Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 31
o 30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Staða útgerðar Talsmenn útgerðar og fisk- vinnslu halda uppi harðri gagnrýni á stjórnvöld og aðra atvinnuvegi um þessar mund- ir. Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ sagði m.a. á aðal- fundi samtakanna í fyrradag: „Það er hörmulegt til þess að vita að okkur skuli ekki hafa haldizt betur á góðæri sl. ára en raun ber vitni. Kemur þar margt til. Einkum er um að ræða aðhaldsleysi stjómvalda í rekstri ríkissjóðs, sem hefur verið rekinn með halla, en honum hefur verið mætt með erlendum lántökum. Eftir- spum og spenna varð á vinnu- markaðinum, sem leitt hefur til stóraukins launakostnaðar. Þjónustugreinar hækkuðu verðlag hömlulaust og keyptu vinnuafl frá sjávarútveginum, sem bundinn var við svokall- aða fastgengisstefnu. Sjávar- utvegurinn fékk aldrei notið góðærisins og situr nú i verri stöðu en áður vegna tregðu stjómvalda til þess að skrá gengi krónunnar í samræmi við tilkostnað." Allt er þetta rétt hjá Krist- jáni Ragnarssyni. Þjóðin bar ekki gæfu til að nýta góðærið sem skyldi, aðhaldsleysi hefur ríkt í ríkisfjármálum og mikil þensla hefur verið í efna- hagslífí og á vinnumarkaði. En þá má spyija: Hver var hlutur sjávarútvegs og fisk- vinnslu að þessu leyti? Lögðu forsvarsmenn sjávarútvegsins sig fram um að halda skyn- samlegar á málum en aðrir aðilar í samfélaginu meðan á góðærinu stóð? Svar við þeirri spumingu er einnig að fínna í ræðu formanns LJÚ. Kristján Ragnarsson sagði: „Athyglisverðar breytingar hafa átt sér stað á undanfom- um ámm í sjávarútvegi okkar. Sérstaklega er ástæða til að nefna þær breytingar, sem orðið hafa á ráðstöfun aflans. Við eigum nú 21 frystitogara og 50 önnur skip sem geta fryst aflann um borð. Alls er frystur um borð í skipum 15-20% af botnfísk- og rækju- aflanum. Við ráðstöfum 16-17% af botnfískaflanum ferskum á erlendan markað. Við eigum þó fleiri fískvinnslu- stöðvar í dag en fyrir fjómm ámm, þegar þessi þróun hófst fyrir alvöm. Fram hjá þessum staðreyndum verður ekki litið, þegar horft er til framtíðar." Nú er það svo, að sömu eig- endur em að langmestu leyti að fískiskipum og fiskvinnslu- stöðvum. Samkvæmt __ upplýs- ingum formanns LÍÚ hefur verið haldið áfram að fjárfesta í fískvinnslustöðvum í landi, þótt þróunin væri til aukins útflutnings á ferskum fiski og til frystingar um borð í skipum á hafí úti. Hvaða vit er í slíkri fjárfestingu á sama tíma og fískvinnlustöðvar í landi hafa barizt um hráefni við frysti- togara og gámaútflutning og á sama tíma og þær fisk- vinnslustöðvar sem í landi em hafa verið vannýttar? Svo virðist sem forsvars- menn sjávarútvegsfyrirtækja hafí fallið í sömu gryfju og allir aðrir að fjárfesta um of og huga ekki að því hvort um arðbærar fjárfestingar væri að ræða. Hitt er svo annað mál, að metingur milli at- vinnugreina hefur enga þýð- ingu í þessum efnum. Stað- reynd er sú, að við höfum haldið illa á málum í miklu góðæri. Þar getur enginn skotið sér undan ábyrgð — heldur ekki útgerðarmenn og fiskverkendur. Eftir standa óleyst vanda- mál. Mikill