Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: sjálfsagt saman skyndifund og senda frá sér ályktun," sagði Halldór. Ríkisstjórnin tilbúin að grípa inní ef stefnir í atvinnuleysi Markmið um tekjuafgang ríkissjóð gæti orðið að víkja Linda Pétursdóttir, nýbökuð heimsfegurðardrottning, setti svip sinn á flokksþing Framsóknarflokksins, því meðal þingfulltrúa eru afi hennar og amma, Olgeir Sigurgeirsson og Ragnheiður Jónasdóttir frá Skálabrekku á Húsavík. Þau sjást hér á tali við Steingrím Her- mannsson, Halldór Asgrímsson og Guðmund Bjarnason. STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði í setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær, að undanfarið hefði orðið hrun í eflt- irspurn á vinnuafli, eða úr 2500 ársverkum niður í ekki neitt, og 1200 uppsagnir hefðu orðið á síðustu þremur mánuðum. Spurn- ing væri hvort hér væri að skap- ast atvinnuleysi og ríkisstjórnin væri reiðubúin að grípa inn í ef til atvinnuleysis stefiiir, með því að stuðla að meiri framkvæmdum en nú er gert ráð fyrir, þótt það kosti að ekki væri hægt að reka ríkissjóð með tekjuafgangi. Steingrímur Hermannsson byijaði ræðu sína á að segja að hin dauða hönd fijálshyggjunnar hefði verið atvinnuvegunum þung, og „krumlan úr heiðnabergi íhaldsins", hefði kom- ið í veg fyrir að Þorsteinn Pálssson gæti tekið á erfiðleikum atvinnuveg- anna meðan hann var forsætisráð- herra. Steingrímur sagði síðan að fijálshyggjan og fyrirhyggjuleysið hefðu á örfáum mánuðum fært ís- lendinga nær þjóðargjaldþroti en áður. Hann sagði þetta afleiðingu fijálshyggjuafla í Sjálfstæðisflokkn- um, sem hefðu byijað að innleiða hagstjóm á grundvelli peninga- hyggjunnar í ríkisstjórninni 1983-87. Steingrímur sagði að Framsókn- arflokkurinn ætti nokkra sök á þessu vegna þess að hann hafi ekki áttað sig nógu fljótt á því hvert stefndi, m.a. vegna þess að þróun peninga- mála á árinu 1986 virtist vera já- kvæð, vextir hóflegir og innlán meiri en útlán. „Hins vegar kom fljótlega í ljós í lok þess árs, að þenslan var vax- andi, og það er rétt að það komi hér fram, að í apríl 1987 hóf ég máls á því við formann Sjálfstæðisflokks- ins, að rétt væri að grípa til_ aðgerða til að draga úr þenslunni. Ég lét þá ráðgjafa mína í atvinnu og efnahags- málum athuga svokallaðan „kart- öflukúr" sem Danir höfðu innleitt. Þessu var hafnað þá, enda vorum við að ganga til kosninga. Daginn eftir kosningamar kallaði ég á for- mann Sjálfstæðisflokksins og lagði áherslu á að þrátt fyrir að ríkis- stjómin væri í minnihluta, þá bæri henni skylda til að grípa til aðgerða til að draga úr þenslunni. Því var líka hafnað þá. Því verður þess vegna aldrei haldið fram, að á þessu tímabili höfum við ekki hvað eftir annað varað við hvert stefndi." Steingrímur sagði síðan að hann væri ekki með þessu að gera upp sakimar við Sjálfstæðisflokkinn, heldur til að hægt sé að læra af reynslunni og gera betur. „Ég vona svo sannarlega að þessari ríkisstjóm takist betur að marka þá framtíðar- stefnu í efnahagsmálum þessarar þjóðar, að betur fari en orðið hefur í þessum kollsteypum. Það er sú fyrirhyggja sem við framsóknar- menn erum að boða og mér þykir satt að segja grætilegt þegar Sjálf- stæðismenn telja þann boðskap, að stíga 30 ár aftur í tímann. Þeir virð- ast boða fyrirhyggjuleysið áfram.“ Þjóðartekjur dragast saman um 6-8% Hann sagði þjóðartekjur myndu hugsanlega dragast saman um 6-8% þegar tilliti væri tekið til samdráttar í afla, sem nú væri fyrirsjáanlegur. „Ég hverf ekki frá því, að það var svo sannarlega nauðsynlegt að gefa sumum mönnum góðan löðrung til að þeir vöknuðu upp við þessar stað- reyndir. Ég þarf ekki annað en draga fram tillögur fyrrverandi ráðgjafa ríkisstjómarinnar.