Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 17 Líf á landsbyggðinni Nú sýnist okkur héma á lands- byggðinni að allt sé að „fara úr böndunum", eins og sagt var þeg- ar heyjað var á þann hátt að bagg- ar voru bundnir við heyhirðingu. Ef illa var bundið runnu böndin til og heyið losnaði, það þóttu ekki góðir verkmenn sem þannig létu úr höndum sér að vinna þyrfti verkið aftur, enda sýnu verra því leysa þurfti hnúta, leggja reipið og hagræða heyinu til bindingar að nýju, sem sagt tvíverknaður og þó raunar meira en tvöföld vinna. Þegar binda þurfti upp aftur var kvaddur til verkfærari maður ef þess var kostur. Já, okkur sýnist sem sagt að allt sé að fara úr böndunum hjá blessuðum mönnunum sem stjóma þjóðinni og að efnahagsó- freskjan vaxi ískyggilega, á ein- hveiju hlýtur óhræsið að nærast. Við bijótum auðvitað heilann um ráð til að vinna á þessari lífseigu ófreskju, eins og lands- menn gera yfirleitt, en okkur er ráða vant eins og öðram. Mér datt í hug gömul saga um óbrigðult ráð þó í öðra sambandi væri: Sagt er að dýralæknir einn hafí verið snöggur að kveða upp sjúkdómsgreiningar þar sem hann var tilkvaddur og að læknisráðið hafi verið það sama við flestum kvillum: „Hér þarf að taka höfuðið af.“ Mér hefur oft komið í hug þessi róttæka aðgerð þegar efnahags- vandi þjóðarinnar er ræddur. Dugar bara nokkuð minna en að taka höfuðið af? En þá vaknar sú spuming, hvar er höfiiðið? Efnahagsófreskjan er eins og þríhöfða þursar ævintýranna, ef eitt höfuðið var höggvið af óx á svipstundu annað mun stærra og illilegra, eina ráðið taldi þjóðsagan vera það ef einhver maður væri svo vopnfimur og hefði svo mikið gæfu gengi að geta höggvið öll höfuðin af í einu höggi. En það er eins og margt fari stundum í handaskolum og gleymist þá gjama flest annað en bjarga sjálfum sér. Svona var nú mannskepnan og er sjálfsagt enn. Þeir riddarar ævintýranna sem lögðu til atlögu við þríhöfðaþursa og ekki bára gæfu til að höggva öll höfuðin af í einu höggi áttu ekki annarra kosta völ en að leggja á flótta og fóra þá auðvitað auðveldustu leiðir, eða eins og segir í máltækinu „réðust á garð- inn þar sem hann var lægstur“, þannig var fljótlegast að bjarga eigin skinni. Þetta era nú vanga- veltur um róttæk ráð til þess að vinna á efnahagsófreskjunni, en auðvitað era líka til bráðabirgða- lausnir og getur maður líka til- fært þar smásögu til líkinga en auðvitað ekki beinnar eftirbreytni. Erfiðar vora margar ferðimar „ Auðvitað siömpumst við inn úr kuldanum sem jafnan fyrr og efiiahagsófreskjan heldur sínum höfðum öllum óhöggnum, eða þá að önnur vaxa ný og ekki betri.“ sem famar vora í frosti og kaf- aldi á meðan ferðamátinn var sá að taka bara hvem fótinn fram fyrir annan í sífellu þar til sigrað- ir vora fjallvegir og langar bæjar- leiðir, þessum ferðum fylgdi þreyta og kuldi, fylgikvillar ferða- laga sem nútímamenn þekkja varla af eigin reynslu. Heyrt hefi ég sögu af ferða- mönnum sem lentu í hrakningum í frosti og kafaldsbyl, kuldinn sótti mjög á og lá þeim við kali á fótum. Þeir tóku það ráð að pissa í skóna sína, það yljaði í bili en reyndist skammgóður vermir. Sjálfsagt er hægt að bægja ófreskjunni frá í bili með ein- hveijum hliðstæðum aðgerðum, það er að segja bráðabirgðalausn- um, einhveijum ráðum sem era álíka haldgóð og að pissa í skóna sína, til að veijast kali. Nóg um það. Auðvitað slömp- umst við inn úr kuldanum sem jafnan fyrr og efnahagsófreskjan heldur sínum höfðum öllum óhöggnum, eða þá að önnur vaxa ný og ekki betri. Svo hefur gengið um langa tíð og kannske er varla von á öðra en að ófreskjan dafni og vaxi vel því ekki virðist neitt lát á kröfum okkar, borguram þessa litla lands, kröfum um lífsgæði og kapphlaup til aukinna þæginda og óhófs. En hvað era lífsgæði, hvert er takmark okkar, eða hefur líf okk- ar ekki annan tilgang en að ala marghöfða ófreskju? Jóhanna Á. Steingrímsdóttir Hólastift: Prestafélagfið 90 ára Sauðárkrókskirkja. PRESTAFÉLAG hins forna Hólastiftis er 90 ára á þessu ári, en það var stofhað 8. júní 1898 á heimili