Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 NORRÆNT TÆKNIÁR1988 Umsjón: Sigurður H. Richter Hampiðjan — Opið hús í tilefni Norræns tækniárs verður Hampiðrjan opin almenningi sunnul- daginn 25. september kl. 13.00— 17.00. Starfsemi fyrirtækisins fer fram á tveimur stöðum: * Við Hlemm, en þar eru plast- þráðadeild, fléttideild og kaðlagerð til húsa. * Bíldshöfða 9 (inngangur frá Dvergshöfða), en þar er neta- hnýting ásamt röra- og endur- vinnsludeild. Það eru allir velkomnir í verk- smiðjumar á sunnudaginn til að kynna sér hvað þar fer fram og þiggja kaffiveitingar. Upphafið Hampiðrjan er með eldri iðnfyrir- tækjum landsins og eitt hið stærsta í aimennum iðnaði. Fyrirtækið hef- ur vaxið hratt á undanfömum árum og fjárfest mikið í vélbúnaði. Má þannig segja að það sé nútímalegt, en byggi á gömlum gmnni. Það voru 13 einstaklingar sem stofnuðu Hluti húsa Hampiðjunnar nálægt Hlemmi. Hér reis fyrsta byggingin fyrir u.þ.b. 50 árum. Smám saman hefur verið aukið við hana og er nú svo komið að heildargóíffiötur verksmiðjuhúsanna hér er um 8.000 fermetrar. Lögð hefúr verið áhersla á að útlit húsanna hæfi því umhverfi sem þau eru í. Hampiðjuna árið 1934. Hluthafar em nú orðnir um 170 og hlutafjár- eignin dreifð, en alls er hlutaféð um 184 milljónir. Framleiðslan Úr röradeild. Röradeildin hefúr starfað frá 1977. Hún framleiðir plaströr í fi-áveitulagnir, rafinagns- rör, siyóbræðslurör og kapalrör. Sérstök áhersla hefúr frá upphafi verið lögð á skolprör úr PVC, oft nefnd rauðu rörin. Samstarf við erlenda framleiðendui' hefúr tryggt að gæðin eru eins og best verður . á kosið. Netahnýtingardeild Hampiðjunnar er f nýju verksmiðjunni við Bíldshöfða. Garaið frá verksmiðjunni við Hlemm er hráefni vélanna hér, sem hnýta úr þvi net. Netin eru trollnet af ýmsum gerðum og stærðum, allt frá því að vera finriðin rækjunet, í það að vera níðsterk pokanet fyrir stóra togara. Verksmiðjan við Bfidshöfða er nú um 5.600 fermetrar. Afurðunum má skipta í þijá meginflokka. I fyrsta Iagi trollnet, en andvirði þeirra nemur um helmingi heildar- sölunnar. Netin eru seld í stöðluðum stærðum, gjarnan til netagerða, sem sníða þau niður og setja saman í fullbúin troll fyrir togara- og báta- flotann. Næst ber að nefna margar gerð- ir af gami og köðlum fyrir sjávarút- veg, landbúnað og almenna notkun. Hlutdeild þeirra í söluverðmæti er um fjörutíu hundraðshlutar. Að síðustu ber að geta röradeild- ar, sem framleiðir margar gerðir röra s.s. fráveiturör, rafmagnsrör, snjóbræðslurör og kaplarör. Að auki hefur endurvinnsla notaðra þorskaneta farið fram innan röra- deildar.' Þau hráefni, sem nú eru notuð, eru plastefni, sem eru brædd og síðan mótuð í þræði eða rör. Mikil vélvæðing Framleiðsla sú sem fram fer í Hampiðjunni krefst mikils mann- skaps þrátt fyrir mikla vélvæðingu. Starfsmenn eru um 220. Vélamar skipta einnig hundmðum. Líklega er ekki §arri lagi að sjálfstæðir rafmótorar séu um 500 talsins. Raforkunotkun er því talsverð, en aflþörfin mun vera nálægt einu og hálfu megawatti, og notkunin er nokkuð jöfn allan sólarhringinn. Framleiðsluferlið hefst á því að hráefnið, plastkomin, er brætt og mótað i þræði. Þræðimir eru síðan annaðhvort fléttaðir saman í neta- gam, sem net eru hnýtt úr, eða