Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 Minning: Kristján Rögnvalds- son frá Fífílgerði Fæddur 21. desember 1897 Dáinn 27. ágúst 1988 Kristján Rögnvaldsson var jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju þann 2. september síðastliðinn. Hann fæddist í Gijótárgerði í Fnjóskadal, sonur hjónanna Lovísu Guðmunds- dóttur og Rögnvaldar Sigurðssonar bónda. Hann fluttist frá Gijótár- gerði skömmu eftir aldamótin ásamt foreldrum sínum og systkin- um að Fífilgerði í Kaupangssveit. Þar ólst hann upp, og bjó ásamt systkinum sínum til ársins 1957, er hann flutti til Akureyrar. Kristján var múrari að iðn, og stundaði í fyrstu múrverk á Akur- eyri á meðan hann átti heima í Fífil- gerði. í vaxandi mæli tók hann síðan að vinna að tijá- og blóma- rækt við hlið bróður síns, Jóns Rögnvaldssonar garðyrkjufræð- ings. Systkinin í Fífilgerði komu upp stórum og glæsilegum skrúð- gaiói sunnan undir bænum, sem byijað var að vinna við árið 1926, og þar var síðar reist gróðurhús. Fljótlega fóru þeir bræður að leggja áherzlu á ræktun íslenzkra auk er- lendra jurta í garðinum, og söfnuðu í hann töluverðum hluta íslenzku flórunnar. Garðurinn í Fífilgerði varð brátt vel þekktur, bæði sem sérlega fallegur skrúðgarður, og einnig fyrir plöntusafnið. Lögðu margir leið sína í Fífílgerði á þeim árum til að fá að skoða garðinn. Báðir voru bræðumir Krislján og Jón meðal stofnenda Skógrækt- arfélags íslands á Akureyri í maí 1930. Þetta félag breytti fljótlega um nafn og heitir nú Skógræktarfé- lag Eyfírðinga, eftir að annað Skóg- ræktarfélag var stofnað á Þingvöll- um síðar á sama árinu. Um svipað leyti stofnuðu þeir bræður, Jón og Kristján, garðyrkjustöðina Flóru í Brekkugötu á Akureyri og ráku hana í 15 ár. Að Iokum vann Kristján við hlið bróður síns í Lystigarði Akureyrar um 15 ára skeið, eða frá 1956. Skömmu áður hafði Jón tekið við umsjón garðsins, en hann var þá jafnframt garðyrkjuráðunautur Ak- ureyrarbæjar. Þeir bræður voru mjög samhentir við garðyrkjustörf- in, og bar garðurinn þeim vitni um einstaka snyrtimennsku í frágangi og hirðingu hans á þessum árum. Akureyrarbær keypti árið 1957 plöntusafn þeirra bræðra í Fífíl- gerði, meir en 600 tegundir íslenzkra og erlendra jurta, og var það flutt í Lystigarðinn um leið og þar var stofnaður grasgarður. Eitt af eftirlætisverkefnum Kristjáns í Lystigarði Akureyrar var umsjón með íslenzka plöntusafninu. Hann steypti nokkur vatnsker til að rækta vatnajurtimar í, og útbjó votlendisker fyrir starir og annan votlendisgróður. Kristján kunni góð skil á íslenzku flómnni, en slík þekking er forsenda þess að geta haldið safninu við. Hann var léttur á fæti, og vora ófáar ferðimar, sem hann fór um fjöll og fímindi til að safna íslenzkum plöntum í garðinn og endumýja þær, þegar með þurfti. Næstu ár gerðu þeir bræður stórátak í að ná inn því sem eftir var af íslenzku flóranni. Þeir höfðu sambönd víða um land, og fengu sendar fágætar tegundir, sem erfítt var að ná í. Einnig fengu þeir til liðs við sig grasafræðinga til að ná í og greina erfíðustu tegundimar, svo sem starir, grös og undafífla. Að lokum var svo komið að einung- is um 10 íslenzkar tegundir vantaði í garðinn. Erfíðlega gekk þó að halda þeirri tölu, enda hafa aldrei í annan tíma verið jafn margar íslenzkar tegundir í garðinum, hvorki fyrr né síðar. Auk þess að ferðast um ísland, fór Kristján bæði til Grænlands og Noregs í leiðangra til að safna plöntum í Lystigarð Akureyrar. Til Noregs sótti hann m.a. vatnaliljur. Vora þær gróðursettar í vatnsker sunnan undir húsi sem í garðinum var, og blómstraðu þar í mörg ár. Eina gula vatnalilju gróðursetti Kristján að gamni sínu í villt um- hverfí, Djáknatjöm í Kræklingahlíð. Hún átti þar lengi erfítt uppdrátt- ar, lenti heldur djúpt í tjömina, og var ofsótt af fuglum sem þar héldu löngum til. Eyðilögðu þeir oft mest af blöðunum sem náðu upp á yfír- borð tjamarinnar á hveiju sumri. Vatnaliljan tórði þó, og er nú orðin stór og búin að ná öflugri botnfestu eftir meir en 