séra Árna Björns- sonar á Sauðárkróki. Verður afmælishátíð haldin á Sauðár- króki nú um helgina. Hún hefet með helgistund í Sauðárkróks- kirkju í umsjá sr. Kristjáns Vals Ingólfesonar. Kvöldverður verð- ur framreiddur í Safnaðar- heimilinu þar sem sr. Birgir Snæbjörnsson prófastur stjóm- ar borðhaldi. Jóhann Már Jó- hannsson syngur einsöng við undirleik Sigurðar Daníelsson- ar. Afmælisfundurinn verður sunnudaginn 25. september. Hefst hann með morgunbæn sr. Guðna Þórs Ólafssonar prófasts. TVö er- indi verða flutt. Hið fyrra „Úr sögu félagsins" flytur sr. Bolli Gústav- sson, en sr. Hjálmar Jónsson pró- fastur flytur erindi er nefnist: „Staða prestafélagsins í nútíð og framtíð." Afmælisgestir þiggja hádegis- verðarboð prófastshjónanna á Sauðárkróki, frú Signýjar Bjama- dóttur og séra Hjálmars. Hátí- ðamessa verður svo í Sauðárkróks- kirkju kl. 14 á sunnudag. Þar pré- dikar sr. Pálmi Matthíasson. Ifyrir altari þjóna biskup íslands herra Pétur Sigurgeirsson og sr. Sigurð- ur Guðmundsson vígslubiskup ásamt sr. Döllu Þórðardóttir, sr. Ægi Sigurgeirssyni og sr. Sighvati Karlssyni. Kirkjukór Sauðárkróks syngur undir stjóm Rögnvaldar Valbergssonar organista. Prestafélag Hólastiftis er elstu prestasamtök í landinu. í erindi, sem sr. Helgi Konráðsson prófast- ur á Sauðárkróki flutti í tilefni 60 ára afmælisins, segir hann svo: „Með stofnun Prestafélags hins Réttaðí Kinnastaðarétt Midhúsum. SLÁTRUN hófet hjá Kaupfélagi Króksfjarðar 12. september og virðast lömb ætla að verða létt- ari en í fyrra og gæti munurinn verið um hálft kíló segir Sigurð- ur Bjaraarson kaupfélagsstjóri. í haust verður slátrað um 13 þús. §ár. Leitir era nú í fullum gangi og verður réttað í Kinna- staðarétt sunnudaginn 25. sept. klukkan 10 f.h. foma Hólastiftis kemur nýtt við- horf til sögunnar. Hér era fijáls félagssamtök presta til kynningar, örvunar og eflingar andlegra mála, í raun og vera tilraun til kirkjulegr- ar vakningar." Félagið skal gegna sama hlut- verki nú á dögum: Að vera vett- vangur til aukinna kynna meðal presta og til eflingar kristni og kirkjulegu starfi. LAUGARDAGINN 24. septem- ber kl. 16.00 verður opnuð sýn- ing í Nýlistasafhinu, Vatnsstíg 3B, á verkum Dagmar Rhodius. Dagmar Rhodius er vestur-þýzk myndlistarkona, sem áður hefur sýnt á íslandi, í Nýlistasafninu 1983. Síðan þá hefur hún komið á hveiju sumri og ferðast um landið. Sýningin núna er einmitt innblásin af náttúra landsins. Listakonan kallar sýninguna í Nýlistasafninu STRAUMLAND, og er hún „installasjón" með ljós- myndum, teikningum, íslenzkum steinum og orðum. Steinar og orð eru ek. megininntak sýningarinn- ar. Sýningunni fylgir vandaður bæklingur, sem Goethe-Institut í Munchen og Reykjavík hefur kost- að. Sýning Dagmar Rhodius í Ný- listasafninu er opin daglega frá Núverandi stjórn félagsins skipa: Sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup á Hólum formaður, sr. Bolli Gústavsson, sóknarprestur í Laufási ritar, sr. Hjálmar Jóns- son, prófastur á Sauðárkróki, gjaldkeri, meðstjórnendur: Sr. Guðni Þór Ólafsson, prófastur á Melstað og sr. Pétur Þórarinsson, sóknarprestur á Möðravöllum. (Fréttatilkynning) kl. 16—20, og stendur hún til 9. okt. nk. Fötluð imgmenm aðstoðuð í MK MENNTASKÓLINN í Kópavogi gefur eins og undanfarin ár nem- endum á félagsbraut kost á náms- braut sem felst I því að vinna með fötluðum einstaklingum utan skól- ans. Námið felst í þvi að fylgja fötluðum ungmennum í félagslíf og aðstoða þá. Nauðsynlegt er að fötluð ung- menni sem vildu nýta sér þessi tilboð tilkynntu skólanum um þátttöku sem allra fyrst. Garðar Gíslason menntaskóla- kennari gefur nánari upplýsingar en skrifstofa skólans tekur einnig á móti umsóknum í síma. (Fréttatilkynning) Nýlistasafiiið: Dagmar Rhodius sýnir Blaðbemr »-:-:<--S«S8S8888aUtUMMMUUIWWIl=aillllllllllllll.lllLIUUUUUll[IUIIUUUUUl Símar 354( )8 og 83033 KÓPAV0GUR SELTJARNARNES Kársnesbraut 7-71 Álfhólsvegur 52-98 AUSTURBÆR Njélsgata 24-112 Austurgerði o.fl. Fomaströnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.