Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 60
Bandarískur undirréttur Tvískipt útboð á flutningum fyrir vamarlið- ið óheimilt „VIÐ erum að kynna okkur niðurstöður dómsins nú. Þær eru að vonum mikil vonbrigði fyrir okkur því með þessu samkomu- lagi sem i gildi var töldum við að veitt væri besta þjónusta sem völ er á i þessum flutningum," sagði Marge Holtz talsmaður Sjó- flutningaráðs Bandaríkjahers i samtali við Morgunblaðið í gær, en Bandaríska skipafélagið Rain- bow Navigation vann mál gegn sjóflutningaráðs Bandaríkjahers um flutninga fyrir varnarliðið i Keflavík. Bandaríski umdæmisdómarinn Harold H. Greene, úrskurðaði hins vegar að skipting útboðsins á flutn- ingum fyrir vamarliðið stæðist ekki og að Rainbow ætti að geta boðið í flutningana í heild, án þess að þeim verði skipt. Eimskip fékk 65 prósent flutningana á síðasta ári og Rainbow 35 prósent og hafði sjóflutningaráðið sett tvennskonar reglur um útboð á þessu ári, eina fyrir 65 prósent flutningana og « aðra fyrir afganginn. Þessum regl- um hafnaði umboðsdómarinn. Morgunblaðið spurði Marge Holz, hvort málinu yrði áfrýjað. en hann sagði enga ákvörðun um slíkt Iiggja fyrir. Morgunblaðið/Reynir Ragnarsson Frá nauðungaruppboði á ms. Keflavik á sýsluskrifstofunni í Vík. Einar Oddsson sýslumaður situr við borðsendann nær. Við hlið hans er Stefán Pétursson aðallögfræðingur Landsbank- ans og við borðsendann fjær er Pétur Guðmundarson lög- maður Eimskipafélagsins. Saltsalan átti hæsta tilboðið í ms. Keflavík Borgarfógeti samþykktí tílboð Landsbankans í Eldvík og Hvalvík Vík i Mýrdal. SALTSALAN hf. bauð hæst i ms. Keflavík á nauðungarupp- Ný lánskjaravísitala um áramót: Stefiit að breytingum á eldri samningum *NY lánskjaravísitala tekur gildi um áramót. Verður hún samansett úr launavísitölu (50%), framfærsluvísitölu (25%) og byggingavisitölu (25%). Mun hún taka til allra nýrra skuldabréfa og jafnframt mun vera unnið að því með samkomulagi að láta hana ná til sem flestra eldri samninga þannig að núverandi lánskjaravisitala fari sem fyrst úr notkun. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra skýrði frá því á flokksþingi framsóknarmanna í gær að þetta stefnumál ríkisstjóm- arinnar kæmi til framkvæmda um áramót. Laun muni þá vega um það bil 70% í grundvelli lánskjaravisi- tölunnar og því muni draga mjög úr misgengi launa og fjármagns- kostnaðar og áhrifum verðhækk- ana. „Með beinum og óbeinum ráð- stöfunum verður lögð áhersla á að lántakendur geti fengið breytt eldri lánum yfír í nýju vísitöluna, ef þeir óska. Algjört afnám allrar vísitölu- tengingar er hins vegar markmið- ið,“ sagði Steingrímur. Seðlabankinn var með aðrar hug- myndir um breytingar á lánskjara- vísitölunni, og lagðist gegn þeirri breytingu sem ríkisstjómin ákvað. Tómas Amason seðlabankastjóri sagði í gær að fullt samkomulag hefði verið um þessa breytingu nú á milli Seðlabankans og ríkisstjóm- arinnar. Hann vildi ekki tala um 'stefnubreytingu Seðlabankans, því ekki hefði verið eining innan bank- ans um Ieiðir í þessu máli. Tómas sagði að núverandi visi- tala yrði áfram reiknuð út, enda gilti hún áfram í þeim samningum sem ekki yrði breytt um áramót. Það væri hins vegar lögð áhersla á -að sem flestum samningum yrði breytt þannig að nýja lánskjara- vísitalan yrði ráðandi. Það gerðist þó ekki nema með fijálsu samkomu- lagi beggja aðila viðkomandi samn- ings. Sjá bls. 32 frásögn af flokksþingi framsóknarmanna. boði í Vík í Mýrdal í gær. Keflavík er í eigu Skipafélagsins Víkur hf. Aðaleigandi Skipafé- lagsins, Finnbogi Kjeld, er jafii- framt stjórnarformaður og pró- kúruhafi Saltsölunnar hf. I gær hafinaði Jónas Gústavsson borg- arfógeti í uppboðsrétti Reykjavíkur tilboði Finnboga Kjeld í ms. Eldvík og ms. Hvalvík, hin tvö skip Skipafélagsins Víkur, en hann var hæstbjóðandi í skipin á nauðungaruppboði í byijun mánaðarins. Samþykkti Jónas tilboð Landsbanka íslands, sem átti næst hæsta tilboð. í lok uppboðsins, sem fram fór 4. nóvember, skoraði Jónas á Finn- boga að greiða íjórðung tilboðsQár- hæðinnar innan tveggja vikna eins og uppboðsskilmálar sögðu til um. Finnbogi ætlaði að nota þennan frest til að fá skipin skráð undir