Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 31 MorRunblaðið/Ámi Sæberg Stefán Valgeirsson þingmaður Samtaka um jafnrétti og félagshyggju í Norðurlandslgördæmi eystra og Halldór Asgrímsson varaformaður Framsóknarflokksins. Hef ekki séð neinar til- lögur sem ég er hrifinn af - segir Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingarmanna „ÉG VEIT ekki nógu mikið til að geta lagt mat á hvað þessi ríkisstjóm ætlar að gera en ég hef ekki séð neinar tillögur sem ég væri hrifinn af. Það virðist eiga að framkalla i raun tillögur Þorsteins Pálssonar undir nöfii- um annarra manna,“ sagði Bene- dikt Davíðsson formaður Sam- bands byggingarmanna þegar Morgunblaðið spurði hann álits á væntanlegri ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar. Ás- mundur Stefánsson forseti Al- þýðusambands íslands vUdi ekki tjá sig um stjómarmyndunina þar til ijóst væri hveraig mál- efnasamningurinn liti út. Benedikt sagði að verkalýðs- hreyfingin yrði mjög óánægð ef það yrði ofan á að samningsrétturinn yrði ekki gefinn ftjáls fyrr en 1. febrúar eins og fyrir lá f gær. „Það er auðvitað grundvallarkrafa að fá samningana í gildi aftur, því það er málið sem Alþýðusamband ís- lands kærði til Alþjóða vinnumála- stofnunarinnar," sagði Benedikt. Samkvæmt samningunum átti að koma 2,5% launahækkun 1. sept- ember, 1,5% hækkun 1. desember og 1,25% hækkun 1. febrúar. Síðasttalda hækkunin kemur til framkvæmda samkvæmt sam- komulagi væntanlegra stjómar- flokka. „Við höfum bent á leiðir, ti! dæm- is millifærslu, sem tryggja það að verðbólguhraði aukist ekki meira Mor^unblaðið/Ámi Sæbcrg ni 6, Svavar Gestsson þingmaður kksins. en 1-2% meira en Þjóðhagsstofnun metur tillögur Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, þrátt fyrir að þessar launahækkanir fari út þann- ig að við teljum það ekki vera neina frágangssök, og enga ástæðu til að fella gengið vegna þess. Við við- urkennum að við þetta myndi físk- verð valda vandamálum og þvf þyrfti að mæta með einhvetjum hætti,“ sagði Benedikt Davíðsson. * ______ Ovíst um þátttöku Borgaraflokks í ríkisstjóm: Viljum sjá málefna- samninginn fyrst - segir Albert Guðmundsson ,STEINGRÍMUR hefur áhuga á að ræða við okkur um að við komum inn í stjóraarmyndunar- viðræðurnar og siðan inn í stjóra- ina. A sama tíma er maður að frétta af erfiðleikum Alþýðu- bandalagsins með sina menn en einnig að Aiþýðubandalaginu finnist ég vera of harður i dóm- um mínum um þá sem róttæka vinstri sósíalista svo þeir eru ekki hrifnir af því að fá okkur til samstarfs. Eg veit því ekki hvernig þetta fer, en við erum nú að skoða þessa pappira sem Steingrímur lét mig hafa,“ sagði Albert Guðmundsson formaður Borgaraflokksins um hugsan- lega aðild flokksins að ríkisstjóra Steingrims Hermannssonar. Steingrímur ræddi við Albert seinni partinn i gær. Albert Guðmundsson sagði við Moigunblaðið að þátttaka Borgara- flokksins í ríkisstjóm byggðist fyrst og fremst á því að það fengist fram sem flokkurinn hefði sett á oddinn, en það væri aðallega þrennt: afnám matarskattsins, afnám lánskjara- vísitölunnar og að ekki yrðu lagðir skattar á almennt sparifé í bönkum og sparisjóðum. Einnig yrði að vera tryggt að ríkisstjómin daðraði ekki við róttækan vinstri sósíalisma. Steingrímur Hermannsson hefur sagt að málefnasamningur nýrrar ríkisstjómar muni liggja fyrir í dag. Þegar Albert var spurður hvort til greina kæmi að Borgaraflokkurinn myndi samþykkja slfkan samning, án þess að hafa átt aðild að samn- ingu hans, sagði hann það alltaf hafa legið fyrir að Borgaraflokkur- inn kæmi ekki inn í umræður fyrr en samkomulag væri komið á milli hinna flokkanna þriggja. „Þegar það samkomulag liggur fyrir geta þeir sýnt okkur það en ekki fyrr, og það er alveg háð því að þessir þrír punktar sem við leggj- um áherslu á séu teknir til greina. Við erum ekkert að flýta okkur inn í ríkisstjóm. Við viljum sjá hvers konar nTcisstjóm þetta er og hvaða aðgerðir hún fer af stað með,“ sagði Albert Guðmundsson. Látum máleftiin ráða - segir Málmfríður Sigurðardóttir þingmaður Kvennalistans „Ef ætlunin er að mynda stjórn félagshyggjumanna eins og talað hefúr verið um hefði átt