Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 » Utvarp Olund tekur til starfa: Allir dagskrár- gerðarmenn í sjálfboðavinnu Ný útvarpsstöð, Útvarp Ólund, tekur til starfa nk. fimmtudag á Akureyri. Að nýju útvarpsstöð- inni standa Qórir ungir Akur- eyringar. Ólund verður i leigu- húsnæði á Eiðsvallagötu 18 á Akureyri. Verið er að leggja síðustu hönd á dagskrána auk þess sem verið er að setja upp tækjabúnað þessa dagana. Sendir stöðvarinnar er fenginn að láni hjá Pósti og síma og miðað er við að hlustunarsvæði stöðvarinnar verði Akureyri og næsta nágrenni. Útvarp Ólund á að vera öðruvísi stöð en allar hinar, að sögn fjórmenning- Harður árekstur Harður árekstur varð á mót- um Þingvallastrætis og Byggðavegar um kl. 17.30 í fyrrakvöld. Teljandi meiðsl urðu ekki á fólki, en nokkrar skemmdir urðu á bílum, þó sérstaklega öðrum þeirra sem flytja þurfti í burtu' með kranabíl. Stöðvunarskylda er við Byggðaveg áður en farið er inn á Þingvalla- stræti. Þaðan kom annar bíllinn. Að sögn lögreglu er staðurinn mjög slæmur og mikil slysagildra þar sem útsýni er takmarkað vegna gróðurs og þrengsla. anna. Talað mál á að vera helming- ur efnisins og sú tónlist, sem leikin verður á öldum ljósvakans, verður ekki sótt í vinsældalistana. Þá er ætlunin að hafa ítarlega fréttaþætti á degi hvetjum auk þess sem menn- ingarmál munu skipa háan sess. Ólund á að vera „ftjáls" útvarps- stöð, öllum opin, og hefur nemenda- félögum meðal annars verið boðinn aðgangur að nýju stöðinni, að sögn Hlyns Hallssonar. Þá geta félög og hagsmunasamtök keypt sér útsend- ingartíma. Ekki er ætlunin að fjár- magna reksturinn með auglýsinga- tekjum eingöngu heldur á útseldum tímum, framlögum, styrkjum og vel- vilja fólks. Launakostnaður verður engin hjá nýja fyrirtækinu þar sem allir dagskrárgerðarmenn verða við vinnu sína í sjálfboðavinnu. Útsendingartíminn verður frá kl. 19.00 til 24.00 alla daga nema föstu- daga, en þá hefst útsending kl. 17.00 og á laugardagskvöldum verður væntanlega sent út efni fram á nótt. Textílvinna nemenda sýnd Morgunblaðið/Rúnar Þór Opið hús var í textílvinnustofum Verkmenntaskólans sl. miðvikudag í húsi hússtjórnarbrautar við Þórunnarstræti. Þar gaf að líta sýnishorn af vinnu nemenda í verklegum greinum svo sem vefii- aði, fatagerð og silkimálun. Boðið er upp á textílvinnuna á hússtjórnarbraut og sækja þangað bæði nemendur úr VMA og MA. Um er að ræða valgreinar, sem nemendur á framhaldsskólastigi geta látið skrá sig í. Þeir fá einingarnar siðan metnar inn í sitt aðalnám. Auk þess geta einstakling- ar látið skrá sig á slík námskeið og hefur verið nokkur aðsókn að þeim, sérstaklega í fatagerðina, að sögn Margrétar Kristinsdóttur, brautarstjóra. Valgreinar þessar eru á vegum hússtjórnarsviðs VMA. A myndinni eru Kristin Ragna Jónsdóttir nemi á uppeldisbraut og Bergþóra Eggertsdóttir kennari í fatasaumi. Þýðing ferðaþjónustu er Akureyrarbæ augljós - segir Gunnar Ragnars á ferðamálaráðstefiiu © INNLENT GUNNAR Ragnars forseti bæjarsljórnar Akureyrar sagði á nýlegri ferðamálaráðstefnu á Akureyri að nauðsynlegt væri að skjóta sem flestum stoðum undir atvinnu- og efhahagslíf þjóðarinnar. Oft væri horft til stóriðju í hefðbundinni merkingu þess orðs, sem vissulega væri mikilvægt að stefiit yrði að. Einn stóriðjumöguleikinn, sem við gætum gefið gaum, væri ferðamannastarfsemi og þá ferðamanna- starfsemi, sem gæfi af sér. Gæði landsins hefðu þó sín takmörk eins og fiskimiðin, en nauðsynlegt væri að tvíeflast í ferðaþjónustunni, ekki síst á tímum sem þessum. Gunnar sagði að margt hefði menn. „í því sambandi má sérstak- gerst á Akureyri á seinni árum lega nefna verulega aukið framboð varðandi bætta þjónustu við ferða- á hótelrými auk þess sem öll að- Brauðgerð KEA: Fjórtán endurráðnir Endurskipulagning liggur fyrir í fleiri firamleiðsludeildum KEA Brauðgerð KEA hefiir endur- ráðið fjórtán starfsmenn afþeim 23 sem sagt var upp fyrir skömmu vegna endurskipulagn- ingar. Tíu bakarar voru á meðal þeirra