Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 Við þurfum nýjar leiðir Ræða Vals Valssonar á flokksráðsfiindi Sjálf- stæðisflokksins Ég vil byija á því að þakka for manni flokksins og ykkur öllum fyrir að bjóða mér að segja nokkur orð á þessum mikilvæga fundi ykk- ar. Það er ef til vill að bera í bakka- fullan lækinn að ræða efnahags- og atvinnumál. Segja má, að sé nóg af einhveiju á íslandi, þá séu það einmitt umræður um þessi mál. Nú er svo komið, að við höfum tæplega lokið umræðum og deilum um or- sakir og afleiðingar mikillar þenslu, þegar skyndilega, eins og öllum að óvörum, þarf nýja umræðu og þá um yfirvofandi samdrátt og at- vinnuleysi. En þessi snöggu veðra- brigði í umræðunni lýsa hins vegar ágætlega eðli þess efnahagslega vanda, sem við höfum staðið frammi fyrir í marga áratugi. Hagsveiflumar, sem hingað til hafa riðið yfir okkur með reglu- bundnum hætti, hafa gert allar til- raunir til að ná jafnvægi í efnahags- málum að engu. Á undanförnum árum og áratug- um hefur öll áhersla verið á það lögð, að glíma við afleiðingar hag- sveiflunnar, þegar þær eru komnar fram. Á sama tíma hefur of sjaldan verið reynt að leita leiða til að stjóma þessum miklu hagsveiflum þannig, að þær setji ekki allt efna- hags- og atvinnulífíð úr skorðum. Þetta er stærsta stjómunarmálið á íslandi sem því miður fær alltof lítið rúm í umræðunni. Rétt er, að stundum er erfitt að sjá skóginn fyrir tijánum. Vanda- mál dagsins virðast oft svo yfir- þyrmandi að lengra er ekki horft. Og ekki hjálpar, þegar orkan fer í að leita sökudólga, til að skella skuldinni á. Það nýjasta virðist vera það, að svo kölluð fijálshyggja eigi sök á efnahagsástandinu á Islandi, og það bæði þenslu undanfarinna missera og atvinnuleysinu, sem margir eiga nú von á. Svona fullyrð- ingar eru að vísu settar fram í hita pólitískrar umræðu og eiga e.t.v. ekki að takast alvarlega. Auðvitað á fijálshyggjan engan þátt í sveifl- um á hitastigi sjávar, fremur en miðstýring fyrri ára, eða má þakka fijálshyggjunni verðlag á fiski á erlendum mörkuðum eða þróun dollars á alþjóðagjaldeyrismarkaði? En það em einmitt þessar ytri að- stæður sem mestu valda um hag- sveifluna hjá okkur. Nú vil ég vera sístur manna til þess að gera lítið úr fijálshyggj- unni. Hvað sem líður fræðilegum skilgreiningum, þá felst fijáls- hyggjan á venjulegu mannamáli í því, að færa vald og ábyrgð frá skriffinnum til fótksins. Þetta hefur gerst í nokkrum mæli á íslandi undanfarin ár en þó hvergi nærri í sama mæli og í helstu viðskipta- löndum okkar. En það er að mínu viti ofmat að ætla fijálshyggjunni það hlutverk, sem sumir henni andvígir telja hana hafa haft. Eins og venjulega, líta fæstir í eigin barm, þegar leitað er söku- dólganna. Hver bendir á annan og segir: „Ekki ég.“ En sannleikurinn er samt sá, að öll eigum við sök á því, hvemig komið er. Þrátt fyrir um 20% aukningu kaupmáttar á síðasta ári, sem er einsdæmi í sög- unni, og þrátt fyrir yfir nær 50% aukningu kaupmáttar á áranum 1984—1987, sem ég hygg einnig vera einsdæmi, þá dugði það ekki til. Við vildum enn meira. Og það sem verra er við ákváðum að eyða enn meira. Og allir hafa keppst við að brúa bilið með nýjum lánum, hvar sem þau er að finna. Við höf- um einfaldlega lifað um efni fram og þar eram við öll sökudólgar. Og þó — ekki alveg öll. Sem betur fer er enn til fólk á Íslandí sem ekki eyðir umfram efni og sem hagar útgjöldum sínum eft- ir tekjum, fólk sem sparar. Þessu fólki getum við öll þakkað að ekki er enn verr komið fyrir okkur, að erlendar skuldir séu þó enn viðráð- anlegar. Þessu fólki getur atvinnu- lífið