Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 49 fírði, hún, þessi yndislega kona, sem kveður bónda sinn í dag, hefur stutt hann með sinni miklu trú og dugn- aði í hans veikindum, en sem betur fer stóðu þau ekki of lengi, og hún gat farið aftur í Hólminn en afí fór ekki aftur, eins og hann ætlaði sér. Afí átti trillu er Kári hét, og fyrsta sjóferð mín var er ég fór með honum í Elliðaey, en þar bjuggu þau afí og amma í u.þ.b. 20 ár og þær urðu ófáar sjóferðim- ar eftir það. Hin síðari ár er afí fór að geta stundað sjóinn minna, gerði dóttursonur hans Siggi Palli bátinn upp og var það mikið gleðiefni fyr- ir afa að fylgjast með því verki, að ég tali nú ekki um að sjá hann á floti aftur, og fyrsta ferð nýja Kára var með ömmu og afa út í Elliðaey í fyrrasumar og sjaldan hef ég séð glaðari mann, en þetta varð ekki síðasta sjóferð hans, því seinna um sumarið átti hann þess kost að fara á Kára með Gumma bróður sinn með sér. Farið var á gömlu slóðim- ar, þ.e. í Höskuldsey og auðvitað Iögð tvö lúðuköst og fengu þeir að ráða miðinu. Þeir sögðust ekkert muna á leiðinni fram en viti menn, þeir vom fljótir að taka við sér, og létu leggja í Höskuldseyjardjúpið, og til að enda góða ferð fengu þeir eina lúðu. Afí og amma vom þessi dæmi- gerðu afí og amma, alltaf gott að koma, alltaf kaffí á könnunni hjá ömmu, nýbakaðar pönnukökur og þau dundandi við eitthvað. Ég efast ekki um að einmanalegt verður hjá ömmu á Staðarfelli, en ég veit líka að trúin á guð styrkir þessa skyn- sömu konu, sem vissi hvað afa var fyrir bestu, og að nú líður honum vel. Það er erfítt fyrir mig að út- skýra fyrir fjögurra ára gömlu lang- afabami hans að afí á Staðarfelli sé dáinn, en hann sagði: „Hann afí á Staðarfelli getur ekki dáið því þá deyr hún amma líka.“ Guð fylgi þér og þínum dætmm, amma mín. Jóna Dís í dag, laugardaginn 24. septem- ber, verður jarðsettur frá Stykkis- hólmskirkju afí minn, Jónas Páls- son. Hann lést að kvöldi hins 13. september á Landspítalanum í Reykjavík, eftir nokkurra vikna baráttu á sjúkrabeði. Á tímabili leit út fyrir, að hann hefði yfir i þeirri baráttu, og við aðstandendumir eygðum vonameista, sem við reynd- um að hlúa að og miðla honum, þar sem hans stærsta þrá var að kom- ast í rúmið sitt heima á Staðarfelli í Stykkishólmi. Enda þótt hann afa langaði mest af öllu í Hólminn sagði hann: „Það er alltaf gott að eiga gott rúm“, og lét okkur þannig vita af því, að það færi vel um hann á spítalanum og að vel væri hugsað um hann. Afi minn var fæddur 24. septem- ber 1904 í Ögri í Stykkishólms- hreppi. Hann var sonur hjónanna Ástríðar Helgu Jónasdóttur frá Helgafelli og Páls Guðmundssonar frá Amarstöðum í Helgafellssveit; einn af 14 systkinum. Tvö systkin- anna dóu ung, en hin 12 komust öll á legg. Þegar afí var 7 ára, flutt- ist fjölskyldan til Höskuldseyjar á Breiðafírði. Þótt miðin kringum Höskuldsey hafí í þá daga verið full af fiski, var lífsbaráttan á þess- ari litlu eyju geysilega hörð. Fólkið bjó í svo nánum tengslum við nátt- úruna og þurfti að treysta á veður og vinda. 