Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 Þessi ljósmynd prýðir eitt kortanna sem Landssamtök hjartasjúkl- ingfa gefa út fyrir þessi jól en hana tók Jakob Guðlaugsson af bæna- húsinu á Núpsstað. Jolakort Landssamtaka hj artasj úklinga LANDSSAMTOK hjartasjúkl- inga hafa gefið út jólakort með 5 ljósmyndum, en umslag merkt jólunum fylgir. Kortin eru pökk- uð fimm saman og kostar hver pakki 150 krónur. Allur ágóði af sölu kortanna rennur til líknarmála, en sem kunnugt er hefur þessi félagsskapur beitt sér fyrir kaupum á rannsóknar- og lækningatækjum í þágu hjarta- sjúklinga og fært sjúkrahúsum, og nú sem stendur er unnið að stofnun nýrrar endurhæfingarstöðvar fyrir hjarta- og lungnasjúklinga. Jólakortin eru afgreidd í skrif- stofu Landssamtaka hjartasjúkl- inga í Hafnarhúsinu við Tryggva- götu í Reykjavík en aðallega annast félagar í samtökunum sölu kor- tanna, bæði í Reykjavík og út um allt land. 911 cn 91970 LARUS Þ. VALDIMARSSON sölustjóri L I I UU ■ L I 0/U LÁRUS BJARNASON HDL. LÖGG. FASTEIGNASALI Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Ágæt íbúð við Laugarnesveg 2ja herb. íbúð á 2. hæð 62,3 fm nettó. Úrvalsgóð innr. Rúmgóðar svalir. Ágæt sameign. Danfoss-kerfi. Góð geymsla í kjallara. Vinsæll staður. Útsýni. Sanngjarnt verð. í tvíbýlishúsi við Aragötu Aðalhæð 160 fm nettó. Hæöinni fylgir um 70 fm gott húsnæði í kjall- ara. Góður bilskúr. Ræktuö hornlóð. Hagstæð greiðslukjör. Úrvalsstað- ur rétt við Háskólann. Við Miðvang - frábært útsýni Stór og góð 2ja herb. íbúð á 2. hæð í 3ja hæða blokk. Sórhiti. Mikil og góð sameign. Sérþvottahús. Sérhæð - hagkvæm skipti Efri hæð í þríbýlishúsi um 150 fm 6 herb. ibúð rétt viö sundlaugarnar f Laugardal. Alit sér. Skipti möguleg á 3ja-4ra herb. góöri íbúö i ná- grenninu eða miðsvæðis í borginni. Úrvals íbúð - hagkvæm skipti 3ja-4ra herb. ný íbúð með frábæru útsýni í lyftuhúsi við Hrísmóa. Skipti möguleg á 2ja-3ja herb. góðri íbúð. Gegn staðgreiðslu í Árbæjarhverfi eða nágrenni óskast til kaups góð 2ja herb. íbúö. Útborgun kr. 3-3,2 millj. staðgreidd við kaupsamning. í Árbæjarhverfi eða nágrenni Einbýlishús 140-200 fm óskast til kaups, helst á einni hæð. Eigna- skipti möguleg. Mikil og góð útborgun. Mosfellsbær - Garðabær - Hafnarfjörður Þurfum að útvega ibúðir, einbýlis- og raðhús af ýmsum stærðum. Sérstaklega óskast lítið raö- eða einbýlishús eða góð 3ja-4ra herb. íbúð. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Opið í dag laugardag kl. 11 til kl. 16. Starfandi lögmaður. AIMENNA FASTEIGNASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Húseign í Hafnarfirði Nýkomið í einkasölu gamalt, fallegt og vandað steinhús á mjög góðum stað við Austurgötu, alls 190 fm. Á aðalhaeð er forstofuherb., tvær stofur og eldhús. Á efri hæð eru þrjú herb. og bað. Kjallari með sérinng. Rúml. 1000 fm lóð með fallegum klettum. Bílskúr. Skipti á minni eign í Hafnarfirði koma til greina. Opiðídag Árni Gunnlaugsson, hrl, frá 13-17 Austurgötu 10, sími 50764. