Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 Hvolpur skilinn eftir á almenningssalerni: „Feginn að enginn gaf sig fram þegar ég auglýsti“ SEX vikna gamall hvolpur fannst einn og yfirgefinn á almennings- salerni í biðskýli SVR við Lækjartorg fyrir um þrem vikum og þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar i útvarpi hefur ekkert heyrst fiá eigandanum. Kona nokkur kom auga á hvutta á kvensaleminu um hábjartan dag og bar hann sig aumlega. Konan lét húsvörðinn, Einar Knútsson, þegar vita og tók hann hvolpinn upp á sína arma. Enginn gaf sig fram þegar auglýst var eftir eig- anda í útvarpi og engar fyrirspum- ir um týndan hvolp hafa borist lög- reglu. Það ætti þó ekki að væsa um hvutta þvf Einar hefur nú tek- ið ástfóstri við hann og ákveðið að taka hann að sér. „Tíkin var skelfingu lostin og glorsoltin þegar ég fann hana á saleminu," sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. „Hún var vel alin og greinilegt að ekki hefur verið farið illa með hana þó að hún væri orðin svöng þegar hún komst í mínar hendur. Mér finnst líklegt að hún hafi verið um sex vikna gömul en ekki em menn á eitt sáttir um tegundina. Líkast til er tíkin blanda af scháfer- og collee- hundi. Annars er erfitt að segja til um það núna, það verður bara að koma í ljós þegar hún stækkar greyið." Einar sagði það ekki hafa verið ætlun sna í fyrstu að taka hundinn að sér. „Ég var hálf ráðþrota með nokkurra vikna gamlan hvolp í höndunum, vesæian og einmana. Ég hafði samband við lögreglu og auglýsti eftir eigandanum í útvarpi en enginn gaf sig fram. Þá hafði ég samband við hundaeftirlitsmann sem bauðst til að taka við tíkinni. Ég hafði ekki hugmynd um hvað biði hennar þar og þvertók fyrir að láta hana. Auk þess var mér farið að þykja ógurlega vænt um hana og gat ekki hugsað mér að láta hana frá mér. Því ákvað ég að halda henni Steinu litlu, sem ég nefndi í höfuðið á kunningja- konu minni. Einar kvaðst ekki hafa fengið neina vísbendingu um það hver hefði skilið hvolpinn eftir á salem- inu. „Mér dettur einna helst í hug að einhver krakki hafi fengið hvolp- inn að gjöf en foreldramir ekki leyft honum að halda honum. Krakkinn hafi ekki þorað að skila hvolpinum aftur og gripið til þess ráðs að skilja hann eftir á almenn- ingssalemi í von um að einhver kæmi honum til bjargar. Annars er ómögulegt að segja. Einar sagði að í fyrstu hefði hann vonað að hvuttinn hefði að- eins orðið viðskila við eiganda sinn og kæmist í réttar hendur. „Þó að það sé tímafrekt og mikið ábyrðar- hlutverk að ala upp hund þá er ég nú í aðra röndina feginn að engjnn gaf sig fram þegar ég auglýsti eft- ir eiganda. Hún Steina hefur unnið hug minn og hjarta og fari svo að einhver gefi sig fram þegar þetta birtist á síðum Morgunblaðsins þá skal hann fá að sannaþað rækilega að hvolpurinn sé hans,“ sagði Einar Knútsson. Gæludýr á víðavangi Hjá Dýraspítalanum í Víðidal fengust þær upplýsingar að nokkuð væri um það að komið væri með gæludýr á spítalann sem fundist hefðu á víðavangi, ein og yfírgefin af eigendum sínum. Væri oftast um kettlinga að ræða en minna um hunda. Yfirleitt væru dýrin skilin eftir þar sem lítið væri um mannaferðir og stundum kæmi það fyrir að kettlingar fyndust í rusalk- örfum. Astæðan væri oftast sú að fólk hefði ekki tök á því að hafa dýrin en kæmi þeim hvergi fyrir. Og í stað þess að láta lóga þeim sleppti það dýrunum lausum í von um að þau björguðu sér. Starfsfólk Dýraspítalans reynir af fremsta megni að fínna dýnim sem yfirgefin hafa verið nýtt heim- ili. Takist það ekki innan viku til tíu daga eftir að komið er með þau er starfsfólkið tilneytt að láta lóga þeim. Það hefðu því auðveldlega getað orðið örlög Steinu litlu ef góðviljaður húsvörður hefði ekki séð aumur á henni og tekið hana að sér. Kartöflugafflar Stungugafflar Plastkörfur Ruslapokagrindur á hjólum Hjólbörur Jarðvegsdúkur Garðhanskar Fúavamarefni Penslar Málningarrúllur Kuldafatnaður Stígvél Hosur Vinnuvettíingar Hessíanstrígi Bambusstangjr Opið á laugardögum frá lOtil 14. SENDUM UM ALLT LAND Grandagarðl 2, sfrnl 28855, 101 Rvfk. FRANKFURT 2xíviku Trilla sökk út af Stokksnesi: Kom of seint auga á leka aftantil Nú bjóða Flugleiðir helgarpakkaferðir til Frankfurt á hagstæðu verði, frá kr. 19.019.