þakkað að til er innlent lánsfé og þessu fólki getur ríkið þakkað fyrir að hafa keypt spariskírteini þess undanfama áratugi. En það andar köldu tii þessa fólks um þessar mundir. Einn alþingis- maður segir til dæmis í blaðagrein í byijun þessarar viku, að í nýstofn- uðum samtökum sparifjáreigenda sé „að megin uppistöðu verðbréfa- braskarar, sem mest hafa makað krókinn undanfarin ár“. Því miður era þessi viðhorf býsna rík á Is- landi en þeim mun meiri virðing er borin fyrir skulduram. Ég vona að þið góðir fundarmenn, virðið það við mig, þótt ég veiji örfáum mínút- um til vamar sparnaði í þessu landi. Öll eram við að sjálfsögðu sam- mála um það að ekki komi til greina að taka á nýjan leik upp skömmtun á lánsfé, eins og hún gerðist á áram áður. Til að það ekki gerist, verðum við að hafa spamað í landinu. Án spamaðar er ekkert innlent lánsfé. Það verður því að ríkja nokkurt jafnvægi í þessum efnum. Til þess að fullnægja eftirspurn þeirra sem vilja taka lán þá verða nógu marg- ir aðrir að vera reiðubúnir til að spara. Að taka einhliða afstöðu til hagsmuna annars aðilans í þessum efnum boðar hreina ógæfu, og það sýnist mér einmitt vera að gerast nú. Núverandi ríkisstjórn hefur til- kynnt að hún hyggist bæta hag skuldara, bæði einstaklinga og fyr- irtækja, með þrennum hætti. í fyrsta lagi hefur hún lýst því yfir að hún ætli að breyta lánskjaravísi- tölunni, þannig að laun og þróun launa vegi meira í vísitölunni en hingað til hefur gerst. Við þær að- stæður sem framundan era á næstu mánuðum á þetta að vera aðgerð skulduram í hag, og þar með spari- fjáreigendum í óhag. Ráðherrar virðast hafa bitið sig svo fast í þetta mál, að jafnvel þótt sýnt sé fram á, að slík breyting verði skulduram í óhag þegar til lengri tíma er litið, þá segjast þeir samt ætla að standa fyrir þessari breytingu. En er þá nokkur ástæða fyrir sparifjáreig- endur að hafa áhyggjur af þessu, þar sem svo virðist sem þetta verði þeim í hag þegar fram líða stundir. Jú, áhyggjur sparifjáreigenda era þær, að verði lánskjaravísitölunni nú breytt með þessum hætti, þá er augljóst að næst þegar tilefni gefst til þá muni stjórnvöld snúa við blað- inu og breyta vísitölunni aftur, allt eftir hentisemi hveiju sinni. Þar með væri veigamiklum þætti örygg- is, sem verðtrygging skapar spari- fjáreigendum, kippt á brott. I öðra lagi er það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að lækka vexti með valdboði, ef með þarf, því þeir Valur Valsson séu of háir fyrir skuldara. Enginn hefur hins vegar spurt sparifjáreig- endur að því hvort þeir væra reiðu- búnir eftir slíka lækkun að spara jafn mikið og áður. Sannleikurinn er nefnilega sá, að hvað sem völdum ríkisstjómar líður, þá verður vaxta- lækkun að byggjast á raunveraleg- um aðstæðum í þjóðfélaginu, nema menn séu reiðubúnir til þess að sætta sig við minni spamað og þar með minni lánsmöguleika. Þennan sannleik eram við einmitt að horf- ast í augu við þessa dagana, því í kjölfar lækkaðra raunvaxta og ýmissa yfirlýsinga ráðherra undan- famar vikur, hefur framboð á fjár- magni dregist mjög saman. I þriðja lagi hefur ríkisstjómin lýst því yfir, að stefnt sé að því að hefja skattlagningu vaxtatekna í einhveiju formi innan tíðar. Núgild- andi skattareglur vora settar fyrir 10 árum undir forystu Sjálfstæðis- flokksins. Tvær meginreglur era í gildi. Önnur snýr að fyrirtækjum og er þannig, að allar vaxtatekjur fyrirtækis era skattskyldar en jafn- framt era öll vaxtagjöld, sem falla til við öflun tekna fyrirtækisins, frádráttarbær eins og allur annar tilkostnaður. Þegar um einstakling er að ræða er megin