samdráttur er að verða í efnahags- og atvinnu- lífí oklcar. Það er engin ástæða til að harma það vegna þess, að þenslan var alltof mikil. Það var markmið ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar að ná tök- um á þessari þenslu. Sam- drátturinn nú sýnir, að þeirri ríkisstjóm tókst að ná veruleg- um árangri í þeim efnum, þótt hann hafí ekki komið í ljós fyrr en ríkisstjómin var fallin. Hins vegar liggur ekkert fyrir um það enn, að hverju núverandi ríkisstjóm stefnir. Hún hefur gripið til ákveðinna stöðvunaraðgerða, sem fresta vandanum í nokkra mánuði. Hún hefur lagt fram fjárlaga- frumvarp, sem er hvorki fugl né fískur. Það verður ekki fyrr en í lok desember og í upphafí næsta árs, sem kemur í ljós hver raunveruleg efna- hagssterna núverandi ríkis- stjómar er. Hins vegar á hún ekki að komast upp með að grípa til einhverra óhófsað- gerða í skjóli þess að hafa búið til andrúm kreppu með yfírlýsingum um þjóðargjald- þrot og atvinnuleysi. Bólusetning gegn rauðum hundum eftir Margréti Guðnadóttur Rauðir hundar og greining þeirra Rauðir hundar eru veirusjúk- dómur, sem er algengur um allan heim. Þeir ganga oft í faröldrum á afmörkuðum svæðum. Stundum berast slíkir faraldrar land úr landi á nokkrum mánuðum. Þannig var um stóran og illvígan rauðuhunda- faraldur árin 1963—1964. Tíminn, sem líður frá sýkingu þar til sjúk- dómseinkenni koma fram, er um þijár vikur. Einkennin eru hiti og slen, eitlastækkanir og fíngerð út- brot, sem auðvelt er að rugla saman við útbrot af öðrum uppruna. Því er algengt, að fólk, sem hefur ekki fengið rauða hunda, telji sig hafa fengið þá, af því að það hefur ein- hvem tíma fengið slík útbrot. Hægt er að staðfesta eða afsanna rauðu- hundasýkingn með einfaldri mót- efnamælingu, líka þær sýkingar, sem er löngu liðnar. Mótefnamæl- ingar hafa sýnt, að mjög algengt er, að fólk verði ekkert veikt, þó að það sýkist af rauðuhundaveiru. Önnur hver fullorðin manneskja, sem segist ekki hafa fengið rauða hunda, hefur mótefni gegn veir- unni, og hefur því fengið einkenna- lausa sýkingu einhvem tíma á lífsleiðinni. Heilsutjón af rauðum hundum Rauðir hundar eru greinilega mildur sjúkdómur í bömum og full- orðnu fólki, nema einstaka sjúkling- ur getur fengið liðverki eða lið- bólgur, sem hverfa á skömmum tíma og ekki verða af varanleg eftir- köst. Óðru máli gegnir um þá ófæddu, sérstaklega þá, sem eru á fýrstu vikum fósturlífs. Ef verðandi móðir sýkist af rauðum hundum á fyrstu vikum meðgöngu, er hætt við því, að hún fæði vanskapað bam. Fósturskemmdir em eina al- varlega heilsutjónið) sem rauðir hundar em valdir að. Á fyrstu 12 vikum meðgöngu em líkur á fóst- urskaða miklar og mörg líffæri fóst- ursins gallast, sérstaklega fyrstu 8 vikumar. Eftir 12. viku meðgöngu er algengast að rauðuhundasýking valdi afmarkaðri fósturskemmdum, t.d. skemmdum á sjón og heyrn. Fóstrið getur sýkst allan með- göngutímann, en eftir 18. viku er ekki talin hætta á vansköpun, held- ur verður barnið kannske léttara við fæðingu og seinna til en annars hefði orðið. Þau böm jafna sig á fyrstu æviárunum og ná þá jafn- öldmm sínum að þroska. Heyrna- skertum