Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 Minning: Jónas Pálsson firá Elliðaey Fæddur 24. september 1904 Dáinn 13. september 1988 Tíminn er fljótandi straumur og endalaus og tilvera mannsins físlétt grín í eilífðinni. Ég hefí nú lifað vel á fjórða áratuginn og er nú að kveðja hann afa minn, en við höfum átt samieið þau ár sem ég hefi lif- að, en hann afi dó þann 13. septem- ber eftir mánaðar sjúkralegu í Landspítala, og hafði þá lifað í rétt tæp 84 ár. Jónas Pálsson afí minn ól sína æskudaga í Höskuldsey á Breiða- fírði og hóf þaðan sjóróðra á bams- aldri með föður sínum og bræðrum, sem varð og ævistarf hans lengst af á eigin báti, sem hann nefndi Kára. Ekki þarf að tíunda þær breytingar á öllu mannlífi frá morgni aldarinnar til dagsins í dag, sem afí minn og hans samferða- menn urðu vitni að, slíkar breyting- ar hafa ekki orðið í landi hér og um víðan heim frá upphafi mannlífs og verða tæpast á næstunni. í æsku afa míns gilti það að afla matar og tekna fyrir stórt æskuheimili hans en systkinahópur hans var stór eða 12 auk foreldra og ann- arra heimilismanna. Hið sama gilti, er hann hafði stofnað sína eigin fjölskyldu í kringum 1930, er hann giftist Dagbjörtu Níelsdóttur frá Sellátri á Breiðafírði. Þau eignuðust Qórar dætur og afkomendahópur- inn er orðinn stór eða 31. Sem drengur dvaldi ég oft í Stykkishólmi í gamla daga hjá ömmu og afa á Staðarfelli, þar sem þau bjuggu frá því seint á fimmta áratugnum, hafandi búið frá upp- hafi búskapar í Elliðaey á Breiða- fírði. Lífstakturinn á þeim bæ var góður og í minningunni fínnst mér alitaf hafa verið sólskin. Ótal góðar minningar koma í hugann um allar sjóferðirnar til EUiðaeyjar á sumr- um og ég minnist bræðra hans afa, sem voru sgómenn og hans og háv- aðans í þeim þegar þeir voru að landa í Hólminum, en þetta voru allt kjamakarlar, sem tæpast þurftu talstöð sakir hljómstyrks raddarinn- ar. Það sem einkenndi þessa menn var hjartahlýja og gjafmildi og gott að reyna að taka þá sér til fyrir- myndar. Þama fékk maður að þreifa á því atvinnulífí, sem Breið- firðingar höfðu stundað um árabil. Ég vil þakka honum afa mínum þennan tíma, þegar maður fékk að tuðrast í kringum hann við sjóinn, á þessum tíma lá fólk ekki í ferða- lögum heldur lék viss staðfesta í lífínu, sem breyst hefur á öld Qöl- miðla og samgangnaaukningar. Enginn hefur bréf uppá hve lengi hann lifír ellegar hvert ferð er heit- ið að jarðlífí loknu. Ég vil biðja afa guðsblessunar. Naíhi Látinn er nú frændi minn, Jónas Pálsson. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. I minningunni eru þeir alltaf saman bræðumir. Stundum Qórir, stundum þrír, en stundum bara tveir. Reyndar voru þau böm Pál3 Guðmundssonar og Helgu Jónas- dóttur 14 fædd, en 12 komust til fullorðinsára. Nú eru látin Ágúst, Magðalena, Una, Georg, Kristín, Asta, Sigurvin, Höskuldur og nú Jónas. Eftir lifa Guðrún, Soffía og Guðmundur. Þeir bræður voru samrýndir alla tíð, en þó kannske mest á efri árum. Ég þekkti Ágúst lítið þar sem hann dó þegar ég var bam að aldri. Ge- org var búsettur í Reykjavík og kynntist ég honum minnst af þeim bræðrum. Sigurvin var búsettur í Keflavík en kom oft vestur og einn- ig Guðmundur sem búsettur er í Hveragerði. Þá var oft glatt á hjalla og þeir bræður glöddust á góðri stund. Þegar faðir minn, Höskuldur, lést fyrir nokkrum