Morgunblaðið - 24.09.1988, Síða 3

Morgunblaðið - 24.09.1988, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 3 Þorsteinn Pálsson um virðisaukaskatt: Viljum lægra skatt- þrep á matvæli ÞORSTEINN Pálsson forsætís- ráðherra lýstí því yfir á um 100 manna fundi í Selfossbíói í fyrra- kvöld að tillaga Sjálfstæðisflokks- ins um lækkun söluskatts á mat- væli væri stefiiumarkandi og þvi ljóst að stefiia Sjálfstæðisflokks- ins í ákvörðun um virðisaukaskatt byggðist á þvi að skattþrepin yrðu tvö og það lægra á matvæli. Líflegar umræður urðu á hinum fiölsótta fundi Kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins á Suðurlandi um stjómarslitin og stjómmálaviðhorfið, en aðspurður um tillögu sjálfstæðis- manna um afnám matarskattsins svokallaða sagði Þorsteinn Pálsson: „Þessi tillaga um að lækka sölu- skatt á matvæli um 10%, markar þá stefnu að það verði tvö skattþrep í virðisaukaskatti þegar hann tekur gildi og að lægra skattþrepið verði á matvæli." Skarphéðinn Asgeirsson í Amai'o látinn SKARPHÉÐINN Ásgeirsson eig- andi Amaro, á Akureyri lést í íyrradag, 22. september. Hann iætur eftir sig eiginkonu og þijá uppkomna syni. Skarphéðinn fæddist 3. mars 1907 að Gautstöð- um á Svalbarðsströnd f Suður- Þingeyjarsýslu, sonur þjónanna Asgeirs Stefánsson, og Sigrúnar Jóhannsdóttur. Skarphéðinn var sjálfmenntaður smiður og múrari. Hann flutti til Akureyrar um 1930 og giftist þar eiginkonu sinni Laufeyju Tryggva- dóttur. Hann vann m.a. við byggingu skrifstofuhúss KEA um þetta leyti. Árið 1932 fór Skarphéðinn að smiða leikföng úr tré og varð það upphafið að fyrirtækjarekstri hans. Amaro stofnaði hann svo 1940. Árið 1947 kaupir hann Ryels-verslun á Skarphéðinn Ásgeirsson. Akureyri en árið 1959 hefst hann handa við að byggja Amaro-húsið í bænum. Þar var svo fyrst verslað árið 1963. Frá því ári hefur rekstur Amaros aukist jafn og þétt og naut Skarphéðinn stuðnings sona sinna þriggja við uppbyggingu þess, þeirra Brynjars, Birkis og Kristjáns. Samtök auglýsenda: Samþykkja auk- ið upplagseftirlit TILLAGA stjórnar Samtaka auglýsenda um aukið upplagseftirlit með tímaritum og dagblöðum, auk samsvarandi upplýsinga fyrir jjósvaka- fjölmiðla, var einróma samþykkt á almennum félagsfundi síðastliðinn fimmtudag. Tæplega þrjátíu fulltrúar þeirra fyrirtækja, sem aðild eiga að samtökunum og mest auglýsa sátu fundinn. Að sögn Sigurðar B. Sigurðssonar formanns félagsins, var stjóminni falið að kynna félagsmönnum enn frekar hvað í tillögunni felst. „Með þessari samþykkt hefur stór hópur auglýsenda samþykkt að stjóm fé- lagsins stuðli að virku upplagseftir- liti,“ sagði Sigurður. „Það má segja að þetta sé í fyrsta sinn sem hópur auglýsenda tekur beina afstöðu með upplagseftirliti en markmið fundar- ins var einmitt að vekja áhuga fé- lagsmann á tillögunni og gera mönn- um grein fyrir að nú er tími fyrir auglýsendur að gera upp við sig hvort þeir álíti upplagseftirlit nauð- synlegt þegar til þess kemur að ákveða þarf hvar á að auglýsa. “ Maður dæmdur í fimm mánaða fangelsi: Ók viljandi á mann á reiðhjóli MAÐUR á fertugsaldri var í gær dæmdur í Sakadómi Reykjavíkur tíl fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar, og til að sæta 12 mánaða ökuleyfissviptingu, fyrir að aka, af ásettu ráði, á mann á reiðhjóli. Maðurinn ók siðan á þjólreiðamanninn, sem kastast hafði af hjólinu. Við það kastaðist hann upp á vélarlok og í framr- úðu bílsins og þannig ók maðurinn bflnum nokkurn spöl. Síðan snar- hemlaði hann þannig að hjólreiðamaðurinn kastaðist fram af bílnum