atriðið það, að vaxtatekjur era ekki skattskyld- ar, en jafnframt era venjuleg vaxta- gjöld heldur ekki frádráttarbær frá skatti. Þetta var óvenjuleg aðferð, vegna þess að í flestum löndum gildir sama regla um fyrirtæki og einstaklinga, það er að vaxtatekjur era skattlagðar, en vaxtagjöld jafn- framt frádráttarbær. Ástæða þess að sjálfstæðismenn beittu sér fyrir því að hafa þann hátt á hér að hafa vaxtatekjur ein- staklinga skattfijálsar var sú, að með því vildu menn hvetja til sparn- aðar og draga úr áhuga manna á að taka lán. Og þegar litið er til baka leikur enginn vafi á, að ein- mitt þessar reglur skattalaganna, samfara verðtryggingu með láns- kjaravísitölu, eiga drýgstan þátt í, að peningalegur sparnaður hefur, þrátt fyrir allt, vaxið síðustu 10 árin á Islandi. Óg ég vil líka minna á, sem stundum gleymist í umræð- unni, að menn fá ekki skattfijálsar vaxtatekjur, nema þeir leggi fyrst til hliðar fé af tekjum, sem þegar hafa verið skattlagðar. Að sjálfsögðu er eðlilegt að skattalög séu endurskoðuð reglu- lega og lagfærð og breytt í ljósi nýrra aðstæðna. En spurningin er, hvort nú hafi skapast þær aðstæður á íslandi að tímabært sé að gjör- breyta skattlagningu vaxta hjá ein- staklingum. Ég hef séð í þessu sam- bandi vitnað til þess að Þjóðveijar og Bandaríkjamenn hafi annan hátt á en við, en ég fæ ekki séð að það í sjálfu sér séu rök í þessu máli, enda efnahagsaðstæður með öðram hætti hér en þar. En sjálfsagt er að horfa til reynslunnar í öðram löndum í þessu máli sem öðram og þá mætti kannski hafa Noreg í huga. Þar hafa gilt þær reglur að vaxtatekjur era skattlagðar en vaxtagjöld era frádráttarbær. Margir fjármálamenn í Noregi, sem ég hef hitt, kenna einmitt þessum skattareglum um hluta þess vanda sem þeir eiga nú við að etja í Nor- egi. Hjá þeim urðu þessar reglur einmitt hvati til stóraukinnar neyslu í skjóli lána frá bönkum og öðrum lánastofnunum, því oft á tíðum gátu menn minnkað skattagreiðslur sínar með því að auka lántökur og eyðslu. En aðalatriðið er, að við okkar aðstæður verður sparnaður að auk- ast — ekki minnka. Við þurfum að hvetja fólk til að spara — ekki eyða. Skattlagning vaxtatekna mun ekki virka hvetjandi á sparnað. Og einn- ig má spyija hvort skattlagning vaxtatekna sé líkleg til að lækka vexti, sem er þó eitt höfuðmarkmið stjórnvalda. Af öllu þessu finnst mér því brýn ástæða til að hvetja þá, sem nú fara með völdin, að fara með gát í þessum efnum. Öll vitum við nefni- lega að það er auðvelt að draga úr spamaði, að taka út sparifé og eyða, en það er erfitt að leggja fé fyrir. Hagsveiflan, sem við nú lifum, hefur að því leyti verið óvenjuleg að uppsveiflan reyndist afar hörð og mikil. Ég hef áður minnst á, að kaupmátturinn jókst um nær 50% á 3 áram sem væntanlega er eins- dæmi. Því er þess að vænta að sam- drátturinn, sveiflan niður í öldudal- inn verði einnig óvenju kröpp. Það sem er einnig nýtt við þessa hag- sveiflu er að hún gerist á tímum jákvæðra raunvaxta í stað nei- kvæðra. í stóram dráttum má segja að við höfum farið úr +10% raun- vöxtum í +10% raunvexti á tiltölu- lega stuttum tíma. Þótt mörgum þyki þessi breyting slæm, þá er það í sjálfu sér umhugsunarefni hvernig nú væri komið, ef við hefðum farið Líf á landsbyggðinni Við hérna á landsbyggðinni. .. Ég byija gjarna pistlana mína á þessum orðum því þeir era skrif- aðir út frá mínu sjónarmiði sem búanda úti á landsbyggðinni eða í dreifbýlinu ef menn vilja heldur orða það svo. Við héma á landsbyggðinni fylgjumst vel með fréttum fjöl- miðla og ég trúi flestu sem frétta- menn segja, ekki öllu. Það er mikið ábyrgðarstarf að