árum, var það aug- ljóst að Jónas missti mikið. Þeir höfðu alltaf haft mikið samband sín á milli. Áttu sameiginleg áhugamál sem var sjórinn, eyjamar og trill- umar þeirra. Það sagði einu sinni við mig kona í Hólminum að henni fyndist vorið vera komið þegar þeir Jónas og Höskuldur væm famir að snúast í kringum Rúnu og Kára niðri í Maðkavík. Og hátíð var hald- in þegar sett var á flot. Jónas og Kári eru í huga mínum ein heild. Kári er fallegur bátur, og gaman aið sjá hann kljúfa öldur Breiðafjarðar. Hann eignaðist þennan Kára 1941, og hafði sitt lifibrauð af honum lengst af, þó að hann stundaði einnig aðra vinnu til sjós og lands. Þeir vora ekki gaml- ir bræðumir þegar þeir byijuðu að fara á sjóinn. Fáir þekktu Breiða- fjörðinn betur en þeir. Þegar aldur- inn færðist yfír og ekki var um eins stífa sjósókn að ræða, var samt farið með nokkur bjóð eða haukalóð í Höskuldseyjarálinn eða á einhver gömul mið sem fæstir þekktu nema þeir. Og þeir voru físknir. Mörg lúðan endaði sína daga á þeirra krókum. Einhvemveginn fínnst manni að með þessum mönnum gengnum séu að hverfa sérstök ein- tök af gömlu Breiðfírðingunum. Að þó að maður komi í manns stað, geti enginn komið í þeirra stað. En flyðramar á Breiðafírðinum era óhultari eftir að þeir Jónas og Höskuldur settu báta sína í naust á eilífðarströndinni. Það var ekki langur sjóvegur á milli Selláturs og Höskuldseyjar. Því var það kannske ekki undarleg tilviljun sem réð því að 4 systkini úr Höskuldsey giftust 4 systkinum úr Sellátri. Það gerði þá ekki minna samrýnda bræðuma Höskuld og Jónas að konur þeirra vora systur. Jónas giftist Dagbjörtu Níelsdóttur úr Sellátri 19. apríl 1930. Þau hófu búskap í Elliðaey í sambýli við Jón bróður Dagbjartar og Kristínu syst- ur Jónasar. En 1948 flytja þau í Stykkishólm, á Staðarfell. Hafa nú átt þar heima í 40 ár. Aldrei gleyma^t jólaboðin á Stað- arfelli sem vora hluti af jólunum. Og systumar fjórar, þær Helga, Unnur, Jóhanna og Asdís, vora góðar heim að sækja og höfðu allt- af tíma til að tala við litla stelpu. Dagbjört tók móður sína og nöfnu til sín þegar hún brá búi og dó hún á Staðarfelli hjá þeim hjónum. Síðastur lifir af þeim bræðram Guðmundur. Það kom alltaf sérstök hlýja í málróminn hjá þeim bræðr- um þegar þeir töluðu um Gumma bróður. Reyndar var það þannig sem þessi systkini töluðu hvert um annað. Alltaf Siggi bróðir eða Ásta systir, eða hver það nú var sem var verið að tala um hveiju sinni. Gummi bróðir var ekki ánægður með það í sumar að Jonni bróðir vildi ekki lengur ganga með honum á bryggjuna. Hans taug við heiminn var farin að slitna. Það hallaði und- an fæti með heilsuna og hann an- daðist 13. september sl. Dagbjört sýndi mikinn kjark siðustu vikum- ar, og henni þótti verst að hann skyldi ekki geta komið heim, þó ekki væri nema f stuttan tíma. Það fór sem mig hugði þegar ég fór að skrifa nokkur minningarorð um Jónas. Þetta er orðin eins konar bræðraminning, enda líf þeirra allra samtvinnað frá því þeir ungir að áram byijuðu sjósókn með föður sínum á árabátum frá Höskuldsey. Birtu minni og systranum sendi ég samúðarkveðjur frá mér og drengiunum mínum. Þær sakna vin- ar í stað. En farsælt er að geta kvatt lífið svo sáttur við lífshlaupið sem ég held að Jónas hafi verið, og svo ánægður með konu sína og dætur. Því að þó að Jónas hafi eflaust viljað