er John F. Kennedy sigraði Richard Nixon með um 100.000 atkvæða mun. Raunar mun Nixon hafa íhugað að kæra úrslitin og fara fram á endurtalningu er nið- urstöðumar lágu fyrir. Ekki em þó allir á sama máli. Þannig sagði Allistair Cook, hinn virti frétta- skýrandi breska útvarpsins BBC nú nýlega að gera mætti ráð fyr- ir stórsigri Bush. Kvaðst Cook telja að Bush færi með sigur af hólmi í 39 ríkjum en Dukakis í 11. Flestir virðast alltjent hallast að því að vinni annar hvor fram- bjóðandinn stórsigur verði það George Bush. Helstu stefnumál frambjóðend- anna hafa verið nokkuð óljós fram til þessa. í forkosningunum tíðkast það ekki að menn geri nákvæmlega grein fyrir því hvem- ig þeir hyggjast hrinda umbótum og breytingum jafnt á sviði inn- anríkis- sem utnaríkismála í fram- kvæmd. Þetta kom raunar glögg- ans. Hann hefur jafnframt lýst yfír því að áfram verði unnið að samkomulagi við Sovétstjómina um helmingsfækkun langdrægra lqamorkuvopna verði hann Ig'ör- inn næsti forseti Bandaríkjanna en að auki lagt ríka áherslu á nauðsyn þess að unnið verði að sáttmála um takmarkanir efna- vopna. Dukakis kveðst á hinn bóginn beijast fyrir því að fjármunum til vamarmála verði varið á skyn- samlegan hátt í stað þeirrar gegndarlausu vígvæðingar sem hann kveður hafa einkennt valda- skeið Ronalds Reagans og repú- blikanaflokksins. Ríkisstjórinn hefur gert heyrinkunnugt að hann sé andvígur smíði langdrægra landeldflauga af gerðinni MX svo og smíði Midgetman-flaugarinn- ar, sem er hreyfanleg og ber einn kjamaodd. Dukakis er einnig andvígur geimvamaráætluninni en telur á hinn bóginn að smíði nýrra stýriflauga og torséðra langdrægra sprengjuþotna sem Bandaríkjamenn nefna „Stealth" sagt að hann muni ekki sam- þykkja skattahækkanir. Hann virðist fremur líta svo á að með því að draga úr útgjöldum hins opinbera megi ná fram vaxta- lækkun sem komi til með að spara ríkissjóði stórar fjárhæðir. Dukak- is virðist á hinn bóginn stefna að hertu skatteftirliti í því skyni að auka tekjur ríkissjóðs. Af öðram málum sem varða hag hins al- menna Bandaríkjamanns má nefna að Bush er hlynntur því að dauðarefsing liggi við skipulegri sölu eiturlyfja en Dukakis ekki. Bush telur að gera eigi foreldram kleift að greiða fyrir menntun bama sinna með skattaívilnunum en Dukakis telur styrkjakerfið koma að mestu gagni í þessu skyni. Þá hafa umhverfismál verið nokkuð til umræðu og hefur Duk- akis kynntar nokkrar róttækar tillögur á þessu sviði. Karpað um kaup og kjör Kaup og kjör verður vafalítið það deilumál sem setja mun mest- an svip á baráttuna á næstunni. George Bush, frambjóðandi Repúblikanaflokksins ásamt Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. Vinsæld- ir Reagans og efhahagsuppgangurinn í Bandaríkjunum í tið núverandi ríkisstjómar kann að skipta sköpum í kosningabaráttunni. lega fram í skoðanakönnunum í síðasta mánuði er aðeins þriðjung- ur aðspurðra kvaðst telja Bush til íhaldsmanna. Þriðjungur til við- bótar kvaðst ekki treysta sér til að skilgreina pólitíska steftiu hans. Hið sama átti við um Mic- hael Dukakis. Þátttakendur treystu sér almennt ekki til að skilgreina helstu stefnumál hans. Utanríkis- og vamarmál Þótt ákveðin öfl innan Repú- blikanaflokksins hafí efasemdir um hæfni Bush og stefnu er vafal- ítið óhætt að telja hann til íhalds- manna. Að undanfömu hefur vax- andi hörku gætt í ummælum hans um stefnuna í öryggis- og vamar- málum. Hann hefur látið í ljós efasemdir um heillindi Sovét- manna í afvopnunarviðræðum risaveldanna og virðist ekki á sömu skoðun og Reagan forseti um ágæti umbótastefnu Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga sem kennd er við „perestrojku" og „glasnost". Bush hefur lýst yfir afdráttar- lausum stuðningi við geimvam- aráætlunina og heitið því að vinna áfram að eflingu kjamorkuherafl- geti treyst vamir Bandaríkjanna. Kenningar Dukakis um tengsl hins hefðbundna herafla og kjam- orkuheraflans hafa vakið nokkra athygli. Hann lítur svo á að ófull- nægjandi hefðbundinn herafli. auki líkumar á kjamorkustríði og telur því brýnt að treysta hann. Bent hefur verið á að stefna þessi kunni að leiða til enn frekara vopnakapphlaups auk þess sem efling hefðbundins vígbúnaðar muni óhjákvæmilega reynast mun kostnaðarsamri en uppbygging Iqamorkuheraflans, sem Dukakis hefur gagnrýnt svo mjög. Dukak- is hefur verið vændur um þekk- ingarleysi á sviði utanríkis- og vamarmála en þessi viðhorf hans munu þó að líkindum ekki koma honum í koll þar sem tæpast gefst tími til að ræða tæknileg efni í sjónvarpskappræðunum. Fjárlagahailinn Á sviði innanríkismála fer tæp- ast á milli mála að helsta kosn- ingamálið verður fjárlagahallinn í Bandaríkjunum. Frambjóðend- umir hafa enn ekki gert fyllilega grein fýrir því hvemig þeir-hyggj- ast sigrast á honum. Bush hefur Dukakis heldur því fram að upp- gangurinn í efnahagslífinu í tíð Reagans forseta hafi einungis komið hinum ríku til góða. Þensl- an í atvinnulífinu hafi einungis ieitt af sér fjölgun láglaunastarfa en stærsti hluti þjóðarinnar, milli- stéttarfólkið, hatfi í engu hagnast á stefnu núverandi stjómar. Ge- orge Bush segir hins vegar að 17 milljónir nýrra atvinnutækifæra hafi orðið til frá árinu 1982 og hefur hann lýst yfír því að eitt helsta markmið hans verði að skapa 30 milljónir nýrra starfa á næstu átta áram. Flestir hagfræð- ingar munu hallast að því að slíkar yfirlýsingar séu algjörlega út í bláinn en Dukakis hefur sem kom- ið er ekki kynnt raunverulegar tillögur á vettvangi kjaramála. í skoðanakönnunum hefur á hinn bóginn komið fram að meiri- hluti Bandaríkjamanna unir hag sínum vel og er bjartsýnn á þróun efnahagsmála í landinu. Takist Bush að höfða til þessa á næstu stigum kosningabaráttunnar kann staða hans að treystast til muna auk þess sem hann mun vitanlega njóta góðs af miklum vinsældum Reagans forseta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.