Morgunblaðið - 15.10.1988, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.10.1988, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 Ritstjóraskípti hjá Frjálsu fratntaki hf. RITSTJÓRASKIPTI hafa orðið á tveimur tímaritum sem útgáfu- fyrirtækið Frjálst framtak hf gefúr út: Fijálsri verslun og Sjónvarpsvísi Stöðvár 2. Kjartan Stefánsson sem verið hefúr rit- stjóri Frjálsrar verslunar frá ársbyijun 1986 lætur af því starfi Brutu rúðu og kveiktu í bfl BROTIST var inn í rauðan Volvo og kveikt í honum við Kapla- skjólsveg 11 aðfararnótt laugar- dagsins. Bíllinn er talinn gjöró- nýtur. Bfllinn stóð fyrir utan húsið og varð eigandinn einskis var fyrr en að morgni föstudagsins er hann sá að hliðarrúða hafði verið brotin og kveikt í bflnum. Mælaborð, stýrir- hjól og sæti og innréttingar voru brunnin til ösku. Ekkert er vitað um þá sem þarna voru að verki en vitni sem gefið gætu upplýsingar um málið eru beðin að snúa sér til Rannsóknarlögreglunnar. og við tekur Helgi Magnússon viðskiptafræðingur. Helgi Magnússon útskrifaðist frá Viðskiptadeild Háskóla íslands vor- ið 1974 og löggiltur endurskoðandi varð hann vorið 1976. Á árunum 1976-1986 rak Helgi eigin endur- . skoðunarskrifstofu í Reykjavík, en síðasta hálfa annað árið hefur hann gegnt forstjórastöðu hjá Ferðaskrif- stofunni Útsýn. Kjartan Stefánsson tekur við rit- stjórn Sjónvarpsvísis Stöðvar 2 af Steinari J. Lúðvíkssyni aðairitstjóra Fijáls framtaks sem gegnt hafði ritstjórastöðu frá því Fijálst fram- tak tók við rekstri tímaritsins á miðju síðastliðnu sumri. Kjartan á að baki langan feril í blaða- mennsku. Hann var um tíma frétta- stjóri dagblaðsins Vísis, um tíma var Kjartan blaðafulltrúi Verslunar- ráðs íslands og sem fyrr greinir varð hann ritsyóri Fijálsrar versl- unar í ársbyijuh 1986. Meðritstjóri Kjartans að Sjón- varpsvísi Stöðvar 2 er Sighvatur Blöndahl markaðsstjóri Stöðvar 2 en ritstjómarfulltrúi blaðsins er Þorsteinn G. Gunnarsson. Ritstjóm- arfulltrúi Fijálsrar verslunar er Valþór Hlöðversson. Nefiid Qallar um efl- ingu Ríkisútvarpsins Menntamálaráðherra hefúr ákveðið að setja á fót starfsnefnd til að gera tillögur um efiingu Ríkisútvarpsins og kanna stöðu þess sem hér segir: 1. Hvemig verður núverandi flárhagsvandi Ríkisútvarpsins leystur á afgerandi hátt? 2. Hvemig verður Qárhagur Ríkisútvarpsins best tryggður til frambúðar? 3. Hvert á að vera hlutverk Ríkisútvarpsins með hliðsjón af breyttri fjölmiðlalöggjöf og breyt- ingum innan Ríkisútvarpsins á síðustu árum? 4. í hveijum mæli verður sjálf- stæði Ríkisútvarpsins eflt, í þágu hverra og með hvaða markmið? Nefndin á rétt á öllum nauðsyn- legum upplýsingum. Nefndin skal hafa lokið störfum fyrir lok nóv- embermánaðar nk. í nefndinni eiga sæti Amþrúður Karlsdóttir fjölmiðlafræðingur, Eið- ur Guðnason aiþingismaður, Ema Indriðadóttir, svæðissljóri Rflrisút- varpsins á Akureyri, Hörður Vil- hjálmsson, Qármálastjóri Rfkisút- varpsins, og Ögmundur Jónasson, formaður Starfsmannafélags Sjón- varps, og er hann formaður nefnd- arinnar. Með nefndinni starfar enn- fremur Þórhalldur Arason, skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneytinu. # Morgunblaðið/Sverrir Fjöldi gesta var viðstaddur á hátíðarfundi sem haldinn var í tilefoi af fímmtíu ára afaiæli SÍBS í gær, og var forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir á meðal þeirra. Hátíðardagskrá í tilefiii af 50 ára aftnæli SÍBS FIMMTÍU ára afinælis Sambands íslenskra berklasjúklinga var minnst með