vera fréttamaður, þeirra ábyrgð er að halla hvergi réttu máli og segja hlutlaust frá því sem þeir sjá og heyra og þeir sem halda sig við þessa gömlu og góðu reglu njóta virðingar almennings. Nú virðist mér að frétta- mennska sé mjög að breytast, mér sýnist að margir fréttamenn keppist um að reyna að gera, sér- staklega viðtöl í útvarpi og sjón- varpi, að skemmtiþáttum fyrir almenning og er þá, eftir því sem hlutlausum áhorfanda, eða heyr- anda finnst, ekki alltaf vandað til verka, þ.e.a.s. menn spurðir í þaula þar til þeir láta kannski orð falla sem túlka má neikvætt gagn- vart andstæðingi eða samstarfs- manni. Fáir eru svo gætnir og geta haldið svo góðu jafnvægi í slíkum orrahríðum sem spurning- ar fréttamanna eru að þeir segi ekki eitthvað sem túlka má á verri veg ef vilji er fyrir hendi. Þá virðist um að gera fyrir fréttamenn að bregða við og lepja sem fyrst í þann sem orði hallaði á og er þá ekki dregið af frásögn- inni. Þetta fréttaform á sér auðvitað alþekkt fordæmi, þetta var hin landskunna fréttamennska Gróu á Leiti. Það er nú svo að stundum leið- ir ein hugsunin af annarri og þeg- ar ég renni huganum yfir frétta- öflunina detta mér í hug smala- mennskur til sveita. Oft er „!íf í tuskunum" þegar eltast þarf við ljónstyggar kindur, missa menn gjama alla gætni í slíkum bardaga. Þingeyskur bóndi lýsir svo atferli sínu og granna sinna við smölun kinda: Þú skalt æða yfir storð, aldrei mæla hlýlegt oið, svipurinn þarf að minna á morð, ef menn eiga að smala á annað borð. Það er víðar en í Þingeyjar- sýslu sem mikið gengur á við smalamennskur. Sagt er að prestur einn hér á landi sem stundaði búskap hafi verið að eltast við gemlinga sína að vorlagi og aldraður faðir hans verið honum til aðstoðar, þeir ætluðu að hýsa gemsana og voru komnir með þá nærri fjárhús- dyranum eftir mikil hlaup. Feðgamir vora orðnir móðir og sveittir af eltingaleiknum, en töldu sig nú vera búna að sigra hlaupagikkina. Skyndilega sneri hópurinn við „Það eru einmitt svona hundaþvög-ur sem leiddu huga minn að smalamennskum þegar ég var að velta vöngum yfir aðförum fréttamanna, þær eru nefiiilega ekki alls ólíkar í sumum tilfell- um, þeir þrengja að fórnarlambinu og hvellspyrja.“ og þaut í öfuga átt. Prestinum var skapfátt, hann sló út höndun- um í bræði og öskraði: — Farið þið þá allir til Helvítis — svo tók hann viðbragð og hljóp á eftir þeim um leið og hann kallaði: — Farðu á eftir þeim pabbi — . Já, það skeður margt í smala- mennskum og göngum og hægt væri að halda lengi áfram með hliðstæðar sögur, en best að láta staðar numið, mig Iangar þó að minnast á hundaþvögurnar sem ærast gjammandi í kring um kind- umar þegar þrengja á að þeim, þar er kapp um að hafa sem hæst og era það þá gjarna hvutt- amir sem ekki hafa langa reynslu sem mest láta á sér bera og reyna að vekja á sér athygli með hávaða og hvellu gjammi. Það eru einmitt svona hunda- þvögur sem leiddu huga minn að smalamennskum þegar ég var að velta vöngum yfir aðföram frétta- manna, þær era nefnilega ekki alls ólíkar í sumum tilfellum, þeir þrengja að fómarlambinu og hvellspyija. Sem betur fer era ekki allir fréttamenn undir sama hatti hvað þetta fréttaform snert- ir, en þó alltof margir. Auðvitað má líta á viðtalsþætti fréttamanna sem skemmtiefni oft á tíðum, en mörgum á landsbyggðinni finnst réttara að láta Hemma Gunn um skemmtiþættina. Þökk sé þeim fréttamönnum sem fara vel með efni sitt og trú- verðuglega. Auðvitað má deila um tilgang fréttamennsku og þetta era nú bara dreifbýlissjónarmið. Jóhanna A. Steingrímsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.