Ólafs ísleifssonar, sem hann lagði fram í ráðgjafar- nefndini á vegum forsætisráðherra og þeir leyfðu sér að kalla dauðar kanínur. Slíkir menn þurfa að fá góðan löðmng. Ég er sannfærður um það, að sú nefnd, þó hún ynni mjög vel og ötullega að því að meta ástandið, gerði sér ekki grein fyrir því hvemig ástandið er í raun og vem, og niðurfærsluleiðin hefði ekki dugað, til þess að koma útflutnings- atvinnuvegunum á lygnan sjó,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að þar til verðstöðvun- artímabilinu lyki í lok febrúar, yrði að hagræða á öllum sviðum. bæði í opinberum rekstri, rekstri fyrirtækja og heimila. Það færi síðan eftir rekstrarstöðunni að vori, og mark- aðsverði á afurðum erlendis til hvaða ráðstafana yrði gripið. Steingrímur gagnrýndi síðan það fyrirhyggjuleysi sem hann sagði oft ríkja í atvinnulífinu, og rakti dæmi því til stuðnings. Þannig hefði fisk- vinnsla í vaxandi mæli færst úr landi á sjó, sem gæti verið hagkvæmt I sjálfu sér en leiddi hins vegar til þess að minni afli yrði unninn í landi. Um leið og þetta gerðist yrði að skipuleggja vinnsluna miðað við breyttar aðstæður. Hann gagniýndi einnig vaxandi smáfiskaveiðar, sem hann sagði að væm stundaðar. Mistök að útiloka stóriðju Steingrímur sagði síðan að það væm mistök að útiloka, að óathug- uðu máli, nýja stóriðju, jafnvel stækkun álbræðslunnar, og sagðist ekki geta neitað því að sér þættu deilur um orkufrekan iðnað, sem orðið hefðu milli stjórnarflokka og sérstaklega einstakra manna, vera vanhugsaðar og alls ekki tímabær- ar. Hann sagði að áður en ákvörðun um stóriðju yrði tekin ætti ýtarleg rannsókn eftir að fara fram, og Steingrímur sagðist telja útilokað að þeirri rannsókn yrði lokið áður en þinginu lyki í vor. Rústir offjárfestingar Forsætisráðherra fór nokkmm orðum um flárfestingu og hafði það eftir manni að ástandið hér væri í raun engu betra en það var í Evrópu eftir síðustu heimsstyijöld. Þar hefðu að vísu verið rústir en hér væm þúsundir fermetra af auðu og ónotuðu verslunar- og skrifstofuhús- næði, óhóflega stómm íbúðum og of mikilli bifreiðaeign. Um bankakerfíð sagði Steingrím- ur að það væri sjúkt og þarfnaðist alvarlegs uppskurðar. Vaxtamunur væri tvöfalt meiri en talið væri sæmi- legt erlendis og starfsmenn í bönk- um allt of margir. Steingrímur sagði að sameina yrði banka og að yfir- stjórn Seðlabankans ætti skilyrðis- laust að framfylgja stefnu ríkis- stjómarinnar. Sumsstaðar vikju seðlabankastjómar frá þegar ný ríkisisstjóm kæmi „Það er kannski ekki svo vitlaus hugmynd," sagði Steingrímur. Veljum samstarfsmenn en ekki óvini Undir lok ræðu sinnar vék Steingrímur að þeim ummælum Þor- steins Pálssonar formanns Sjálf- stæðisflokksins að núna væri Fram- sóknarflokkurinn höfuðandstæðing- ur Sjálfstæðisflokksins. „Okkur er að sjálfsögðu mikill sómi sýndur með þessu og ég vil fullvissa þá um að við munum ekki valda þeim von- brigðum. Við framsóknarmenn stundum það ekki að velja okkur óvini. Við veljum okkur samstarfs- menn,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að tekist hefði náið samband milli Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, og Alþýðubanda- lagið, sem verið hefði á eyðimerkur- göngu, væri vonandi að átta sig á þeim miklu breytingum sem orðið hefðu á íslensku þjóðfélagi. Steingrímur sagðist ekki sjá betur en flokkurinn væri horfínn að mestu frá fomri trú á miðstýringu og af- skipti stjómvalda á flest öllum svið- um þjóðfélagsins. Steingrímur sagði síðan að Kvennalisti og Borgaraflokkur virt- ust ætla að styðja ríkisstjómina ef málefnalegur gmndvöllur væri fyrir hendi í einstökum málum. Einnig sagðist hann vita að einstaklingar innan Sjálfstæðisflokksins gætu hugsað sér slíkt samstarf