Morgunblaðið - 15.10.1988, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.10.1988, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 A ugnablik E ilífðarinnar Laura Biagiotti ROMA P a r f u m s CLARA Laugav. NANA Fellag. HYGEA Austurstr. ANDORRA Hafnarf. APÓTEK KEFLAVÍKUR CLARA Krlnglunni NANA Hólag. TOPPTÍSKAN Aðalstr. HOLTS APÓTEK KRISMA ísafirði HILMA Húsavík Ódýrar RAFMAGNS- TALfUR 100kg-200kg. fyrirvörulagera, vericstæói, byggingaverktaka, bændurogfleiri. Egumeinnig fyririiggjandi: Mótahreinsi vélar. Steypuhrærivélar. Rafstöðvar. Flísasagir. Ijoftþjöppur. Verkstæðiskrana. SALA-SALA-SALA-SALA LEIGA-LEIGA-LEIGA-LEIGA VÉLA- OG PALLALEIGAN Sími687160. Fosshálsi 27, Reykjavík. Nýir íslenskir skrautveggir á sýningu sem 818. 20% kynningarafsiáttur um helgina Idag ogámorgun frá kl. 14-18 verður sýning á THB skilrúmum í Smiðsbúð 12 í Garðabæ. Hér er um að ræöa hilluveggi. skápa- veggi. glerveggi og skrifstofuveggi. Þetta eru skilrúm sem ýmist halda eða brjóta sjónlinu i vistarveru. opin eða lokuð. Framleiðslan hentar sem skilrúm eða skrautveggir, t.d. á milli eidhúss og stofu eða gangs, þar sem stóru rými er skipt niður, einnig i skrifstofur o.fl. Morgunblaðið ÍW aldimar Kristinsson Nýkjörin stjórn íþróttaráðs LH, fremri röð frá vinstri Hafliði Gísla- son, Pétur Jökull formaður og Lísbet Sæmundsson, í aftari röð Guðmundur Sveinsson, Jens Óli Jespersen, Guðmundur Einarsson og Trausti Þór Guðmundsson. 11. Arsþing íþróttaráðs LH í Mosfellsbæ: Pétur Jökull hlaut góða kosningu á flölmennu þingi _______Hestar_____________ Valdimar Kristinsson Fjölmennasta ársþing íþrótta- ráðs Landssambands hesta- mannafélaga var haldið í Mos- fellsbæ sl. laugardag þar sem saman komu 91 fulltrúi íþrótta- deilda víðsvegar að af landinu. Nokkurrar spennu gætti fyrir þingið þar sem vitað var að Hallgrímur Jóhannesson úr Keflavík myndi gefa kost á sér í formannskjör á móti Pétri Jökli Hákonarsyni. Var búist við spennandi kosningum miili þeirra. Stuðningsmenn Hallgríms töldu nokkuð líklegt að hann næði kjöri sem þó fór á annan veg því Pétur hlaut 54 atkvæði á móti 28 atkvæð- um Hallgríms. Meðstjómendur voru kjömir þau Lísbet Sæmundsson, Trausti Þór Guðmundsson, Hafliði Gíslason og Guðmundur Sveinsson. í varastjóm vora kjömir þeir Jens Óli Jespersen og Guðmundur Ein- arsson. Athugasemd var gerð við kosningu meðstjómenda þar sem kosið var um fjögur sæti, en ýmsir töldu að með réttu ætti að kjósa um tvær stöður eins og tíðkast hef- ur á undanfömum þingum. Guð- mundur Jónsson, annar tveggja þingforseta, stóð á því fastar en fótunum að kjósa ætti um fjórar stöður og las hann upp úr lögum íþróttaráðs fyrir þingheim máli sínu til stuðnings. Eftir þetta vaknaði sú spuming hvers vegna kosningum hafí verið háttað á annan veg und- anfarin ár, en ekki fékkst við- hlítandi svar á þinginu. Fjórir gestir fluttu erindi um ýmis mál viðkomandi hestaíþrótt- um. Hæst bar að sjálfsögðu erindi Sigurðar Magnússonar fram- kvæmdastjóra ISI, en hann fræddi menn um uppbyggingu íþrótta- hreyfingarinnar í landinu og einnig gerði hann grein fyrir hvað liði stofnun sérsambands