sem fengu uppsagnar- bréf. Af þeim voru sex endur- ráðnir. „Við erum búnir að endurráða þann fjölda, sem við ætlum að end- urráða til brauðgerðar. Við vorum með nítján stöður, en stöndum nú eftir með fjórtán. Alls unnu 23 starfsmenn við brauðgerðina, þar af var hluti hálfsdagsfólk," sagði Þorkell Pálsson fulltrúi á iðnaðar- og markaðssviði KEA í samtali við Morgunblaðið. „Jafnframt er verið að breyta vinnutímanum í brauð- gerðinni þannig að framleiðslan fer fram frá miðnætti til kl. 13.00 næsta dag. Áður var unnið frá kl. 4.00 á morgnana til kl. 14.00. Með þessu móti getum við verið með ný brauð í öllum verslunum um leið og þær opna á morgnana. Það var Til leigu eða sölu verslunar- eða þjónustuhúsnæði í Verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð, Akureyri. Hagstæð kjör. Laust fljótlega. Upplýsingar í síma 96-21718 allan daginn. eitt af þeim markmiðum, sem við settum okkur. Það gátum við ekki með fyrra fyrirkomulagi. Viss óán- ægja var með það og er þetta liður í að þjónusta okkar viðskiptavini betur,“ sagði Þorkell. Hann sagði að óneitanlega hefði brauðgerðin staðið verr en aðrar deildir KEA og væri á henni veru- legur hallarekstur. Ekki vildi hann þó nefna neinar tölur í því sam- bandi. Verðstöðvun væri í gildi og samkeppnin væri hörð á Akureyri, en þar eru þijú bakarí. Auk Brauð- gerðar KEA eru í bænum Kristjáns- bakarí og Einarsbakarí. Þorkell sagði að endurskipulagning væri á döfinni í fleiri framleiðslufyrirtækj- um KEA á næstu vikum. Of snemmt væri þó að segja til um hvar næst yrði borið niður. Óvíst er einnig um hvort fækka þurfi fólki í fleiri deild- um félagsins. staða á Hótel KEA er orðin í fremstu röð bæði með stækkun þess og endumýjun eldri hlutans. Þessi framför er auðvitað undir- staðan, annað kemur síðan á eftir. Þannig hefur ferðamannastraumur hingað vaxið að mun. Auk hinnar almennu umferðar má segja að þrír þættir séu famir að skaga upp úr og setja nokkur séreinkenni á bæinn sem ferðamannastað. I fyrsta lagi eru alls kyns ráðstefnur og funda- höld sem sérstaklega er orðið mikið um á haustin. Hin bætta hótel- og fundaaðstaða hefur haft hér úrslita- áhrif og segja má að hér séu í viku hverri haldnar fleiri en ein ráðstefna og einhvers konar minni fundahöld frá áliðnum ágúst fram í nóvem- ber. í öðm lagi vil ég nefna vem- legt átak, sem gert hefur verið i því að efla vetraríþróttamiðstöðina í Hlíðarfjalli og við merkjum það nú orðið að hún er aftur að fá sinn gamla sess sem aðalskíðasvæði landsins. Ferðafólki hefur enda far- ið fjölgandi á vetuma. I þriðja lagi má nefna hinn stóra sess sem golf- íþróttin er farin að hafa hér á sumr- in og næsta sumar munu fara fram hér á Akureyri tvö alþjóðleg golf- mót sem vekja munu mikla athygli.“ Gunnar sagði að nefna mætti margt annað sem stefnt hefði í rétta átt í ferðaiðnaði. „Samgöngur hafa stórbatnað á undanfömum ámm og nú tekur t.d. aðeins um fimm klukkustundir að aka á milli Akur- eyrar og Reykjavíkur og hvað sem hver segir þá hefur þjónusta Flug- leiða batnað mikið og á án efa eft- ir að batna með nýjum flugvéla- kosti." Gunnar sagði að þýðing at- vinnugreinarinnar væri Akur- eyrarbæ augljós og af hálfu bæjar- Gunnar Ragnars yfirvalda hefur starfsmaður at- vinnumálanefndar hafist handa við stefnumörkun með tilliti til þess á hvem hátt bæjaryfirvöld eigi að láta þau til sín taka og á hvem hátt einstaklingar og fyrirtæki eigi að hafa hér atbeina og fmmkvæði. „Fyrir nokkmm ámm sá ég yfir- lit yfir þær atvinnugreinar þar sem mest fjármagn var og velta. Að sjálfsögðu var olían í fyrsta sæti, en ferðaþjónusta var þá í þriðjá \ sæti, næst á eftir flutningastarf- semi. Þá var því spáð, að innan nokkurra ára yrði ferðaþjónustan komin í fyrsta sæti. Þar væri mesti vöxturinn og gróskan mest. Nú er þetta gengið eftir, því í ár verður mest fjármagnsvelta í þessari at- vinnugrein í heiminum. Það er því eftir miklu að slægjast,“ sagði Gunnar Ragnars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.