Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 KYRRA LÍF Myndlist Bragi Ásgeirsson Það var vel til fundið af Lista- safni íslands að heiðra minningu Kristínar Jónsdóttur frá Am- amesi með sýningu á kyrralífs- myndum hennar. Kristín Jónsdóttir, sem var einn af mikilhæfustu málumm sinnar kynslóðar, var fædd hinn 25. janúar árið 1888, en lést 25. ágúst 1959, þannig að liðlega hundrað ár era liðin frá fæð- ingu, og tæp þijátíu frá andláti hennar. Satt að segja átti ég von á mun umfangsmeiri sýningu í sölum Listasafnsins en þeirri sem við blasir og vonandi er það ekki á stefnuskrá þess að láta hina eldri málara mæta afgangi í umsvifum sínum við að kynna öllu minni tímamót yngri kyn- slóða. Þeir hinir eldri era nefni- lega ekki svo margir, að þeir nái að troða öðram um tær, þótt efnt verði til veglegra sýn- inga á verkum þeirra af og til. Átta ár era liðin frá sýningu verka Kristínar á Kjarvalsstöð- um í sambandi við Listahátíð 1980, sem mikla athygli vakti og einkum fyrir það, að þá kom margt í ljós, sem til þess tíma hafði verið á huldu af ferli hen- anr. Sjálfa persónuna þekktu allir myndlistarmenn í nálægð sem fjarlægð enda sópaði að Kristínu og mönnum var vel kunnugt um styrk hennar sem málara, en listferill hennar hafði einfaldlega ekki verið betur kynntur fram að þeim tíma. En það er og ágætt, að þar sem einungis einum sal er fómað fyrir þessa kyningu, að þá skuli afmarkaður hluti listar Kristínar kynntur. Skólun Kristínar Jónsdóttur var þannig háttað, að vafalaust hefur hún glímt við gerð örfárra Kristín Jónsdóttir kyrralífsmynda á námsáranum, en viðfangsefnið er mjög vel til þess fallið að opna augu nem- enda fýrir lögmálum myndflat- arins. Kyrralífsmyndir eða samstill- ingar af ýmissi gerð hafa þekkst frá ómunatíð og er þá átt við málun kyrrstæðra hluta, sem raðað hefur verið saman á ýmsa vegu á stól eða borð og þá gjam- an dauðra hluta og lifandi j bland svo sem ýmsum hlutum nota- gildis t.d. skálum, krakkum, vínglösum og flöskum á móti blómum og ávöxtum. En raunar vora ávextimir iðulega úr vaxi, vegna þess hve litbrigðin breyt- ast fljótt í þeim. Annars er kyrralífshugtakið mjög víðtækt og hefur þegar um margt verið útskýrt opinberlega í sambandi við þessa sýningu og hefur vonandi opnað augu margra fyrir umfangi þess. Hugtakið fékk þó ekki nafn fyrr en í Hollandi á sautjándu öld, „stilleven", og festist fljót- lega í öðrum þjóðtungum megin- landsins. Öldum saman hafa listamenn glímt við þetta viðfangsefni í ýmsum útgáfum og gera enn í dag, þótt athöfnin hafí verið misjafnlega hátt skrifuð á lista- markaðinum í tímans rás. Þeir hafa nálgast það frá öllum mögulegum sjónarhomum og jafnvel óhlutlægu því að segja má að margar abstraktmyndir séu ekkert annað en kyrralíf, enda byggðar upp sem slíkar. Það er ósköp eðlilegt, að Kristín skyldi snúa sér í jafn ríkum mæli að kyrralífsmyndum eins og svo margir landslagsmál- arar tímanna og á að mínu mati ekkert frekar rætur í einkalífi hennar. Kristín var öðra fremur vinnustofumálari að ég best veit, sem fullgerði myndir sínar þar eftir rissum úti í náttúranni eða framdráttum. Flestir landslags- málarar hafa haft þann háttinn á að rannsaka myndefnið ofan í kjölinn á staðnum og mála svo á vinnustofunni og jafnvel með hjálp ljósmynda. Annað mál er, að blómamyndir munu hafa ver- ið vinsælar og málarar jafnvel átt auðveldara með að koma þeim frá sér en mörgum öðram myndefnum. Fyrirmyndir Kristínar