Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 Ný reglugerð um akstur leigubifreiða ÚTHLUTUN atvinnuleyfa til nýrra leigubílstjóra I Iteykjavík og nágrenni ræðst framvegis af frammistöðu umsækjenda á prófi sem menn verða að gang- ast undir að afloknum námskeið- um. Er þetta helsta nýmæli reglugerðar um tilhögun leigu- bifreiðaaksturs í Reykjavík og nágrenni sem Matthías Á. Mat- hiesen samgönguráðherra hefur gefið út. Á námskeiðunum verður m.a. lögð áhersla á kennslu í lögum og reglum um leigubifreiðar, bókhaldi og rekstri leigubíla, akstri atvinnu- bifreiðar, framkomu og þjónustu við farþega, gatnakerfínu, hjálp í viðlögum og undirstöðuatriði í ensku. í frétt frá samgönguráðu- neytinu kemur fram að tilgangur þessara breytinga sé öðru fremur sá að auka jafnrétti umsækjenda um atvinnuleyfi þar sem úthlutun byggist nú á formlegum mæli- kvarða á hæfni umsækjenda en ekki fijálsu mati stjómvalda hveri-' sinni. Ferskfískútflutningnr í byijun október: Leyftað flyfía 730 tonnígámum SAMRÁÐSNEFND um útflutn- ing á óunnum fiski hefur gefið leyfi fyrir sölu á 730 tonnum af þorski og ýsu í Bretlandi vikuna 2. til 8. október. Átta skip fengu leyfi tfl að sigla með afla þessa viku, samtals 550 tonn af þorski og ýsu. Alls var sótt um leyfí til að flytja út 1400 tonn af físki í gámum og um 400 tonnum meir en leyft var með skipum. Þau skip sem leyfí fengu eru Vísir, Una í Garði, Hrísey, Lyngey, Ottó Wathne, Hafnarey, Særún og Sandgerðingur. Þetta mun vera í síðasta sinn sem samráðsnefndin úthlutar leyfum fyrir fisksölu á Bretlandsmarkað. Vilhjálmur Vilhjámsson einn nefnd- armanna segir að framhaldið sé óljóst þar sem það fari eftir vilja stjómvalda. VEÐURHORFUR íDAG, 24. SEPTEMBER 1988 YFIRLIT í GÆR: Hæð yfir Grænlandi en lægð austur við Noreg. SPÁ: Norðangola eða kaidi víðast hvar á landinu. Skýjaö og dálítil rigning norðanlands en þurrt og víða léttskýjað syðra. Hiti 2—9 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG: Norðaustanátt og fremur kalt í veðri. Skýjað og skúrir eða slydduél á norðanverðu landinu en þurrt og víða léttskýjað fyrir sunnan. HORFUR A MÁNUDAG: Hæg breytileg átt og léttskýjað á austan- verðu landinu, suðaustan gola eða kaldi og skýjað en þurrt á vest- anverðu landinu. Fremlir kalt í veðri. TÁKN: C y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius stefnu og fjaðrirnar • V Skúrir Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. * V Él r Léttskýjaö / / / / / / / Rigning = Þoka / / / Þokumóða i Hálfskýjað * / * Súld V Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * —1* Skafrenningur l Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyrí Reykjavík hHi S 8 veður alskýjað hilfskýjað Bergen 12 rigning Helsinki 13 þokumóða Kaupmannah. 13 þokumóða Narssarssuaq +1 heiðskírt Nuuk 1 léttskýjað Osló 12 rigning Stokkhólmur 14 þokumóða Þórshöfn 10 skýjað Algarve 24 heiðskírt Amsterdam 12 rigning Barcolona 23 þokumóða Chicago 14 léttskýjað Feneyjar 19 þokumóða Frankfurt 18 skýjað Glasgow 11 rígning Hamborg 17 hátfskýjað Las Palmas 24 skýjað London 16 hálfskýjað Los Angeles 16 heiðskfrt Lúxemborg 12 rigning Madríd 23 léttskýjað Malaga 28 helðsklrt Mallorca 25 skýjað Montreal 13 rigning New York 18 mistur Parfs 14 rígning Róm 23 þokumóða San Diego 16 heiðskírt Winnipeg 4 heiðskírt Rannsóknarnefhd sjóslysa: Hugað að kaupum á neðansjávar- kvikmyndavél Ætíunin er að rannsaka nánar tíð óhöpp á trillum Rannsóknarnefnd sjóslysa hef- ur nú í hyggju að festa kaup á fullkominni neðansjávarkvik- myndavél og tilheyrandi búnaði til þess að finna flök báta og skipa á hafsbotni. Slíkur búnaður er talinn forsenda þess að hægt sé með nokkurri vissu að rann- saka orsakir sjóslysa. Þessi ætlan nefndarinnar byggist meðal annars á tíðum óhöppum smábáta, en á þessu ári hafa 6 slíkir bátar farizt, þrátt fyrir að veður hafi verið skaplegt. Kristján Guðmundsson, starfsmaður nefíid- arinnar, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að nauðsynlegt væri að ná bátunum upp til að geta komizt að því, hvað hafi valdið óhöppunum. Þegar það liggi fyrir, geti menn síðan metið það, hvort öiyggi bá- tanna sé minna en talið hafí verið, en þessi tíðu slys benda meðal ann- ars til þess að örygginu sé ábóta- vant. Kristján sagði ennfremur, að yrði myndavélin keypt, kæmi hún vissu- lega að notum við rannsóknir á flök- um allra skipa, ekki aðeins smá- báta. Myndavélin væri eiginlega forsenda þess, að viðunandi niður- stöður fengjust úr rannsóknum á orsökum sjólsysa. Ættarmót niðja Björns Gunnlaugs- sonar í TILEFNI 200 ára afinælis Björns Gunnlaugssonar, stærð- fræðings og yfirkennara, verður haldið ættarmót afkomenda hans og frú Ragnheiðar Bjarnadóttur laugardaginn 24. september. Samkoman verður haldin í Átt- hagasal Hótels Sögu frá kl. 15.00 til kl. 18.00. (Fréttatilkynmng) Efltirgjöf Pósts og síma til aldraðra felld niður vegna spítalalegu ALLLENGI hafa aldraðir, sem qjóta fullrar tekjutryggingar, fengið eftirgjöf frá Póst & símamálastofiiuninni á árs- fjórðungsgjaldi síma. Hefiir skilyrðið verið að menn nytu fúllrar tekjutryggingar. Morgunblaðinu er kunnugt um konu, sem notið hefur þessarar eftirgjafar ársfjórðungsgjaldsins, en nú nýverið fékk hún bréf frá Pósti & síma, þar sem henni var tilkynnt að hún hefði verið svipt eftirgjöfínni á þeirri forsendu að hún væri ekki á lista yfír þá að- ila, sem nytu fullrar tekjutrygg- ingar frá Tryggingastofnun ríkis- ins. Ástæður þess að konan fellur út af listanum eru veikindi og sjúkrahússlega. Hefur hún nú engar bætur frá tryggingastofn- un, en er þrátt fyrir það gert að greiða ársfjórðungsgjald símans. Samkvæmt upplýsingum, sem fengust á skrifstofu Póst & síma- málastofnunarinnar, er spurzt var fyrir um þessar reglur, hefur oft verið kvartað yfir þeim og fannst svaranda þær ósanngjamar. Þrátt fyrir það gæti stofnunin ekkert í málinu gert, þar sem ekki hefði fengist heimild samgönguráðu- neytisins til undantekninga í þess- um tilfellum, sem um veikindi væri að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.