Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 Annasamur fyrsti dagnr- inn hjá ungfrú heimi Lundúnum, frá Andrési Magnússyni, fr éttaritara Morgunblaðsins. ANNASAMT hefur verið.hjá Lindu Pétursdóttur, nýkrýndri ungfrú heimi, frá því að tilkynnt var um sigur hennar í Ungfrú alheims- keppninni í The Royal Albert Hail i Lundúnum á Smmtudagskvöld. Þegar eftir að krýningarathöfiiinni lauk hélt Linda til Grosvenor House Hotel þar sem krýningardansleikur var haldinn henni til heið Linda hélt þaðan heim á hótel um tvöleytið um nóttina en þegar morguninn eftir hófst leikurinn að nýju. Þá snæddi Linda morgunverð að viðstöddum fulltrúum fjölmiðla og voru fersk jarðarber meðal ann- ars á matseðlinum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Eftir hádegi í gær kom Linda fram í versluninni Top Shop við Linda byrjaði fyrsta daginn sem ungfrú heimur með því að snæða morgunverð að viðstöddum fúll- trúum fjölmiðla og voru fersk jarðarber meðal annars á mat- seðlinum. Oxford Circus og veitti aðdáendum sínum þar eiginhandaráritanir. Auk þess sem að nokkrir heppnir í hópi þeirra fengu ýmsar gjafir frá að- standendum keppninnar. Þegar þetta stóð sem hæst kom nánasta fjölskylda Lindu þar að og urðu að vonum fagnaðarfundir. Kunnu ljósmyndarar blaðanna jafn- framt vel að meta þessa óvæntu heimsókn. í gærkvöldi kom Linda svo fram í sjónvarpsþættinum Locals hjá sjónvarpsstöðinni ITV, sem er einn vinsælasti spjallþáttur í sjónvarpi hér á Bretlandi. Linda mun dveljast hér í Lundún- um fram á mánudag, en þá heldur hún heim ásamt fjölskyldu sinni. Auglýsingasljóri Top Shop sannspár: Ef til vill er önn- ur Hófí á leiðinni - sagði hann í maí um Lindu VEÐUR I DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.16 í gær) 1/EÐURHORFUR í DAG, 19. NÓVEMBER YFIRLIT í GÆR: Yfir Grænlandi er 1035 mb hæð og frá henni hæðarhryggur til suöausturs yfir austanvert Island. Við Vestfirði er hægðardrag sem þokast austnorðaustur. Hiti breytist lítið. SPÁ: Norðaustanátt, víðast kaldi. Él austanlands og á annesjum fyrir norðan, en léttir til sunnanlands og vestan. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG: Vestan- og suðvestanátt, víða smá slydduél suðvestan- og vestanlands en úrkomulaust annars stað- ar. Hiti 0—3 stig.. HORFUR Á MÁNUDA6: Sunnan- og suðvestanátt, súld eða rigning suðypstan- og vestanlands, en að mestu úrkomulaust í öðrum landshlutum. Hiti 2—5 stig. TAKN: •O ► Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað ||. Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / ' y r f f f Rigning f f f * f * f * ' * Slydda ' * f * * * * * * * Snjókoma * * * -j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akurayri Reykjavfk hitl +4 1 veður skýjaó úrkoma Bergen 3 léttskýjað Helsinki 0 alskýjað Kaupmannah. 8 rigning Narssarssuaq 6 skýjað Nuuk 0 alskýjað Osló 2 léttskýjað Stokkhólmur 0 snjókoma Þórshöfn 1 snjóél Algarve 21 Skýjað Amsterdam 11 skúr Barcelona 16 mistur Chicago 3 alskýjað Feneyjar 7 þokumóða Frankfurt 9 rlgnlng Glasgow 7 hálfskýjað Hamborg 10 súld / Las Palmas 23 léttskýjað London 11 rigning Los Angeles 13 léttskýjað Luxemborg 9 skúr Madnd 12 mistur Malaga 20 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Montreal 2 hálfskýjað New York 6 léttskýjað Parla 12 skýjað Róm 13 rigning San Diego 13 heiðsklrt Winnipeg 11 snjókoma „EF til vill er þama önnur Hófi á leiðinni,“ sagði Richard Birc- henell, auglýsingarsfjóri Top Shop, við Morunblaðið eftir að Linda Pétursdóttir var kjörin ungfiú ísland í maílok. Og hann reyndist sannspár, því Linda var í gær kjörin