í málaralistinni vora og ágætir kyrralífsmálarar svo og sá, sem hún sótti mest til íslenskra málara, Jón Stefáns- son. Þau Muggur, Júlíana Sveins- dóttir og Kristín munu eitt sinn hafa orðið samskipa Jóni Stef- ánssyni heim til íslands með Gullfossi gamla, og hann á allan tímann að hafa haldið uppi glæsilegum rökræðum um myndlist, sem heillaði þau öll upp úr skónum ekki síður en skólabræður hans hjá Matisse fyrram. Öll urðu þau fyrir djúp- um áhrifum af honum, sem era vel merkjanleg í Iist þeirra enda munu þau hafa komið með myndir til hans til umsagnar og gagnrýni. Aðferðin, sem Kristín við- hefur við að byggja upp sumar myndir sínar, minna um margt á Jón, en hún var íjarri því jafn kröfuhörð um nákvæma upp- byggingu myndflatarins og hann og öllu óheftari í litanotkun — málaði hér meira af fingram fram, auk þess sem litasýn henn- ar var allt önnur og danskari í sér í samræmi við hina aka- demísku skólun. Einfaldar og formhreinar kyrralífsmyndir era vafalítið það besta, sem eftir Kristínu liggur á þessu sviði, svo sem myndimar „Stilleben" (8), „Uppstilling" (9) og „Uppstilling" (10), sem allar era málaðar einhvemtíma á tímabilinu 1940—50, — svo og aðrar í líkum dúr. Hér koma að mínu mati fram bestu eiginleikar listamannsins, sem era litrænn styrkur og hnitmiðað heildars- amræmi ásamt lifandi mynd- byggingu. Flókin form, hlaðin smáatriðum áttu síður við henn- ar sérstaka upplag sem málara, sem kemur greinilega fram í ýmsum myndum á sýningunni. Litasýn Kristínar var oft abst- rökt f sjálfu sér, þótt hún héldi sig við hlutlæg form — jarðlitir áttu og vel við hana og era áhöld um, að aðrir hérlendir málarar hefí farið betur með jarðliti en þá er henni tókst best upp eins og t.d. kemur fram í áðurnefnd- um málverkum. í heild er þetta falleg sýning, sem safnið hefur sóma af, og sýningarskráin er ágætlega úr garði gerð og góð heimild um sýninguna. Það er afar mikilvægt að fá slíkar sýningar eldri málara, er bregða ljósi á einstaka þætti af ferli þeirra og þurfa ekki að koma aldarafmæli til en sem aldarafmælissýning hinnar merku listakonu er hún full rýr á kostum. Kvennalistinn: íslenskt leikrit frumsýnt: Ovinurimi í Ejjúpinu Þröstur Guðbjartsson I hlutverki sínu í Óvininum Morgunbiaðið/Bjami Leikrit Harðar Torfesonar, Óvinurinn, var frumsýnt í Djjúp- inu sl. þriðjudag. Óvinurinn er einleikur og hlutverkið er í hönd- um Þrastar Guðbjartssonar leik- ara. Búning Þrastar hannaði Gerla og Guðjón Sigvaldason aðstoðaði Hörð við leikstjórnina. Sýningar í Djúpinu eru sunnu- dagskvöld til fímmtudagskvöld. Hörður Torfa er löngu lands- þekktur sem trúbador og tónlistar- maður, en hann hefur lengi fengist við leiklist og skriftir; eftir hann liggja t.d. þijú leikrit.-Leikrit sitt, Óvinurinn, skrifaði Hörður veturinn 1980-1981 og var það frumsýnt í Jónshúsi í Kaupmannahöfn vorið 1981. Síðan hefur mikið vatn run- nið til sjávar og Hörður segir verk- ið hafa breyst og fjariægst í huga sér. „Það er allt annað að koma að því núna en fyrir sjö árum; ég horfi á það með allt öðrum aug- um,“ segir hann í samtali við blaða- mann. Þröstur tekur í sama streng og segir verkið hafa tekið miklum breytingum, bæði í útliti og eins séu lagðar áherslur á önnur atriði í text- anum. „Útfærslan er allt önnur í sviðsmynd og búningi," segir Þröst- ur. „Það má segja að verkið sé um mann sem er í stöðugri leit að sjálf- um sér - hann flýr sársaukanri - hann flýr inn í gerfíveröld og er