Morgunblaðið - 15.10.1988, Page 27

Morgunblaðið - 15.10.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 27 Margaret Thatcher slítur flokksþingi: Ihaldsflokkurimi mynd- ar nú þungamiðjuna í breskum sljórnmálum Brighton. Reuter. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Breta og leiðtogi íhalds- flokksins, flutti lokaræðuna á ársþingi flokksins í Brighton í gær og lýsti þar stefhumiðum næsta áratugar. Þetta var tíunda flokks- þingið sem haldið er síðan Ihaldsflokkurinn náði völdum í Bretlandi undir forystu Thatcher. Sagði hún, að íhaldsmenn mynduðu nú þungamiðjuna i breskum stjómmálum. „Okkur hefúr verið treyst til að leiða Bretland inn á lokatug aldarinnar og kannski lengur," sagði forsætisráðherrann. Að ræðunni lokinni risu fundarmenn úr sætum og hylltu leiðtoga sinn með dynjandi lófataki er stóð í átta mínútur. Forsætisráðherrann sagði, að undir forystu hennar hefðu Bretar öðlast meira einstaklingsfrelsi, betri lífskjör og meiri félagslega ábyrgð sem „veitir einstaklingnum meiri sjálfsvirðingu og styrkir þannig samfélagið." Hún réðst harkalega á þann málflutning talsmanna Verkamannaflokksins, að ríkis- syóm íhaldsflokksins hefði sett græðgi og eiginhagsmuni í önd- vegi. „Það er löngu tímabært að eitthvað af því sem við höfum gert sé metið að verðleikum. . . meiri velmegun hefur ekki ýtt undir sér- gæsku í þjóðfélaginu heldur ör- læti.“ Hún lagði áherslu á, að auk- ið frelsi einstaklingsins hefði í för með sér ábyrgð og skuldbindingar, í fyrsta lagi gagnvart flölskyld- unni, í öðru lagi gagnvart nágrönn- um og í þriðja lagi gagnvart þjóð- inni allri. Thatcher var klukkustund að flytja ræðuna og varð oft að gera hlé á máli sínu, á meðan fundar- menn klöppuðu henni lof í lófa. Bestar undirtektir fékk hún þegar hún þakkaði víkingasveitinni SAS fyrir að „sýna það hugrekki að fara til Gíbraltar" en þar réðu menn úr sveitinni niðurlögum irskra hryðju- verkamanna fyrr á árinu og í síðasta mánuði fóra fulltrúar sveit- arinnar þangað til að bera vitni í málaferlum vegna verknaðarins. Var niðurstaða dómstólsins sú, að aðgerðir S AS hefðu verið lögmætar. Sagði forsætisráðherrann að ríkisstjóm hennar myndi aldrei gef- ast upp fyrir írska lýðveldishemum. „Um allan heim ógna hryðjuverka- menn frelsi. Þeirri ógn er aldrei Reuter Margaret Thatcher við lok ræðu sinnar á flokksþingi íhaldsmanna í gær, þegar fúndarmenn fögn- uðu henni. unnt að mæta með friðmælum. Gefist menn upp fyrir hryðjuverka- mönnum era þeir aðeins að ýta undir fleiri hryðjuverk," sagði Thatcher. Afstaðan til EB í ræðunni sagði Thatcher að stjóm sín myndi leggja ríka áherslu á umhverfisvemd. Hún vildi öflugt Atlantshafsbandalag og náið sam- starf við Bandaríkin og væri ein- dregið fylgjandi evrópskri sam- vinnu. Endurtók hún gagnrýni á Evrópubandalagið, sem hún lét í ljós í ræðu í Bragge í Belgíu fyrir skömmu. Andmælti hugmyndum um miðstýringu og reglugerðafarg- an í nafni Evrópubandalagsins, sem hún sagði að væri afturhvarf til „lamandi áhrifa sósíalismans." Bretar vildu, sagði hún, sjá „Evrópu með sem mestu athafnafrelsi. Við eram trú hinni sönnu Evrópuhug- sjón.