erlendum fána, svokölluðum „þæg- indafána", og fá erlent fé til að halda skipunum. Það tókst ekki miðað við lyktir málsins í gær. Landsbankinn greiddi hins vegar fjórðung tilboðsins í gær, þegar til- boð hans var samþykkt. Tilboð bankans var IV2 milljón lægra í skipin. Landsbankinn bauð 32 millj- ónir kr. í Eldvíkina og 31 milljón í Hvalvíkina. Reinold Kristjánsson lögfræðing- ur Landsbankans segir að bankinn muni selja skipin sem fyrst. Ms. Keflavík er eina flutninga- skipið sem skráð er í Vík. Upp- boðið var haldið á sýsluskrifstof- unni af Einari Oddssyni sýslu- manni. Þrír aðilar buðu í skipið. Fyrst bauð umboðsmaður Lands- banka íslands 159 milljónir kr., þá bauð umboðsmaður Saltsölunnar hf. 160 milljónir, umboðsmaður Eimskipafélags íslands hækkaði boðið í 160,5 milljónir, en Saltsalan átti lokatilboðið, 161 milljón kr. Uppboðshaldari mun taka sér tveggja vikna frest til að skoða til- boðin og gefa endanlegt svar. R.R. Tvö íslensk tölvu- og hugbúnaðarfyrirtæki: Fluttur út hugbúnaður fyrir 5-600 þúsund tölvur TVÖ íslensk tölvufyrirtæki hafa þróað hugbúnað sem seldur verður með tölvum Acer fjölþjóðafyrirtækisitis. Acer áætlar að selja 500-600 þúsund tölvur á næsta ári og búast forsvarsmenn íslensku fyrirtækj- anna við að þeirra hlutur verði jafiivirði nokkur hundruð milljóna króna. Samkomulag hefiir tekist um þessi viðskipti og um helgina fara fiulltrúar íslensku fyrirtækjanna til höfuðstöðva Acer í Taipei á Taiwan til að undirrita endanlegan samning. íslensku fyrirtækin eru Digital- vörur hf. sem flytur inn og selur tölvubúnað á íslandi og hugbúnað- arfyrirtækið Víkurhugbúnaður sf. í Keflavík. Að sögn forsvarmanna fyrirtækjanna hefur verið unnið að þróun hugbúnaðarins í hálft annað ár. Þróaðist þessi vinna upphaflega út frá Ráð-viðskiptahugbúnaði sem Víkurhugbúnaður framleiðir en fyr- irtækin komust síðan í samband við Acer vegna viðskipta Digitalvara hf. við það. Hugbúnaðurinn er seld- ur með tölvunum til að kaupendurn- ir geti notað þær strax. Fjórir til fimm starfsmenn eru hjá hvoru fyrirtæki. Forsvarsmenn þeirra segja að áfram verði unnið að þróun hugbúnaðarins og síðan bætist við mikil vinna við eftirlit með þessari viðkvæmu vöru. Segja þeir að miklir möguleikar séu á útflutningi hugbúnaðar, þetta sé aðeins byrjunin. Acer er fjölþjóðafyrirtæki í örum vexti á tölvumarkaðnum. Það er stofnað í Taiwan en er með mikla starfsemi í Japan, Bandaríkjunum og Evrópu. Jafintefli hjá Jóhanni og Kasparov íslendingar töpuðu fyrir Sovét- mönnum í fimmtu umferð Ólympíuskákmótsins í gær. Jó- hann hafði hvitt gegn heimsmeist- aranum, Kasparov og lauk skák- inni með jafhtefli í 54. leik. Jón L. Ámason tefldi á 2.borði gegn Júsupov og lauk skákinni með jafntefli. Margeir hafði hvítt gegn Ehlvest og er biðskák þeirra talin töpuð fyrir Margeir. Helgi tefldi gegn ívantsjúk á 4.borði og tapaði skömmu fyrir fyrri tímamörk. Þrenn hjón í þjónustu kirkjunnar BISKUP íslands, herra Pétur Sig- urgeirsson, vígir guðfræði- kandídatana Irmu Sjöfii Óskars- dóttur og Sjöfii Jóhannesdóttur til prestsþjónustu við guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni á morgun, sunnudaginn 20. nóvember, kl. 11.00. Irma Sjöfn er 27 ára gömul og vígist sem aðstoðarprestur í Selja- sókn í Reykjavíkurprófastsdæmi. Sjöfn Jóhannesdóttir er 35 ára að aldri. Sjöfn vígist sem aðstoðar- prestur í Kolfreyjustaðaprestakalli í Austfjarðaprófastadæmi, en hún er gift séra Gunnlaugi Stefánssyni í Heydölum. Verða þau hjón grann- prestar og þriðju hjónin í þjónustu kirkjunnar, þar sem bæði eru prestsvígð. í Hafnarfírði þjóna hjón- in séra Þórhildur Ólafsdóttir og séra Gunnþór Ingason og við Skálholts- skóla séra Hanna María Pétursdóttir og séra Árni Þórðarson. I firaegðar- ljósinu LINDA Pétursdóttir, nýkjörin ungfrú heimur, naut sín í sviðs- ljósi fjölmiðla og aðdáenda í gær. Hún átti annasaman dag í Lundúnum, þar sem hún gaf meðal annars eiginhandarárit- anir og mætti í sjónvarpsviðtöl. Hún hefur þó væntanlega gefið sér tíma til að hitta kærastann, Eyþór Guðjónsson, en hann flaug til London til að samfagna unnustunni. Sjá fréttir á bls. 4 og 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.