bömum, sem ekkert annað er að, má koma til ótrúlegs þroska með góðri endurhæfíngu og mennt- un, eins og dæmin úr heyrnleys- ingjaskólanum hér sanna best. Það var ástralskur augnlæknir, Gregg að nafni, sem fyrstur sýndi fram á samhengið milli fóstur- skemmda og sýkingar móður af rauðum hundum á meðgöngu. Árið 1941 tók hann eftir óeðlilega mörg- um nýbumm, sem vom sjónskertir og oft meira fatlaðir. Þegar hann fór að spyija um heilsufar mæðr- anna á meðgöngutíma, kom í ljós, að þær höfðu allar fengið rauða hunda meðan þær gengu með þessi böm. Lengi efuðust læknar um sannleiksgildi þessarar athugunar, og það tók nokkur ár að sýna fram á, að hættan er mest á fyrstu vikum fósturlífsins. Veiran, sem veldur rauðum hundum og smitleiðir hennar Veiran, sem veldur rauðum hund- um, er mjög sérkennileg veira. Að- eins er til af henni ein ætt. Hún á enga nákomna ættingja meðal al- gengra mannaveira, en líkist veir- um, sem búa í munnvatnskirtlum skordýra og berast stundum í menn við flugnabit. Útbreiðsla rauðu- hundaveirunnar og hegðun er þó allt öðruvísi en skordýraveiranna. Rauðir hundar berast milli manna með úða úr vitum sýktra, sem er smitandi um viku fyrir og viku eft- ir útbrotin, með þvagi sýktra, sér- staklega barna, sem hafa smitast í fósturlífí, og úr blóði verðandi móð- ur yfír fylgju í fóstrið. Bæði fylgja og fóstur sýkjast. Ekki er vitað til, að veiran, sem veldur rauðum hund- um, búi í nokkurri annarri dýrateg- und en mönnum. Illa gekk að rækta veiruna, sem veldur rauðum hundum. Eftir ítrek- aðar tilraunir tókst það loks í Bandaríkjunum og Kanada árið 1962. Íslensml61kur læknir, Berg- þóra Sigurðardóttir, sem nú starfar á ísafirði, vann mest af kanadisku vinnunni á námsárum sínum þar. Það, sem gerði þessar ræktunartil- raunir svo erfiðar, var, hve rauðu- hundaveiran er lítið gjöm á að skemma lifandi frumur, þó að hún búi í þeim. Hún dregur úr vexti og þroska sýktrar frumu og dregur úr tíðni frumuskiptinga, en drepur ekki frumuna. Sýktar frumur líta eðlilega út í smásjá, þannig, að enginn getur séð á útliti þeirra, að þær eru veikar. Einmitt þessi eigin- leiki veirunnar gerir hana hættu- lega fóstrum. Fóstrið deyr ekki, þó að það sýkist, heldur dregur úr vexti og þroska hverrar sýktrar frumu, og frumuskiptingar verða ekki eins ört og eðlilegt er í vax- andi vefjum. Allir geta séð, að líffæri, sem er að myndast, getur auðveldlega orðið vanskapað, ef það er að mestu byggt úr þessum sýktu frumum. Ýmsar aðrar veimr geta borist frá móður til fósturs. Flestar þeirra skemma fmmur miklu meira en rauðuhundaveiran. Eftir slíkar sýkingar deyr fóstrið, og afleiðingin verður fósturlát, t.d. eftir mislinga. Eingöngu veimrnar, sem em lítið Rauðir hundar — sýni rannsökuð. gjamar á að drepa fmmur, ná að valda vansköpunum. Þróun bóluefiia gegn rauðum hundum Á ámnum 1963—1969 var unnið að gerð bóluefna gegn rauðum hundum. Reynt var að veikla veir- ur, draga úr hæfileika þeirra til að valda sjúkdómi og fósturskemmd- um. Rauðuhundaveiran er f eðli sínu mildur sjúkdómsvaldur og allar til- raunir til að veikla hana em því erfíðar. Fram komu nokkur veikluð