snúnir saman í kaðla. Öll vinnslan fer fram í vélum, en þrátt fyrir það þarf mörg handtökin við að skipta út einingum og hlaða vélar. Hampiðjan er með nútímalegan vélakost eftir því sem gerist í sam- bærilegum iðnaði. Veiðarfæraiðn- aður er hins vegar ekki stór iðn- grein á heimsmælikvarða og sjálf- virkni því lítt þróuð. Sumar vélar hefur jaftivel þurft að hanna hér heima og hefur vélsmiðja fyrirtæk- isins þegar smíðað tugi sjálfvirkra vindivéla fyrir fléttideild. ÍJtflutningnr Markaður Hampiðjunnar er fyrst og fremst hér innanlands, þar sem fyrirtækið sér stórum hluta togara- og bátaflotans fyrir veiðarfærum. Utflutningur hófst hins vegar árið 1971 með sölu neta til Fær- eyja. Fleiri lönd bættust svo í hóp- inn: Danmörk, Kanada, Bretland og Noregur, svo þeirra helstu sé getið. Útflutningurinn hefur farið vax- andi og nemur andvirði hans nú um fjórðungi heildarveltu, en hún var 632 milljónir í fyrra. Aðallega eru það trollnet sem flutt eru út, eða um 40% netaframleiðslunnar. Hampiðjan hefur lagt megináherslu á að framleiða gæðavöru, og nýtur fyrir það viðurkenningar. Rannsóknir Mikil áhersla hefur verið lögð á rannsóknir og vöruþróun í Hampiðj- unni, enda forsendur þess að unnt sé að framleiða gæðavöru. Komið hefur verið á fót rannsóknastofu innan fyrirtækisins, þar sem þrír starfsmenn sinna athugunum á eig- inleikum efnanna og vinna að vöru- þróun. Þá hefur rannsóknum einnig Frá rannsóknarstofú. Hér fara fram margs konar prófanir á slitstyrk, teygju, tognun, nún- ingsþoli, flothæfi o.s.frv. Auk athugana á eiginleikum efrianna sem hér eru gerðar, stundar Hampiðjan einnig umfangsmikl- ar rannsóknir með neðansjávar- myndavél. mikið verið sinnt frá hinum endan- um, þ.e. við notkun veiðarfæranna. Líkönum af trollum hefur verið komið fyrir í tilraunatönkum, þar sem lögun þeirra hefur verið skoðuð og úr henni bætt ef tilefni hefur verið til. En viðamestu athuganirn- ar hafa samt verið gerðar í sam- vinnu við Hafrannsóknastofnun þar sem veiðarfæri hafa verið mynduð við eðlilegar aðstæður neðansjávar. Sex leiðangrar hafa verið famir á hafrannsóknaskipunum, og þá hefur yfirleitt verið notuð neðan- sjávarmyndavél Netagerðar Vest- §arða. Ymis veiðarfæri hafa verið skoðuð, svo sem þorskanet, fiskilína, humartroll og fiskitroll. Árangurinn er margþættur. Skip- stjórar og sjómenn sjá hvemig veið- arfærið vinnur og endurbætt veið- arfæri hafa verið þróuð f framhaldi af rannsóknunum. Hávaðinn væri óþægilegur, og jafiivel hætta á heyraarskaða, ef ekki kæmu til heyraarhlífar. Nánast hver einasti starfsmaður notar hlífar, enda má í þeim hlusta á útvarp frá þremur stöðvum. Hamp- iðjan var á sínum tíma fyrst fyrirtækja til að taka í notkun slíkar hlífar. Hér gefúr einnig að líta vinnufatnað sem er sérhannaður fyrir Hampiðjuna. Hampiðjan er svo lánsöm að hafa á að skipa hörðum kjaraa duglegs fólks sem reynst hefúr fyrirtækinu vel. Reynt hefiir verið að gera lifið í kringum vinnuna eins létt og skemmtilegt og unnt er. í Hamp- iðjunni starfar t.a.m. öfiugt starfemannafélag sem stendur fyrir ýmsum uppákomum ár hvert. Myndin sýnir aðstöðu fyrir starfefólk, þar sem það getur komið saman utan vinnu og átt ánægjulegar stund- ir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.