20 ár í tjöminni. Blómstraði hún þar að lokum síðast- liðið sumar. í Lystigarði Akureyrar hafði Kristján aðeins starf hluta úr ári, og frá 1966 vann hann á vetuma við Náttúragripasafnið á Akureyri. Þar fékkst hann m.a. við viðgerðir ýmissa hluta og einnig við upplím- ingu og skrásetningu plöntusafns- ins og mörg önnur störf. Hann sá oft um vörzlu sýningarsalarins á opnunartímum, og tók einnig þátt í allmörgum grasarannsóknaferð- um Náttúragripasafnsins. Hann vann við Náttúragripasafnið á hveiju ári allt fram til ársins 1984, þá kominn hátt á níræðisaldur. Allmörg ár sá Kristján um vörzlu Matthíasarhúss og Davíðshúss á Akureyri, og tók á móti gestum á opnunartímum húsanna. Stundum var hann við vörzlu í þeim báðum, og í sýningarsal Náttúragripasafns- ins að auki sama daginn. Var þá stundum skammur tími fyrir hann að hlaupa á milli húsanna. Kom það fyrir að gestir, sem heimsóttu fleiri söfn sama daginn, urðu allundrandi þegar alls staðar tók á móti þeim sami gæzlumaðurinn. Kristján var söngelskur maður og hafði gaman af tónlist. Hann söng lengi i Kantötukór Akureyrar á yngri áram og lék á orgel í frístundum fram á siðustu ár. Hann var lengi kirkjuorganisti í Kaup- angskirkju. Síðari árin lék hann við messur í Miðgarðakirkju í Grímsey á meðan séra Pétur Sigurgeirsson þjónaði þar. Kristján rækti hin margvíslegu störf sin af vandvirkni og trú- mennsku fyrir þær stofnanir sem hann vann hjá, án þess að taka há laun fyrir. Stendur Akureyrarbær í þakkarskuld fyrir þjónustu hans. Sjálfur vil ég þakka Kristjáni marg- ar góðar stundir, fyrst sem ná- granna í Kaupangssveit, en síðar sem samstarfsmanni og samferða- manni. Blessuð sé minning hans. Hörður Kristinsson Minning: SigríðurH. Halldórs dóttir, Patreksfírði Að kvöldi laugardags 17. þ.m. andaðist í Sjúkrahúsi Patreksfjarð- ar heiðurskonan Sigríður Helga Halldórsdóttir, Stekkum 5b Pat- reksfirði. Hún hefði orðið níutíu og tveggja ára í nóvember næstkom- andi. Það er trú mín sem rita þess- ar fátæklegu línur, að hvíldin hafí verið henni kærkomin, og víst er að góða heimkomu hefur hún átt. Sigga Hall, eins og hún var gjaman kölluð af vinum og kunningjum, fæddist á Bíldudal árið 1896. For- erldrar hennar vora Guðmundína Jónsdóttir og Halldór Magnússon. Þau hjón áttu auk Sigríðar tvo syni, og eina dóttur, Gunnar og Kristjönu sem dóu ung af berklum, svo og Guðmund sem lést fyrir nokkram áram. Þau Guðmundur og Sigga héldu saman heimili. Því miður get ég ekki rakið lífshlaup hennar til hlítar, enda mun það ekki vera stór- brotið, en þeim mun stærra var hjartalag hennar. Fljótlega uppúr aldamótum tók íjölskylda hennar sig upp, og flutti búferlum til Pat- reksflarðar, og held ég að rétt sé með farið, að hún hafi alla tíð síðan búið í litla húsinu fyrir ofan Stekk- ana. Það var að vísu eitthvað byggt við það seinna, en hvorki var vítt til veggja né hátt til lofts. En þama hefur Sigga unað hag sínum vel, enda útsýnið fagurt og mikið. Og mun vart betra bæjarstæði fínnast þar í þorpinu. Sigga Hall giftist aldrei, en leitun var að jafn bam- góðri manneskju. Ég var svo lán- samur að kynnast Siggu náið síðustu 10—12 árin sem ég átti heima fyrir vestan. Það var gott að koma í litla eldhúsið hennar og spjalla yfír kaffibolla, og aldrei brást það að borð var hlaðið með bakkelsi. Og ekki þótti þeim sem lágir vora í loftinu síður að koma til hennar, því ávallt var eitthvert góðgæti til sem stungið var að þeim. Sigga var gjafmild svo af bar, af- mælisdögum yngri kynslóðarinnar gleymdi hún ekki, og var oft við- stödd á mínu heimili þegar haldið var upp á slíka daga. Það gat stund- um verið erfítt til fanga þama uppi í hlíðinni einkum að vetrarlagi þeg- ar snjór og hálka var, en ekki var Siggu Hall það eiginlegt að kvarta, þótt stundum væri á brattan að sækja. Síðustu árin sín dvaldist Sigga í góðu yfírlæti í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar, en þar sem húsið hennar stendur aðeins steinsnar frá því, skrapp hún oft og tíðum heim í bæinn sinn, einkum þó