eignast son, var hann stoltur af dætram sínum og eignaðist í tengdasonunum mikla félaga. Þessi fjölskylda hefur verið mjög sam- lýnd, og þær dætumar ákaflega duglegar við að ferðast með foreldr- um sínum um landið og meira að segja út fyrir landsteinana. Guðmundi sendi ég líka innilega kveðju. Ég veit að hann saknar Jonna bróður mjög. Og ekki má gleyma þeim systram, Soffíu, sem er vel hress og býr í Stykkishólmi, og Guðrúnu, sem býr í Reykjavík og er orðin nokkuð lasburða. Þeim eru hér sendar samúðarkveðjur. Dagbjört Höskuldsdóttir Ástkær tengdafaðir minn, Jónas Pálsson frá Elliðaey, verður jarð- sunginn frá Stykkishólmskirkju í dag, laugardaginn 24. september 1988, á fæðingardegi sínum, og hefði hann þá orðið 84 ára. Hann lést að kvöldi þriðjudaginn 13. þ.m. á Landspítalanum í Reykjavík, eftir hetjulega baráttu við þann sjúkdóm, sem einungis fáir hrósa sigri yfír. Jónas var maður, sem bar ekki harm sinn á borð fyrir aðra, eins og svo greinilega kom í ljós um miðjan júlí sl., þegar ekki vaið leng- ur undan því vikist fyrir honum að leita sér læknismeðfeiðar. Var hann fyrst lagður inn á sjúkrahúsið í Stykkishólmi, þar sem hann naut góðrar umönnunar lækna og annars starfsliðs spítalans í um viku tíma, en þar kom í ljós að hann gekk með krabbamein á háu stigi. Enginn aðstandenda hans hafði haft hinn minnsta grun um, að veikindi hans væra svo alvarlegs eðlis. Hann var síðan fluttur á Land- spítalann í Reykjavík þar sem hann naut góðrar umönnunar færastu lækna og annars starfsliðs spítalans í nokkrar vikur, en allt kom fyrir ekki. Hann var fæddur 24. september 1904 í Ögri í Stykkishólmshreppi, og var sonur hjónanna Ástríðar Helgu Jónasdóttur frá Helgafelli og Páls Guðmundssonar frá Amar- stöðum í Helgafellssveit. Hann var einn af fjórtán systkinum og era nú þijú á lífí, þau Guðrún, Soffía og Guðmundur, og votta ég þeim mína dýpstu samúð. Bræðram hans kynntist ég vel, þeim Guðmundi, Höskuldi, Sigur- vin, Georg og Ágústi og var jafnan glatt á hjalla, þegar þeir, ásamt Jónasi, komu saman, glaðir og reif- ir. Þeir settu mikinn svip á um- hverfí sitt, og fannst mér þeir vera fulltrúar kynslóðar, sem haft hafði mjög mótandi áhrif á umhverfi sitt, en er nú að hverfa. Jónas hóf sjósókn þegar á unga aldri með föður sínum og varð það hans ævistarf. Á þeim þrem áratug- um. sern leiðir okkar lágu saman, átti ég þess kost að fara með honum sumar hvert í siglingar um Breiða- flörð á báti hans, Kára SH 78. Oftast var farið fram í Elliðaey, en þar hafði hann búið í 18 ár með eftirlifandi eiginkonu sinni, Dag- björtu H. Nielsdóttur. Jónas annað- ist um vitann, jafnframt því sem hann stundaði búskap og sjósókn. Þau hjónin eignuðust flórar dætur þær, Ástríði Helgu, Unni Láru, Jó- hönnu og Ásdísi, sem er eiginkona mín. Þau Jónas og Dagbjört fluttu síðan til Stykkishólms, þegar dæt- umar komust á skólaskyldualdur. Fátt var skemmtilegra en að sigla með Jónasi á sléttum sjó um Breiða- flörð, en þau vora líka ófá skiptin, þegar verðurguðimir létu af öllum vingjamleik og virtust storka sæ- föram með ágjöfum, svo líttrejmd- um þótti nóg um. Á slíkum stundum virtist leiðin til lands alltaf lengst. Það brást aldrei, að mér varð alltaf hugarhægra, þegar ég leit til Jónas- ar þar sem hann horfði út um opinn gluggann á stýrishúsinu á Kára, og hélt um stýristaumana öraggum