afbrigði, sem reynd vom í bóluefni árin 1970—1975. Þau reyndust misjafnlega og hafa nú öll horfíð í skuggann af afbrigði, sem kallað er RA/27/3 og er bandarískt að uppmna. Afbrigði RA/27/3 er talið betri mótefnavaki en þau afbrigði, sem áður vom notuð á Vesturlönd- um í stóra hópa fólks. Samt er svör- un við RA/27/3 talsvert lélegri en mótefnamyndun eftir eðlilega sýk- ingu af rauðum hundum. Markmið með bólusetningu gegii rauðum hundum Þegar hugað er að bólusetningu gegn sjúkdómi, er mikilvægt, að allir átti sig á tilganginum með bólusetningunni. Hveijir em það, sem á að veija fyrir sjúkdómnum? Þegar hugað er að þólusetningu gegn rauðum hundum er svarið mjög skýrt: Þeir, sem á að veija, em ófædd börn. Til þess höfum við bóluefni, sem er talsvert lélegri mótefnavaki en eðlileg sýking. Sjúkdómurinn sjálfur veldur ekki miklum veikindum eða alvarlegum eftir að börnin em fædd. Því álítur höfundur þessarar greinar, og ýms- ir fleiri, að réttast sé að gefa öllum stúlkubömum hér tækifæri til að fá rauða hunda með eðlilegum hætti á bamsárunum. Rauða hunda fær hver maður aðeins einu sinni á ævinni, og er eftir það vel vemdað- ur fyrir veimnni og skaðanum, sem hún getur gert. Þær stúlkur, sem hafa fengið rauða hunda svo ömggt sé, em vel varðar fyrir þeim allt sitt bameignaskeið og þurfa engar áhyggjur að hafa af þeim, þó að þeir séu í umhverfínu. Greinar- höfundur álítur, að við 12 ára aldur eigi að mæla mótefni gegn rauðum hundum í blóði allra stúlkubarna á landinu. Þá eigi að bólusetja þær mótefnalausu, ef heilsufarsástæður mæla ekki gegn bólusétningu með lifandi, veiklaðri veim. Þetta eigi að vera hluti af heilsugæslu í skól- um, eins og nú hefur tíðkast um 10 ára skeið. Næsta skólaár eigi að endurmæla þær bólusettu, til að fá fulla vissu um árangurinn af bólusetningunni, sem þá er endur- tekin, ef hún skyldi hafa mistekist ári áður. Niðurstöður þessarra að- gerða eiga síðan að vera aðgengi- legar hverri stúlku síðar á ævinni, þegar á þarf að halda á barneigna- skeiði. Með þessum hætti vinnst mjög margt. í fyrsta lagi ávinnur stór hópur telpna sér varanlega vörn gegn rauðum hundum með eðlilegri sýkingu á heppilegum aldri, og þarf sá hópur engar áhyggjur að hafa af rauðum hund- um í framtíðinni. í öðm lagi er ónæmisástand hverrar einstakrar stúlku þekkt og skráð, áður en hún verður ófrísk í fyrsta sinn. Þetta léttir af bæði vinnu og áhyggjum í mæðravemd. Aðeins þær fáu, bólu- settu þurfa nákvæmt eftirlit í mæðravernd. Vinna við greiningar á rauðuhundasýkingu hjá ófrískum konum verður svo til engin, og að- eins bundin við hópinn, sem tekur ekki bólusetningu af einhveijum ástæðum. Öll vinna vegna greining- ar á rauðum hundum var unnin á miklu heppilegri tíma í lífi stúlkunn- ar en bameignaskeiðið er til þeirrar greiningar. Bóluefni, sem er linur mótefna- vaki, ver kannske ekki þann bólu- setta alla hans ævi. Því er verra að gefa slíkt bóluefni 20 ámm áður en þörf er fyrir vörnina. Því nær sem dregur barneignaskeiði ævinn- ar, því betri tími til að bólusetja stúlkur gegn rauðum hundum. Til- gangurinn er, að varnir ófrískra kvenna, eina áhættuhópsins, séu