Morgunblaðið - 19.11.1988, Síða 38

Morgunblaðið - 19.11.1988, Síða 38
-38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 NORRÆNA - nútíma farkostur Norræna og Smyrill á siglingu við Færeyjar. eftir Guðmund Sæmundsson Á síðustu áratugum hafa geysi- miklar framfarir orðið í flugmálum Islendinga. Þar leiddi meðal annars til þess að reglubundnar siglingar farþegaskipa til landsins lögðust af um hríð. Þannig var málum háttað þjóðhát- íðarárið 1974, að ekkert farþegaskip gekk frá íslandi til nálægra landa. Raddir heyrðust um að slíkur ferða- *^máti heyrði nú fortíðinni til og ein- búinn í Norður-Atlantshafinu — Ís- land — þyrfti ekki lengur á slíkum farkosti að halda, því flugið hefði hvort sem er leyst hann af hólmi. Fram til ársins 1973 höfðu vélknú- in farþegaskip haidið íslandi í sam- bandi við umheiminn í 115 ár, þar af íslensk skip í 59 ár. Þegar svo var komið þótti mörgum sem íslensk sigling hefði brugðist og var jafnvel vitnað til ákvæðis í Gamla sáttmála frá árinu 1262 þar sem segir: „að tvö sumur hin næstu skuli 6 skip ganga af Noregi til íslands, en þaðan frá sem konungi og helstu bændum landsins þætti hentast." Þegar málum var svo háttað í samgöngum þjóðarinnar afmælisárið mikla 1974 sáu menn að við svo búið varð ekki unað, vitandi það, að um þetta leyti hafði ný þróun varð- andi farþegaflutninga á sjó haldið innreið sína víða um heim, sem tengdist almennri bílaeign manna á Vesturlöndum og auknum ferðalög- um fólks á eigin farartækjum. Þetta voru farþega/bílferjuskipin, sem ár- lega flytja milljónir bíla og ferða- manna landa á milli um víða veröld. Til ársins 1975 var ísland nær eina eylandið í Evrópu sem ekki hafði ^•^„vegasamband" við umheiminn á þennan hátt. Óvíst er hversu lengi þessi þróun „Óvíst er hversu lengi þessi þróun mála hefði haldist ef ekki hefði tekist samstarf milli nokkurra framtakss- amra manna hér á landi og í Færeyjum.“ mála hefði haldist ef ekki hefði tek- ist samstarf milli nokkurra framtaks- amra manna hér á landi og í Færeyj- um um að taka upp feijusiglingar til reynslu í að minnsta kosti eitt sumar milli Færeyja og Seyðisfjarð- ar. Aðalhvatamaðurinn hérlendis að þessum þætti samgangna við ísland var Jónas Hallgrímsson þáverandi bæjarstjóri á Seyðisfirði og núver- andi framkvæmdastjóri Austfars hf., en dótturfyrirtæki þess er Norræna ferðaskrifstofan, sem um þessar mundir er að taka til starfa í Reykjavík. I framhaldi af þessu kom færeyska feijuskipið Smyrill til Seyðisfjarðar þann 12. júní 1975. Yfirstýrimaður í þessari fyrstu ferð skipsins var Óli Hammer, núverandi framkvæmda- stjóri Smyril-Line í Þórshöfn. Er skemmst frá því að segja að strax í upphafi árið 1975 nutu ferðir þessar slíkra vinsælda að um haustið hafði Smyrill flutt um 1.400 farþega til og frá Seyðisfirði, en alls um 7 þús- und manns á öllum áætlunarleiðum skipsins yfir sumarið. Frá byijun hefiir verið stöðug aukning farþega á þessari leið og upp úr 1980 var svo komið að Smyrill einn annaði ekki flutningunum svo að grípa þurfti jafnframt til systurskipsins Teistunnar þegar annasamt var. Þess vegna var ráðist í kaup á nýlegu 8 þúsund tonna skipi, Norrænu, og stofnun Smyril-Line árið 1983 með það fyrir augum að tryggja sem best- ar og hagkvæmastar samgöngur bíl- feijuskips milli Seyðisijarðar, Fær- eyja, Hjaltlands, Noregs og Dan- merkur. Mikil samgöngubót varð með tilkomu Norrænu og siglingum hennar hvert sumar frá árinu 1983, eða sl. sex sumur. Til dæmis flutti skipið á síðasta sumri um 14 þúsund farþega milli Seyðisfjarðar og ann- arra áætlunarhafna þess og á fímmta