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 462. þáttur Mér til ánægju heyrði ég í morgunfréttum útvarpsins 7. þ.m. að sagt var: „Staðinn verð- ur vörður um,“ o.s.frv. Ég vek athygli á þessari rétt mynduðu þolmynd, einmitt vegna þess að svo mörg dapurleg dæmi hafa heyrst og sést um hið gagn- stæða. Hef ég ósjaldan gagnrýnt það hér í þáttunum. Eg á við kynlausa, gelda bjálfaþolmynd sem í dæminu hér á undan myndi hafa hljóðað: *staðið verður vörð um o.s.frv. Þetta var góða fréttin, en hin vonda lætur ekki á sér standa. Fastur fréttamaður sjálfs ríkis- sjónvarpsins okkar spyr ráð- herra: „Hver er afstaða þín til byggingu," o.s.frv. Hann var að tala um flugvöll. Þetta fínnst mér með ólíkindum: að frétta- maður sjónvarps kunni ekki að beygja nauðaalgeng orð eins og bygging. Við tökum afstöðu til byggingar þessa eða hins, ekki „til byggingu". ★ Þá tekur til máls Sigurður Hreiðar í Mosfellsbæ í tilefni 257. þáttar hér á dögunum. Hann segir að slepptum inn- gangskafla: „Grípum niður í þriðja lið. Þar á ég við orðið þura fyrir hljóð- fráa þotu. Mig brestur gjörsam- lega skilning á þáð orð. Hefði mér verið rétt það eitt og sér, giska ég á að ég hefði reynt að geta upp á að það þýddi fáskipt- in kona eða eitthvað þvílíkt. Alls ekki að það þýddi hljóðfráa þotu, eða hljóðhverfa, eins og ég hef stundum kallað það fyrirbæri, hafí ég þurft að nefna það. Gam- an þætti mér að fá nánari útlist- un á hvemig þura tengist frárri flugvél." Hér kemur innskot frá um- sjónarmanni í bréf Sigurðar Hreiðars: Tiyggvi Helgason flugmaður mun vera upphafs- maður þess að nota gamla orðið þura=ör í fyrrgreindri merk- ingu, og nú vísar umsjónarmað- ur til skýringar í 447. þætti: „Sögnin að þyrja (þát. þurði) merkir að þjóta áfram með háv- aða. Sá sem böðlast áfram með fyrirgangi, er þurs, eða þursi. Ör sem flýgur af streng, heitir þura í gömlum kveðskap. Ég ítreka því stuðning minn við til- lögu Tryggva Helgasonar á Ak- ureyri, þess efnis að „hljóðfrá" þota kallist þura. Upplagt er að fá orðinu þetta nýja merkingar- hlutverk. „Hljóðfrá" þota er hálfgert klúður. Concorde-vélin ensk-franska er þura. Hún þyr=þýtur áfram með hávaða. Þessu skyld er líka sögnin að þurla=velta áfram (nýn. turla=hringsóla), sbr. þyrill og þyrla." Þegar Sigurður Hreiðar hafði lesið þetta, sem fór fram hjá honum á sínum tíma, skrifaði hann aftur: „Sögnina að þyrja hef ég hvorki heyrt né séð fyrr. Ekki þykir mér hún bera með sér merkingu sína, en það er í sjálfu sér góðra gjalda vert að end- urlífga útdauð orð og gefa þeim yfírfærða merkingu, þar sem það hentar. Þó vil ég frekar leggja því lið að sögnin, eins og hún kemur fyrir, verði tekin upp sem nafnorð yfír „hljóðfráa þotu“ og þvílíkt loftfar þá kallað þyija ... Það minnir strax á flugvél með líkingunni við þyrlu. Ég er enn sömu skoðunar og þegar ég skrifaði þér bréfið á dögunum, að þura hreyfír með engu móti hugsunartengsl mín í átt til flugferða. Annar möguleiki væri að kalla þess háttar flugvél þeytu, þar sem sögnin að þeyta fengi nafn- orðsgildi. Það orð er að því leyti betra að flestir vita hvað það er að þeyta, en við erum aðeins fáir útvaldir sem vitum hvað það er að þyija. Mér fínnst rétt að taka það fram, að orðið hljóðhverfa sem ég nefndi í síðasta bréfi er mér engan veginn neitt hjartans mál. Það var bara á sínum tíma tilraun til að nefna þetta fyrir- bæri með einhveijum þeim hætti, að þeir sem heyrðu það eða sæju á prenti, gætu undir eins vitað hvað um væri að ræða, án langra skýringa....