á félags- hyggjugmndvelli, þótt þeir fengju því ef til vill ekki ráðið vegna yfir- gangs fijálshyggjufomstunnar. Lán talin sem eigið fé Halldór Ásgrímsson varaformað- ur Framsóknarflokksins rakti þau atriði, sem hann hafði áður farið yfír á aðaðfundi LÍÚ, varðandi ástandið í sjávarútvegi og leiðir til lausnar. Hann sagði m.a. að ekki yrði á næstu ámm lagt í fjárfeesting- ar vegna smíði eða endurbóta fiski- skipa. „Það var þa'nnig í ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar, sem sat 1983-87, að þá vom gerðar margar tilraunir til þess hvemig skyldi standa að endurnýjun fískiskipaflot- ans. Ég lagði fram tillögu um það, sem ég vildi láta bóka í ríkisstjóm- inni, en hún fékkst aldrei samþykkt, og þá kallaði ég saman forsvars- menn banka og fjárfesingarlána- sjóða. í tillögunni stóð, að ekki lán- uðu aðrir sjóðir til slíkra hluta en Fiskveiðasjóður, og það væri tryggt að þeir aðilar sem fæm út í fjárfest- ingar hefðu 40% eigið fé. Þegar upp er staðið, túlkuðu bankarnir þetta eigið fé þannig, að það er allt í einu orðið eigið fé að fá lán hjá olíufélögunum. Það er orðið eigið fé að fá lán frá trygginga- félögum og ýmsum öðmm stofnun- um. Þetta er túlkun íslenska banka- kerfisins á því hvað er eigið fé, og ég vænti þess að þeir verði mjög reiðir þegar ég segi þetta og kalla Fiskverð á uppboðsmörkuðum 18. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 48,00 32,00 45,31 17,402 788.521 Þorskur(óst) 34,00 34,00 34,00 0,017 595 Undirmál 15,00 15,00 15,00 0,841 12.623 Ýsa 55,00 32,00 45,99 3,564 163.916 Ýsa(ósl.) 41,00 35,00 38,20 2,997 114.492 Undirmálsýsa 20,00 8,00 15,11 0,322 4.873 Ufsi 23,00 20,00 20,82 4,058 84.481 Karfi 15,00 15,00 15,00 0,301 4.523 Lúða 345,00 100,00 273,93 0,403 110.399 Steinbítur 36,00 15,00 27,64 3,765 104.067 Keila 14,00 14,00 14,00 3,065 42.914 Samtals 38,87 36,892 1.433.838 Selt var aðallega úr Guðrúnu Björgu ÞH, Lómi SH, frá Saefangi hf. á Grundarfirði, Tanga hf. á Grundarfirði, Hafbjörgu sf. í Ól- afsvík og Útveri hf. á Bakkafirði. Næstkomandi mánudag verða meðal annars seld 56 tonn af þorski og 4 tonn af ýsu úr Núpi ÞH, 35 tonn af þorski, 5 tonn af ýsu og 4 tonn af keilu úr Stakkavik ÁR. Einnig verður selt úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 38,00 38,00 38,00 0,403 15.314 Þorskur(ósL) 44,00 30,00 42,25 3,978 168.126 Undirmál 10,00 10,00 10,00 0,131 1.310 Ýsa 56,00 56,00 56,00 0,036 2.016 Ýsa(óst) 66,00 41,00 55,14 4,123 227.346 Ýsa(umálósL) 7,00 7,00 7,00 0,265 1.855 Steinbítur 44,00 44,00 44,00 0,024 1.056 Lúða 215,00 215,00 215,00 0,012 2.580 Skarkoli 66,00 66,00 66,00 0,021 1.386 Keila 6,00 5,00 5,70 0,691 3.936 Samtals 43,92 9,688 425.485 Selt var úr ýmsum bátum. Næstkomandi mánudag verða með- al annars seld 65 tonn af ufsa úr Ottó N. Þorlákssyni RE og ýsa og þorskur úr línubátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 62,00 30,00 43,06 35,793 1.541.383 Undirmál 20,50 20,50 .20,50 3,602 73.852 Ýsa 60,00 21,00 42,41 11,235 476.510 Karfi 15,00 12,00 13,43 3,969 53.313 Ufsi 21,50 17,00 17,89 15,128 270.685 Steinbítur 30,00 6,00 26,81 5,416 145.233 Langa 27,00 17,00 22,58 0,747 16.879 Síld 8,37 8,33 8,35 327,130 2.734.822 Lúöa 190,00 65,00 179,73 0,252 45.383 Keila 14,00 12,00 13,18 0,850 11.200 Skötubörð 100,00 100,00 100,00 0,099 9.000 Skötuselur 380,00 380,00 380,00 0 008 3.230 Samtals 14,01 404,233 5.382.380 Selt var aöallega úr Reyni GK og Aöalvík KE. í dag verður selt úr dagróðrabátum. Næstkomandi mánudag verða meðal ann- ars seldir 336 kassar af þorski, 580 kassar af ufsa, 500 kassar af karfa, 76 kassar af löngu, 85 kassar af ýsu og 78 kassar af steinbít úr Bergvík KE. Einnig verða seld 55 tonn af þorski úr Eldeyjar-Hjalta GK á