stöðugt að leika hlutverk í þeirri draumaveröld sem hann ímyndar sér að tilveran sé. Hann skilur ekki fyrr en seint í verkinu að hann sjálf- ur er vandamálið, að hann verður að horfast í augu við sjálfan sig, að öðruvísi geti hann ekki staðið sem einstaklingur. Verkið fjallar því um sálarappgjör og einmanale- ikinn er mjög sterkur en engu að síður skiptast á gaman og alvara,“ segir Þröstur. „Leikritið lýsir reynslu minni af því að lenda í krísu með sjálfan mig. Þá opnuðust augu mín fyrir því að ég var ekki einn í heiminum og fleiri höfðu gengið í gegnum sömu hlutina," segir Hörður. „Per- sónan í þessu leikriti uppgötvar að óvinurinn býr í henni sjálfri og með því að takast á við þennan óvin á sér stað hugarfarsbreyting innra með henni. Það kemur fram að það er mín bjargfasta sannfæring að með því að takast á við erfiðleikana og tala um þá er hugsanlegt að leysa þá.“ Þeir félagar Þröstur Guðbjarts- son og Hörður Torfason segja að gengið hafí á ýmsu við æfingar verksins. „Þetta eru mikil átök sem fylgja því að flytja 80 mínútna ein- leik og ég stend skjálfandi eftir þegar leiknum er lokið," segir Þröstur. Hann bætir því við í lokin- að þetta sé óskaplega skemmtilegur texti að fara með. „Hörður kallar þetta orðarapsódíu og það er orð að sönnu,“ segir Þröstur Guðbjarts- son leikari um leikrit Harðar Torfa- son sem nú er sýnt í Djúpinu við Hafnarstræti. Christian Rover og Skúli Sverris- son leika í Heita pottinum á sunnudagskvöld. hefur hann starfað með ýmsum þekktum tónlistarmönnum, t.d. Matoto Ozone, George Garzone og Mick Goodrick. Stjórnvöld afstýri lok- un Kvenna- athvarfs Á FUNDI þingflokks Kvennalist- ans þann 16. nóvember síðastlið- inn var eftirferandi ályktun sam- þykkt: „Kvennalistinn telur sér skylt að vekja athygli landsmanna á því að Kvennaathvarfið í Reykjavík hefur neyðst til að segja upp öllum starfs- konum sínum frá og með 1. desem- ber vegna fjárskorts. Ljóst er að til Kvennaathvarfsins leitar einungis lítill hluti þeirra kvenna og barna sem búa við eða verða fyrir ofbeldi, og á Kvennaat- hvarfið fullt í fangi með að sinna þeim. Starfsemi þessi, sem konur stofnuðu til og annast, hefur átt ríkan þátt í því að afhjúpa ofbeldi á konum, og í kjölfar þess ofbeldi á bömum. Nýkomin skýrsla um nauðgunarmál, og sú umræða sem hefur verið í gangi um sifjaspell og kynferðislega misnotkun þar sem börn eru fómarlömb, hafa dregið enn betur fram í dagsljósið áður faldar staðreyndir, og því ljóst að þörfín er brýnni en nokkurn óraði fyrir. Kvennalistinn skorar á stjórnvöld að bregðast skjótt við og afstýra því að þessu eina athvarfi nauðstaddra kvenna og bama verði lokað." Nýjass í Heita pottínum Jasstónleikar verða í Heita pottinum í Duus húsi sunnudag- inn 20. nóvember kl. 22.00. Þar ieikur dúettinn Yours Roughly, en hann samanstendur af þýska gítarleikaranum Christian Ro- ver og bassaleikaranum Skúla Sverrissyni. Þeir hafa starfað saraan af og til í rúmt ár. Christian Rover er fæddur í Vestur-Þýskalandi og hefur starf- að víðs vegar um Evrópu með ýmsum hljómsveitum og vakið mikla athygli. Meðal annars hefur hann tvívegis unnið til hinna þýsku Jugend Jass-verðlauna. Fyrst árið 1983 og svo aftur 1985. Hann er nú búsettur í Banda- ríkjunum þar sem hann nemur hjá David Liebmann, Gary Burton og John Abercrombie. Skúli Sverrisson stundar nú nám við Berklee College of Music í Boston í Bandaríkjunum. Þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.