Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 \ v þfc*£> eroestur hja. mer, 5tebbi. écj hr'ing) bil pln eftír-finnm mmútur." Hættur að reykja og drekka. Hættur að krydda matinn og' góða skapið horfið ... Geturðu ekki spilað eitt- hvað sem myndi mýkja kótilettuna ...? HÖGNI HREKKVÍSI „EKKBRT BBTL VIE> /HATARBORÐIÞ!" Bifreiðaeigendur eru helstu mj ólkurkýr ríkissj óðs Til Velvakanda. Gerir íslenska ríkið sér virkilega ekki grein fyrir því, að helstu vel- gjörðarmenn þess eru bíleigendur? Hver sá, sem kaupir bíl, er um leið búinn að taka ákvörðun um að gefa ríkinu helming upphæðarinnar. Þeir sem ekki kaupa bíla, þeir hafa ekki gefið ríkinu neitt. Þeir iúra bara á aurunum undir koddanum og ríkið fær ekki neitt. Bensínið er heldur ekki gefið eða varahlutimir. Stjómvöld ættu að minnast þessa, þegar þau eru að bæta enn einum pinklinum á bíleig- endur. Enginn þjóðfélagshópur hér á landi er jafn skítnýttur og bíleig- endur. Alls staðar er plokkað og vanti meira fé í kassann er bara enn einu sinni vaðið í okkur. Þetta er nú samúðin sem samgöngutækin fá í þessu stóra og erfiða landi. Væru stjómvöld ekki bara ánægð ef allir færu að labba? Eða enginn tímdi að kaupa sér bíl og borga ríkinu helm- ing andvirðisins um leið? Fjármála- ráðherra má vita það, að með við- bótarpinklum á bíleigendur, er hann þeim verstur sem unna honum mest, í reynd. Engir skaffa honum jafn miklar tekjur og bíleigendur. Allra síst þeir sem engu tíma og borga þannig ríkinu aldrei neitt. Lúra bara á aurunum eins og ormur á gulli. Sumir segja að brennivínið gagn- ist ríkinu vel og ríkið eigi eftir að stórgræða á bjórnum. Ja svei. Þeir, sem þetta láta út úr sér, ættu að reyna að ímynda sér einn fagran dag, þegar brennivínið væri bannað hér. Lögregla stæði brosandi á göt- unum, læknarnir á slysavakt spiluðu Víkverji Víkvelji hitti kunningja á dög- unum. Hann vék tali sínu að miðdegissögu aðalrásar Ríkisút- varpsins, sem hann hafði hlustað á mánudaginn 14. nóvember (kl 13.35 - 14.00). Víkveiji rekur síðan frásögn kunningjans. Elísabet Á. Brekkan hóf þennan dag lestur á minningabókinni „Ör- lög í Síberíu" eftir hjónin ísrael og Rachel Rachlin í þýðingu Jóns Gunnlaugssonar. Bókin kom út í Danmörku seint á síðasta ári, en þar eru þau búsett. Fyrir sex árum gáfu þau út end- urminningabók sína, „Sextán ár í Síberíu", og hefur hún alltaf síðan verið á lista yfir tíu mest seldu bækur í Danmörku, og hlýtur það að teljast einstakt. Hjónin dvöldu nauðug (fyrir engar sakir) í sextán ár í Síberíu ásamt börnum sínum þremur og móður annnars þeirra, sem dó í útlegðinni og leit því frels- ið aldrei aftur. Þótt bókin segi frá hræðilegri eyðileggingu á lífi sak- lauss fólks, stafar samt frá henni mannlegri hlýju og látlausum inni- leika í ótrúlega miklum mæli. Þessi litla bók hefur oft sótt á hugann, síðan ég las hana fyrir nokkrum árum, sagði kunningi Víkveija. brids allan daginn og lögreglustjór- inn hefði ekkert að gera nema æfa lögreglukórinn. Brennivínið er einkaóvinur okkar ökumanna. Það kemur óorði á okkur vegna slysanna og enn á þetta eftir að versna, þeg- ar bjórinn kemur til sögunnar. Állar tekjur ríkisins af bjór og brennivíni eru blóðpeningar, sem brenna marg- falt upp á heitu báli fyrir framan nefið á stjórnvöldum. Spyrjiði bara lögregluna og læknana. Ef stjóm- völd hefðu manndóm í sér til þess að banna þessi vímuefni, þó ekki 'væri nema einn dag, þá sæju þau árangúrinn. í staðinn fýrir það hella þau bjórnum yfir æsku þessa lands og ætla svo að græða á öllu saman. Skömm þeirra verður löngum í minn- um höfð. Stjórnvöldum væri nær að taka þátt í því átaki í umferðarmálum, sem valinkunnir einstaklingar beita sér nú fyrir og gera sér grein fyrir því í tíma, að fjölgun vímuefnatæki- færa er ekki það, sem þessa þjóð vantar helst núna. Prófið síðan að banna brennivínið í einn dag og upplifíð ástand, sem ykkur hefur ekki dreymt um í þessu þjóðfélagi. Sérstaklega ef bannið næði til heillar helgar. Hættið síðan að finna eilífan