að gera það að undangengnum kosning- um. Kosningar nú myndu styrkja stöðu félagshyggjuflokkanna," sagði Máhnfríður Sigurðardóttir þingmaður Kvennalistans í Norð- urlandskjördæmi eystra í gær þegar Ieitað var álits hennar á stjórnarmyndun Steingríms Her- mannssonar. „Það verður að vona að þessi stjóm lagi þann vanda sem okkur er sagt að sé brýnn, það er að koma lagi á útflutningsatvinnuvegina. En það er spuming hvort hún reynist þess megnug. Reyndar höfum við ekki getað fengið upplýsingar um umfang vandans þrátt fyrir að eftir því hafi verið leitað og vitum þvf ekki hvað hann er mikill. Þar sem enn er verið að vinna að málefnasamningi stjómarinnar liggja ekki fyrir upplýsingar um stefnu hennar og get ég því ekki tjáð mig frekar um hana. En við munum leggja öllum góðum málum lið, látum málefnin ráða hvað sem öðru líður,“ sagði Málmfríður. Sé ekkí ennþá fiöt á stj órnarþátttöku -segir Skúli Alexandersson þingmað- ur Alþýðubandalags Morgunblaöið/Árni Sæberg Jóhanna Sigurðardóttir Alþýðuflokki og Hjörleifúr Guttormsson AI- þýðubandalagi. „Steingrímur hefúr ekki minn stuðning ennþá. Til þess þarf samningsrétturinn að skila sér og ýmislegt fleira er enn óljóst. Ég sé ekki ennþá flöt á þvi að við föram inn i ríkisstjóm með krötum og framsókn og held að Fyrstu aðgerðir ítarlega ræddar - segir Steingrímur Hermannsson STEINGRIMUR Hermannsson formaður Framsóknarflokksins gekk á fimd forseta íslands, frú Vigdisar Finnbogadóttur, klukk- an 11.45 í gærmorgun og til- kynnti henni að hann væri reiðu- búinn að mynda meirihlutastjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks með stuðn- ingi Stefáns Valgeirssonar, og yrði ríkisstjórnin tilbúin á hádegi á sunnudag. Steingrímur Hermannsson sagði við fréttamenn eftir fundinn með forseta á hádegi í gær, að gerðar yrðu nokkrar breytingar á þeim viðræðugrundvelli sem Framsókn- arflokkur og Alþýðuflokkur höfðu lagt fram til stjómarmyndunarvið- ræðna. Þannig myndu laun hækka um 1,25% 1. febrúar 1989, eins og kjarasamningar gera ráð fyrir, en í tillögum flokkanna var gert ráð fyrir launafrystingu til 10. aprfl. Þá nefndi Steingrímur að verið væri að skoða ýmsa þætti félags- legs eðlis. Steingrímur sagðist telja að væntanleg ríkissljóm yrði sterk og að hún hefði meirihluta í báðum deildum. Hann sagði að ekkert lægi fyrir um þátttöku Borgaraflokks í ríkisstjóminni. Hann sagði aðspurð- ur að ekkert væri farið að ræða verkaskiptingu milli flokkanna í ríkisstjóm. Steingrímur sagðj að undanfama daga hefðu fyrstu nauðsynlegu að- gerðir ríkisstjómarinnar verið ræddar ítarlega og ekki þyrfti mik- inn tíma í viðbót til að ræða þær. Skipuleg vinna við málefnasamning ríkisstjómarinnar hófst strax eftir hádegi í gær, en Steingrímur sagð- ist alltaf hafa sagt að bestu mál- efnasamningamir væm stuttir. það hafi verið frumhlaup að hafa ekki unnið þetta betur áður en Steingrúnur fór á fúnd forseta,“ sagði Skúli Alexandersson þing- maður Alþýðubandalagsins við Morgunblaðið í gærkvöldi. Þegar Skúli var spurður hvort þingflokkur Alþýðubandalagsins hefði ekki gefið grænt ljós á stjóm- armyndunina, sagði hann að sín afstaða hefði alltaf legið þar ljós fyrir. Þegar hann var spurður hvort flokksforystan hefði ekki samþykkt ríkisstjómarþáttöku sagðist hann frekar telja að Qölmiðlamir væm að reyna að búa til ríkisstjóm eins og þeir hefðu drepið þá síðustu og Steingrímur tryði þeim. „Enda er þetta ekki orðið klárt fyrr en mið- stjómin hefur samþykkt stjómar- myndunina og þingmennimir treysta sér til að veija stjómina,“ sagði Skúli. Skúli sagði að kjaramálin væri þungamiðjan 1 þeim atriðum sem nást yrðu fram í stjómarþátttöku. Hann sagði að lögð hefði verið áhersla á að samningsbundin launa- hækkun yrði 1. desember en í stað- inn væri boðið upp á einhveija óskil- greinda hluti sem vega ætti það upp. Skúli sagði einnig að ekki væm skýrar myndir varðandi byggðamál og hvort haldið yrði áfram að skera niður framlög til þeirra þátta sem ríki og sveitarfélög sjá um sameiginlega. Óljóst væri hvemig samgöngumálum og vega- málum yrði háttað og einnig hvem- ig afla ætti ríkissjóði tekna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.