Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 Elín P. Gunnars- dóttirfrá Sauðár- króki — Minning Fædd 15. október 1893 Dáin 7. nóvember 1988 Hún Pála okkar er dáin. Eftir ótrúlega langa og erfiða baráttu við ofureflið er nú lokið 95 ára ævi þessarar konu, sem var svo óvægin sjálfri sér, heillynd og stór- brotin að allri gerð að þeir, sem henni kynntust, hlutu ósjálfrátt að vaxa af því, bæru þeir á annað borð gæfu til einhvers þroska. Nokkuð á annað ár lifði hún á mörkum heimanna tveggja, oft sár- þjáð, oft án sýnilegrar meðvitund- ar. Þegar eitthvað rofaði til var spurt um bömin okkar og „litlu vinina", síðan var reynt að bregða á glens og tala um eigið fánýti. Sjálfsmeðaumkun var nokkuð, sem ekki hafði náð að þroskast í hennar vitund. Ung að aldri vistaðist Pála til föðurforeldra konu minnar, Stein- dórs Jónssonar og Maríu Pálsdótt- ur. Sá ráðningarsamningur gilti af hennar hálfu allt til æviloka. Þegar örlögin höguðu því svo til að tengdadóttir þeirra hjóna, Elísa- bet Hansdóttir Beck, lést af bráðum sjúkdómi vorið 1941 frá tveim dætr- um þeirra hjóna, annarri fárra vikna gamalli, fluttist eldri systirin, Svava, strax norður til afa síns og ömmu. Hin, Elísabet kona mín, fjór- um árum síðar. Pála tók að sjálfsögðu sinn þátt í uppeldi þeirra systra, eins og hún hafði áður fylgst með og tekið þátt í uppeldi Svafars föður þeirra, en honum fylgdist hún daglega með í gegnum skipafréttir útvarpsins eft- ir að hann varð farmaður á hafinu umhverfis landið. Máske hefur það að einhveiju leyti verið bænunum hennar að þakka að skipstjómarfer- ill hans varð jafn farsæll og raun bar vitni. Steindór Jónsson var um áratuga skeið einn af mestu umsýslu- og athafnamönnum Sauðárkróks og bar heimili þeirra hjóna að sjálf- sögðu svipmót af því. Milli þeirra og Pálu ríkti gagnkvæmt traust og sterk vinátta, sem hélt meðan ævir entust. Steindór lést árið 1953, þrotinn að heilsu og rúinn efnum. Konu sína, Maríu, h^fði hann misst þrem- ur ámm fyrr. Búið var selt upp í skuldir. Nýr þáttur hófst. Pá'a tók á leigu litla þakíbúð, fluttist þangað með systurnar og hóf að vinna í frysti- húsi til að sjá þeim farborða. I fljót- ræði varð nú einhveijum á að spyija hana hvað hún væri að bjástra með þessa krakka þegar svona væri komið: „Hún bað mig þess hún María sáluga að líta til með telpun- um meðan þær þyrftu einhvers með.“ Eg veit að þessu svari hefur fylgt svipmót og raddblær, sem gaf í skyn, svo ekki varð um villst, að hún ætlaðist ekki til afskipta sam- borgaranna af þessu máli. Og það rennur upp fyrir mér núna að þessi fáu orð — snöggt viðbragð heitra tilfinninga — eru ekki bara svar. Þau eru ævisaga, skýrt afmörkuð og rökheld. Þau þurru fræði, sem þjóðskráin geymir síðari tímum, munu að líkindum með nokkrum sanni skýra frá því að Pálína Gunnarsdóttir hafi dáið bamlaus. Jafnsatt er þó hitt, að hún rækti stærra móðurhlutverk en mikill þorri þeirra mæðra, sem böm ala. Og henni áskotnuðust ekki færri en átta ömmubörn og fjögur langömmuböm. Amma Pála var bankinn, sem í vom sóttir sokkar, vettlingar og reyndar sitthvað fleira. Þessi banki var opinn helga t Faðir okkar, FINNBOGI HALLSSON trésmiAur, Hrafnistu Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala fimmtudaginn 17. nóvember. Börnin. Faðir okkar. er látinn. t JÓHANN JÚLÍUSSON, Lynghaga11, Hildur Jóhannsdóttir, Garðar Jóhannsson, Júlfus Björn Jóhannsson. t Sonur okkar og bróðir, ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, lést af slysförum 18. október síðastliðinn í Nepal. Minningarathöfn um hann og félaga hans, Kristlnn Rúnarsson, fer fram frá Hallgrímskirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 13.30. Björk Arngrímsdóttir, Guðjón Þorsteinsson, Hafdis Guðjónsdóttir, Sævar Guðjónsson, Helga S. Guðjónsdóttir, Rannveig Guðjónsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐMUNDA ÞORGEIRSDÓTTIR, Öldugötu 25a, Reykjavík, lést af slysförum fimmtudaginn Þórdfs Gunnarsdóttir, Gunnar B. Gunnarsson, Pétur Gunnarsson, Sfgrún Gunnarsdóttir, Ásdfs Gunnarsdóttir, Þorgeir Gunnarsson, Sigurjón Gunnarsson, 17. nóvember. Guðrfður Valgeirsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Bjarni G. Bjarnason, Guðlaugur Hermannsson, Edda Kjartansdóttir. » a> *■«..».» t.m-s.t. l.'V. f daga sem virka alveg fram á kvöld. Þama gilti að sjálfsögðu líka strangur agi, en hann var hinum þræðinum svo mildur að engum datt í hug að btjóta hann. Eins og margir af hennar kynslóð ólst Pála upp við fremur kröpp kjör. En hún var gædd óvenjulegu þreki bæði andlegu og líkamlegu. Hún var stór vexti, svipmikil og höfðing- leg. Nærvera hennar var hlý og sterk og það stafaði frá henni mik- il orka. Þessa hæfileika notaðu hún til að miðla öðmm á langri ævi. Hún var að nókkm einlynd og þó glaðvær og viðmótshlý þeim, sem vom henni að skapi. Hún var elsk að dýmm og þau hændust að henni. Hun leitaði ekki uppi viðhlæjend- ur en valdi sér vini. Hún eignaðist marga góða vini og þeim var hún sannur vinur. Samspil örlaga og atvika tengdi safnan leiðir lítillar telpu og Pálínu Gunnarsdóttur vorið 1945 og þegar frá leið fjölgaði samferðafólkinu. „Hún bað mig þess hún María sál- uga.“ Þau orð, sem hér em skrifuð, em fátækleg viðleitni okkar Betu og bamanna okkar til að tjá þakkir þeirri stórbrotnu konu, sem taldi sig þurfa svo mikið á sig að leggja til þess eins að geta gefið okkur nógu mikið. Við biðjum að lokum þann, sem öllu stýrir, að gera það fyrir okkur að sjá til þess að nú sé komið að henni sjálfri, og segjum: Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Árni Gunnarsson Elín Pálína Gunnarsdóttir andað- ist á Sjúkrahúsi Skagfirðinga þann 6. þ.m. eftir langa og erfiða van- heilsu. Fædd var Pála (eins og hún var kölluð) að Innstalandi á Reykja- strönd 21. október 1893, dóttir hjónanna Sigurlaugar Jónsdóttur úr Fljótum og Gunnars Jónssonar, Hólakoti. Vikugömul var hún svo tekin í fóstur að Hólakoti af ömmu sinni og afa, Vigdísi Grímsdóttur og Jónasi Jónssyni, sem ólu hana upp til fullorðinsára. Minntist hún afa síns oft og ávallt með sérstakri hlýju. Á þessum ámm gengu vinnan og sjálfsbjargarviðleitnin fyrir öllu og það var sú hugsun sem komið var inn hjá bömum og unglingum strax og þau höfðu einhvem skiln- ing og getu til að verða að liði. Mun Pála ekki hafa farið varhluta af því. Hún lærði lestur og skrift í farskóla og svo auðvitað kristin- dóminn. Reyndist námið henni mjög auðvelt, enda bjó hún yfir miklu næmi og traustu minni. Lærði margt vísna og sagna sem henni vom tiltækar síðar á lífsleiðinni. Allt sem viðkom sjó og sjósókn var henni hugstætt ef ekki heilagt. Hún mátti ekki heyra óvirðulegt tal um skip eða nokkuð það er að sjónum laut þá var henni að mæta. Fékk ég æði oft orð í eyra ef ég gætti ekki tungunnar sem skyldi. Gat hún þá orðið hvöss viðmælis. Meðan hún var barn og vakti yfir túni í Hóla- koti setti stundum að henni kvíða í einsemdinni undir gneypu fjallinu. En þegar hún sá til bátanna heim af miðunum hvarf sá ótti og henni fór aftur að líða vel. Hún var komin í augsýn manna og nánd við þann sem gaf litlu fieyi byr. Pála gerði ekki langfömlt um ævina. Eftir því sem næst verður komist dvaldi hún í Hólakoti fram- undir tvítugt en tók sig þá upp í kaupavinnu að Stómgröf, sumar- langt. Þaðan fór hún að Hellulandi og vann þar eitt og hálft ár. Hún kunni vel við sig í sveitinni þótt fjær væri sjónum en áður og hafði mikið yndi af að koma á bak góðum hestum. Það átti ekki fyrir Pálu að liggja að ílengjast í sveit. Sporin lágu til baka. Þegar Steindór Jóns-' son smiður tók við rekstri Sjúkra- húss Skagfirðinga, fluttist Pála til þeirra hjóna, Maríu og hans, og stundaði vinnu á sjúkrahúsinu. Hún mun einnig hafa tekið til hendi á heimili þeirra eftir því sem tími og geta leyfði. Þegar María lést lögð- ust húsmóðurstörfin á herðar Pálu jafnframt því sem hún stundaði vinnu sína út á við. Verk sín öll rækti hún af alkunnum dugnaði og samviskusemi. En hvíldir vom oft- ast skammar og sjaldan mikið í_ aðra hönd. Tveimur ungum bömum Svavars, sonar Steindórs og Maríu, gekk hún í móðurstað þegar hann missti konu sína ög ól þau upp. Þau em Svava, búsett á Akureyri, og Elídabet, búsett á Sauðárkróki. Sjálf giftist Pála ekki