og í götuna. Eftir þetta ók maðurinn hratt og óvarlega upp á gangstétt hægra megin fram úr bifreiðum á Lauga- vegi og stofnaði þannig, að áliti dómsins, á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu annarra vegfarenda f aug- ljósan háska. Atburðurinn átti sér stað í mars- mánuði. Maðurinn hefur frá upp- hafi málsmeðferðar neitað sök en 6 vitni sem yfirheyrð voru báru á sama veg og kærandinn um máls- atvik og er sakfellingin grundvölluð á framburði þeirra. Rúmu ári fyrir þennan atburð hafði ökumaðurinn hlotið þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm sem var tekinn upp í þessu máli. Maður- inn taldist hafa rofíð skilorð dóms- ins og á því fimm mánaða fangels- unin við um bæði málin. Hinn dæmtíi tók sér fjórtán daga frest til að ákveða hvort hann unir dóminum, sem Helgi I. Jónsson kvað upp, eða áfrýjar. Morgunblaðið/Bjarni Grandi frystir nú fiskinn bæði á sjó og landi og því var ekki úr vegi að verkakonurnar úr landi brygðu sér í heimsókn í „nýja frystihúsið“ og skoðuðu aðstæður hjá keppinautnum. Frystitogarinii Snorri Sturluson kominn heim: Breytingar kostuðu um 140 milljónir króna FRYSTITOGARI bættist í fiskiskipaflota Reykvíkinga í gær þegar Snorri Sturluson RE 219 kom til landsins eftir gagngerar breyting- ar í PóIIandi, sem tekið hafa þijá mánuði. Kostnaður við breyting- arnar á skipinu, sem smíðað var á Spáni 1973, nema milli 135 og 140 miiyónum króna. Tilgangur breytinganna er tvíþættur; í fyrsta lagi var kominn tími tíl endurnýjunar á Snorra vegna aldurs og í öðru lagi var raunhæft að útbúa skipið til sjófrystingar, sem ætluð er hagkvæm rekstrarleið fyrir togara af þessari stærð. Þar við bætíst að þessi nýja framleiðsla styrkir heildarframleiðslugnum Granda hf. á sjávarafurðum, að sögn stjórnenda fyrirtækisins. Umfangsmiklar breytingar voru gerðar á togaranum og má þar nefna að lestin var endumýjuð og breytt í frystilest, sem er um 600 rúmmetrar að stærð og tekur u.þ.b. 400 tonn af fiystum físki. Á millidekki vom endumýjaðar allar sjó-, vatns- og raflagnir og var fískmóttakan klædd ryðfríu stáli. í Snorra vom sett fjögur frysti- tæki, þar af eitt lóðrétt, sem frysta 48 lestir á sólarhring. Komið var fyrir nýju aðgerðarkerfi, með blóðgunarkömm, færiböndum og fískvinnslulínu, sem hægt er að vinna í bolfísk, grálúðu og karfa. í togaranum em einnig físk- vinnsluvélar frá Baader af nýjustu gerð, eins og t.d. slægingarvél, flökunarvél og roðfléttivél. Snorri Sturluson er fyrsti íslenski frysti- togarinn sem hefur Baader 184- flökunarvél um borð, en hún er sérstaklega gerð til að skera beina- garð og þunnildi frá flökunum, sem auðveldar mjög framleiðslu á dýr- ari pakkningum. í Snorra er fullkomið vogakerfi fyrir pökkun og flokkun frá Póls- tækni hf., á ísafirði. Sett var ný ljósavél og rafall til að mæta auk- inni orkuþörf vegna vinnslu og frystingar. Voldugur skrúfuhring- Fréttastofa útvarps: Arnar Páll og Halldór ráðnir HALLDÓR Halldórsson og Am- ar Páll Hauksson hafa verið ráðnir tíl fréttastofu Rikisút- varpsins. Alls sóttu 37 um þær tvær stöður er lausar voru. Á fundi útvarpsráðs í gær hlaut Halldór flest atkvæði eða 6. Bima Þórðardóttir hlaut 4 at- kvæði. Guðrún S. Eyjólfsdóttír hlaut 2 atkvæði en eitt atkvæði hlutu Amar Páll Hauksson og Ólöf Rún Skúladóttír. © ur frá Stálsmiðjunni hf. er á skip- inu, sem eykur togkraft skipsins um 20%. Á aðaiþilfari var síðum lokað og settar göngubrýr og öll vinnu- aðstaða á dekki bætt og endumýj- uð. Sjálft þilfarið hefur verið nán- ast tvöfaldað og sjálfvirkur