í hámarki. Varnir gegn fósturskemmdum af völdum rauðra hunda Hér á landi höfum við þá sér- stöðu, að síðustu 12 árin hefur ver- ið leitað skipulega að kvenfólki á barneignaskeiði, sem hefur ekki mótefni gegn rauðum hundum. Mótefnalausar konur hafa átt og eiga kost á bólusetningu gegn rauð- um hundum, ef þær vilja nota getn- aðarvarnir eða gæta þess með öðr- um hætti að verða ekki ófrískar í 3 mánuði um og eftir bólusetningu. Ekki er útilokað að bóluefnisveiran geti skemmt fóstur. Því em þessar varúðarráðstafanir við hafðar. Mik- il þátttaka hefur verið í þessum aðgerðum í yngri árgöngum kvenna. Mótefnamælingar hafa nú verið gerðar á 94—98% kvenna í árgöngum yngri en 36 ára, og þær mótefnalausu í þessum árgöngum hafa flestar þegið bólusetningu. Við getum því með vissu treyst því, að kvenfólk á barneignaskeiði sé nú vel varið, og fósturskemmdir af völdum rauðra hunda muni heyra sögunni til, ef engar vanhugsaðar breytingar verða gerðar á núver- andi bólusetningakerfi okkar. Breytinga er ekki þörf, því að við höfum nú þegar náð markinu, sem að er stefnt. Niðurstöður mótefna- mælinga og bólusetninga em að- gengilegar öllum konum, sem nú fara í mæðraskoðun og hafa tekið þátt í ofangreindum aðgerðum ein- hvern tíma á síðustu 12 ámm. Erlendis hefur hvergi verið skipu- lega unnið á landsvísu að mótefna- mælingum og bólusetningu kvenna á barneignaskeiði. I Evrópulöndum ýmsum hafa unglingsstúlkur verið bólusettar, og mótefnalausum kon- um, sem hafa fundist við mótefna- mælingar á meðgöngu, hefur verið boðin bólusetning skömmu eftir fæðingu barnsins. í Bandaríkjunum hafa öll börn, stúlkur og drengir, átt kost á bólusetningu gegn rauð- um hundum á öðm aldursári, og í mörgum fylkjum þar er hún laga- skylda við upphaf skólagöngu. Til- gangurinn með bólusetningu allra barna í Bandaríkjunum er fyrst og fremst sá að veija ófrjskar konur óbeint, með því að fækka smit- bemm í þjóðfélaginu. Eftir nokkur ár verða afleiðingamar þær, að allt kvenfólk á barneignaskeiði í slíku landi hefur mjög lág mótefni gegn rauðum hundum, eða engin, ef bólu- setningin hefur mistekist í bernsku. Ekki em neinar líkur til þess, að á næstunni takist að útrýma rauðum hundum úr heiminum, og þeir em ekki á skrá yfir sjúkdóma, sem Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóð- anna ætlar að útrýma á næstunni, nema það er Evrópudeildin mælir með útrýmingu fósturskemmda. Faraldrar af rauðum hundum munu því verða nálægir enn um sinn, sumir illvígir, sem berast úr landi, ef nóg er til af fólki með léleg eða engin mótefni. Hætt er við, að meðal illa bólusettra hópa hjá millj- ónaþjóðum verði sýkingar. Verst er, ef þær verða í hópi ófrískra kvenna, eina áhættuhópnum, sem raunvemlega þarf að veija. Látum það ekki henda okkur hér að taka upp verri sóttvarnir en við höfum, bara af því að svona er gert í öðmm þjóðfélögum með allt aðra þjóð- félagsgerð og stærð. Hér hentar vel að viðhafa þá aðferð að bólu- setja eingöngu mótefnalausar 12 ára telpur, þannig að ónæmisástand hverrar stúlku, sem kemst á bam- eignaskeið, sé þekkt og skráð, áður en hún verður ófrísk í fyrsta sinn, og