“ Þetta voru kaflar úr athyglis- verðum og vel sömdum bréfum Sigurðar Hreiðars, og fleira mun koma seinna. Nú langar mig til að biðja ykkur að segja skoðan- ir ykkar á því, hvað kalla skuli þotuna sem fer með hljóðhraða eða meira. ★ „Allir þekkja ask Yggdrasils, veraldartréð, er stóð í Miðgarði, bústað goða, átti sér rætur stór- ar í undirheimum, en limar hans dreifðust um heim allan og him- in. Og askurinn var eldri en allt, sem gamalt var, og hann átti að standa meðan heimurinn byggðist. Þó var hann sífellt ofurseldur skemmdarvætt- um... En að hann sakaði ekki kom til af því, að nornirnar jósu hann heilögu vatni úr Urðar- brunni. Tungan er askur Yggdrasils tilveru okkar. Rætur hennar standa djúpt í fomeskju og hún breiðir limar sínar um allan heim vom. Ef hún á að farast í ein- hverjum Surtarloga, þá em dag- ar vorir taldir. Ýmsir skemmdar- vargar há henni eigi síður en veraldartrénu: tímans tönn nag- ar rótina, stofninum er hætt af fúa gleymskunnar, en hlaupa- klaufír erlendrar sníkjumenn- ingar gera spjöll á liminu. Henni til viðhalds og bjargar verðum vér að ganga í spor fornmanna og ausa hana lífgandi vatni, meðan lindir þess eru eigi til þurrðar gengnar með þjóð vorri.“ (Stefán Einarsson próf. í Les- bók Mbl. 7/11 1926.) Hlymrekur handan kvað (í minningu Steins): I þá daga þekkti ég mann sem þrotlaust í kattarslóð rann; hvort elti hann köttinn í kringum hnöttinn eða kötturinn hann? P.s. í síðasta þætti urðu fáein- ar (meinlitlar) prent- og letur- breytingaskekkjur. Beðist er vel- virðingar á þessu. Sinfóníu- tónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efiiisskrá: Mendelssohn: Ruy Blas, forleikur. Beethoven: Píanókonsert nr. 2. Shostako- vitsj: Sinfónía nr. 5 Einleikari: Þorsteinn Gauti Sig- urðsson Stjómandi: Murry Sidlin Tónleikamir hófust á forleikn- um, sem Mendelssohn var hálf- partinn neyddur til að semja, vegna þess að ágóðann af tiltek- inni sýningu á samnefndu leikriti eftir Victor Hugo átti að leggja í eftirlaunasjóð leikhússins í Leipz- ig. Hann bar fyrir sig tímaleysi en sannleikurinn var sá, að honum fannst leikritið „fráhrindandi og skorta allan virðuleik". Þegar ekki varð undan komist, lauk hann við verkið á þremur dögum. Þrátt fyrir það er þetta verk talið með bestu leikhúsverkum hans og margt í gerð þess vakti athygli, t.d. aukastefið, sem bæði er kynnt í „stakkato“-útfærslu og síðan „syngjandi bundið", er þótti sér- lega áhrifamikið tiltæki í þá daga. Annað verkið á tónleikunum var píanókonsert nr. 2, eftir Beet- Morgunblaðið/Bjami Áhorfendur fagna Murry Sidlin, hljómsveitarstjóra og Þorsteini Gauta Sigurðssyni, píanóleikara, að flutningi loknum. hoven og lék Þorsteinn Gauti Sig- urðsson á píanóið. Þorsteinn lék konsertinn á músíkalskan máta og fallega. Þó þessi konsert sé ekki stórbrotinn, var hann samt einum of haminn, sérstaklega hvað varðaði hraðaval. Þorsteinn er öruggur píanóleikari og missti ekki mikið úr af texta meistar- ans. Heildarsvipur konsertsins var hreinn og skýr og t.d. margt fal- lega gert í hæga þættinum, þó að fyrsta og síðasta kaflanum hefði mátt stefna nær háskanum en Þorsteinn gerði að þessu sinni. Sfðasta verkið var sú fimmta eftir Shostakovitsj. Þar fór hljóm- sveitin á kostum og lék verkið með miklum glæsibrag. Það er ekki oft sem Sinfóníuhljómsveit íslands hefur leikið með jafn mikl- ar andstæður í styrk og til að nefna dæmi var fyrsti og þriðji þátturinn (Largo) ótrúlega vel leikinn og margt í þeim fyrsta mjög vel gert. I heild var sinfón- ían glæsilega leikin og auðheyrt að Murry Sidlin kann vel til verka, enda var honum óspart klappað lof í lófa í lok tónleikanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.