hátíðardagskrá í Súlnasal Hótel Sögu í gær að viðstödd- um forseta íslands, frú Vigdisi Finnbogadóttur. Fjöldi gesta var viðstaddur hátiðarfúndinn og bárust SIBS margar gjafir f tilefni afinælisins. Hátíðardagskráin hófst með því að blásarakvintett undir stjóm Lárusar Sveinssonar lék, en að því loknu voru flutt ávörp, og Oddur Ólafsson fyrrverandi yfirlæknir og alþingismaður greindi frá nokkrum þáttum úr sögu SÍBS. Kjartan Guðnason formaður SÍBS gerði í ávarpi sínu á hátí- ðarfundinum grein fyrir aðdrag- andanum að stofnun SÍBS og helstu sigmm sem hefðu unnist í viðburðaríkri sögu samtakanna. Færði hann síðan forseta íslands fyrsta eintakið af bók sem Gils Guðmundsson rithöfundur hefur ekrifað um sögu SÍBS og út kom í gær. Guðmundur Bjamason heil- brigðisráðherra gat þess I ávarpi sínu að undanfarin fimmtíu ár væru einhver mesti umbreytin- gatími í heilbrigðismálum á ís- landi. Benti hann á að uppbygging vinnuheimilisins að Reykjalundi hefði verið ótrúlega hröð, og eftir því sem berklasjúklingum hefði fækkað hér á landi hefði önnur starfsemi Reykjalundar eflst, og gegndi staðurinn nú tviþættu hlut- verki. Annarsvegar væri þar rekin fullkomnasta endurhæfingastöð landsins, en hins vegar væri stað- urinn miðstöð heilbrigðisþjónustu í Mpsfellsbæ, auk þess sem þar væri rekinn stóriðnaður. Nýjasti þátturinn í starfsemi Reykjalundar væri endurhæfing hjartasjúklinga, en í rauninni mætti segja að hjarta- sjúkdómar væru faraldur dagsins í dag og væru nú í svipuðu sæti hvað dánarorsakir varðar og ber- klar voru áður. Sagði heilbrigðis- ráðherra að undanfarið hafi staðið yfir viðræður við forráðamenn Reykjalundar um að þar rísi annað af tveimur sambýlum fyrir mjög fatlaða einstaklinga hér á landi, en starfsemi SÍBS hefði allt frá stofnun samtakanna aðlagast nýj- um og breyttum aðstæðum og leit- ast við að taka á þeim vanda sem brýnastur væri hveiju sinni, og þá ætíð í fullri samvinnu við stjóm heilbrigðismála hveiju sinni. Þing SÍBS verður haldið á Reykjalundi nú um helgina. Ríkisstjómin er ákveðin í að leysa vanda fiskeldisstöðva - segir forsætisráðherra „RÍKISSTJÓRNIN er ákveðin I að leysa gífurlegan rekstrar- og afurðalánavanda fiskeldisstöðva. Skipuð hefúr verið nefnd til að gera tillögur um leiðir til þess og hún á að skila tillögum sinum innan tveggja vikna,“ sagði Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Fulltrúar fiskeld- isfyrirtækja, banka og Qárfest- ingalánasjóða voru boðaðir á fúnd forsætisráðherra á fimmtu- daginn og sagði hann að fúndur- inn hefði verið nyög gagnlegur. í fréttatilkynningu frá land- búnaðarráðuneytinu segir að ráðu- Samband íslenskra viðskiptabanka: Útreikningar FII um vexti sagðir rangir og tulkun talna ámælisverð Morgunblaðinu barst í gær eft- irfarandi fréttatilkynning frá Sambandi íslenskra viðskipta- banka: Samband íslenskra viðskipta- banka vill vegna fréttaflutnings, sem ættaður er frá Félagi ísienskra iðn- rekenda og Verslunarráði um vaxta- kjör viðskiptavíxla, taka eftirfarandi fram: 1. Þær tölur sem gefnar eru upp um raunvexti af viðskiptavixlum eru rangar svo munar í sumum tilfellum tug prósenta. Þegar lagt er upp með rangar forsendur verður niðurstaðan að g'álfsögðu röng. 2. Þegar einstökum bönkum barst bréf Félags íslenskra iðnrekenda voru þegar gerðar athugasemdir við þessa útreikninga. Var það skilning- ur bankanna að ekki yrði hlaupið með þessar tölur í íjiilmiðla fyrr en farið hefði verið ýfir útreikninga og villur lagfærðar. Félag íslenskra