hestaíþrótta- manna. Sem kunnugt er var fyrir- hugað að sérsambandið yrði stofnað fyrri hluta þessa árs. Sagði Sigurð- ur ástæðumar fyrir þessum seina- gangi einkum tvær, í fyrsta lagi seinagangur hjá mörgum héraðs- og ungmennasamböndum og það missætti sem ríkt hefur meðal hestamanna og átti hann þar við úrsögn Eyfirðinga úr LH, og ailt sem því hefur fylgt. Kári Amórsson stjómarmaður í LH gerði grein fyr- ir breytingum á keppnisreglum FEIF (Evrópusamband eigenda íslenskra hestaeigenda) sem sam- þykktar voru á aðalfundi sambands- ins. Þá gerði Sigurður Ragnarsson varaforseti FEIF grein fyrir störf- um stjómar samtakanna og ýmsum málum viðkomandi þeim. Að síðustu flutti Helgi Sigurðsson dýralæknir erindi um fótaskoðun, en hann sá um fótaskoðun á Is- landsmótinu í sumar. Lagði Helgi til að gerðar yrðu ýmsar breytingar á reglum um fótabúnað, en hann taldi þær ekki nógu aðgengilegar til að vinna eftir. Af þeim tillögum sem samþykkt- ar voru má nefna að lágmarksstig til þátttöku í íslandsmótum vom afnumin, einnig var ákveðið að 150 og 250 metra skeið skyldu ekki tekin inn sem fullgildar greinar á íslandsmótum sem reiknaðar yrðu með í stigasöfnun, heldur skyldu áfram vera aukagreinar og verði það í valdi framkvæmdaaðila mót- anna hveiju sinni hvort önnur hvor greinin verði með í dagskrá. íþróttadeild Harðar, sem sá um þinghaldið að þessu sinni, bauð fram mótssvæði sitt fyrir úrtökuna fyrir heimsmeistarakeppnina næsta sumar og var samþykkt að þiggja boðið. Þá var og samþykkt að þeir sem tækju þátt í mótum fyrir ís- lands hönd yrðu að hafa íslenskan ríkisborgararétt sem þýðir að aðeins íslenskir ríkisborgarar verði gjald- gengir í úrtökunni. Þá var sam- þykkt að auka vægi gæðingaskeiðs- ins úr 100 stigum í 120 stig til jafns við töltkeppnina og ennfremur var samþykkt að leyfa písk á nýjan leik í gæðingaskeiðinu. I úrslitum hindr- unarstökks verða nú reiknuð tvö refsistig fyrir hveija fellda hindmn en áður gilti tímataka eingöngu. Á síðasta ársþingi íþróttaráðs LH sem haldið var á Húsavík var sam- þykkt að leggja íþróttaráð LH niður þegar til stofnunar sérsambandsins kæmi og má ætla að sú ákvörðun standi. Hinsvegar hefur sú spuming vaknað hvort ekki verði að bera slíka samþykkt undir ársþing LH þar sem íþróttaráð var á sínum tíma stofnað af LH og hefur starfað alla tíð undir yfírstjóm þess. Ársþing LH verður haldið dagana 4. og 5. nóvember og kemur þá í ljós hvort samþykkt íþróttaráðs verður borin þar undir þingheim. Þá má minna á aðra samþykkt frá þinginu á Húsavík þar sem stjóm íþróttaráðs var falið að leggja fram tillögu um samræmingu á fótbúnaðarreglum sem gilda í gæðingakeppni og hestaíþróttum. I því felst að heimilt verði að nota tíu millimetra skeifur án plasts í gæðingakeppni eins og leyfilegt er í íþróttakeppni. Greinilegt er að hestaíþróttir era í mikilli uppsveiflu ef marka má góða þátttöku á þessu þingi og eins metþátttöku á Islandsmótinu sem haldið var í Mosfellsbæ í sumar. íþróttadeildum hefur fjölgað vera- lega og má vafalaust þakka það inngöngu hestamanna í íþróttasarrt- tökin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.