þúsund bíla. Norræna er glæsilegur farkostur eins og þeir þekkja sem ferðast hafa með skipinu. Það er vel búið öllum þægindum í vistarverum, mat og drykk og öll þjónusta um borð er til fyrirmyndar. Skipið hefur frá byijun haldið nákvæmri áætlun. Það fer vel í sjó enda með sérstökum tölvustýrð- um stöðugleikabúnaði til siglinga á Norður-Atlantshafí og fullkomnustu siglingatækjum. Ganghraði Norrænu er um 20 sjómílur á klukkustund við sæmileg veðurskilyrði og er siglin- gatíminn milli Seyðisfjarðar og Fær- eyja 15-16 klst., um 29 stundir frá Þórshöfn til Hanstholm í Danmörku, 12 stundir milli Færeyja og Hjalt- lands og aðrar 12 stundir þaðan til Bergen í Noregi. Það þótti strax sýnt að þessar ferðir yrðu vinsælar af þeim Islend- ingum sem á annað borð vildu ferð- ast á eigin farartækjum eða í hóp- ferðum til nálægra Evrópulanda og kynnast jafnframt sínu eigin landi með því að aka hringveginn í leið- inni. I byijun voru það einkum Aust- firðingar og Norðlendingar sem urðu til þess að notfæra sér þennan ferða- máta. Til dæmis hafa hópferðabílar frá fyrirtækinu Benna & Svenna á Eskifirði marga ferðina farið með skipunum, ýmist til Færeyja, Nor- egs, Danmerkur, Svíþjóðar eða Finn- lands og um jónsmessuleytið sl. sum- ar var annar eigandinn, Sveinn Sig- urbjarnarson, staddur á Nord-Kap með 40 manns, en þeð mun vera fyrsti íslenski hópferðabíllinn sem þangað kemur. Nú hin síðari ár ferð- ast hins vegar með Norrænu fólk úr öllum landshlutum svo vart má á milli sjá hvaðan flestir koma. Á sólmánuði 1986 ferðaðist ég með fjölskyldunni á bíl hringveginn frá Reykjavík austur um land sunnan jökla til Seyðisfjarðar. Þaðan sigldum við með Norrænu til Færeyja og dvöldum þar í fimm sólarhringa, uns við tókum skipið aftur til Seyðis- fjarðar og ókum síðan norðurleiðina í rólegheitum heimleiðis. Þetta ferða- lag og dvölin í Færeyjum varð okkur öllum ógleymanleg. Fyrir augu ferðamannsins, sem ekur hringveg- inn, ber margt forvitnilegt fyrir augu; ég ætla ekki að reyna að lýsa, hvemig náttúruöflin hafa farið að því að gefa landinu það svipmót sem blasti við okkur á leiðinni eða hvem- ig þau hafa unnið að mótun þess, byggt upp og rifið niður, vakið til lífs eða lagt í auðn. Hversu óendan- leg fjölbreytni í landslagi, litadýrð, blæbrigðum, þögn og gný orkar á ferðamanninn og mótar viðhorf hans. Sjón er þar sögu ríkari. Siglingin með Norrænu var ævin- týri út af fyrir sig. Hvílík vellíðan að hvílast við hæga hreyfingu skips- ins og renna bjór úr glasi á leiðinni yfir hafið í vinahópi og góðri stemm- ingu eftir aksturinn frá Reykjavík. Horfa á Færeyjar rísa úr sæ, undir sól að sjá, næsta morgun. Mikil feg- urð blasti við augum þegar ferðast er um megin hvirfingu eyjanna eða siglt er á milli þeirra um straumhörð sundin. Víða við strendumar mætir manni hrikaleg en töfrandi sýn þar sem snarbrött björgin vísa hamraþilj- um sínum að úthafinu hundruð metra á hæð. Víðast er hyldýpið fast að bjargsrótum þar sem lognalda hjalar í kyrrum sumardögum, en brimið þvær á hinn bóginn óblítt í vetrarbylj- um. Þar sem strendur liggja að sund- um og fjörðum eða em í skjóli fyrir úthafsöldu em þær með mildara yfír- bragði. Þær geta að vísu verið sæ- brattar eins og við Gjógv á Austu- rey, eftirminnilega fallegan stað og góðan til dvalar á gistiheimilinu Gjá- garði. Annars er eiginlegt undirlendi fremur lítið í Færeyjum. Frá alda öðli hafa Færeyingar búið í byggðum sem þeir nefna svo. Yfirleitt standa þær í aflíðandi hlíðarfæti við fjörð eða sund, en stundum á sléttlendi eða í dalsmynni við fjarðarbotn. Húsin em afar