“ Hún taldi að stjóm sín hefði stað- ið sig vel í efnahagsmálum og lýsti stuðningi við þá ákvörðun Nigels Lawsons, fjármálaráðherra, að hækka vexti. Hún sneri sér að Law- son og bætti við: „Það er aldrei vinsælt að hækka þá — nema kannski hjá sparifjáreigendum — en hvort sem það er vinsælt eða ekki þá hefur fjármálaráðherrann gert hið eina rétta." Fyrr á þessu ári greindi þau Thatcher og Lawson á um ákvatðanir í efnahagsmálum. Skömmu áður en hún flutti ræðu sína í gær var frá því skýrt, að verðbóiga væri nú meiri í Bretlandi en nokkra sinni undanfarin sex ár eða 5,9% á ári. Thatcher sagði: „Of miklar lántökur hafa einnig haft í för með sér, að verðbólga er of mikil núna. En þið þurfið ekki að vera í neinum vafa. Við ætlum að ná verðbólgunni niður aftur.“ Hrósaði Reagan Þegar hún ræddi samskipti aust- urs og vesturs og vamarmál sagði forsætisráðherrann: „Frelsi er að festa rætur víðar um heim allan, kommúnismi er á undanhaldi. Lýð- ræði og fijálst framtak sýna að aðeins í krafti þeirra er unnt að fullnægja raunveralegum þörfum fólks." Thatcher fór lofsamlegum orðum um Ronald Reagan, Bandarílqafor- seta, og hrósaði honum sérstaklega fyrir að endurreisa „styrk og sjálf- straust Vesturlanda" og bætti við og vísaði augljóslega til sjálfrar sín: „En ýmsir lögðu honum að vísu dálítið lið.“ Og hún sagði: „Það er lífsnauðsynlegt fyrir Breta og Bandaríkjamenn að standa ávallt saman. Næsti forseti Bandaríkja- manna getur þannig einnig litið á Breta sem traustan bandamann.“ Nóbelsverðlaunahafínn Naguib Mahfouz: Viðurkenning á bókmennt- um og menningu araba Höfðu stjórnmál áhrif á valið? Bahrein, Stokkhólmi. Reuter. Rithöfúndar og bókmenntagagnrýnendur í arabaheiminum fögnuðu því almennt í gær að egypski skáldsagnahöfúndurinn Naguib Mahfouz skyldi hfjóta bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Flestir sögðu valið viðurkenningu á því að bókmenntir araba jöfii- uðust á við það besta í heimsbókmenntum nútímans en þó veltu nokkrír því fyrír sér hvort stjóramál hefðu halt áhrif á val sænsku bókmenntaakademíunnar. Jórdanski rithöfundurinn og gagnrýnandinn Khaled al-Karaki sagði að valið á Mahfouz væri stórviðburður. „Við teljum að slíkt val hljóti fyrst og fremst að vera viðurkenning á bókmenntum araba,“ bætti hann við. Hani al- Amad, ráðuneytisstjóri menning- arráðuneytis Jórdaníu, sagði að Mahfouz ætti að hafa fengið verð- launin fyrir tuttugu áram. „Verð- launin era virðingarvottur við verk hans og sanna arabíska menningu. Hann hefur ratt braut- ina og margir arabar munu feta í fótspor hans,“ sagði al-Amad í samtali við fréttaritara Reuters. Abdul-Ruhman Yaghi, sem kennir nútímabókmenntir við Jórdaníu-háskóla, fór lofsamleg- um orðum um verk Mahfouz en velti því þó fyrir sér hvað lægi að baki valinu. „Við teljum enn að verðlaun sænsku bókmennta- akademíunnar séu ekki viður- kenning á ágæti verðlaunahafans, heldur ráði þar stjómmálskoðanjr hans og pólitíkin í landi hans mestu. Væri Mahfouz ekki frá landi sem hefur friðmælst við ísraela hefði hann aldrei fengið verðlaunin." Ahmed al-Yabouri, formaður rithöfundafélagsins í Marokkó, sagði hins vegar að bókmennta- verðlaun