eða eignaðist böm. Af því sem á undan er sagt má sjá að ævistarf hennar var bæði mikið og göfugt. Segja má að Pála væri sjálfrar sín þangað til hún fór á sjúkrahúsið án þess að eiga þaðan afturkvæmt. Hún bjó síðast í íbúð fremst á sjávarbakkan- um og kunni nálægðinni við hafið vel. Þar fékk hún aðstoð vina og vandamanna eftir að sjónin brást og fleiri líkamleg áföll sóttu hana heim. Henni féll ekki verk úr hendi meðan skíman varði. Pijónaði sokka og vettlinga, heklaði milliverk í kodda og sængurver og gaf vinum sínum. Heimsóknir fékk hún flesta daga og bar þá margt á góma. Hun hafði ákveðnar skoðanir á mönnum t Maðurinn minn, sonur okkar og bróðir, KRISTINN RÚNARSSON, lést af slysförum 18. október síðastliðinn í Nepal. Minningarathöfn um hann og félaga hans, Þorstein Guðjónsson, fer fram frá Hallgrímskirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 13.30. Hildur Björnsdóttir, Guðrún Hafliðadóttir, Rúnar Guðbjartsson, Hafdis Rúnarsdóttir, Guðbjartur Rúnarsson, Rúnar Rúnarsson. t Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls og útfarar syst- ur minnar og mágkonu, GUÐRÚNAR BERNHÖFT MARR. Lilja Bernhöft, Sigurður Baldursson. t Við þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, RAGNARS KJARTANSSONAR myndhöggvara, og heiðruðu minningu hans. Sérstakar þakkir færum við læknum og öðru starfsfólki Borgarspítalans og Heilsuhælisins í Hvera- gerði fyrir frábæra hjúkrun og umönnun í veikindum hans. Katrín Guðmundsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Guðmundur Örn Ragnarsson, Jónfna Lára Einarsdóttir, Hörður Ragnarsson, Jónína Marteinsdóttir, Inga Sigrfður Ragnarsdóttir, Stefán Klar, Kristín Kjartansdóttir. og málefnum og lét þær hiklaust í ljós. Vol og víl var henni íjarri skapi. Henni fannst að fólk ætti ekki að vera óánægt með kjör sín, þau væru góð. Heilsan og vinnan væru fyrir öllu. Ég var henni ekki alltaf sammála en fór þó jafnan bjartsýnni af hennar fundum óg svo var um fleiri. Hún trúði að allt væri í hendi Guðs og treysti honum. Hann bað hún fyrir vini sína og alla þá sem þjáðust. Og hún bað vini sína að biðja fyrir sér þegar hún væri öll. Allt var líf hennar fóm og fagurt fordæmi okkur, sem sjáum skammt út fyrir sjálfselsku og sérhyggju. En nú er löngu stríði lokið. Fram- undan sléttur og fagur sjór. Bátur- inn bíður í fjörunni. Við hjónin þökkum Pálu góð og eftirminnileg kynni og óskum henni góðrar ferðar yfír ströndina, sem allra bíður. Guðm. Halldórsson frá Bergsstöðum. Pálína Gunnarsdóttir er látin, hún lést á Elliheimili Sauðárkróks fyrir nokkrum dögum, 95 ára. Það er margs að minnast í sam- bandi við Pálu eins og við kölluðum hana. Pála kom, ung að áram, sem starfsstúlka til móðursystur minnar, Maiju Pálsdóttur og Steindórs Jónssonar, trésmiðs á Sauðárkróki. Pála starfaði hjá þeim góðu hjónum meðan þau lifðu eða í 43 ár og var eins og ein af fjöl- skyldunni. Pála var alla tíð létt í skapi og sérlega vinnuglöð og oftast syngj- andi. Pála Jas mikið ljóð og góðar sögur. Það leið varla sá dagur að ég ekki kæmi til Pálu og gerðu það fleiri unglingar. Það var eins og tilheyrði hinu hversdagslega lífi að koma til hennar og fá að heyra sögu eða ljóð. Það era ekki margar konur sem hafa verið jafn ósérhlífnar og hugs- að meira um aðra heldur en sjálfa sig. Pála var óvenju góð kona og hugsaði vel um heimili þeirra Steindórs og Maiju á Sauðárkróki, einnig börnum þeirra og fósturbörn- um. Hægt væri að skrifa langa grein um allt sem Pála gerði og um alla þá hjálp er hún veitti öðram, en það veit ég að hún kærði sig ekki um. Megi almættið leiða hana í betri heim. Nú hefir Pála mín fengið hvíldina. Hvíli hún í Guðs friði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (Vald. Briem) Paul V. Michelsen Hótel Saga Sími 1 20 13 Kransa-og kistuskreytingar. Heimsendingarþjónusta. Sími 12013. Opið laugardaga til kl. 18.00. Kransar, krossar W ogkistuskreytingar. (v r*' Sendiun um allt land. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Állheimum 74. sími 84200 11 i-; %m *> «• r* ivkii *: t *».*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.