Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 23 í gegnum síðasta þensluskeið á neikvæðum raunvöxtum. Tæplega hefði þenslan orðið minni þá. En þessar nýju vaxtaaðstæður gera það að verkum, að ekki er lengur hægt að fela vandamálin. Það er ekki náttúrulögmál, að fyrir- tæki hafi eilíft líf. Ef eitthvert lög- mál er til í þessum efnum þá er það á hinn veginn, sérhvert fyrirtæki á sér sinn vöxt, sinn þroskaferil og sín hnignunarár sem kalla á end- umýjun, ellegar hefur það þjónað sínu hlutverki. Þessi reynsla verður hins vegar mörgum erfið. Aður fyrr var dauðvona fyrirtækjum haldið nær endalaust gangandi á niður- greiddum lánum og skuldbreyting- um. Vegna jákvæðra raunvaxta er þessi feluleikur ekki lengur raun- hæfur. Því sjáum við nú þrennt gerast, sem ekki var algengt áður vtö svipaðar aðstæður. í fyrsta lagi em stjórnendur fyr- irtækja knúðir til harðra aðgerða til að draga úr kostnaði. Þetta kem- ur m.a. fram í uppsögnum starfs- fólks. Einstaklingar verða á sama hátt að draga úr sínum útgjöldum því endalaust geta þeir heldur ekki lifað um efni fram. Það sama á að sjálfsögðu við um opinbera aðila. Þegar þeir hafa lifað um efni fram þá ber þeim einnig að draga úr kostnaði. Þessa dagana sjáum við fyrirtæki vinna hörðum höndum að þessu viðfangsefni og við sjáum að einstaklingar hafa einnig dregið úr neyslu og sínum útgjöldum. En at- hyglisvert er að ríkisvaldið hyggst leysa sín vandamál með auknum tekjum, með aukinni skattlagningu á þá sem á sama tíma eru að kepp- ast við að draga úr útgjöldum. í öðru lagi eru gjaldþrot nú mun tíðari en áður. Frestur er ekki leng- ur á illu bestur. Rekstur sem ekki ber sig verður óhjákvæmilega gjald- þrota þegar eigið fé er uppurið. í þriðja lagi hljóta bankar, spari- sjóðir og aðrar lánastofnanir að þurfa að taka á sig töluverð töp á næstu misserum, vegna þess, að þörf verður á að afskrifa lán sem ekki innheimtast. Þetta er nýtt því áður fyrr sá verðbólgan og nei- kvæðir vextir um að leysa slík vandamál banka og lánastofnana, ef menn höfðu einungis nógu langa biðlund. Og það er við þessar aðstæður, þegar samdráttarskeið virðist geng- ið í garð á sama tíma og menn eru enn að glíma við afleiðingar of-’ þenslunnar, sem við hljótum að beina sjónum okkar að grundvallar- vandanum. Hvernig eigum við að stjóma hagsveiflunum, sem at- vinnustarfsemi okkar er svo háð. Og nú er einmitt tíminn til að ræða þetta meginatriði, því reynslan sýn- ir, að þegar nýtt uppgangstímabil hefst, er enginn reiðubúinn til að ræða slíkt. Menn eru þá svo upp- teknir við að njóta góðærisins. Á síðari hluta viðreisnaráranna voru þessi mál mjög í brennidepli og þau rædd af mikilli alvöru. Menn reyndu að greina viðfangsefnið og leita lausna. Fyrir 20 árum var mönnum ljóst, að einhvers konar sveiflujöfnun var svarið. Afar mikil- vægt tæki var þá fundið upp, Verð- jöfnunarsjóðir. Við þá voru miklar vonir bundnar. Því miður réð skammsýni því að sú tilraun var eyðilögð. Við þurfum nú að setjast niður aftur og leita nýrra lausna. Það er mikilvægt fyrir okkur að greina á milli ytri aðstæðna, sem við ekki ráðum við, en þurfum að aðlagast hveiju sinni og þess vanda sem er heimatilbúinn og