blóraböggul í bíleigendum. Þeir eru nú þegar ykkar helsta mjólkurkýr og ættu auðvitað sem slíkir að vera heiðursborgarar í landinu. Hugðar- efni þeirra skaffa ríkinu milljarða tekjur, meðan aðrir sem eyða fé sínu í eitthvað annað skaffa ríkinu ekki neitt. Þjónusta ríkisins við bíleigendur er líka fyrir neðan allar hellur. Ein- skrifar * Eg var svo heppinn, sagði kunn- inginn, að hlusta á Rachlin- hjónin tala á fundi í Nikulásar- kirkju í Kaupmannahöfn rétt fyrir jólin í fyrra. Þarna var haldin bók- menntakynning, þar sem höfundar, útgefendur og aðrir bókmennta- menn sögðu frá nýjuin bókum og ræddu þær. Uti á torginu var bók- menntamarkaður. Lestur Rachelar upp úr nýútkominni bók þeirra, „Örlög í Síberíu" var átakanlegur, en enn átakanlegri þótti mér eigin- lega misskilningur sá og vanþekk- ing á högum Sovétborgara, sem kom fram í tali menntaðra Dana um bækur þeirra hjóna þarna á fundinum og eftir hann. Það vantaði ekki, að Danir væru fullir samúðar og velvilja, en ein- hvern veginn hafði ekki síazt inn í þá grundvallarþekking og undir- stöðuskilningur á lífskjörum fólks í þessu gertæka kúgunarveldi, sem Sovétríkin voru og eru. Þeim skild- ist ekki í raun, hvert eðli þessa þjóð- skipulags er, þar sem ógnin er al- tæk og hræðslan og varasemin eru „sjálfsagðir" þættir í lífi hvers manns. Einnig heyrðist, að Rachl- in-hjónin væru að lýsa liðinni hörm- ungatíð; nú væri allt orðið betra lægt er klipið af vegafé, þó þetta sé með arðvænlegustu fjárfestingum sem til eru. Ríkið ætti sérstaklega að líta í eigin barm að þessu leyti og þora að horfast í augu við millj- arða fjárfestingar, sem bara hafa hent fé þjóðarinnar út í vindinn. Á meðan var vegakerfið svelt með því öryggisleysi, sem er því samfara, fyrir helstu velgjörðarmenn ríkisins, okkur bíleigendur. Er það furða að við segjum að ríkið sé þeim verst, sem unna því mest? Eitt atriði að lokum. Hvenær ætla olíufélögin að taka upp eðlilega við- skiptahætti og leyfa notkun greiðslukorta á bensínsölum. Kort- inu stungið í rauf og kvittunin tilbú- in um leið. Fljótvirk, þægileg og hreinleg afgreiðsla. Margar bensín- stöðvar selja ýmislegt smávægilegt til þjónustuauka fyrir viðskiptavin- ina, m.a. sælgáeti. Augljós þrifnaður er að því að vera ekki að telja pen- inga og afgreiða fímmaurastykki í sömu andránni. Leyfíð því kortin á bensínstöðvunum öllum til ánægju. Stjórnvöld, lítið nú okkur bíleig- endur í réttu ljósi. Við erum helstu velgjörðarmenn ykkar, hugðarefni okkar færa ykkur stórkostlegar tekj- ur. Það er líka vitsmunaleg ögrun hjá ykkur við heilbrigða skynsemi að §ölga vímuefnum með annarri hendinni og bera sig upp undan slys- unum með hinni. Komið nú til móts við ykkar helstu velgjörðarmenn, okkur bíleigendur og hlustið á sjón- armið okkar til bætts öryggis. Snú- um vörn í sókn, byggjum upp vegi og bætum umferðarmenninguna, fyrir betra ísland. Bíleigandi og færi batnandi. Einhver áhrif getur það haft á barnalega bjart- sýni þessa fólks, að um þetta leyti var rekin gífurleg auglýsingaher- ferð í Danmörku fyrir bókinni um „perestrojku", ^sem gefin var út undir nafni Gorbatsjovs. Hún átti að vera .jólabókin 1987“ í Dan- mörku, eins og annars staðar í heiminum, en það var hún nú reynd- ar hvergi, nema þá helzt hér á ís- landi, þar sem hún mun hafa selzt lygilega vel og jafnvel verið notuð til jólagjafa milli kristinna manna á aðfangadagskvöld! Nýrri bók þeirra hjóna er, eins og hin fyrri, skrifuð af miklu lát- leysi og innileika. Þetta er einstak- lega hugnæm og hlýleg bók, þótt hún segi frá mannlegum harmleik. Þýðing Jóns Gunnlaugssonar er blátt áfram og fellur vel að efninu, og lestur Elísabetar Brekkan er óaðfinnanlegur, léttur, lipur og til- gerðarlaus. Þannig sagðist kunningjanum frá, efnislega eftir haft. Það fer vonandi fyrir lesendum Víkveija, eins og honum sjálfum, að þeir finni hjá sér hvöt til að leggja við eyru þegar þessi miðdegissaga verður á dagskrá aðalrásar RÚV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.