0g það kom fyrir, að fólk- ið varð að horfa á eftir ástvinum Kransar, krossar og kistuskreytingar. Sendum um allt land. GLÆSIBLOMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. sími 84200 sínum í hafíð, ef þeir ekki náðu í land úr róðmm, áður enn illviðri skall á. Við slíkar aðstæður ólst afí minn upp í Höskuldsey fram yfir tvítugt. Þar sem margt var í heim- ili þurftu litlar hendur einnig að leggja fram sína krafta. Átta ára gamall byijaði afi minn að róa til sjós með föður sínum og bræðrum. Þar með var hans ævistarf hafíð. Það var ekki um annað að velja. Kringumstasðumar kröfðust þess, að hann sækti sjóinn. Árið 1930 kvæntist afí eftirlif- andi konu sinni, Dagbjörtu H. Niels- dóttur frá Sellátri og fullyrða má, að það hafí verið hans mesta gæfa. Þau hófu búskap í Elliðaey þar sem þau síðan bjuggu í 18 ár. Afí gegndi þar, ásamt sjómennsku og búskap, stöðu vitavarðar. Á þeim tíma eign- uðust þau dætumar sínar fjórar, þær Ástríði Helgu, Unni Lám, Jó- hönnu og Ásdísi, móður mína. Á þessum ámm bjó í Elliðaey einnig Kristín systir afa, ásamt manni sínum, Jóni, sem var bróðir ömmu. I Elliðaey var einnig margt annað heimilisfólk, sem lagði sitt af mörk- um við búskapinn, er sjómennimir vom í róðri. I Elliðaey var aldrei matarskortur. Sjórinn gaf mikið, en hann tók líka mikið. Árið 1935 dmkknaði Jón, bróðir ömmu. Það var mikill áfall fyrir heimilisfólkið í Elliðaey og varð það skarð aldrei fyllt. Kristín eiginkona Jóns sagði eftir þennan atburð, að enginn af hennar bræðmm myndi farast á sjó. Og það hefur staðist. Afí hafði oftar en einu sinni lent í honum kröppum, svo litlu munaði að harm- leikur yrði, en í öll skiptin var ein- hver blessun yfír honum og hann bjargaðist. Amma mín fór ófá skipti upp á hól til að kíkja eftir afa og oftsinnis varð hún að leggjast til svefns í nagandi óvissu um, hvort hann hefði nú náð landi einhvers staðar. En samband afa og ömmu var alla tíð mjög sterkt og á slíkum stundum hugsuðu þau sterkt hvort tíl annars og dæmi em til frásagn- ar um, að þau hafí þannig á mikil- vægum stundum náð að senda hug- skeyti sín á milli. Afí og amma fluttust til Stykkis- hólms þegar dætumar vora komnar á skólaaldur. Þau keyptu Staðarfell og hafa búið þar alla tíð síðan. Þegar bamabömin fóm að koma eitt af öðm til vits og ára sóttu þau mikið í að koma til ömmu og afa á Staðarfelli. Lítil telpa í Reykjavík fékk snemma þá löngun að fara í Hólminn, til að vera hjá afa og ömmu. Það var viss ævintýraljómi yfír Hólminum á sumrin, fannst borgarbaminu. Afi og amma áttu bát, sem hét Kári, og mesta skemmtunin var í því fólgin, að fara á Kára út í eyjar. Litlu telp- unni fannst mikið til afa síns koma. Hann vissi hvemig veðrið hagaði sér, hvenær var hægt að fara út á sjó og hvenær það var óráðlegt. Hann kom á morgnana inn í her- bergið, sem litla telpan svaf í, studdi höndunum á gluggakistuna, horfði fram á sjóinn, meðan litla telpan beið eftirvæntingarfull eftir því, hvað afi sinn segðu um veðrið. Afí kunni líka að stýra bátnum í öld- una, eins og það var kallað. Þó að öldumar virtust stórar, stýrði afi Kára af mikilli næmni, enda vissi hann hvemig öldumar höguðu sér, ekki síður en hann þekkti ský og vinda. Afí og amma höfðu lengi vel kindur frammi í eyjum, þótt þau hefðu fyrir löngu bragðið búskap. Þannig var í mörg ár alltaf heyjað frammi í Elliðaey. Afí var sannkall- að náttúmbam. Um heyskapartím- ann leit afí til sólar, til að vita hvað tímanum leið og horfði í skýin, til að spá fyrir um veður. Andlit hans var markað af sjósókn og hendur hans bám mikilli erfíðisvinnu vitni. Afi dró alla tíð físk úr sjó með handafli. Nú þegar afí minn er dáinn leitar hugurinn til þess tíma er ég naut sem mest nærvem hans. Mig óraði ekki fyrir því í þá daga, hvað þessi sumur með afa og ömmu ættu eft- ir að vera mér mikils virði, er ég yrði eldri. Og ég er sannfærð um, að samvera mín með afa og ömmu hafa verið mikið tillegg í uppeldi mitt og mótað viðhorf mitt til margra þátta lífsins. Það er sárt að kveðja afa sinn, en vitundin um það að hann lifði alla tíð hamingju- sömu lífi, þrátt fyrir harða