höndum, og ráða mátti af svip hans, að hann léti sér fátt finnast um ókyrrð náttúraaflanna. Margar góðar minningar á ég og fjölskylda mín frá ferðalögum með Jónasi og Dagbjörtu um landið. Jónas var alltaf traustur ferðafé- lagi, hvort sem var til lands eða sjávar. Sumarið 1984 fóra Jónas og Dagbjört ásamt tveim dætrum sínúm, þeim Ástríði Helgu og Ás- dísi, og §ölskyldum þeirra í fyrsta sinn saman til útlanda, nánar tiltek- ið til Þýskalands, þar sem dvalið var í sumarhúsum í nokkrar vikur. Þangað komu um langan veg til að hitta ferðalangana Agnar sonur Sigurvins og ^ölskylda hans, en þau era búsett í Lúxemborg og átti gestrisni þeirra og myndarskapur stóran þátt í því, hve vel ferðin heppnaðist. Jónas var staðfastur maður, sem hafði í heiðri gömul gildi. Hann sá vel fyrir sér og sínum, en skuldaði ekki neinum neitt. Hann var einlæg- ur maður og hjartahlýr og aldrei verður hægt að fullþakka fyrir þær góðu stundir, sem ég og fjölskylda mín áttum með honum og eftirlif- andi eiginkonu hans, Dagbjörtu H.' Nielsdóttur. Samlíf þeirra hjóna í 58 ár er falleg saga. Ég votta tengdamóður minni mína dýpstu samúð og hluttekningu vegna frá- falls ævifélaga hennar. Öðram ætt- ingjum, vinum og venslamönnum Jónasar sendi ég samúðarkveðjur. Nú, þegar hann heldur upp í þá ferð, sem við munum öll fara að lokum, er hann kvaddur með sökn- uði. Blessuð sé minning Jónasar Páls- sonar frá Elliðaey. Friðþjófur Max Karlsson Þann 13. september sl. andaðist í Landspítalanum í Reykjavík Jónas Pálsson, sjómaður frá Stykkis- hólmi. Utför hans fer fram í dag 24. september frá Stykkishólms- kirkju. Jónas fæddist fyrir réttum 84 áram þann 24. september 1904 að Ögri i Stykkishólmshreppi. Foreldr- ar hans vora hjónin Ástríður Helga Jónsdóttir og Páll Guðmundsson, sem þá bjuggu þar, en þau fluttu árið 1911 út í Höskuldsey á Breiða- fírði, þaðan sem Páll stundaði sjó- sókn. Böm þeirra Höskuldseyjar- hjóna, sem upp komust voru þessi í aldursröð: Magðalena, Ágúst, Ge- org, Guðrún, Asta, Kristín, Jónas, Una, Soffía, Guðmundur, Sigurvin, Höskuldur. Af þeim era nú á lífi: Guðrún, Guðmundur og Soffía. Fýrir nokkram áram var haldið ættarmót í félagsheimilinu í Stykk- ishólmi hjá Helgafellsætt. Þar vora samankomnir afkomendur Jónasar Sigurðssonar bónda á Helgafelli og konu hans Ástríðar Þorsteinsdóttur, en þau vora foreldrar Ástríðar Helgu, móður Jónasar Pálssonar. Þama var saman kominn mikill §öldi fólks, talsvert á fjórða hundr- að manns, enda þessi ætt kynsæl og fjölmenn. Jónas Pálsson ólst upp hjá for- eldram sínum, fyrst í Ögri og síðan í Höskuldsey frá sjö ára aldri. Snemma fór hann að sækja sjó með föður sínum og að vinna störf við- komandi sjósókn og eyjabúskap. Sagði hann mér að hann hefði ver- ið 9 ára þegar hann fór í fyrsta fiskiróðurinn. Varð það svo hlut- skipti hans að vinna við sjóinn alla sína starfsævi. Ung að áram kynntust þau Jónas og Dagbjört Níelsdóttir frá Sellátri, sem er eyja innar og nær landi en Höskuldsey. Þau unnu sín heit og giftust. Árið 1930 hófu þau búskap í Elliðaey ásamt hjónunum Kristínu systur Jónasar og Jóni bróður Dag- bjartar. í Elliðaey stunduðu þessi ungu hjón búskap með kýr og kind- ur, en Jón og Jónas sóttu sjóinn á litlum vélbátum. Einnig önnuðust þau vitavörslu í Elliðaey. Sá sorglegi atburður gerðist 14. desember 1935 að Jón Níelsson drakknaði