Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 59 KNATTSPYRNA Guðni Bergsson hjá Tottenham til reynslu GUÐNI Bergsson, landsliðs- maður úr Val, fer til Englands á morgun—til reynsluœfinga hjá Tottenham Hotspur. Forr- áðamenn félagsins, sem er eitt það frœgasta á Englandi, vildu fá Guðna til æfinga, en „það er langt í að einhver samningur verði gerður. Við verðum að sjá hvað setur," sagði Guðni í samtali við Morgunblaðið í gær. Terry Venbles, stjóri Tottenham, hefur ekki verið ánægður með vamarmenn sína í vetur. Liðið hef- ur fengiö á sig 24 mörk í 11 leikj- um, mörg hver afar klaufaleg, og Ijóst er að hann gerir einhveijar breytingar á liðinu fljótlega. Liðið er í neðri hluta deildarinnar — og það eru forráðamenn þessa ríka félags ekki ánægðir með. „Þetta kom snöggt upp. Það er ekki nema þrír dagar síðan. Þeir vilja að ég komi og æfi með þeim um tfma og þá hafa þeir óskað eft- ir því að sjá upptökur frá leikjum með Val,“ sagði Guðni. Það var umboðsmaður í Englandi sem sá Guðna í landsleik í haust og mælti með honum við forráðamenn Tott- enham. GuAnl Bsrgsson, vamarmaðurinn sterki hjá Val. Hér er hann f baráttu við einn leikmanna Mónakó f Evrópu- leik félaganna á Laugardalsvelli f haust. Alvara Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Guðni fer til æfinga hjá ensku liði. Fyrir þremur árum fór hann til Aston Villa, en ekkert varð úr samningi. „Þá held ég satt að segja að enginn áhugi hafi verið hjá fram- kvæmdastjóranum að fá mig. Hann heilsaði ekki upp á mig fyrr en eft- ir þijá eða Ijjóra daga og ekkert varð úr að ég færi til liðsins. Þess vegna færi ég ekki nú nema ég vissi að einhver alvara væri á bak við þetta boð,“ sagði hannn. „Með það í huga fer ég þama út og vona að það reynist rétt. En þrátt fyrir það veit ég að ég er þama til reynslu og það er langt í að einhver samn- ingur verði gerður. Reglan er meira að segja sú að yfirleitt fá menn ekki samning þegar þeir fara til æfinga hjá liðum.“ Spennandl Guðni sagði þetta ekki besta tímann til að standa f svona löguðu — „ég hef ekki hreyft mig síðan f landsleikjunum f haust. En þetta er spennandi og verður gaman að reyna þetta. Félagið er þekkt og ég læt slag standa og sé til. Það verður svo að koma í ljós hvað ger- ist." Guðni er 23 ára, og er einn allra besti vamannaður íslands. Hann á 28 landsleiki að baki. Ih&iir FOLK ■ PAM Shriver komst f undan- úrslit stórmóts í tennis í New York í gær með því að sigra Chris Evert 7:5, 6:4. Shriver mætir Steffi Graf næst. Graf sigraði Manuela Maleeva frá Búlgarlu 6:1, 6:3. I BOBBY Robson, landsliðsein- valdur Englands í knattspymu, sagðist í gær ætla að mæla með þvf við forráðamenn enska knatt- spyrnusambandsins að England leiki á næstunni nokkra B-lands- leiki. Hann sagði að eitthvað yrði að gera til að brúa bilið sem mynd- ast hefur milli enskra knattspymu- manna og starfsbræðra þeirra á meginlandinu, vegna bannsins á ensk félagslið frá leikjum í Evrópu- keppninni. ■ PATRIK Sjöberg, hástökk- varinn kunni frá Svíþjóð, er meidd- ur og verður hugsanlega ekki með á innanhússmótum f vetur. Hann getur a. m. k. ekkert æft næstu sex vikumar. Það em bakmeiðsli sem hrjá Sviann. ■ ARTHUR Jorge, sem þjálfaði Portó árið 1987 er liðið varð Evr- ópumeistari í knattspymu, hefur verið ráðinn þjálfari liðsins á ný. Hann hefur starfað um tíma í Frakklandi, sem þjálfari Matra Racing í París, en hætti þar á dögunum af fjölskylduástæðum. Jorge skrifaði í gær undir samning við Portó til tveggja og hálfs árs. I OXFORD hefúr samið við Aston Villa um kaup á Garry Thompson fyrir 300 þúsund pund. Thompson, sem er 29 ára fram- heiji, á eftir að samþykkja kaupin. I NORDUR írski landsliðsmað- urinn fyrrverandi Tommy Cassidy var í gær rekinn úr starfí þjálfara Apoel Nicosia á Kýpur. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI Xamax og Gala- tasary verða að mætast aftur Stórsigurtyrkneska liðsins þurrkaður út vegna óláta á leiknum Llnda Pétursdóttlr. Unda vinsæl! Linda Pétursdóttir, nýkiýnd Ungfrú heimur, er vinsæl meðal þeirra sem taka þátt í hópleik íslenskra getrauna. Mörg ný lið bættust í gær í hópleikinn og vildu forsvars- menn þriggja þeirra nefna lið sitt f höfuðið á Lindu. En þar sem fleiri en einn geta ekki not- að sama nafna, varð það úr að fyrsti hópurinn kallast Linda, annar Linda P. og sá þriðji Linda Pé... KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, ákvað í gœr að leikur Galatasary frá Tyrklandi og Neuchatel Xamax frá Sviss fœri fram að nýju á hlutlausum velli. Síðari leik liðanna lauk með sigri Galatasary, 5:0. Ólæti áhorfenda settu strik f reikninginn og þvf fer leikurinn fram að nýju á hlutlausum velli. amax, sem sigraði í fyrri leikn- um, 3:0, kærði leikinn til UEFA. Flugeldum var kastað inn á völlinn og einn þeir endaði flug sitt á varamanninum Adrian Kunz. Þá var brotið mjög illa á markverði liðsins og eftir það fékk hann á sig þijú mörk á tólf mfnútum. Talsmaður UEFA sagði í gær að leikurinn yrði leikinn að nýju á velli í a.m.k. 300 km fjarlægð frá heima- velli Galatasary. Ekki hefur verið ákveðið hvenær leikurinn fer fram. Upphaflega var tyrkneska liðið dæmt til að greiða háa sekt en Xamax áfrýjaði. Nú hefur Galatas- ary hinsvegar áfrýjað. „Það er ekki nokkur leið að réttlæta þennan dóm,“ sagði Halim Corbali, formað- ur tyrkneska knattspyrnusam- bandsins. Þjálfari liðsins, Mustafa Denizli, sagði: „Þessi nefiid UEFA er full af óvinum Tyrklands. Þeir geta kannski breytt úrslitum á pappírunum en ekki f hjörtum okk- ar,“ sagði Denizli. BADMINTON Islendingará NM um helgina ÍSLENSKA landsliftið f bad- minton tekur þátt í Norftur- landamótinu sem fram fer f Helsinki f Finnlandi um helg- ina. andsliðið hélt utan á fímmtu- dag ásamt þjálfara sfnum, Kínveijanum Huang Weicheng frá. Þeir sem leika fyrir íslands hönd eni: Broddi Kristjánsson, Þorsteinn P. Hængsson, Þórdís Edwald og Kristín Magnúsdóttir. Einnig mun Ármann Þorvaldsson, sem æft hefur með besta félagi Noregs í vetur, koma til móts við liðið í Helsinki. Árni Þór Hallgr- ímsson, sem einnig leikur í Noregi var einnig valinn, en hann er meiddur og kemst því ekki. Keppt verður í öllum greinum, einliðaleik, tvíliðaleik og tvennd- arleik. í einliðaleik verður keppt í riðlum og eru góðar vonir bundn- ar við gengi íslendinganna þar. í tvíliðaleik mæta Broddi og Þor- steinn finnsku pari í 1. umferð. Þórdís og Kristín mæta einnig finnsku pari f 1. umferð. í tvennd- arleik mæta Þórdís og Broddi sænsku pari. Loks mæta Þor- steinn og Kristín finnsku pari í tvenndarleik. Fararstjóri verður Magnús Jónsson, formaður BSÍ, og mun hann einnig sitja ársþing Norræna Badmintonsambandsins. Auk þess mun Rafn Viggósson dæma í mótinu. StefAn Haraldsson ÍÞféfíR FOLK ■ STEFÁN Haraldsson var kjörinn formaður knattspymudeild- ar KR á aðalfundi deildarinnar í fyrrakvöld. Hann tekur við af Gunnari Guðmundssyni, sem hef- ur verið formaður deildarinnar und- anfarin sjö ár, en hann gaf ekki kost á sér. Geir Þorsteinsson var kosinn varaformaður, en Stefán gegndi því embætti undanfarin Sögur ár. I JÓNAS Egilsson var kjörinn formaður fijálsíþróttadeildar ÍR 'a aðalfundi deildarinnar' í vikunni í stað Jóhanns Björgvinssonar, sem gaf ekki kost á sér áfram, en hann var formaður í fimm af síðustu sex árum. Varaformaður var kosinn Valdimar Guðmundur Valdi- marsson. ■ FRWRIK Þór Óskarsson hlaut sérstaka viðurkenningu á að- alfundi fijálsfþróttadeildar IR fyrir að hafa keppt síðastliðinn 20 fyrir félagið f bikarkeppni FRÍ. Gunn- Emsdóttir voru valin fijálsíþróttt menn ársins í karla og kvenn; flokki fyrir afrek sín í hástökki og 3.000 metra hlaupi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.