* — segir Páll Guðmundsson eigandi trillunnar LÍTIL trilla, Þytur, sökk um 11 sjómfiur út af Stokksnesi síðdegis í fyrradag. Eigandi trillunnar, Páfi Guðmundsson, var einn um borð og segir hann að leki hafi komið að trillunni inn um lensi- göt aftantil á henni en hann ekki tekið eftir lekanum fyrr en um seinan. Frankfurt hefur ótal margt að bjóða og nú í haust er hún vett- vangur fjölda glæsilegra vörusýninga: Automechanika (bílaiðnaður) Frankfurter Gartenbaumesse (garðyrkja) BÁKO (fagsýning bakara) Frankfurter Buchmesse (bækur) IKA/HOGA (matargerðarlist, hótelrekstur) Interstoff (fataiðnaður) 13.09.- 18.09. 24.09. - 25.09. 02.10.-04.10. 05.10.-10.10. 16.10.-20.10. 25.10.-27.10. Að sögn Páls var eitthvað á þriðja tonn af fiski um borð er atburðinn átti sér stað. Trillan var nokkuð hlað- in að aftan og þar voru balar og annað dót og segir Páll að hann hafi ekki orðið lekans var í fyrstu vegna þessa. Er hann varð iekans var og setti dælu í gang var lekinn orðinn of mikill til þess að dælan réði við hann. Hann kallaði þá á aðstoð og hélt báturinn Snærún í átt til hans. Er Snærún kom að var Páll búinn að setja gúmmíbát frá borði og var kominn í hann. Aðeins stefni Þyts stóð þá upp úr sjó. Er atburðinn átti sér stað var austanátt 4-5 vindstig og sjór farinn að ókyrrast. Fáið allar nánari upplýsingar á söluskrifstofum Flugleiða, Lækjargötu, Hótel Esju og Kringlunni, og hjá ferðaskrifstof- unum. Upplýsingasími 25100. * 3 nætur í 2ja manna herbergi á Hotei Europa, miðað við gengi 1.9.1988. FLUGLEIDIR -fyrírþig- i § Farseðillinn gildir í eitt ár. Lágmarksdvöl er ekki skilyrði, ólíkt afsláttar- fargjöldum. FLUGLEIÐIR -fyrirþig- Daufheyrist land- inn við landsliðinu? PLATAN „Gerum okkar besta“ með hvatningarlagi landsliðsins í handknattleik hefúr aðeins selst í 2.000 eintökum, en Steinar Berg ísleifsson, forstjóri Steina hf., segir að vonast hefði verið eftir að 5.000 eintök seldust. Steinar segir að Ijósvakamiðlar sýni þessu opinbera hvatningarlagi fiirðu- Sjómannafélag Reykjavíkur: Fagnaráhugaá eflmgn Granda FUNDUR í stjórn og trúnaðar- mannaráði Sjómannafélags Reykjavíkur haldinn 21. septem- ber 1988 tekur ekki afstöðu til þeirra deilna sem upp hafa risið vegna söiuandvirðis hlutabréfa Reykjavikurborgar i Granda hf., segir í frétt sem blaðinu hefúr borist. Fundurinn fagnar áframhaldandi útgerð og rekstri Granda hf. Einnig þeim áhuga sem fram hefur komið hjá forsvarsmanni nýrra hluthafa í viðræðum við fulltrúa Sjómannafé- Iags Reykjavíkur um frekari eflingu fyrirtækisins hér í Reykjavík. legt tómlæti og láti það heyrast sjaldnar en „Re-sepp-ten“ frænda okkar Dana, sem þeir sömdu fyr- ir síðustu heimsmeistarakeppni i knattspyrnu. Spurning væri hvort íslendingar sperrtu frekar eyrun við danska fótboltalandsliðinu en islenska handboltalandsiiðinu. Steinar segir að í hinum tveimur beinu útsendingum ríkisútvarpsins frá leikjum handboltalandsliðsins í Seoui hafi hvatningarlagið verið leikið í hvorugt skiptið, en gamalt hvatningarlag verið leikið eftir leik- inn við Bandaríkjamenn. Hjá ríkisút- varpinu fengust þær upplýsingar að sjálfsagt væri að leika landsliðslagið við beinar útsendingar frá Seoul. Menn hefðu haft um margt annað að hugsa en lagaval í kringum út- sendingamar og lagið hefði ekki verið sniðgengið af ráðnum hug. Áhugaleysi ljósvakamanna, sem væri alls ekki bundið við ríkisútvarp- ið, hefur hugsanlega átt sinn þátt í dræmri sölu á plötunni, að áliti Steinars. Salan nú rétt dygði fyrir kostnaði og hefðu þð fjölmargir gef- ið vinnu sína við plötuna. Agóðinn af sölunni rynni til HSÍ. „Ég leyfi mér ekki að búast við að öll lög sem ég gef út séu mikið spiluð, en í þessu tilfelli finnst mér ég hafa leyfi til þess að biðja um að lagið heyrist oftar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.