í fískiróðri ásamt öðram manni, sem réri með honum frá Elliðaey. Jónas og Dagbjört héldu búskap áfram í Elliðaey til ársins 1946 er þau fluttu í Stykkishólm. Þar hafa þau búið síðan, lengst af í húsinu nr. 8. við Víkuigötu, eða í full 40 ár. Það hús heitir Staðar- fell. Jónas og Dagbjört eignuðust flórar dætur. Þær era Helga fædd 1930 gift þeim, sem þessar línur skrifar, Unnur fædd 1935 gift Egg- ert Björnssyni skipstjóra í Stykkis- hólmi, Jóhanna fædd 1937 gift Hrafnkeli Alexanderssyni kaup- manni í Stykkishólmi og Ásdís fædd 1941 gift Friðþjófí Karlssyni við- skiptafræðingi í Reykjavík. Ég kynntist Jónasi þegar ég trú- lofaðist og síðar giftist elstu dóttur hans. Oft lá leið okkar hjóna vestur í Stykkishólm, og fastur liður var það, að við dvöldum hluta af sumar- leyfí mínu þar vestra. Voram við þá með syni okkar unga og síðar sem unglinga og eftir að þeir urðu fullorðnir hefír þeim þótt gott að heimsækja afa og ömmu í Hólmin- um. Á áranum upp úr 1950 vora Jón- as og Dagbjört með kýr og kindur, sem þau heyjuðu fyrir út í Breiða- Qarðareyjum og voram við þá oft með þeim þar um tíma. Eins fékk ég oft að fara með Jónasi í fiskiróð- ur og á lúðuveiðar og voram við þá tveir á báti. Á ég góðar minning- ar frá þessum heyskapar- og sjó- ferðatímum. Jónas var fróður um sjósókn og sjóleiðir á Breiðafírði og kunni frá mörgu að segja um atvinnuhætti og mannlíf í Breiðafjarðareyjum á fyrri tíð, enda hafa men leitað til hans um þann fróðleik, t.d. Berg- sveinn Skúlason og Lúðvík Krist- jánsson vegna bóka sinna. Á síðari árum hafa dætur Jónas- ar með sínum fjölskyldum og for- eldram komið saman í Elliðaey á hveiju sumri á ættarmót, oftast fyrstu helgina í júlímánuði. Far- kosturinn hefir þá oftast verið „Kári“ bátur Jónasar Pálssonar og einnig bátur Eggerts Bjömssonar „Gísli Gunnarsson". Þama sátu Jónas og Dagbjörg í forsæti og svo lékum við okkur til sjós og lands. Þessar minningar koma nú upp í hugann við fráfall tengdaföður míns og að sjálfsögðu margar fleiri. Ég vil með þessum orðum þakka honum margar góðar samvera- stundir og ferðir á „Kára“ um Breiðafjörð í hægu veðri og hvössu. Ég veit að Guð mun gefa tengda- móður minni styrk nú þegar hún hefír misst lífsföranaut sinn úr jarðlífinu. Jón Einarsson, Borgamesi. Hann afí á Staðarfelli er dáinn. Það er svo erfítt að ímynda sér Staðarfell og Stykkishólm án afa, þetta var allt ein heild. Hann ólst upp í Höskuldsey á Breiðafírði og var því sannkallaður Breiðfírðingur. Ekki ætla ég mér að rekja ættir hans hér, en það era 10 ár síðan ég hitti þennan merkismann fyrst. Eg hafði heyrt lýsingu á honum: hann var rauður í framan með mjög stórar hendur, ég varð hálffeiminn við hann, en frá þeim degi hefur mér alltaf fundist ég eiga eitthvað í honum, kannski af því að ég var að vestan eins og sagt er og frá þessum fyrsta fundi okkar hef ég alltaf kallað hann afa, þó að í raun sé hann afí mannsins míns. Ég átti nefnilega einn svona langafa, sem kallaður var Raggi Kodda, með mjög stórar hendur og rauðar kinn- ar og var hann frá Hellissandi. Fljótt kom í ljós að þessir miklu menn höfðu róið saman í gamla daga, tvisvar hittust þeir eftir þetta og var þá glatt á hjalla. Ég get varla látið hjá líða að minnast á hana ömmu, Dagbjörtu Níelsdóttur frá Sellátri á Breiða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.