Morgunblaðið - 15.10.1988, Page 45

Morgunblaðið - 15.10.1988, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 45 stöðum. Kaffið stóð á borðum mik- inn hluta dagsins og allir sem litu við fengu sopa og með því. Síðustu þijú árin dvaldi amma mestan hluta vetrar hjá dóttur sinni og tengdasyni á Framnesi. Þegar voraði og fólkinu fjölgaði á Sleitu- stöðum fór hún þangað. Síðustu tvö jól var amma á Framnesi. Á þessum síðustu árum kynntumst við krakk- amir á Framnesi ömmu enn betur en áður. Við vorum meira með henni og kynntumst því betur krafti henn- ar og ekki síst yndislegum húmor hennar sem oft fól í sér kaldhæðni mikla, ekki síst í eigin garð. Amma lét umhverfi sitt sig miklu varða. Hún vildi hafa hreint og þrifalegt úti jafnt sem inni. Og ófá vorin gengum við krakkamir með ömmu í nágrenni bæjarins og týndum msl í poka. Vorið 1986 fór amma í aðgerð á Landspítalann vegna krabbameins í brjósti. Amma hafði alla tíð verið heilsuhraust og líklega hefur þetta verið fyrsta vera hennar á sjúkra- ' húsi. Hún var ótrúlega fljót að ná sér eftir þessa aðgerð. Næstu tvö árin átti hún eftir að dvelja tíma og tíma á sjúkrahúsi. Hún þurfti að fara nokkrar ferðir til Reykjavík- ur til að fara í rannsóknir. Að fara til Reykjavíkur var fyrir ömmu jafn- mikið mál eða meira og fyrir okkur að fara til útlanda. í júnílok fór amma á sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Hún var farin að hafa stöðuga verki. Reynt var allt sem hægt var til að finna orsök og reyna að draga úr kvölunum. Þetta bar því miður takmarkaðan árang- ur. Þrátt fyrir vanlíðan hélt hún góða skapinu sínu og húmomum. Hún reyndi yfírleitt að gera lítið úr verkjunum og bar ekki tilfínning- ar sínar á torg. Henni leið vel á sjúkrahúsinu, þó það hafí kannski ekki verið sá staður sem hún hefði helst kosið að eyða sumrinu á. Við viljum þakka öllu hjúkmnarfólki og læknum á sjúkrahúsinu á Sauðár- króki fyrir alla hjálpina sem henni var veitt. Sérstaklega viljum við þakka Snorra Ingimarssyni lækni fyrir hans þátt. Amma kunni svo sannarlega vel að meta þegar Snorri kom og settist hjá henni og spjallaði við hana um allt milli him- ins og jarðar. Hún minntist oft á hann og við fundum vel hvað hún mat hann mikils. Og mikið langaði hana að heimsækja Snorra að Ás- garði þó ekkert yrði úr því. Þrátt fyrir slappleika ömmu í sumar og dvöl á sjúkrahúsinu kom dauðinn ekki upp í huga okkar. Skyndilegt dauðsfall ömmu kom okkur því í opna skjöldu. Við áttum öll von á að hafa hana með okkur áfram, á næstu jólum, næsta sum- ar... og í hjörtum okkar bjó sú ósk að hægt væri að finna bót á kvölum hennar. Sú bót hefur nú fengist, en á annan hátt en við hefðum kosið. Söknuðurinn er sár og mikill og eins og vant er kemur eigingimin upp í huga okkar. Við spyijum „af hveiju?“. En gerum okkur jafnframt ljóst að „eitt sinn verða allir menn að deyja" og senni- lega ber okkur að þakka Guði það að amma þurfti ekki að bera kvalir sínar lengur, þar sem allt benti til að þar væri á ferð eitthvað annað og meira en það sem læknavísindi nútímans ráða við. Orð eru svo fátækleg þegar dauð- inn er annars vegar, við verðum svo vanmáttug andspænis honum. Við vildum segja svo margt, þakka svo margt, minnast svo margs. Við þökkum Guði fyrir elsku ömmu okkar og allt sem hún fyrir okkur gerði og allt sem hún miðl- aði okkur og kenndi. Það er okkur dýrmætur Ijársjóður. Megi minn- ingin um ömmu á Sleitustöðum lifa og vera okkur gott vegnesti um ókomin ár. Við biðjum Guð að varð- Stolið frá Golf klúbbi veita hana og afa. Þeirra er sárt saknað en frá þeim höfum við feng- ið mikinn lærdóm sem við munum varðveita og miðla áfram. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem) Guð blessi minningu ömmu. Hvíl í friði. Sigrún, Hrafnhildur, Óskar, Hjördís Edda og Birna Björk. RLR var tilkynnt um innbrot i álialdahús Golfklúbbsins Keilis á miðvikudag. Þaðan hafði tals- verðum verðmætum verið stolið einhvem tímann frá því á sunnu- dag. Keilismenn sakna meðal annars tveggja vélorfa, Flymo sláttuþyrlu, loftpressu, skrúfstykkis og ýmiss konar handverkfæra. Rannsókn málsins stendur yfir. EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ GERA GÓÐ KAUI* UNO er vinsælasti og mest seldi bíllinn í Evrópu, enda einstaklega vel hannaður, rúmgóður og lipur í akstri. N ú býðst UNO 45 3ja dyra á sérstöku til- boðsverði, kr. 328 þús. f*etta er einstakt tækifæri til að að fá mikið fyrir peningana. Tilboðið gildir fyrir síðustu bílana af árgerð 1988. Staðgreiðsluverð kr. 380.000,- Tilboðsverð kr. 328.000,- 50% útborgun, eftirstöövar lánaðar í allt að 12 mánuði. W'WÍFÍWFJB FRAMTÍÐ VIÐ SKEIFUNA SÍMAR: 685100, 688850. ♦ ARNARHÓLL RESTAURANT HVERFISGATA S-IO 18833

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.