Morgunblaðið - 24.09.1988, Page 33

Morgunblaðið - 24.09.1988, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 33 Kjörbúð Skutuls. Á innfelldu myndinni er eigandi verslunarinnar, Morgunblaðið/RúnarÞór Sæmundur Friðriksson. _____________________________________ Pajero og fíange fíover Merktar aurhlífar. Svartar lugtargrindur. Merktir hliðarlistar. • Úrval af aukahlutum Sendum í póstkröfu samdægurs! Varahlutaversiun Akureyri, Símar 96-21365 og 96-21715. Kjörbúð á hjólum Opin á morgnana úti í Þorpi og á Brekkunni eftir hádegi Nýstárleg verslun hóf starf- semi sína á Akureyri í vikunni, en það er kjörbúð á hjólum í eig- inlegri merkingu. Verslunin er rekin í enskum eðalvagni, Bed- ford, árgerð 1955, sem er meira að segja með stýrið „öfúgu“ megin. Verslunin er opin á morgnana úti i Þorpi, nánar til- tekið við Bugðusíðu, frá kl. 9-12 og í hádeginu er versluninni beinlínis ekið upp á Brekku og þar er opið frá kl. 13-18 á gatna- mótum Hlíðarlundar og Hjalla- lundar. Sæmundur Friðriksson á og rek- ur versiunina. Auk hennar rekur hann fiskverkun Skutuls, sem er á Óseyri. „Hugmyndin kviknaði í fyrra þegar ég og Helgi Bergþórs- son rákum fiskbúð við Strandgötu. Okkur datt þá í hug að láta byggja ofan á vörubíl, sem við þá áttum, og gerast svona farandfisksalar í bænum. Við sóttum um leyfi til fisk- sölu í bænum sem við fengum, en framkvæmdin var bara of dýr svo við hættum fljótlega við þetta. Síðan gerist það að ég og konan mín vorum á ferðalagi fyrir austan í sumar og sáum þennan bfl, sem var auðvitað upplagður í slíkan verslunarrekstur, en á Egilsstöðum var búið að reka bflinn sem kjörbfl Héraðsbúa í ein 20 ár,“ sagði Sæ- mundur. Hann sagðist hafa gert nokkrar lagfæringar á bflnum eftir kaupin og sett í hann kælipressu og einn kæliskáp til viðbótar við þá skápa sem fyrir voru. Auk þess lét hann tengja í hann vask og rennandi vatn. Á báðum þeim stöðum, þar sem bfllinn er á daginn, hefur Sæ- mundur látið setja upp fyrir sig rafmagnstöflu og getur hann því stungið kæliskápunum við rafmagn þar. Sæmundur sagði að stefnan hjá sér væri að rýmka svolítið opn- unartímana og mætti þá búast við að bfllinn yrði opinn á kvöldin og um helgar. Verslunin er með nýjan fisk á boðstólum auk nýs kjötmetis frá Bautabúrinu og Kjamafæði. Einnig er boðið upp á tilbúna fiskrétti frá fiskbúð Baldurs, mjólk, kaffi, pakkavörur, súpur, sósur, grauta, hreinlætisvörur og ný brauð frá Einars bakaríi svo eitthvað sé nefnt. „Eg er í raun með allt það helsta sem smærri nýlenduvöruverslanir bjóða upp á,“ sagði Sæmundur að lokum. Ráðstefina um umhverfismál Ráðstefna um umhverfismál hófst á Hótel KE A í gær. Þátttak- endur eru yfir 150 talsins og er ráðstefhan haldin á vegum Fé- lags íslenskra landslagsarkitekta í samvinnu við umhverfisdeild Akureyrar og Skipulag ríkisins. Ráðstefnunni iýkur á sunnudag. Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri setti ráðstefnuna kl. 18.00 í gær og því næst kynnti Finnur Birgisson skipulagsstjóri Akur- eyrarbæjar skipulag bæjarins. Eftir kvöldverð, var opnuð sýning á fyrir- huguðu skipulagi Skátagils og Ráð- hústorgs og á hverfaskipulagi Reykjavíkur. I dag kl. 9.30 ræðir próf. Sven Ingvar Andersson frá Arkitekta- skólanum í Kaupmannahöfn um útivistarsvæði í bæjum. Þá flytja þeir Einar E. Sæmundsen garðyrk- justjóri í Kópavogi og Hallgrímur Guðmundsson sveitarstjóri á Höfn í Homafirði erindi um stjóm um- hverfismála hjá sveitarfélögum. Eftir hádegið flytur Þorvaldur S. Þorvaldsson forstöðumaður Borg- arskipulags Reykjavíkur erindi um hugtakið „Winter Cities", bæir á norðurslóð. Hallgrímur Indriðason framkvæmdastjóri Skógræktarfé- lags Eyfirðinga ræðir því næst um útivistarskóga og frá kl. 16-18 verður farið í skoðunarferð um skógræktarsvæði í Eyjafirði. Áætl- að er að slíta ráðstefnunni formlega kl. 23.00 á laugardagskvöld, en á sunnudag á milli kl. 11 og 12 verð- ur boðið upp á skoðunarferð um Lystigarð Akureyrar undir leiðsögn starfsmanna á Náttúrufræðistofn- un Norðurlands. Glötuö ást Carolc Morllrocr Q* ásútgáfan ^ Já, nú getur þú gert hj hagstæð haustinnkaup! í ár bjóöum viö upp á tvær gerðir af KJARABÓTAR-pökkum: A-geröina sem inniheldur, file roastbeef, gullas, snitsel í raspi, hakk og hamborgara. Þyngd og hlutföll samsvara því aö keyptur sé ca 1/7 hluti af skrokk. Þessi pakki kostar aðeins 9.500,00 B-geröin inniheldur blöndu af DÚDDA-vörunum okkar, sem flestir þekkja úr frystiborðum verslana, þennan pakka bjóöum viö á aðeins 5.500,00 kr. \ i / Það er gott að geta sparað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.