niðurstöður séu fyrirliggjandi, þegar hún leitar mæðraverndar. Það er mun minna verk og miklu ódýrara að halda þeim sið, sem við þegar höfum, en að fá stóra hópa af illa bólusettum stúlkum inn á bameignaskeiðið eftir nokkur ár, og ráða ekki við neitt, ef þær lenda í sýkingarhættu hér eða erlendis. Rauðir hundar em sjúkdómur, sem ekki má seinka í þjóðfélaginu, þann- ig að hann geri tjón í hópi ófrískra kvenna, eina hópnum, sem ástæða er til að veija. Höfúndur er prófessor. Framsóknar- stefnan gjaldþrota eftir Matthías A. Mathiesen Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, lét þau ummæli falla á aukafundi SH sl. miðvikudag, að við íslendingar væmm nú „nær þjóð- argjaldþroti en nokkm sinni fyrr“. Þessi stóm orð hafa vakið mikla athygli og vekja um leið áleitnar spumingar um þátt Steingríms sjálfs í þeirri efnahagsstjóm og fiskveiða- stefnu, sem leitt hefur til þess að hann hefur komist að þessari niður- stöðu. Raunar er ástæða til að minna á, að Steingrímur hefur áður viðhaft óvenju stór orð um viðkvæmustu málefni þjóðarinnar. Fyrri yfírlýsingar Steingríms Allan síðastliðinn vetur og fram á sumar hrópaði Steingrímur hástöf- um að „Róm væri að brenna" og að fjármagnsmarkaðurinn í landinu væri „blóðvöllur"! Á sama tíma var hann á sífelldum ferðalögum um heiminn og talaði fjálglega um það, sem hann nefndi „sjálfstæða íslenska utanríkisstefnu". Hann gaf það í skyn í viðtali við tímaritið Heimsmynd, að íslendingar hefðu verið „aftaníossar" Bandaríkja- manna í utanríkismálum! í stað þess leiða hlutskiptis hugðist Steingrímur snúa við blaðinu og boðaði endur- skoðun vamarsamstarfs íslands og Bandaríkjanna. Hann breytti afstöðu íslands til ákveðinna tillagna á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna, sem snertu afvopununarmál, og slóst þar í lið m.a. með Búlgörum, írönum, írökum og Lýbíumönnum, en „sjálf- stæði“ hans meinaði honum að greiða atkvæði með samstarfsþjóð- um okkar í Atlantshafsbandalaginu. Öll framganga Steingríms í ríkis- stjóm Þorsteins Pálssonar var með sama marki brennd. Það var eins og hann væri miður sín: Það var allt ómögulegt, sem ríkisstjómin gerði. Sjálfur hafði hann að vísu engin úrræði, en yfír það var breitt með stóryrðum. Nú, eftir að honum hefur tekist að komast í stólinn, sem honum er svo kær, hefði mátt búast við að hann yrði rólegri og reyndi að sína örlitlu meiri ábyrgð en raun- in var, þegar hann sat í „fílabeins- tumi“ utanríkisráðuneytisins, eins og hann sjálfur hefur lýst vem sinni þar. En því fer fjarri. Ef eitthvað er virðast yfirlýsingamar hálfu stór- yrtari og því miður helmingi hættu- legrí fyrir hagsmuni þjóðarinnar vegfna þeirrar stöðu sem Steingrímur gegnir. Raunar virðist Steingrímur algjörlega ráðþrota um þessar mundir eins og þau ummæli hans staðfesta, að „vestrænar stjómunað- ferðir“ eigi ekki við á íslandi, en þannig rökstuddi hann þá „framsókn til fortíðar", sem hann boðaði í „stefnuræðu" sinni á Alþingi á dög- unum. Þjóðin er ekki gjaldþrota Rétt er að líta nánar á þá yfirlýs- ingu Steingríms, að íslendingar rambi nú á barmi gjaldþrots, en í henni felst að þjóðin eigi ekki fyrir