um sumar- tímann, á meðan heilsa og geta leyfðu. Nú þegar þessi mæta kona er kvödd, er mér efst í huga þakk- læti fyrir það, hvað hún reyndist minni fjölskyldu alla tíð vel. Mun það seint verða fullþakkað, og minningin um hana mun ylja mörg- um um hjartarætur, og þá ekki síst þeim sem fengu notið gæsku henn- ar á meðan þeir vora börn. Synir mínir senda henni alúðar þakkir og kveðjur. Ég bið góðan Guð að geyma Sigríði Halldórsdóttur. Blessuð sé minning hennar. Magni Steingrímsson t RANNVEIG ÞORKELSDÓTTIR HANSEN, Hólavegi 25, SauAárkróki, lést miðvikudaginn 21. september í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Jarðarförin veröur tilkynnt síðar. Fyrir hönd vandamanna, Mátfreð Friðriksson, Sesselja Hannesdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir tengdafaðir og afi, HILMAR MAGNÚSSON, Logafold 50, Reykjavfk, andaðist þann 18. september. Jarðarförin auglýst síöar. Guðbjörg Krlstjánsdóttlr, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginkona mín, SIGRlÐUR ebenezardóttir, Hjarðarholti 13, Akranesl, lóst í Sjúkrahúsi Akraness 21. september. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Magnús Ásmundsson. Minning: Ingvar Kristjánsson bifreiðaeftirlitsmaður Ingvar fæddist 4. október 1904 að Grísartungu í Stafholtstungu í Borgarfírði, og lést á heimili sínu, Meðalholti 3, 5. desember 1987. Hann var einn af tólf börnum þeirra hjóna Þuríðar Helgadóttur og Kristjáns Krisljánssonar. Fjölskyldan bjó við þröng kjör. Bömunum var komið fyrir á öðram bæjum og foreldramir unnu hjá öðram, til dæmis í kaupavinnu. Ingvar var sendur að heiman á ellefta ári, fyrsta sumarið á Gufuá en seinna að Brennustöðum. Ingvar minntist þess alltaf hvað mikið hon- um leiddist og var það söknuðurinn eftir móður hans sem var sárastur. 1917 fluttist fjölskyldan til Borgar- ness og bjó í litlu húsi við þjóðveg- inn. Þar var oft fjölmennt og gest- risní mikil. Ingvar fór að vinna við bifreiða- akstur um tvítugt, og vann hjá Steindóri, BSÍ og hjá Hreyfli þang- að til hann var ráðinn við Bifreiða- eftirlit Ríkisins 1946. Þar vann hann til sjötugsaldurs. Ingvar var vinsæll sem prófdómari og ég hygg að margar taugaóstyrkar konur hér í bæ hafí náð bflprófí vegna traustr- ar og rólegrar framkomu hans. Arið 1931 kvæntist Ingvar Margréti S. Gunnlaugsdóttur frá Syðri-Völlum. Þau eignuðust 3 böm, Auði sem dó á fyrsta ári, Auði Björgu lækni í Svíþjóð og Gunnlaug tannlækni f Reykjavík. Margrét var mikil og rausnarleg húsmóðir. Hún lést árið 1962. Eftir það bjó Ingvar einsamall, en hafði síðustu árin náin samskipti við son sinn Gunnlaug og fjölskyldu hans í Álftamýri 21 og var þar daglegur gestur. Ég kynntist Ingvari fyrst þegar hann og Margrét fluttu á Grettis- götu 16. Þar bjuggu þá aldraðir foreldrar Margrétar, Björg Áma- dóttir og Gunnlaugur Gunnlaugs- son, ásamt syni sínum Gunnlaugi og dóttur sinni Ingibjörgu, sem ól mig upp. Hann var mér góður þá og reyndist mér líka seinna sem besti faðir. Ingvar var ákaflega stilltur og prúður maður og flíkaði ekki tilfinn- ingum sínum. Hann naut íslenskrar náttúrafegurðar, bæði á ferðalög- um og sérstaklega á veiðum, enda vora ijúpnaveiðar ein besta skemmtun hans. Síðustu árin kom í ljós að hann, sem litla menntun hafði öðlast f bemsku, fór að lesa mikið og hafði mikla ánægju af. Það var gott að heimsækja Ingv- ar, sem var með ólíkindum dugleg- ur við eldhússtörf. Hann var gest- risinn og bauð manni gjaman upp á heimabakaðar pönnukökur og kleinur, og nú munu fáar húsmæð- ur hafa gert betur. Við biðjum Drottin að blessa góðan dreng. Þórdís Guðmundsdóttir • ♦ » Leiðrétting í blaðinu á fímmtudag urðu þau leiðu mistök að lína féll niður í minningarorðum um Eirík Guðjóns- son í Asi er varðaði foreldra hans. Þau voru Guðjón Jónsson bóndi í Ási ættaður frá Bjóluþjáleigu og kona hans Ingiríður Eiríksdóttir frá Minni-Völlum í Landsveit. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum um leið og þau leiðrétt- ast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.