litskrúðug. Þau vom lengst af fremur smá, oftast einlyft og standa í þéttri hvirfingu. Gamla færeyska byggingarlagið er einfalt en fagurt og fer vel við umhverfið. Gestrisni Færeyinga er þeim svo eðlilegt og í blóð borin að þar gætum við Islendingar margt af lært. Eins og áður er að vikið er þessa dagana verið að undirbúa opnun Norrænu Ferðaskrifstofunnar í Reykjavík og mun hún hafa á hendi aðalumboð fyrir Smyril-Line á ís- landi. Hún verður til húsa að Lauga- vegi 3 í Reykjavík og forstöðumaður hennar er Emil Öm Kristjánsson. Höfundur skrifar greinar um sam■ göngu- og ferðamál fyrir blöð og timarit. raðauglýsingar — radauglýsingar — radauglýsingar | Almennur stjórnmálafundur Blönduósi Almennur stjórnmálafundur verður haldinn sunnudaginn 20. nóvember kl. 16.00 i Sjálfstæðishúsinu á Blönduósi. Málshefjendur verða al- þingismennirnir Matthías Á. Mathiesen og Pálmi Jónsson. Allir velkomnir. Almennur stjórnmálafundur Sauðárkróki Almennur stjórn- málafundur verður haldinn laugardag- inn 19. nóvember kl. 16.00 í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Málshefjendur verða alþingis- mennirnir Matthías Á. Mathiesen og Pálmi Jónsson. Allir velkomnir. Árnessýsla Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafélags Ár- nessýslu verður haldinn miðvikudaginn 23. nóvember nk. í Sjálfstæöishúsinu á Sel- fossi og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Brynd/s Brynjólfs- dóttir bæjarfulltrúi á Selfossi. Stjórnin. IIIIMDAimK F • U S Skipulag, byggingar og húsfriðun Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formað- ur skipulagsnefndar Reykjavíkur og Hilmar Guðlaugs- son, formaður bygg- inganefndar borgar- innar, verða frum- mælendur á öðrum fundi Heimdallar um borgarmál. Fundurinn verður haldinn i Valhöll, 2. hæð kl. 20.30 mánudaginn 21. nóvember. Stjórnin. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins i Suðuriandskjördæmi. Almennur stjórnmálafundur Patreksfirði Almennur stjórnmálafundur verður haldinn sunnudaginn 20. nóvember kl. 16.00 í félagsheimili Patreksfjarðar. Málshefjendur veröa alþingis- mennirnir Geir H. Haarde, Eyjólfur Konráö Jónsson og Einar Kristinn Guðfinnsson útgerðarstjóri. Allir velkomnir. Suðurlandskjördæmi: Kjördæmisráðsfundur í Vík í Mýrdal Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suöur- landskjördæmi boðar til aöalfundar kjör- dæmisráðs í Leikskálum í Vík i Mýrdal dag- ana 26.-27. nóv. nk. Aðalfundurinn hefst kl. 10.30 á laugardagsmorgun með ræðu Þorsteins Pálssonar alþingismanns, form- anns Sjálfstæðisflokksins og Friðriks Sop- hussonar varaformanns, en að ræðum loknum verða aðalfundarstörf, almennar umræður og ávörp Þórunnar Gestsdóttur formanns Landssambands sjálfstæðis- kvenna og Árna Sigfússonar borgarfulltrúa og formanns Sambands ungra sjálfstæðis- manna. Þá mun fundurinn fjalla um flokks- starfið, um uppstillingu á framboðslista til Alþingiskosninga, stjórn- málaályktun og málefnanefndlr munu vinna að stefnumörkum og áherslum i ýmsum málum. Fundarmenn munu gista i Vik í Mýrdal. Á laugardagskvöld verður sviðaveisla með nýjum sviðum og reykt- um, kvöldskemmtun og almennum dansleik. Vesturland Aðalfundur kjör- dæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins i Vesturlandskjör- dæmi verður hald- inn í félagsheimilinu í Ólafsvík laugardag- inn 19. nóvember 1988 kl. 13.30. Oagskrá: 1, Venjuleg aðal- fundarstörf. 2. Alþingismennirnir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins og Friðjón Þórðarson koma á fundinn og ræða landsmál og héraðsmál. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.