skuldum. Erlendar skuldir þjóðar- innar eru nú tæpir 110 milljarðar króna, eða 43,1% af landsfram- leiðslu. Skyldu nú ekki öll íbúðar- húsin, verksmiðjumar, virkjanirnar, skipastóllinn, samgöngumannvirkin og auðlindir landsins nema marg- faldri þeirri fjárhæð? Matthias Á. Mathiesen „Raunar virðist Steingrímur algjörlega ráðþrota um þessar mundir eins og þau ummæli hans staðfesta, að „vestrænar stjórnun- aðferðir“ eigi ekki við á íslandi, en þannig rökstuddi hann þá „framsókn til fortíðar“, sem hann boðaði í „stefinuræðu“ sinni á Alþingi á dögunum.“ Ætli Steingrímur hafi átt við yfir- vofandi greiðsluþrot þjóðarinnar? Hver skyldi þá greiðslustaðan vera? Greiðslubyrði erlendra lána þjóðar- búsins nemur um 16,6% af útflutn- ingstekjum, en þetta hlutfall varð hæst 24,3% árið 1984. Augljóst er, að slíku ástandi er ekki unnt að líkja við greiðsluþrot, hvað þá gjaldþrot, þar sem eignir nægja ekki fyrir skuldum. Það er annað mál, að einstök fyrirtæki og jafnvel heilu byggðarlögin standa höllum fæti um þessar mundir, en menn mega ekki láta þá erfiðleika buga sig líkt og raunin virðist vera með Steingrím. Öðru nær. Menn eiga að ráðast gegn vandanum og í því efni hljóta vestrænar stjómun- araðferðir að duga betur en gömlu framsóknarúrræðin, sem engan vanda geta leyst en aðeins aukið hann. Vandi sjávarútvegsins í stuttu máli felst vandi sjávarút- vegsins í því að afli er að dragast saman og á næsta ári er útlit fyrir að um verulegan samdrátt verði að ræða. Á sama tíma er þess ekki að vænta að verðmæti aflans muni auk- ast. Útflutningi okkar er með öðrum orðum þau takmörk sett að við get- um ekki vænst þess að fá meira verð fyrir útflutninginn en verið hefur að undanförnu, og jafnvel er hætta á að minna verð fáist, bæði vegna þróunar á gjaldeyrismörkuð- um og vegna hugsanlegra verðlækk- ana í Bandaríkjunum, sem verið hefur einn helsti markaður útflutn- ings okkar um langt skeið. En þetta er aðeins önnur hlið vandans. Hin hliðin snýr að þeim tækjum, verksmiðjum og fiskiskip- um, sem við höfum komið okkur upp til að nýta auðlindir sjávarins, sem farsæld þjóðarinnar hvílir á. Þar hefur átt sér stað gífurleg fjárfesting í stórvirkum tækjum og ekki verður horft framhjá þeirri staðreynd að tækin eru bæði of mörg og of stór- virk fyrir þann afla, sem til skipt- anna er. í framangreindu felst kjarni málsins. Greiðslugeta þessarar at- vinnugreinar hefur verið þanin til hins ýtrasta. Og þama er ábyrgð stjómmálamanna mest. Þeir hafa tekið að sér það hlutverk að marka fískveiðastefnu og skapa þá efna- hagslegu umgjörð, sem ræður af- komu fyrirtækja í þessari atvinnu- grein, þar með talið íjárfestingum í búnaði og tækjum. Ég ætla mér ekki þá dul, að geta bent á allsheijarlausn við þeim vanda, sem leiðir af stjómarstefnu undangenginna ára. Ef til vill er það illmögulegt ef ekki ómögulegt að ráða bug á vandanum án mikillar uppstokkunar. í öllu falli verður að hverfa frá þeirri stefnu sem nú slig- ar fyrirtækin í íslenskum sjávarút- vegi. Ábyrgð framsóknarmanna Um miðjan síðastliðinn áratug var unnin sá sigur í sjálfstæðismálum íslendinga undir forystu