iðn- rekenda virðist hinsvegar hafa talið það þjóna betur hagsmunum sínum að þyrla upp moldviðri um þetta mál þótt þeim hefði mátt vera ljóst af samtölum við bankana að útreikn- ingar væru rangir. Samband íslenskra viðskiptabanka sem fengið hefúr þetta mál formlega til um- fjöllunar með bréfi viðskiptaráð- herra, harmar þetta frumhlaup Fé- lags íslenskra iðnrekenda. Það er ámælisvert að stór samtök skuli við- hafa svo óábyrgan málflutning. Mikilvægt er að samskipti bank- anna við hin ýmsu samtök atvinnu- lífsins séu byggð á gagnkvæmu trausti. í þessu máli sem og öðrum er það grundvallaratriði að hafa það sem sannara reynist. 3. Auk þess sem útreikningar eru rangir er túlkun talnanna ámælis- verð. Ávöxtun á viðskiptavíxlum með öllum kostnaði er borin saman við vexti af öðrum lánaformum án kostnaðar og lántökugjalda. 4. Samanburður milli banka er einnig vandasamur. Sumir bankar kaupa víxla af þriðja aðila á gengi, en inn í því gengi er allur kostnað- ur. Skiptir þá hvorki tímalengd víxils eða upphæð máli. Aðrir kaupa víxla með hefðbundnum hætti og reikna sérstaklega vexti og kostnað. Þama getur verið mikill mismunur á, allt eftir tímalengd og upphæð víxils. 5. Vilji menn á annað borð afla sér réttra upplýsinga má benda á útreikninga sem Seðlabanki gerir og finna má á viðskiptasíðum dagblað- anna. 6. Þá vill Samband íslenskra við- skiptabanka mótmæla þeim stað- hæfingum sem fram komu á ljöl- miðlafundi Félags íslenskra iðnrek- enda og Verslunarráðs að íslenskt bankakerfi sé svo óhóflega dýrt í rekstri að það hamli lækkun vaxta og kostnaðar. Satnband íslenskra viðskiptabanka er út af fyrir sig sammála um að auka megi hag- kvæmni í bankakerfinu sem og í öðrum greinum atvinnulífs. Umræð- ur og aðgerðir í þá veru hljóta þó að byggjast á tölulegum staðreynd- um og athugunum en ekki á órök- studdum yfírlýsingum á fjölmiðla- fundum. Virðingarfyllst, f.h. Sambands íslenskra viðskiptabanka, Stefán Pálsson. neytið hafi, í samráði við forsætis- ráðuneytið, ákveðið að skipa starfs- hóp til að gera tillögur um hvemig leyst verði úr þeim alvarlega rekstr- arfjárskorti sem fiskeldi standi frammi fyrir vegna takmarkaðra möguleika greinarinnar á að fá veitt afúrða- og rekstrarlán. Starfshópinn skipa Guðmundur G. Þórarinsson, formaður Lands- sambands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva, Össur Skarphéðinsson, fisk- eldisfræðingur, og Guðmundur Sig- þórsson, skrifstofustjóri í land- búnaðarráðuneytinu en hann er jafnframt formaður starfshópsins. „Ég sé enga aðra lausn á vanda fiskeldisstöðvanna en að þær fái hærri afurðalán," sagði Friðrik Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands fískeldis- og hafbeitar- stöðva. „Bankamir em hins vegar tregir að lána stöðvunum meira því þeir telja sig ekki hafa nægileg veð. Því þarf ríkið trúlega að ábyrgjast endurgreiðslu ákveðins hluta af afurðalánunum. Það em 70 til 80 fískeldisfyrir- tæki í landinu en einungis 32 þeirra fá afurðalán. Flest þessara 32 fyrir- tækja fá afurðalán sem em 37,5% af vátryggingaverðmæti en örfá þeirra fá 50%. Fyrirtækin þurfa hins vegar að fá 65 til 75% afurða- Ián til að þau hafi fyrir kostnaði og lánin þurfa að hækka um 25% að meðaltali. Lausafjárstaða fyrir- tækjanna er mjög slæm og þau em mörg hver í vandræðum með launa- greiðslur. Ég geri mér hins vegar vonir um að þegar í desember næst- komandi verði bankamir famir að veita hærri afurðalán," sagði Frið- rik Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.