lífsbar- áttu gerir manni léttara að sætta sig við orðinn hlut. Afí var mjög hlýr og góður mað- ur og honum þótti vænt um fólkið sitt og fylgdist með af áhuga, hvað það var að starfa. Hann var mjög rólegur en hafði gaman af að vera innan um fólk og var skemmtilegur í frásögnum, því hann 'átti mikla kímni til. Hann hafði gaman af því að fara í ferðalög, þótt það besta við þau væri að koma heim á Stað- arfell aftur. Ég þakka allar þær stundir, sem ég fékk að eiga með afa mínum og ekki síst þær, sem ég átti með honum uppi á Landspítala. Þessar síðustu stundir með afa vom mér mikil lífsreynsla. Slík reynsla, að sjá ástvin deyja, fær mann til að hugsa um lífíð á dýpri hátt en nokkm sinni fyrr, og reyna að gera sér grein fyrir hvað virkilega skipt- ir máli í lífinu; endurmeta fyrri gildi. Er ég hugsa um afa minn er ég ekki í nokkmm vafa um, í hvetju lífshamingjan er fólgin. Ég bið góðan Guð að blessa afa og gefa ömmu styrk á þessum tíma- mótum. Einnig bið ég öllum að- standendum afa Guðs blessunar. Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir Haustið er komið, það sjáum við greinilega þessa dagana. Gullni lit- ur haustsins tekur við af grænk- .unni í sumar. Þannig er líf manns- ins, líkt og hringir árstíðanna. Jónas Pálsson var fæddur í Ögri við Stykkishólm, 24. sept. 1904. Foreldrar hans vom Páll Guð- mundsson og Ástríður Helga Jónas- dóttir frá Helgafelli. Fjórtán urðu systkinin, en til full- orðins ára komust tólf, en þijú þess- ara systkina em nú á lífi. Páll og Heiga flytja til Höskulds- eyjar og búa þar öll árin, að undan- skildu einu ári er þau fóm út undir jökul sem kallað var, eða til Hellis- sands. í Höskuldsey var baráttan háð, baráttan um að hafa til hnífs og skeiðar, orðatiltæki sem ég held að unga fólkið í dag skilji varla. Þar fæddust yngstu bömin. Eðlilega veit maður ekki um æskuár föður síns nema af frásögn hans. Myndir liðinna daga koma þvi hver af ann- arri áreynslulaust líkt og á tjaldi. Hann ólst upp í stómm og glöð- um systkinahóp og kynntist snemma öllum störfum til sjós og lands. Fólk í Breiðafjarðareyjum varð að kunna skil á að fara með bát, hafa gát á veðrabrigðum, vita um fískislóðir undir því var afkoma fjölskyldunnar komin. Baráttan var háð upp á líf og dauða. Höskuldsey var verstöð, þar sem menn komu með báta sína og bjuggu í verbúðum, við aðbúnað sem í dag þætti ekki mönnum bjóð- andi. Sorgin var oft skammt undan. Báti barst á við lendingu, vinir og félagar horfnir á örskotsstund, myrkrið og veðurhamurinn við eyj- una réði ríkjum, þungur og dimmur. En allir stormar lægja og áfram varð að halda, baráttan hélt áfram. Glaðar stundir komu líka einsog vænta mátti þar sem svo margt ungt fólk var samankomið, þá var spilað, glímt og sagðar sögur og bömin dmkku í sig frásögur af sjó- ferðum þar sem hátt var siglt og öllu tjaldað og breiðfirskir snillingar vom við stýri. Þau vom þeirra menn. Lífsbaráttan heldur áfram, leiðin lá á skakskútur, frá Stykkishólmi, Flatey og Vestíjörðum. 19. aprfl 1930 gengur Jónas að eiga Dag- björtu H. Níelsdóttur frá Sellátri, dóttur Níelsar Breiðftörð Jónssonar og Dagbjartar Jónsdóttur sem þar bjuggu. I Elliðaey hófu þau búskap í sambýli við Kristínu Pálsdóttur systur hans og Jóns Breiðfjörð Níelssonar bróður Dagbjartar. En sorgin gleymir engum. 