gólfi markaöarins í Grindavík, svo og afli úr dagróörabátum ef á sjó gefur. Stjórnarandstaða embættismanna I umræðum á eftir gagnrýndu margir Sjálfstæðisflokkinn og sam- starfið við hann í síðustu ríkisstjóm. Finnur Ingólfsson sagði að úræða- leysi og kjarkleysi íhaldsforustunnar hefðu gengið frá íslensku efna- hagslífi og Sjalfstæðisflokkurinn hefði barist gegn hlutunum en Fram- sóknarflokkurinn berðist fyrir þeim. Elín Líndal sagði m.a. að samstarfið við Þorstein Pálsson hefði staðið allt of lengi. Páll Pétursson alþingismaður sagðist vera nokkuð lukkulegur með núvemdi ríkisstjóm og sagði að stjómaflokkamir ættu að geta kom- ið sér saman um hvemig ætti að komast út úr vandanum sem við væri að stríða. Það væri hins vegar ómögulegt að gera það í félagsskap við Sjálfstæðisflokkinn. Páll sagði að það hefði verið hin besta einkun sem framsóknarflokk- urinn gat fengið, þegar Þorsteinn Pálsson lýsti hann helsta óvin sjálf- stæðismanna og hann sagðist eiga von á harðskeyttri stjómarandstöðu frá Þorsteini, sem Páll sagði að ætti eftir að sanna sig sem mjög snarpan foringja í stjómarandstöðu, þar sem allt annað þyrfti til þess, en að stjóma ríkisstjóminni. En Páll sagði önnur stjómarand- staða væri miklu hættulegri, það væru fijálshyggjumenn á lykilpóst- um í stjórnkerfinu, sem tefðu fram- kvæmdir stjómarinnar, kollvörpuðu áætlunum hennar og drægju lapp- imar við að framkvæma það sem ríkisstjómin leggði til. Þar nefndi hann að illa gengi að ná niður fjár- magnskostnaði og vöxtum. Þá sagði Páll að óvandaðir fjölmiðlamenn væm enn ein stjómarandstaðan, en sumir þeirra gengju í það að vera ríkisstjóminni til bölvunar. Þannig hefði verið safnað liði undanfama daga til að snúa út úr ummælum forsætisráðherra um þjóðargjald- þrot, sem hann viðhafði á aðalfundi LÍÚ. Ymsir ræðumenn lýstu yfir stuðn- ingi við þær aðgerðir, sem ríkis- stjómin hefur beitt sér sér fyrir, og urðu margir til þess að gagnrýna skýrslu Efnahags- og framfara- stofnun Evrópu, sem birt var í vik- unni, en í henni eru áætlanir ríkis- stjómarinnar gagnrýndar. Páll Sig- uijónsson bóndi, sagði m.a. að skýrslan væri hættulegt plagg og Níels Ami Lund deildarstjóri tók í sama streng. Sigfús Ægir Ámason gagnrýndi þó fyrirætlanir um skattlagningu happdrætta og Magnús Reynir Guð- mundsson bæjarfulltrúi á ísafírði, sagði að nauðsynlegt væri að fella gengið, til að koma sjávarútveginum á réttan kjöl, en án þess að kaup- gjald og annað verðlag hækki um leið. Gengið fellt um 20% Steingrímur Hermannsson svar- aði nokkrum ræðumönnum í lok fundarins í gær, þar á meðal Magn- úsi Reyni, sem spurði hann að því, hvemig stæði á því, að nú þegar búið væri að fella gengið um rúm- lega 20%, stæðu útflutningsatvinnu- vegimir ennþá verr en áður. „Ég spurði reyndar mann að því, hvað hefði þurft að fella gengið mikið, svo útflutningsgreinamar væru nú með rekstrargrundvöll. Hann átti ekki svar við því og staðreyndin er sú að við þurfum fyrst og fremst að lækka ýmsa aðra kostnaðarliði, fyrst og fremst fjármagnskostnað. Á það verðum við að leggja áherslu, áður en farið er í gengisfellingu, en við verðum hins vegar að meta málin þegar því verki er lokið.“ sagði Steingrímur, og sagðist ekki útiloka gengisfellingu á næstu árum. Hann tók síðan undir með Páli Siguijónssyni bónda, sem hafði sagt að nauðsynlegt væri að raunvextir yrðu neikvæðir um tíma meðan kom- ist væri út úr erfíðleikunu. Steingrímur sagðist leggja mikla áherslu á, að þegar til lengri tíma væri litið, yrði sparifé að vera með jákvæðum vöxtum. En þegar stór skellur kæmi og byrðar væru lagðar á launþega, væri eðlilegt að byrðar yrðu einnig lagðar á fjármagnseig- endur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.