tog- búnaður settur á aðalspil frá Raf- boða hf. Miklar endurbætur vom gerðar á stjómbúnaði skipsins og nýr radar, höfuðlínu og dýptar- mælir sett í brúna. Fjöldi annarra breytinga og endurbætur vom gerðar á togaranum í Gryfía-skip- asmiðastöðinni í Póllandi. Stórþjóftiaður upp- lýstur á Suðumesjum Stálu humri fyrir eina og hálfa milljón króna LÖGREGLAN í Keflavík hefur upplýst stórfelldan þjófinað á humrí frá þremur fyrírtækjum á Suðurnesjum. Fjórir menn á aldrinum 20—30 ára úr Keflavík og Njarðvík hafa viðurkennt stuldinn. Þrír mannanna hafa náðst og liggur játning þeirra fyrir. Fjórði maður- inn var handtekinn i Sviþjóð á fimmtudaginn, og kom hann í lög- reglufylgd tíl landsins i gær. Hann var þegar i stað úrskurðaður i 15 daga gæsluvarðhald. Við yfirheyrslur viðurkenndu mennimir að hafa fieiri innbrot á samviskunni og að hafa stolið 280 flöskum af áfengi úr skemmu varnarliðsins á Keflavikurflugvelli. INNLENT John Hill, lögreglufulltrúi Rann- sóknarlögreglunnar í Keflavík, sagði að mennimir hefðu viður- kennt að hafa brotist fímm sinnum inn í frystigeymslur og stolið þaðan humri sem þeir sfðan seldu til veit- ingahúsa í Reykjavík. Ekki væri vitað með vissu um hversu mikið magn væri að ræða því nákvæmar tölur um hversu mikið af humri væri í frystigeymslunum lægju ekki fyrir en talið væri að verðmæti humarsins væri um ein og hálf milljón króna. Mennimir brutust tvívegis inn hjá tveim fyrirtækjum í Sandgerði, Rafni og Miðnesi hf., og einu sinni hjá Keflavík hf. þar sem þeir stálu humrinum. Innbrotin voru framin að nóttu til og morguninn eftir héldu þeir til Reykjavíkur, þar sem humarinn var boðinn til sölu hjá veitingahúsum víðs vegar um bæ- inn. Humarinn var seldur á hálf- virði eða 800 kr. kg og er vitað um 14 til 15 veitingahús sem áttu við- skipti við mennina. Lögreglan hafði mennina gran- aða um að hafa fleira á samvisk- unni, og við yfirheyrslur viður- kenndu þeir að hafa brotist inn sex sinnum í víngeymslur varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli á undanföm- um tveimur áram, þar sem þeir stálu 280 eins lítra flöskum af áfengi. Við þau innbrot nutu þeir aðstoðar tveggja annarra manna sem hafa viðurkennt aðild sína. Enginn mannanna starfaði á Keflavíkurflugvelli, og fóru þeir yfir vamargirðinguna í leiðöngram sínum í víngeymsluna. Vínið var ekki selt heldur notað til eigin þarfa eða gefíð kunningjum. Þá viður- kenndu Qórmenningamir að hafa stolið hljómflutningstækjum úr nokkrum bifreiðum á Suðumesjum, og einn mannanna hefur játað inn- brot í raftækjaverslun í Keflavík þar sem hann stal myndbandstæki og fleiri rafmagnsvöram. BB Jóhann vann van der Wiel JÓHANN Hjartarson vann Hol- lendinginn van der Wiel í 12. umferð Interpolisskákmótsins í Tilburg í Hollandi. Jóhann er þá kominn i 5. sætíð með 5'/2 vinn- ing. Anatolíj Karpov er efstur á mótinu með 9 vinninga, vinningi ofan við Nigel Short. Ekkert jafntefli var samið í 12. umferð skákmótsins sem er heldur óvenjulegt. Karpov vann Lajos Portisch, Short vann Robert Húbner og Jan Timman vann Predrag Nic- olic. Jóhann vann van der Wiel með hvítu í 49 leikjum. Karpov er efstur með 9 vinninga og Short er með 8 vinninga. Nic- olic og Timman era í 3.-4. sæti með 6 vinninga. Jóhann er í 5. sæti með 5 V2 vinning, Hubner og Portisch hafa 5 vinninga og vair der Wiel rekur lestina með 3V2 vinning. Tvær umferðir eru eftir á skákmót- inu og teflir Jóhann við Húbner og Short. Honum nægir einn vinningur til að halda skákstigum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.