Sjálfstæðis- flokksins, að við fengum full yfírráð yfir 200 mílna landhelginni. Þegar þessi sigur var í höfn var eftir að ákveða með hvaða hætti við færum með þessa mikla auðlind þannig að hún nýttist þjóðinni sem best um alla framtíð. Þett verkefni var ekki síður mikilvægt en útfærsla land- helginnar og ábyrgð þeirra manna því afar mikil sem tókust það verk- efni á hendur, að marka fískveiða- stefnu og fara með málefni sjávarút- vegsins í ríkisstjórn. Það eru nú átta ár liðin síðan Steingrímur Hermannsson settist í stól sjávarútvegsráðherra, en því embætti gegndi hann á árunum 1980-83. Halldór Ásgrímsson tók við embætti sjávarútvegsráðherra af Steingrími árið 1983 og hefur gegnt því síðan, en Steingrímur varð þá forsætisráðherra til ársins 1987 og svo aftur nú í september. Formað- ur og varaformaður Framsóknar- flokksins bera þannig meiri ábyrgð en nokkrir aðrir stjómmálamenn á framvindu mála í sjávarútvegi. Rétt er að líta á nokkrar tölur í þessu sambandi. Árið 1980 námu útflutningsverðmæti sjávarafurða 74,9% af verðmæti alls útflutnings. Þetta hlutfall er nú 72,8%. Ef litið er á ijárfestingar í greininni kemur í ljós, að hlutfall fjárfestinga í sjávar- útvegi miðað við heildarflárfestingu í landinu var 9,9% árið 1980, en er nú 14,5%. Séu fjárfestingar í sjávar- útvegi hins vegar miðaðar við fjár- festingu atvinnuveganna var hlut- fallið 24% árið 1980, en er nú 28,3%. Hlutfall sjávarafurða í útflutningi hefur þannig farið minnkandi á sama tíma og hlutfall fjárfestingar í grein- inni hefur aukist verulega miðað við aðrar greinar. Þessi þróun hefur orðið á þeim tíma sem framsóknar- menn hafa haft forystu í málefnum sjávarútvegs á íslandi og engar yfír- lýsingar Steingríms Hermannssonar megna að breiða yfír þá staðreynd. Vinstri stefíia leysir engan vanda Islendingar eiga vissulega við mikla efnahagslega erfiðleika að etja um þessar mundir og þá ekki síst í útgerð og fiskvinnslu. Kannski er rót vandans sú, þegar allt kemur til alls, að þeir framsóknarmenn sem mestu hafa ráðið í málefnum grein- arinnar hafa vantrú á vestrænum stjórnunaraðferðum. Það eina sem þeir sjá og skilja er miðstýring og ofstjóm. Því vaknar sú spuming, hvort ekki sé tími til kominn að öðr- um stjómmálamönnum verði fengið það verkefni í hendur að leita raun- hæfra leiða út úr þeim vanda, sem við höfum komist í og greint hefur verið frá hér að framan. I því efni má ljóst vera, að vinstri stefna leys- ir ekki vandann. Steingrímur Hermannsson hefur lýst yfir gjaldþroti, en það er ekki þjóðargjaldþrot heldur stefnulegt gjaldþrot framsóknarflokksins. Með myndum núverandi ríkisstjómar virðist Framsóknarmönnum þó hafa tekist að sannfæra Alþýðuflokkinn um kosti stjómlyndisins, en Al- þýðubandalagið hefur aldrei brugð- ist röngum málstað. Eini flokkurinn sem er þess megnugur að taka við búsforráðum í því þrotabúi sem Steingrímur lýsir er því Sjálfstæðis- flokkurinn. En það hefur því miður oft áður verið hlutskipti sjálfstæðis- manna að hreinsa til eftir vinstri slysin. Höfúndur er alþingismaður fyrir SjálfstæðisOokkinn í Reykjanes- kjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.