Nóbels hefðu öðlast trú- verðugleika eftir að rithöfundur sem skrifar á arabísku hefði orðið fyrir valinu. Flest dagblöð á Mið- Austurlöndum gerðu fréttinni um valið góð skil á forsíðu þótt bæk- ur hans hefðu fyrr á tímum verið bannaðar í flestum arabalöndum vegna stuðnings hans við friðar- samninginn sem Egyptar gerðu við ísraela árið 1979. Dagblöð í írak greindu frá valinu en minnt- ust hvorki á stuðning höfundaríns við friðarsamninginn né gagnrýni hans á uppgang hersins í Egyptal- andi í nokkram verka hans. Flest dagblöð arabaheimsins lofuðu verðlaunahafann enda sagði í marokkóska dagblaðinu al-Alam: „Hvorki er sá arabfski skólastrákur til, sem ekki hefur lesið eitthvert verka hans, né sá rithöfundur, sem ekki hefur orðið fyrir áhrifum frá honum á einn eða annan hátt.“ Enginn í sænsku bókmenntaakademíunni, sem er skipuð átján sænskum rithöfund- um og menntamönnum, hafa þó lesið verk Mahfouz á frammálinu, því ritari akademíunnar viður- kenndi í gær að eingöngu hefði verið stuðst við þýðingar á verk- unum, enda skildi enginn félag- anna arabísku. 28áraamma Concetta Pannucio (lengst til hægri) varð amma 28 ára að aldri - og þar með yngsta amma á Italíu þegar ída, 15 ára gömul dóttir hennar, ól dóttur á miðvikudag. Stúlkuhnoðrinn var skirð Rósa eftir langömmu sinni fimmtugri, sem situr hér hægra meg- in við rúm sængurkonunnar. Sovétríkin: Einkavæðing heilsugæslunnar Moskvu. Rcuter. SOVÉSKI heilbrigðisráðherrann hvatti í gær tíl nokkurrar einka- væðingar í heilsugæslumálum til að bæta upp það, sem á skortir hjá hinu opinbera. Jevgeníj Sjazov heilbrigðisráð- herra sagði í viðtali við TASS- fréttastofuna, að hann hefði hug á bæta heilbrigðisþjónustuna með því að hvetja suma lækna til að setja upp einkastofur og aðra til að hafa samvinnu um slíkan rekstur. Sjazov, sem tók við embætti í febrú- ar sl., sagði, að margt hefði farið úrskeiðis í heilbrigðisþjónustunni og skorti jafnt lyf sem læknabúnað auk þess sem menntun starfsfólks- ins væri í ýmsu áfátt. Meðal þeirra umbóta, sem stjóm- völd hafa beitt sér fyrir að undan- fömu, má nefna, að fyrir sumar augnaðgerðir verða sjúklingar að greiða að ákveðnu marki og nú þegar hafa nokkrir læknar tekið höndum saman um samvinnurekst- ur í Moskvu. Sjazov lagði áherslu á, að einkavæðingunni væri alls ekki ætlað að koma í stað núver- andi fyrirkomulags og sagði, að Qárframlög til heilbrígðismála yrðu aukin. Ferðaskrifstofur, flugfélög, hótel, bankar, útflutningsfyrirtæki, ríkisstofnanir og aðrir sem áhuga hafa á góðri landkynningu. JÓLAKORT og landkynningarbæklingur Höfum fyrirliggjandi mikið úrval af jólakortum með fallegum vetrarmyndum. Einnig fallegan landkynningarbækling eftir Dr. Hannes Jónsson, þar sem saga landsins er rakin í máli og myndum. Sérprentum texta eftir þörfum. Offsetprentsmiðjan Höfðatúni 12. Reykjavfk - Símar 22930 LITBRÁ og 22865 VTOEWARSTOFA Veitingasalur Viðeyjarstofu er opinn á fóstudögum og laugardögum íyeturfrákl. 18.00-23.30. Borðapantanir í símum 91-681045 og 91 -28470. Upplýsingarum veislu- og ráðstefnuhald eru veittar í síma 28470.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.