14. desem- ber 1935 ferst Jón við annan mann í róðri, í aftakaveðri sem þá gekk yfir landið. Hafíð heimtaði hér sinn skatt, ungan mann frá konu og tveim ungum bömum. Þegar svo var komið fluttist Kristín með böm sín til Stykkishólms, en Jónas tók við vitavörslu og búskap í Elliðaey allt til ársins 1948 er fjölskyldan fluttist til Stykkishólms. Þá vora eyjamar óðum að hverfa úr byggð. Merkri atvinnu- og menn- ingarsögu landsins var að ljúka þar sem eyjabúskapurinn var. Þar þurfti að fara saman búshyggja, sjósókn og umhirða hlunninda, en það var dún- og fuglatekja. Þetta allt finnst mér föður mínum hafa tekist að samríma, en aldrei mátti slaka á. En hann stóð ekki einn í barátt- unni, hann átti konu sem hann virti mikils. Hún vann jafnt utan húss sem innan, horfði eftir veðrabrigð- um, hlustaði eftir vélahljóði og bað til Guðs síns á erfiðum stundum, þegar ekkert fréttist og hún vissi ekki hvort eiginmaðurinn hefði náð landi eður ei. Hún bað til guðs þeg- ar spumin í augum bamanna varð kreíjandi og sár. Myndimar líða fyrir hugskotssjónum: Ungur drengur í Höskuldsey sem varð að fara að vinna á sjó 8—10 ára gam- all og læra allan verkshátt á sjó, fara í beitifjöm, skera úr, beita, leggja, draga og gera að aflanum, harður skóli en lífsnauðsynlegur. Ég minnist föður míns, glöðum og reifum við sauðburð og umhirðu heyja á góðum þurrkdögum með fulla hlöðu af ilmandi heyi. Hversu nærgætin og góður hann var öllum þeim dýmm sem hann hafði með að gera og hvemig hann talaði við þessa vini sína eins og mennska menn, hversu vel og snyrtilega hann gekk um hús og hey. Ég minnist manns sem hafði nánar gætur af bámnni og hvemig hann hughreysti hræddar sálir okk- ar systra þegar á bátinn gaf. Tvisv- ar sinnum lenti hann í bráðum sjáv- arháska, en lítið vildi hánn gera úr því. Oftar hefur gefíð á bátinn er trúa mín og stutt bilið á milli lífs og dauða. Það þekkja allir sjómenn. Síðasta ferðin varð erfíð og ströng, en landtakan var að kvöldi 13. sept. sl. Löngu og gifturíku starfí er lokið. Við systur og bama- böm þökkum samfylgdina svo og allir sem vom með í sjóferðinni. Brimhljóðið við Bæjarsker er þagn- að, kyrrð og friður ríkir á haust- kvöldi við Breiðaflörð. í huganum sé ég hann standa við stýrið á Kára sínum, stýristaum- amir leika létt í höndum hans og hressandi golan leikur létt um vanga, þegar lagt er upp í hina síðustu for. Konan hans stendur á ströndinni, styrk og hugrökk eins og hún var í allri baráttunni og kannski sterkust undir lokin felandi guði allt sitt ráð í bænum sínum. Kærar þakkir til allra sem léttu honum síðustu ferðina. Kærar þakkir til systranna á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi, lækna og starfsfólks á deild 13-D á Landspítalanum fyr- ir frábæra hjúkmn og umönnun. Guð blessi líf og störf Jónasar 'frá Elliðaey. Unnur Lára t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR, Sogavegl 136, er látin. Jarðarförin hefur farið fram. Ellert Helgason, Svelnn Ellerts, Anna Ellerts, Erlingur Ellertsson, Þórhildur Ellertsson, Bergljót Ellertsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. t Eiginkona mín og móðir okkar, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Mánastfg 2, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítála í Hafnarfirði 22. september. Brynjólfur Þorbjarnarson, Sigurður K. Brynjólfsson, Þorbjörn Brynjólfsson, Stefán Brynjólfsson, Jón Brynjólfsson, Magnús Brynjólfsson, Guðmundur Brynjólfsson. t Vinkona okkar, SIGRÍÐUR HELGA HALLDÓRSDÓTTIR, verður jarösungin fró Patreksfjaröarkirkju í dag, laugardaginn 24. sept., kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja og vina, BJarney Gfsladóttir, Sigríður Gfsladóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA GUÐMUNDSSONAR válstjóra, Sundlaugavegl 10. Fyrir hönd vandamanna, Margrót Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.