við eigum að geta fundið lausnir á. Með því að ná tökum á sveiflunum náum við jafn- væginu sem við höfum svo lengi leitað eftir til að tryggja árangur í baráttu við verðbólguna. Og við vitum það líka að það er jafnvægið sem best tryggir varanlegan lífskjarabata. Gott sjálfstæðisfólk. Við þurfum nýjar leiðir. Mér finnst Sjálfstæðis- flokkurinn tæpast geta nú valið sér verðugra verkefni, né þýðingar- meira fyrir fólkið í landinu, en ein- mitt að móta nýja stefnu í þessum málum. Lj óðatónleikap í Gerðubergi AÐRIR tónleikar í ljóðatón- leikaröð í Gerðubergi verða mánudaginn 21. nóvember kl. 20.30. Á þessum tónleikum mun Rannveig Bragadóttir syngja lög eftir Haydn, Mozart, Hugo Wolf, Mahler og de Falla við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar. Rannveig Bragadóttir stundaði nám í Söngskólanum í Reykjavík hjá Má Magnússyni. Að loknu stúdentsprófi hélt hún til Vínar- borgar og stundaði nám við Tón- listarháskólann þar, m.a. hjá He- lene Karusso og Kurt Equiliz. Rannveig er meðlimur í óper- ustúdíói Ríkisóperunnar í Vín (Wi- ener Staatsoper) og hefur komið þar fram í minni hlutverkum. Hún hefur unnið undir stjórn ýmissa þekktra stjórnenda, svo sem Niku- laus Harnocourt, Horst Stein og Herbert von Karajan. Rannveig syngur eitt af aðalhlutverkunum í óperunni „Ævintýri Hoffmanns“ eftir J. Offenbach, sem sýnt er um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Rannveig Bragadóttir Hún heldur síðan utan í desember til að taka við þremur hlutverkum í óperum eftir Puccini, Wagner og Dvorák í Wiener Staatsoper. Reykjavík: Skátar leita uppi öndvegissúlur Ingólfe SKÁTAFÉLÖGIN í Laugarnes- og Vogahverfi halda sameigin- legan götuleik í dag laugardag. Þessi leikur er keppni á milli skátaflokka, sem ferðast um borgina og leysa af hendi ýms verkefni. I fréttatilkynningu frá skátunum segir, að leikurinn sé kallaður „Landnám Ingólfs Arnarsonar" og hefjist klukkan 10 við félagsmið- stöðina Þróttheima við Holtaveg. Þar fá flokkamir sín verkefni, sem felast í því að skátamir verða að fara víða um borgina., afla upplýs- inga og rekja slóðir, sem að lokum leiða þá að öndvegissúlum Ingólfs. Þær verða síðan fluttar með við- höfn að félagsmiðstöðinni. Þar fer svo fram síðari hluti leiksins, en þá spreyta skátamir sig á hnútum og bindingum, en deginum lýkur svo með kvöldvöku. TEPPI EINSOG ÞESSIGOMLU GOÐU Hjá okkur er nú frábært úrval gólfteppa úr ull og ullar- blöndum. Eitt og sér stendur þó HIGHLAND TWEED teppiö frá STODDARD í Skotlandi. Teppiö er úr 80% ull og 20% nylon (ullin fyrir mýktina og nylonið fyrir slitþolið). Garnið er bundið með nýrri framleiðsluaðferð sem styrkir garnbindingu verulega. Teppið vegur 3 kg/m2. Fyrirliggj- andi eru 3 litir og fjöldi annarra lita fáanlegur. SENDUM SÝNISHORN Teppaland Grensásvegi 13,105 Rvík, sfmar 83577 og 83430 OFNHITASTILLAR OG BAÐBLÖNDUNARTÆKI Stjórntæki í efnahagsráðstöfunum heimilisins. Gæta ftrustu sparsemi án þess að skerða þjónustuna. = HÉÐINN = seljavegi 2, si'mi 624260 gœtir hófsemi SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER Höfundur er bnnkastjóri Iðnaðar- bankans. ULLARTEPPI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.