ungfiú heimur eins og Hólmfríður Karlsdóttir þrem- ur árum áður. Linda Pétursdóttir var valin ungfrú ísland úr hópi 11 fegurð- ardísa, á Hótel íslandi að kvöldi 22. maí. Hún sagði við Morgunblaðið eftir að úrslitin voru kunn, að henni hefðu komið úrslitin mjög á óvart, en hún bjóst þó við að lífið gengi sinn vanagang, þrátt fyrir úrslitin: hún ætlaði sér að ljúka menntaskól- anum og vildi síðan vinna þar sem tungumálakunnátta hennar kæmi að gagni. Nokkra athygli vakti að Linda þurfti að léttast um 8 kíló fyrir keppnina. „Þetta var dálítið erfitt en maður lét sig þó hafa það og erfiðið var þess virði,“ sagði Linda þá. í gærkvöldi uppskar hún enn ríkulegar laun erfíðisins. Borgardómur; Reykvísk endurtrygg ing sýknuð af kröfiim þrotabús Hafskips Agreiningur um kommu DÓMAR í tveimur ágreiningsmál- um þrotabús Hafskips h/f og Reykvískrar endurtryggingar h/f voru kveðnir upp í Borgardómi Reykjavíkur hinn 3. ágúst síðast- liðinn. Hvor aðila vann sitt málið en báðum hefúr nú verið áfrýjað til Hæstaréttar. í blaðinu í gær var skýrt frá niðurstöðu í máli þar sem deilt var um endur- greiðslu ofgreiddra iðgjalda af gámatrygginum, en í máli þar sem deilt var um fjárhæð sjálfsá- hættu í uppgerðu tryggingamáli, var tryggingafélagið sýknað af kröfú þrotabúsins. Ágreiningurinn reis vegna mis- munandi skilnings á þýðingu kommu Jón Baldvin ræðir við Shultz ÁKVEÐIÐ hefúr verið að Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra, eigi sérstakar viðræður við George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, á meðan fúndur utanríkisráðherra Atl- antshafsbandalagsins stendur í Brussel 8. og 9. desember næst- komandi. Sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi, Nicholas Ruwe,afhenti á fímmtudag Jóni Baldvini Hannibals- syni svarbréf Shultz varðandi hvala- málið. í bréfínu er harmaður sá misskilningur sem orðið hefur í þessu máli, og lýst er þeirri von að hægt sé að komast að samkomulagi um framtíðarlausn þess. (,) í ákvæði í vátryggingarsamningi aðilanna, sem löggiltur skjalþýðandi þýddi svo úr ensku máli: „...frádráttur skv. 12. gr. US $ 23.500,-, hækkar í US $ 50.000,- við vélartjón, gáleysi áhafnar.“ Forsaga málsins er sú að þann 16. febrúar 1985 varð vélarbilun í m/s Selá. Skipið var þá í hafi, á leið milli Póllands og Reykjavíkur. Tryggingafélagið bætti tjónið í sam- ræmi við skýrslu niðuijöfnunar- manns en dregið frá hærri upphæð- ina í framangreindu ákvæði. Þrota- búið taldi niðuijöfnun rétta en skildi ofangreint ákvæði þannig að einung- is ætti að hækka frádrátt við vélar- tjón, sem stafaði af gáleysi áhafnar. Niðuijöfnunarmaður sjótjónsins hafði lagt sama skilning í ákvæðið. Þá taldi þrotabúið að þar sem trygg- ingafélagið hefði ráðið orðalaginu, ætti að túlka vafann því í óhag. Tryggingafélagið túlkaði ákvæðið þannig að sjálfsáhætta væri $ jj 23.500-, nema við vélartjón eða tjón, sem rekja mætti til gáleysis áhafnar. Væri hins vegar fallist á túlkun \ þrotabúsins, bæri að líta svo á að tjónið hefði orðið af gáleysi áhafnar, þar sem skipafélagið hafí látið undir höfuð leggjast að kanna það sérstak- lega með sjóprófí. Dómarinn, Allan Vagn Magnús- son, komst að þeirri niðurstöðu að komma hefði verið sett á milli orð- ana „vélartjón" og „gáleysi" til að aðgreina vélartjón frá tjóni vegna vanrækslu áhafnar. Því taldi hann hærri frádráttinn eiga við í málinu og sýknaði Reykvíska endurtrygg- ingu h/f af kröfum þrotabúsins og dæmdi það til að greiða tryggingafé- daginu 150 þúsund krónur í máls- kostnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.